Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 14
waffe-flugmennirnir hafi legið í leyni og beðið þcss að skjóta nið- ur Duff Cooper, þennan mikilvæga sendiboða brezku ríkisstjórnarinn- ar, en flugvélasveit sú, sem send var til að fylgja flugvél hans frá París til London, var nægilega öflug til að, koma í veg fyrir allar slíkar tilraunir. Hvernig, sem snúningi gæfuhjólsins kann að hafa verið varið þennan dag, var lafði Diana alltaf fullviss um að aðstoð vinar hennar sneri því í rétta átt. Kvöld nokkurt á síðustu árum styrjaldarinnar lá við að Clemen- fine neyddist til að grípa inn í á dramatískan og opinberan hátt, með því að flytja útvarpsræðu fyrir mann sinn. Milljónir manna um allan heim hlustuðu í þögulli undrun á út- varpið sunnudagskvöld nokkurt, þegiar forsætisráðherrann talaði. Köddin var kunnugleg, en hvar var ákveðnin, krafturinn og þrjózk an, sem hlustendur höfðu beðið af slfkri ákefð. Orðin komu slitrótt og með erfiðismunum, eins og hrumur öldungur væri að tala. Og I herstöðvunjum, knæpunum, veit- ingahúsunum og varðstöðvunum, Iitu menn hver á aðra furðu lostn- ir og sögðu: „Hann er fullur!" En Winston var ekki drukkinn. Hann var sjúkur. Það var aðeins með ofurmannlegum kröftum, sem honum tókst að dragast að hljóð- nemanum og tala. Thompson fyrrv. lögreglumað- ur, „skugginn" hans var hjá hon- um og honum segist svo frá: „Handritið var að vanda tilbúið með góðum fyrirvara, en jafnvel áður en kom að því, að hann átti að halda útvarpsræðuna, vissum við að hann var veikur. Einhver kom fram með þá uppástungu, að láta frú Churchill flytja ræðuna. En forsætisráðherrann - sagði: „Nei! Hlustendur búast við mér, og kbmi ég ekki, undrast þeir hvers vegna svo er.“ Frú Chur- chill grátbændi hann um að leyfa henni að flytja ræðuna, en hann neitaði. Nokkrir samstarfsmanna hans reyndu að fá hann til þess, en árangurslaust. Hann var harð- ákveðinn í að bregðast ekki trausti þess fólks, er hann var leiðtogi fyrir. Þegar hann hafði lokið flutn- ingi ræðunnar, þurftum við næst- um að bera hann frá hljóðneman- um og í rúmið. Frú Churchill sat við hlið hans, unz hann sofnaði". Það var ef til vill heppilegt að Winston komst ekki að því, á hvern hátt þessari hetjulegu til- raun hans var tekið af sumu fólki. Enda 'er ofurölvun synd, sem hann getur hvórki þolað né fyrir- gefið. Hann hefur haft ímugust á slíku frá þeim dögum, er hann var í Sandhurst. Samt sem áður er þetta nokkuð, sem fólk hefur áfellzt hann fyrir, vegna þess að það þekkir ekki málgalla hans. Þegar hann er þreyttur, kemur málheltin fram. Málheltin, sem Clementine gerði svo mikið til að fá hann til að sigrast á. Ræða hans verður þvoglukennd og viss hljóð valda honum erfiðleikum. Thompson, fyrrv. lögregluþjónn sagði: ,',Þegar hann varð eldri, lag- aðist „s-ið“ hjá honum. Þegar hann flutti ræðuna 1944 og var farið að sjá fyrir endann á styrj- öldinni, sagði fjöldi fólks, að hann væri drukkinn og vakti þetta þrætur með mönnum. En sann- leikurinn var sá, að hann var úr- vinda af þreytu og var með kvef. Ég man eftir öðru sinni, en þá var hann mjög hás, er hann tal- aði. Alls kyns kvefmixtúrur voru sendar okkur — fólk mælti með hinu og þessu — en það kom ekki í veg fyrir þvættinginn um öl- æðið.