Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 3
< Á VÍÐAVANGI Prentarí efstur á balletprófí Þau þrjú stóðust II. stigs próflð á dögunum í Llstdansskóla Þióðleikhúss- ins. Fremst Jyttc Moestrup, Margrét Brandsdóttir og Halldór Helgason. TÍMA-mynd-GE, tekin í æfingasal Listdansskólans. í NÝAFSTÖÐNU vorprófi í List dansskóla Þjóðleikhússins hlauf einn nemandi ágætiseinkunn, ung- ur maður úr prentarastétt, Halldór Helgason frá Húsavík, vélsetjari að iðn, 23ja ára. Lét kennari hans, ungfrú Elizabeth Hodgson ballett- meistari, þess getið í viðtali við Tímann, að frammistaða Halldórs væri þeim mun athyglisverðari, að hann hefði stundað ballettnám í aðeins tvo vetur og ekki fengið HALLDÓR HELGASON neina tilsögn í því fyrr en í hitt eðfyrra. Þegar ungfrú Hodgson kom að Listdansskólanum fyrir tveim ár um, var tekið þar upn brezka ball- ettkerfið svokallaða við kennslu, og verður því haldið áfram þótt ungfrúin hverfi nú frá kennslu við skólann og haldi heim til London Eftir kerfi þessu verður skólinn hér þriggja ára skóli og tekin prof fyrsta, annars og þriðja stigs, setm verða jafngild prófum í brezku ballettskólunum. Prófdómari kom hingað frá Royal Academy of Danc ing, Olga Cooper, og er hún einn af prófdómurum þeirra stofnunar, sem gegna eingöngu því starfi. bæði í heimalandinu og þeim lönd um úti um heim, þar sem kennt er eftir hinu brezka kerfi. En höf undur kerfisins er raunar dönsk dansmær, Adeline Genee, sem starfað hefur í London í fjölda ára. í fyrravor var fyrst prófað hér eftir kerfinu, það var I. stig' próf, og stóðust það 14 af 18, sem gengu undir það. Nú í vor fór frarn I. og II. stigs próf. Níu stóðust I. stigs próf af 16, sjö stúlkur og 2 piltar. Þau, sem stóðust, eru: Auðbjörg Ögmundsdóttir, Guð- rún Njálsdóttir, Soffía Bjarnleifs dóttir, Kristín Bjarnadóttir, Vig- dís Magnúsdóttir, Guðrún Antons- dóttir, Ingigerður Guðinundsdótv- ir, Einar Þorbergsson og Þórarinn Baldvinsson. Var Þórarinn efstur á því prófi. Annars stigs próf stóðust Mar- grét Brandsdóttir, Jytte Moestrup og Halldór Helgason. Þess má geta, að Margrét er systir Önnu Brandsdóttur ballettmeyjar, sem brautskráðist úr Listdansskólan- um fyrir nokkrum árutn, kom oft fram á sviði Þjóðleikhússins, fó’- síðan til framhaldsnáms í Kaup- mannahöfn og London og hefur dansað í Tivoli í Höfn. Þær Mar- grét og Jytte hafa lært ballett frá því þær voru átta ára, fyrst hjá Erik Bidsted, síðan hjá Elizabeth Hodgson, og er Jytte nú ein af dansmeyjunum í Sardasfurstinn- unni í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Þegar ég hitti Halldór Helga- son á dögunum og spurði hann, hvers vegna hann hefði fengið á- huga á að læra ballett fyrst þeg- ar hann var orðinn 21 árs, svaraði hann: „Ég sá José Greco og spænska ballettflokkinn hans í Þjóðleikhús inu fyrir tveim árum og varð ofsa lega hrifinn. Þá datt mér í hug, að gaman væri að reyna þetta, inn- ritaðist í Listdansskólann um haust ið, þótt ég byggist nú ekki við að verða neinn afreksmaður á þessu sviði. Annafs er ég þeirrar skoð unar, að það sé ekki nauðsynlegt fyrir stráka að hafa lært ballett. frá blautu barnsbeini til að ná góðum árangri. Ég held þeim sé nóg að hafa stundað leikfimi og frjálsar íþróttir að staðaldri íil að halda skrokknum í góðri þjálf- un, og það hef ég gert í mörg ár. þó ekki með það fyrir augum aö keppa eða setja met. En mér fannst ég hafa góða undirstöðu til að byrja ballettnám“. — Hvenær byrjaðir þú prent- nám? „Þegar é‘g kom hingað til Reykjavíkur 16 ára gamall. Ég lærði í Félagsprentsmiðjunni, fór vann þar við prentverk í hálft ár, svo til Gautaborgar í Svíþjóð og hélt svo heim. Þá vann ég um tíma í prentsmiðju Alþýðublaðs ins, en síðan hef ég verið í ísafold- arprentsmiðju“. — Hvort ætlarðu nú að sitja áfram við setjaravélina eða snúa þér að ballettinum af alvöru? „Ég hef nú ákveðið að halda til London í haust