Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 13
I igsrétffr urðu upphaf að mörkum KR í jloiknum, sem urðu 5 gegn 3 „landsliðsins“. Það leit sannarlega ekki vel út fyrir KR, þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum, því þá hafði „landsliðinu" tvívegis tekizt að senda knöttinn í KR-markið, án þess að KR fengi svarað. Fyrsta markið kom á 10. mínútu. Kári Ámason sendi knöttinn fram miðj una til Jóns Jóhannssonar, sem tókst að smjúga gegnum KR-vörn ina og skora rétt innan við víta- teigslínuna. Skotið var ekki fast og Heimir hefði átt að verja það. Sex mínútum síðar kom svo ann- að markið, eftir skemmtilegasta samleikskafla leiksins. Knötturinn gekk frá vinstri kantmanni, Her- manni Gunnarssyni, inn á miðj- una til Jóns Jóhannss., sem sendi Viðstöðulaust fram til Kára. Kári skaut á markið, Heimi tókst að hálfverja skotið, en Jón fylgdi fast eftir og rak endahnútinn. Þegar hér var komið sögu, bjuggust flestir við, að „stórburst væri í aðsigi. En KR-ingar voru ekki á því að gefa sig. Á 25. mín- útu gaf Gunnar Fel. fyrir frá enda mörkum vinstra megin, Öm Stein sen var vel á verði og skallaði í markið af stuttu færi. Þama var Helgi Dan. ekki með á nótunum. Fimm mínútum síðar kom svo jöfnunarmark KR, 2:2. Það var Sigurþór Jakobsson, sem rak enda hnútinn eftir að hafa fengið s ingu frá Gunnari Guðmannssyni, Sigurþór var greinilega rangstæð ur, og furðulegt að línuvörður skyldi ekki gefa merki um þa Þama fékk KR mark af „ódýra markaðinum“. Á 32. mínútu náði svo KR forystu, 3:2, fyrir hreinan klaufaskap Helga Dan. í markinu sem vægast sagt átti mjög slæm- an dag. Helgi hafði varið lang- skot frá Gunnari Guðmannssyni, ep hélt ekki knettinum. Gunnar Felixson eygði strax möguleika, fylgdi eftir og fékk skorað. — Enn höfðu KR-ingar ekki sagt sitt síðasta orð í fyrri hálfleik, því á 45. mínútu bættu þeir 4. mark- imt við. Gunnar Felixson gaf fyr- ir frá hægri, jarðarbolta, sem Gunnar Guðmannss. afgreiddi lag lega í markið. Þama fékk Helgi engum vömum komið við, en alla sök á markinu átti aftasta vörn „landsliðsins", sem ekki var á sfmnn stað. — Þannig lauk sem sé fyrri hálfleik, 4:2, og var hann allur Skárri en sá síðari. Jón Jóhannsson lagaði stöðuna fyrir „landsliðið“ á 16. mín. síð- ari hálfleiks, þegar hann skoraði laglega af vítateigslínu. Hann fékk sendingu frá vinstri og afgreiddi knöttinn viðstöðulaust, sem fór í stöng og inn, 4:3. Síðasta mark leiksins kom svo á 42. mín. Nú var það Gunnar Fel., sem skoraði eftir fyrirgjöf frá Sigurþóri. Hann skaut rétt innan við vítateigslínu og knött- urinn hafnaði örugglega í netinu. án þess, að Helgi fengi við nókk- uð ráðið. — Með þessu var rétt- látur sigur KR endanlega innsigl- aður. Sem fyrr segir var hér um til- þrifalítinn leik að ræða, þrátt fyr ir þá staðreynd, að hinir 22 leik menn teljast til þess bezta, sem við eigum í dag. Auðvitað má segja, sem svo til afsökunar, ef það er þá nokkur afsökun, að leik mennimir hafi í sjálfu sér haft til lítils að vinna. En engu að síð- ur verða knattspyrnumenn að at- huga, að