“ Það verður að játa, að í raun- inni hvorki drekkur Winston né reykir að neinu verulegu ráði, þó að sú uppljóstrun kunni að fara í bága við og eyðileggja gamla þjóðsögu. Hann hefur miklar mæt- ur á góðu koníaki og viskíi, en drekkur sáralítið af þessu. Dag- lega drekkur hann hálfan lítra af kampavíni — eina heilsubótin, sem hann trúir á — en það geta liðið margir dagar, án þess að hann láti nokkurt annað áfengi inn fyrir sínar varir. Þó að venju- legast megi sjá hann með glas í hönd við móttökur og í samkvæm- um, er glas hans sjaldan fyllt tvisvar. Einn lítinn viskísjúss læt- ur hann nægja í fleiri klukku- 88 vínsglas. Hann sagði oft: „Faðir minn sagði mér, að drykki ég kampavínsglas. á hverju kvöldi, yrði ég langlifur.“ Á meðan á loftárásunum stóð snemma á árinu 1944, dvaldi Eisen stundir, og oft er ekki annað í glasi hans en ískælt sódavatn. Óhófleg drykkja, segir hann, rugl- ar dómgreindina, og þó að hann njóti þess að drekka, hefur eng- inn séð hann ölvaðan. Thompson segir: „Hann vaknar j hower hershöfðingi mörg kvöld á morgnana og kveikir þá í fyrsta í London. Clementine hafði áhyggj vindlinum. Þá kemur annað hvortjur af öryggí hans og stakk upp henbergisþjónn hans eða ég og í á því, að hann fengi eitt að neðan jarðarbyrgjunum í Downing Street Winston féllst á þessa uppástungu, og hún útbjó sérstaka íbúð fyrir Ike, þar sem allt var að fá. Þar hálfreyktur enn. Það er um fimm; var eldhús, setustofa, svefnher- færir honum glas með ískældu sódavatni. Hann tönnlast á þess- um vindli sínum og þegar komið er að hádegi er vindillinn aðeins stundum síðar. Og á meðan hann tönnlast á vindlinum dreypir hann við og við á glasinu. Hann hefur glas nærhendis — ekki með viskíi heldur ískældu sódavatni. Þegar komið er að hádegisverð- artíma er hellt í staup hans ca. hálfs sentimetra borð af viskíi, Ef sett er meira, skvettir hann því úr. Hann bragðar á því og ef það er of sterkt, segir hann: .Takið bað burt. Setjið meiri sóda bergi og leynisími. En þvi miður! Ike notaði aldrei íbúðina og sá hana ekki einu sinni. Bardagagleðj Winstons fékk hann til að biðja Eisenhower þess leyfis að fá að fylgjast með innrás- inni á D-innrásardaginn af einu þeirra skipa er send voru til stuðn ings innrásinni. Ike sagði: „Eg hélt því fram, að hættan á. því að hann mundi særast eða íalla væri of mikil og í það.“ Hann fyllir glasið með | yrði of örlagaríkt fyrir allan heim sódavatni og þegar setzt er að j inn og gang styrjaldarinnar svo bádegisverðarborði hefur hann lokjað ég neitaði." ið við það. Ef hann fer inn í skrif | Hann svaraði eins og rétt var, stofu sína eftir að hafa lokið máls. að þó að ég hefði með höncfum, alla verði fær hann sér einn í viðbót yfirstjórn þessara aðgerða og vieri af um það bil sama styrkleika, en til þess kjörinn af báðum ríkis- bragðar aldrei koníak. stjórnum væri ekki þar með sagt Hann á það til, þó að það sé aS ég hefði stjórn á byggingu og afar sjaldan, að fá sér púrtvíns- ekipulagi brezka hersins. glas klukkan ellefu á morgnana, ef hann er á leiðinni út. Fólk heldur að hann reyki vindla viðstöðulaust, en í rauninni reykir hann aðeins fáa. Hann læt- ur einn endast afar lengi. Það er sami gamli vindillinn stundum saman. Hann hélt áfram: „Þar sem svo er í pottinn búið, minn kæri hers- höfðingi, er það ekki á yðar á- byrgð að ákveða hvernig einstök skip brezka flotans eru búín í smá atriðum. “ Enn hélt hann áfram klukku-1 og var slóttugt blik í augnaráði Ihans: „Nú, þess vegna mundir þú Fái hann sér viskíglas um há-jganga út fyrir valdsvið þitt, ef degisverðarleyti, er enn eftir lögg; þú meinaðir mér að skrá mig sem í því um kvöldverðarleytið. j góðtrúa meðlim áhafnarinnar á Á kvöldin fær hann sér kampa I einhverju skipi brezka flotans.