og vera þar við ballettnám í eitt ár, því að ungfrú Hodgson hefur hvatt mig til þess og hefur boðizt til að greiða götu mína úti í London og verður komin þangað á undan mér. Ég er viss um, að hún hafi unnið Listdansskóla Þjóðleikhússins ó- metanlegt gagn þann stutta tíma sem hún hefur verið, og við nem- endur hennar getum seint full- goldið henni þá óeigingjörnu vinnu sem hún hefur leyst af hendi seint og snemma við að segja okkur til. Þetta er dýrt nám úti, og ég býst ekki við að geta verið þar nema eitt ár. Másike verð ég fær um, að því loknu, að taka að mér kennslu í listdansi hér heima. Annars 'er erfitt að spá nokkru um það. — Eru foreldrár þínir búsettir hér í Reykjavík? „Nei, þau eiga enn heima á Húsavik, sömuleiðis systkin mín. Meira að segja eldri bróðir minn, sem orðinn var stúdent og byrj- aður nám hér í háskólanum, — venti sínu kvæði í kross, hélt heim á Húsavík og stundar sjóinn, háskólamenntaður óbreyttur sjó- maður. Þetta bendir til þess, að við bræðurnir séum nokkuð seinir að ikomast á rétta hillu!“ Þrjú þúsund á biðlista í DEGI á Akureyri segir svo um húsnæðismáuin': „SAMKVÆMT gildandi lög- um, á Húsnæðismálastofnun ríkisins að veita hverjum hús- hyggjanda allt að 150 þús. kr. lán. Eggert Þorstcinsson al- þin'gismaður gerði húsnæði.s- málin að umtalsefni í síðustu útvanpsumræðum frá Alþingi og lýsti öngþveitinu. Um 300 Iánaumsóknir lágu í vor fyrir hjá Húsnæðismá'lastofnuninni, og heilmingur þeirra var óaf- greiddur. í vor hafði verið til- kynnt háðtíðlega, að allar lána- umsóknir, sem bærust eftir 31. marz 1964 þyirftu engrar úr- lausnar að vænta! Þannig er þá komið. S'lík uppgjöf sem hér um ræðir er hreint viðreisnar- gjaldþrot í húsnæðismálum. Vitað eir, að í landinu þarf að byggja 1600—1800 íbúðir á ári. 150 þús. krónur Hið opiríbera veitir aðeins 150 þús. kr. hámarksláir, og er skylt að veita það út á hverja íbúð. Þetta Ián er auðvitað furðulega lágt, þegair þess er gætt að íbúð í fjölbýlishúsi kostar um 700 þús. kr. og meira í einbýlishúsi. Það stóð þó ekki á þessum lánum fyrir kosningarnar síðustu, ef rétt er munað, enda ekki nein tæpi- tunga höfð um þennan mikils- verða þátt „viðreisnarinnar“ þá. Síðan í marz 1963 til þessa dags hefur aðeins ein útlilutun farið fram, og það voru aðeins 20 milljónir, sem ríkisstjðirnin útvegaði á þessu tímabiU. 300 milljónir Nú vantar 300 miMj. kr., mið- að við 1. marz s.l., til að upp- fylla lánabeiðnir, sem hús- byggjendur eiga rétt á, sam- kvæmt lögunum. Eu nú eru ekki kosningar fyrir dyirum, eins og vorið 1963, en þá var 80 milljónum úthlutað og nógir peningar til! Húsaleiguokur Byggingarkostnaður hefur hækkað langt til um helming á 5 ára tímabili „viðreisnar- stjómarinnar“. A'Mir sjá hve vonlaust er fyrir fólk með venjulegar launatekjur, að ætfla að eignast eigið húsnæði, eins og nú er komið. Og skammair- legt er af hinu opinbera, að star.'da ekki einu sinni við lög- boðnar skuldbindingar í þessu efni, — þótt húsnæðislánamál- in hrökvi skammt. Vorpróf í Listdansskólanum. Frá hægri: Olga Cooper prófdómari, Elizabeth Hodgson ballettmeistari og þrlr nemendur. TÍMAMYND-GE. 1 HEIMA OG HEIMAN LOKAD eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar Sigurbjörns Sigurjónssonar Byggingarfélagið BRIJ h.f. Borgartúni 25. Helmingshækkun f skjóli hinna miklu erfið- leika í húsnæðismá'lum láns- fjárkreppumiar, húsnæðisskorts ins og verðbólgunnar hefur húsaleiguokrið ekki látið á sér standa Það þarf engan að undira þótt 'launafólk með miðl- ungstekjuir sæki fast á um bætt kjör. þegar vextirnir ein- ir af sæmiiega góðri íbúð eða einbýlishúsi eru 60—80 þús. krá á ári ,og húsaleiga í slíku húsnæði nokkru hærri. □ Frystihúsahurðir Frostkiefahurðir — Kæliklefahurðir Trésmiíja Þorkels Skúlasonar Nýbýlaveg 6 — Sími 40175 3 T í M I N N, þriðjudagur 26. maf 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.