þeir eru ábyrgir gagn- vart hinum fjölmörgu áhorfendum sem koma til að sjá góða knatt- spyrnu a. m. k. til að sjá þó knatt spyrnumenn okkar berjast af al- hug. „Landsliðið" náði aldrei vel saman, ef undanskildar eru fyrstu 20 mínúturnar. Lítið mun hafa verið gert til að skipuleggja leik liðsins fyrirfram, en skömmu fyr- ir leik hafa liðsmenn líklega ver ið beðnir um að leika „4—2—4“, sem ekki tókst að útfæra að neinu leyti. Næstum allan tímann voru fremstu sóknarmenn aðeins 3, þ. £. Jón miðherji og kantmennimir Jón Ólafur og Hermann. Fyrir aftan þá voru svo Kári, Skúli Ágústsson og Jón Leósson. Fyrir bragðið var um allt of einhæfan sóknarleik upp miðjuna að ræða, sem ekki var árangursríkur til lengdar. Jón Jóhannsson reyndi ýmislegt í miðherjastöðunni, — tókst dável upp stundum, en hafði ekki alltaf árangur, sem erfiði. Kári átti .góðan kafla til að byrja með — og Jón Leósson var oft iðinn, en hugsar lítið um stöðuna. í heild má segja, að aftasta vöm in, Árni, Jón Stefánsson, Matthí- as og Guðjón Jónsson, hafi komið vel frá leiknum, ef undanskilinn er þátturinn í kringum 4. mark KR. Helgi Dan. átti afleitan leik og hélt boltanum illa. Hjá KR var Sigurþór sá, sem barðist mest og baráttuvilji hans er til fyrirmyndar. KR reyndi að leika „4—2—4“ með Svein Jóns- son og Þórólf, sem tengilið milli sóknar og vamar. KR virðist ganga illa að útfæra þetta án Ellerts. í leiknum á sunnudags- kvöld fannst mér Þórólfur ekki gæta stöðu sinnar sem skyldi og þá var oft mikið að gera hjá Sveini. í framlínunni átti Gunnar Guðmannss. góðan fyrri bálfleik og Gunnar Fel. barðist vel. Þess má geta, að nokkur meiðsli urðu í báðum liðum. Hörður Fel- ixson varð að yfirgefa völl síð- ast í fyrri hálfleik, Jón Stefáns- son fór út af í síðari hálfleik og sömuleiðis Hreiðar Ársælsson. Dómari var Einar Hjartarson. MOSFELLSSVEITRA . . . Framhald af 8. síðu. en þar sem hann liggur nú, og var illa ráðið, að sú leið skyldi ekki valin, þegar v.egurinn var byggður upp. En það var ýmis- legt sem því olli. Persónuleg hagsmunasjónarmið einstakra á- hrifamanna munu hafa ráðið mestu um, hvaða leið var valin. Sú tillitssemi kunningsskapar- ins hefur orðið nokkuð dýr, þótt um það þýði ekki að fást hér eftir. En úr þessu má nú bæta ef vilji er fyrir hendi. Úr því gera skal nýjan aðalveg, sem á að geta fullnægt umferðarþörf- inni um fyrirsjáanlega framtíð, á auðvitað að leggja hann þar sem hagkvæmast er. Ber þá fyrst að taka tillit til stytztu færu leiðar, góðrar undirstöðu og helzt nær-j tæku efni til uppfyllingar. Fari . þetta allt saman, ætti það að auðvelda valið. Af íramansögðu verður að draga þá ályktun að heppilegasta vegarstæðið fyrir hinn nýja aðal- veg sé sem beinust leið frá Ell- iðaánum að Grafarvogi og helzt yfir voginn um Síldarmanna- garð. Þaðan ætti vegurinn að liggja fyrir Hallsholt (vestanvert við Keldnaholt) fram hjá Korp- úlfsstöðum, fyrir neðan Blika- staði, beinustu leið að Langa- tanga og þar yfir Leirvoginn. Þaðan beint að Kollafirði um Helgusker og vestanvert við Varmhóla. Yrði þar komið á