“ 46 DAUDINNI KJÖLf ARINU MAURI SARIOLA __„ . . En Inga . . . Hvað gerirðu . Nei, láttu mig vera . ..!“ Storm hálfreis upp í sæti sínu. Hugsanirnar flugu um huga hans eins og gneistaregn. Spurninga- flóðið var á vörum hans, en Jaatinen varð fyrri til: — Síðan þagnaði röddin. Þer megið ekki hlseja að mér, en ég hafði einhverja óhugnanlegu til- hneigingu til að halda, að það hefði verið þaggað niður í henni . með kverkataki . . . Síðan heyrði ég ekkert drykklanga stund. Ég hélt mig hefði verið að dreyma, en ég reis á fætur samt sem áður. Ég reyndi að opna dyrn ar og einmitt í sama bili heyrðist mér eitthvað skella í sjóinn. Og síðan heyrði ég hratt fótatak . . . einhvers, sem var á háhæluðum skóm . . . Gjaldkerinn þagnaði Hann herpti saman bleikar varirnar, eins og hann væri smeykur um að hafa sagt of mikið. Það ríkti þögn um stund. En stuttu síðar dró Storm djúpt inn andann og spurði hvasst: — Hvers vegna hafið þér ekki sagt frá þessu fyrr? — Ég sagði yður, að ég væri alls ekkj viss í minni sök. — En ef þér hafið heyrt þetta allt svona greinilega! — Ég er orðinn gamall og hrumur. — Ég veit, að þér bæði sjáið og heyrið vel. — Storm lækkaði röddina, um leið og hann endur- tók: — „Inga, hvað gerirðu . . . Nei, láttu mig vera . . . ! Síðan bætti hann við eldfljótt: — Frú Berg hét -að fornafni Inga! — Rétt er það, sagði gjaldker- inn mæðulega. Hann deplaði aug- unum órólegur. — Höfuðástæðan fyrir því, að ég þagði, er sú að ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Þessar tvær konur — frú Latvala og frú Berg — voru mjög góðar vinkonur. Síðast á veitingastaðnum í Visby, það er að segja aðeins þremur klukkustundum áður, sagði frú Berg, svo að allir máttu heyra: „Kaarina. Þú ert sú eina hér, sem er talandi við. Við skulum fara niður að skipi. Eg held að við tvær eigum sitthvað vantalað. Storm nuddaði á sér hökuna: — Einmitt. — Og þegar við hin komum frá veitingastaðnum og um borð sátu þær í reyksalnum aftur á og töl- uðust við eins og beztu vinir. Þær sátu mjög nálægt hvor ann- arri eins og beztu systur. Eða eins og samsærismenn, sem gera áætlanir um að gera öðrum eitt- hvað illt. Ekki hvor öðrum, skilj- ið þér. — Það er rétt. Það hef ég heyrt. En hvað í fjand . .. fyrirgefið þér. Af hvaða ástæðum verður þessi skyndilega breyting? Þetta er óskiljanlegt! Einnig þótt hverflyndi kvenna sé tekið með í reikninginn. Storm reyndi að hlæja, en hlát- ur hans var óeðlilegur. Jaatinen yppti öxlum. — Þetta er mér fullkomin ráðgáta. Storm fékk allóhugnanlega hug mynd. Hann spurði snöggt: — Hafið þér sagt öðrum frá þessu? — Nei, aðeins yður. — Það er þó allavega gott. Ef til vill hafið þér bjargað lífi yðar. Eða hver veit. Frú Berg er líka dauð .. . Gjaldkerinn hrökk við. — Eh . . . sagði hann hikandi. — Já? spurði Storm óþol- inmóður. — Jú . . . má ég skýra þetta ögn frekar. Ég hef ekki sagt nein- um núlifandi manni frá þessu. Storm kipraði saman augun. — Hvað eigið þér við? Gjaldkerinn nuddaði stólarm- ana órólegur. — Sjáið þér til . . . Ef ég á að segja yður eins og er, þá hugs- aði ég, þegar ég heyrði um hvarf frú Latvala, eitthvað á þessa leið: Frú Berg kyrkti frú Latvala og fleygði henni í sjóinn. Það var níðangurslegt ódæði. Ef það var þá satt. En þó að ég ef til vill efaðist um hæfni minna eigin skilningarvita, þó að ég sæi fram á, hve fjarri lagi þetta virtist, fannst mér — já, ég fann á mér, að svona mundi þetta vera. Ég hugsaði málið. Og að lokum var þetta orðið að hreinni martröð. En ég sagði engum neitt. Þegar Lindkvist vakti máls á þessu við barinn um kvöldið sagði ég ein- tóma vitleysu. Ég féllst á kenn- ingar hans og samsinnti honum í einu og öllu. Það var eins konar sjálfsvörn. En ... — Haldið þér áfram, fljótt! — Ég hafði enga ró í mínum beinum. Gjaldkerinn greip föstu taki um stólarmana. — Og á heimleiðinni nálægt strönd Got- lands fékk ég djöfullega hugmynd. Ég ákvað að gera til- , raun með frú Berg. Ég er gamall maður, ég hef séð margt og mik- ið, og ég get lesið í svip fólks. Ég sem sagt gerði tilraun — all grimmdarlega — en frú Berg var einnig grimm. Um leið og húri kom gangandi á móti mér í skuggalegum ganginum — það var þegar tekið að rökkva — staðnæmdist ég við hlið hennar og hvíslaði í eyra henni með skelfingu og undrun í röddinni: En Inga . . . Hvað gerirðu . . . Nei, láttu mig vera ... Það fór kuldahrollur um Storm. — Og hvernig varð henni við? Gjaldkerinn svaraði lágum rómi: — Frú Berg kom sem sagt á móti mér eftir ganginum. Hún bar vatnsglas í hendi. Um leið og hún heyrði það, sem ég sagði, féll glasið í gólfið. Um leið og það brotnaði, veitti ég svipbreytingum hennar nánar athygli og þær komu upp um allt. Á andliti hennar var samantvinnuð skelf- ing, undrun og sektarvitund . . . En á næsta andartaki hafði hún náð sér. Hún setti upp harðneskju legan svið og gerði sér upp gam- an með því að skammast yfir því, að ég væri að hræða fólk að ástæðulausu . . . 16. KAFLI „Gamall og elliær". Þau orð hafði Lindkvist haft um gjaldkerann. Eða öllu heldur haft eftir gjaldkeranum um sjálf- an sig. Storm sat á skrifstofu sinni í djúpum þönkum. Hann drap f sígarettustubbi í öskubakkan- um og kveikti síðan strax í ann- arri. Blótsyrði hrökk honum af vörum. „Elliær". Kannske var hann bara gamall karl með alltof auð- ugt ímyndunarafl. Það var svo sem ekki útilokað. Kannske var Jaatinen einn þeirra manna, sem höfðu gaman af að draga að sér athygli annarra, eða reyndu að verða eitthvað annað og meira en þeir voru með alls kyns lygisög- um. Kannske hafði þetta svo að- eins verið draumur . . . og síðan hafði hann haldið, að það hafi ver ið raunveruleiki. Svo hafði hann skáldað upp afganginn. T.d. þetta með tilraunina á frú Berg. En Jaatinen hafði verið full- komlega rólegur og viss í sinni sök og hann hafði verið mjög sanrfærandi. En af hverju stríddi það, sem hann sagði gegn öllum staðreynd- um? Frú Berg og frú Latvala höfðu verið góðar vinkonur. Og það, sem furðulegra var: Var þá frú Berg myrt og þá af öðrum morðingja? Hver myrti þarna? Og hvers vegna? — Nei andskotakornið . . . það getur ekki verið . . . Storm tók ekki eftir, að hann hafði hugsað upphátt. Hann var svo niðursokk- inn í hugsanir sínar, að hann tók nú fyrst eftir, að það hafði verið barið alloft á dyrnar hjá honum. — Kom inn. Harri lögreglumaður gekk inn. */•*' 14 T í M I N N, þrlðjudagur 26. maf 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.