nú- verandi aðalveg. Vera má að sumum sýnist sem nokkurs skýjafars gæti í þessum tillögum, en menn ættu þá jafn- framt að beina huganum til fram tíðarinnar, þegar „Stóra-Reykja- vík“ er komin upp að Kollafirði og upp að Esju, með miklum hafnarmannvirkjum í Qeldinga- nesi og báðum megin Þernueyj- arsunds. Ætli einhverjum þætti þá ekki nokkurs um vert að aðal- umferðarbrautin til Vestur- og Norðurlands, lægi beinustu og stytztu leið gegnum þá ný- byggðu, sem koma hlýtur? Vegagerð á þessari leið er til- tölulega auðveld — Sunnanvert við Langatanga er há melalda, sem myndi meira en nægja í há- an og breiðan vegargarð yfir Leirvog með einni brú miðsvæð- is eða að norðanverðu. Strauma eða ísabrot þarf ekki að óttast þarna fremur en um stöðuvatn væri að ræða, að undanskildum áhrifum flóðs og fjöru. Þegar kemur að Kollafirði, er aðstaðan svipuð, nema að því leyti að í stað melanna sunnan við Leirvog er þarna „ekkert nema urð og grjót“, sem nægja myndi í margfaldan umferðar- garð þvert yfir fjörðinn. Vera má, að garður þarna yfir gæti einnig orðið að gagni fyrir' klakstöðina í Kollafirði, því mik- ill sjór yrði fyrir innan þennan garð. — Þessi leið, sem hér hefir' verið rætt um, er mörgum kíló- metrum styttri en sú, sem nú er, farin. Hvergi þarf að óttast snjóalög eða árennsli, hvernig' sem viðrar. Og færri brýr þarf á þessari leið en annars staðar, hvar sem farið yrði. Aðeins ein yfir Leirvog og önnur yrði yfir Korpúlfsstaðaá, sem hlýtur að koma hvar sem vegurinn verður lagður. Einnig má benda á, að ef þessi leið yrði farin, væri hinn illræmdi Kleifa-kafli úr sögunni og þá ekki lengur sá farartálmi, sem hann oft hefir verið. Þá má benda á það, ef vegur- inn yrði lagður eins og hér er lagt til, má byggja hann frá grunnj og fullgera alla leið, án þess að þurfa nokkurs staðar að taka tillit til umferðarinnar, sem nú er. Þetta yrði nýr vegur á nýrri leið, sem þyrfti ekki að vera í neinum tengslum við aðal- umferðarleiðina, fyrr en hann er fullgerður. Og að geta byggt upp veginn við slíkar aðstæður, hlýtur að vera nokkurs virði og auðvelda framkvæmd verksins. KAUPFELAG EYFIRÐINGA AKUREYRI G.Þ. ORÐSENDING FhamhaJd af 6 síðu. venjulegur eins árs húsmæðra- skóli, þó mun meiri rækt lögð við kynningu kristilegra og þjóðlegra bókmennta, enda er núverandi eig andi skólans þjóðkirkja íslands, er gjarnan mun vilja að dvöl nem- enda á Löngumýri megi gefa þeim gott veganesti inn á lífsbrautina og færa þá feti framar í áttina til andlegs þroska. Enn er hægt að bæta við nokkr- um nemendutn fyrir næsta vetur. Þá má geta þess, að komið get- ur til mála, að skólanefndin leigi skólann á Löngumýri í sumar sem dvalarheimili fyrir kyrrlátt fólk eða ferðamannahópa. Hittumst hraust og glöð 30. maí n. k. Vinarkveðja, Ingibjörg Jóhannsdóttir. LISTDÓMARAR Framhald af 9. síðu. þykja vænt um þetta land. Mér kom ekki til hugar að sýn- ing þessi væri hugsuð sem orrusta við einn eða neinn, heldur leit ég svo á að hún væri einungis tæki- færi, sem félögum þessara sam- taka væri gefið til sýningar á verkum sínum. Mér er vel kunn ugt um að flestir þeirra er þarna sýndu njóta almenningsálits og viðurkenningar en ég hygg það vera verkum þeirra að þakka, þess vegna virðist mér ekki nema sann- girnismál að Myndlistafélagið eigi sinn hlut að máli t. d. þegar ís- lenzk listaverk eru sýnd erlendis Sá kafli greinarinnar sem fjallar um þátttöku gesta, er mér óskilj anlegur. Hver á nú að sortcra þennan hóp? Gæfan forði oss frá því að draga listamenn í dilka Ættum við ekki heldur að láía okkur nægja að skilja listina í listinni- Sannur listamaður þek.c- FERÐAFÚLK Ef þér komið til Akureyrar þá munið að mest og bezt fáið þér að borða hjá oss. VeriS velkomin CAFÉTERIA KEA Akureyri. TRESMIÐAVELAR j , Útvegum alls konar trésmíðavélar frá um- boði okkar WMW — EXPORT, Berlin. Vélijn sem myndin er af er meðal margra ann- arra á sýningu okkar sem er opin þessa íagana í vélasal Húsasmiðjunnar, Súðavog 3. Sýningin stendur til 31. maí og er opin daglega klukkan 5— 10 e. h. (laugardaga og sunnudaga kl. 2—7 e. h.). Vinsamlegast skoðið sýninguna. Berlin W 8 Þýzka alþýðulýðveldið Haukur Björnsson Pósthússtræti 13 Reykjavík ist einmitt á því að hann fellur hvergi algerlega í flokk, heldur er hann sjálfur. Svo er um alla sem trúir eru sjálfum sér, hvaða list grein sem þeir stunda, eins þó að þeir stundi enga list aðra en þá að lifa. Listamenn og gagnrýnendur þeirra (stundum sama persónan) hafa hagað sér í listum svipað og aðrir hafa gert í stjómmálum Þeir hafa stofnað harðsnunar klík ur jábræðra og tækifærissinna sem beitt hafa áróðri og kunningsskap sjálfum sér til framdráttar. Hóg- værðinni megum við aldrei gleyma. Land okkar er fámennt og orrustan um fsland stendur enn. Forðumst undirferli og deilur, en ástundum heiðarleik í lífi og list. Nei, orrust an er ekki töpuð og það erum við sem eigum að sjá til þess að hún tapist ekki. VERÐUR JOHNSON ... Framhald af 7. síðu. eða varanlegt frjálslyndi hans er, fyrri en unninn sigur í nóvembermánuði næstkomandi veitir honum frelsi til að fara til fulls eftir eigin geðþótta. VERKALÝÐSSAMTÖKIN, mannréttindasamtökin og fjöl- mörg samtök frjálslyndra fylkja sér um Johnson eins og sakir standa í þeirri bjartsýnu von, að ef þau fylki sér nógu fast um hann muni þeim takast að breyta honum með hægum þrýstingi og gegnsýringu. Stefn an, sem, hentar Johnson í dag, kann að verða ákveðin sann- færing hans á morgun. Eg er að vísu ekki með öllu trúaður á þá bjartsýni, en viðurkenni þó, að hún sé reist á nokkrum rökum. Forsetar eru eins og aðrir menn að því leyti, að eð þeir hneigjast að skoðunum þeirra, sem veita þeim einlægasta og traustasta fylgd. Ennfremur ber að minnast þess, að hinir frjáls lyndu hópar eru sterkari og íhaldsmennimir tiltölulega veik ari í Demókrataflokki Banda- ríkjanna sem heild en í Texas- fylki Það ætti að hafa nokkur áhrif á þann stjórnmálamann, sem ósjálfrátt hneigist til að taka sér stöðu í miðri fylkingu, þar sem hann er staddur hverju sinni. (Þýdö úr New York Post). T í M I N N, þriðjudagur 26. maí 1964. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.