Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 9
Hvernig eiga list- dómar að vera? Nýlega hélt Myndlistarfélagið sýningu í Listamannaskálanum í Reykjavík, og í dagblað- inu Vísi 15. maí birtist grein eftir Kurt Zier, skólastjóra, þar sem ráðizt var mjög á sýn- inguna. í tilefni þess hefur verið leitað álits nokkurra manna og þeir spurðir hvort skrifa œtti um myndlist á þann veg, sem gert var í þessari grein skólastjórans. Séra Árelíus Níelsson svarar: Eg verð að segja, að ég var lost- inn furðu og einhvers konar hugs- unartruflun, þegar ég las hinn undarlega „listdóm" eða gagnrýni Kurt Zier í Vísi um daginn. Og það því fremur, sem ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir honum og hann hefur með kennslu sinni og glæsileik vakið mér traust, þótt ég hafi lítt eða ekki kynnzt hon um persónulega heldur nemendum hans. Gat það verið, að hann léti blind ast af fordómum og tízku í gagn rýni sinni gagnvart íslenzkum Usta mönnum? Eða hafði ég blindazt? Var ég hættur að greina fegurð eða sjá sólskinið eins og Axlar- Bjöm forðum? Eg sem alltaf hafði þó treyst minni innri frumskynjun líkt og barn, sem þorir að gleðjast yfir leik sólargeislanna eða brosi blómsins. Gat það verið, að þeir íslenzkii listamenn, sem mín kynslóð hafði þó lært að dást að og meta væru einhverjir nazistatrúðar eða Hiti- ers-sinnar í listtjáningu sinni og sköpun? En þetta fannst mér heizt á gagnrýni skólastjórans. Svo las ég greinina í ramma blaðsins aftur og aftur. En þar var ekki minnzt á neitt listaverk ið ekkert annað en það, sem einu sinni var orðað svona: Lastaranum líkar ei neitt lætur hann ganga róginn, finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn. Svo varð mér litið út í sólskins- dag hvítasunnunnar og enn gat ég glaðzt yfir bláma vorhimins og bliki lítillar fjólu, sem opnaði aug un í morgun, eins þótt blánii þeirra og birta hefði ljómað í þús- undir ára. Sú fegurð er alltaf ný. Og hvað er nýtt og hvað er gam alt undir sólinni? En ber ekld sannur listamaður jafnan fram bæði nýtt og gamalt úr fjársjóðum hugar síns, hjarta og handar, eins og meistarinn mikli sagði um guðs ríkið forðum, sem væri hið innra í okkar eigin sálum. Og við þyt vorgolunnar við gluggann komst hugsunin aftur í kvrrð og tók sína stefnu. Aldirnar eru alltaf bezti listdómarinn. Það lifir sem ber eilífðarneistann í sér, hvort sem það er mynd eða ljóð Hitt flýgur fram hjá og er ekki meir. Samt get ég þakkað höfundi greinarinnar fyrir að vekja lil hugsunar út úr ógöngum orða hans. Kannske er það hið einasla gagn allra gagnrýni. Sannarlega geta listamenn ekki látið þá segja sér fyrir verkum. Ben. G. Waage heiðursforseti f.S.t. svarar: Mér finnst greinin vera fyrir neð an allt velsæmi, þegar um slíka Vorsýningu fjölda listamanna er fjallað. Greinarhöfundur gerir enga tilraun til að skilgreina lista- verkin eða leggja dóm á þau, þótt hér eigi að vera um „listdóm“ að ræða. Hins vegar fullyrðir hann að orrustan sé töpuð hjá Vorsýningar mönnum. Er hann dómbær á þaðí Hvað getur Kurt Zier sagt eða fullyrt um Vorsýningarnar í fram- tíðinni? Það er ekki að furða þó margur hafi undrazt þessi skrif og það frá manni sem sagður er vera list kennari. Hvað þá um hina ófræddu? Hér virðist því aðeins um árás á listamennina að ræðs sem að Vorsýningunni standa, því engin tilraun er gerð til að dæma einstök listaverk. Ef til vill eru Vorsýningarmennirnir ekki af sama sauðahúsi og greinarhöfund- ur — og þá verður víst allt skilj- anlegra. — Ef fara á að skipa listamönnum vorum í flokka eftir hæfileikum, þá tel ég heppilegasc að það geri innlendir og hlutlausir kunnáttu- menn, sem vit hafa á og þekkingu- án tillits\til stjórnmálaskoðana eða trúarhugmynda. Eg vona að Vorsýningarmenn leggi ekki árar í bát, en haldi ár lega slíkar listsýningar og sem fjölbreyttastar, til gagns og gleði fyrir hina mörgu, sem yndi hafa af list og listaverkum. Jóhann Hannesson, prófessor svarar: Eg sá sýningu Myndlistafélags- ins og hef síðar lesið „gagnrýni'* „Vísis" um sýninguna. En gagn- rýnin fjallar ekki um þau verk, sem á sýningunni voru, heldur um ,mótív‘-hvatir-listamanna og aldur myndanna. Telur gagnrýnandi að aldur myndanna sé of hár og yngri verk hljóti að vera verðmætari. En þótt myndimar væru jafn gamlar íslendingasögunum, væri aldurinr. ekki gild röksemd gegn verðmæti þeirra- Erlendis hef ég séð sýn ingu af kínverskum verkum, alda gömlum, og vakti hún hrifningn manna af mörgum þjóðum. Ný dag blöð teljast að vísu betri en gömul. Um listaverk á þetta ekki við. Vér íslendingar eigum met i hafmeyjasprengingum. Ekki tel ég heppilegt að efla slíkan anda, en hann hlýtur að eflast ef sá dómur er felldur að sum listaverk eigi rétt á sér, en önnur ættu ekki að sjást. — Stutt er um liðið siðan ég heyrði mann segja, um „abstrakt" verk: „Maður þyrfti að hafa ham ar og mylja þetta niður.“ Betra væri að hengja eitthvað yfir það“ sagði ég. Og er enn á þeirri skoð- un. Páll Kolka svarar: Flestar þær stefnur, sem voru ungar og byltinga'kenndar, bæði i listum, bókmenntum, trúmálum og vísindum, þegar ég rak kýr og vakti yfir velli norður á Kolku- mýrum í ungdæmi mínu eru nú dauðar eða gengnar í barndóm Sjálfur hef ég aldrei verið reglu- legur byltingarmaður, heldur öllu frekar andófsmaður gegn öfgum samtíðar minnar, breytilegum með svo að segja hverjum áratug, eða jafnvel hverju nýju tungli. Það sem mér finnst raunalegast við alla byltingarmenn, sem ekki eru drepnir í tæka tíð, er það að þeir verða harðstjórar, ef þeir lifa það að ná völdum, og jafnvel ennþá hvumleiðari heldur en þeir, sern steypt var af stóli, og nægir að nefna því til sönnunar tvo sam- tíðarmenn mína, þá Stalín og Hitler sáluga. Þessi sorglega reynsla mín hef ur orðið' til þess, að ég tek með varúð öllum dómum skólameist ara, því að þeir eru oft eins og gömul piparmey, sem miðar alla hegðun við það, sern talið var tízka í ungdæmi hennar. Eg fór á vorsýningu Myndlistar- félagsins og sá margt, sem mér þótti næsta merkilegt. Eg lít því á dóm herra Kurts Zier um þessa sýningu sem ágætt dæmi um þann akademiska hugsunarhátt, sem leit. ast við að mæla, vega og meta alla list eftir . einhverju alþjóðlegu metrakerfi, en skólastjórum lista- skóla er öðrum fremur hætt við að skoða sig sjálfkjörna til að „justera" mælitæki listarinnar. Þeir hneykslast því eðlilega á því, að til eru menn sem hafa sinn eigin þjóðlega eða persónu lega mælikvarða, miðaðan við þumlung, alin, faðm eða fet, en ekki einhverja ,abstrakt“ stærð, sem hefur verið krotuð upp á skólatöflu. Flestir skólameistara: hafa drukkið inn í sig í æsku einhverja ,isma“ og gefa lærling- um sínum formúlur samkvæmar þeim, en líðandi tíð, sú aðsóps- mikla vinnukona, þurrkar formúl urnar burt af skólatöflunni áðu, en varir og næsti maður skrifar þar nýja formúlu. Þess vegna er ég fyrir mitt leyti dálítið vantrú- aður á allar akademiskar formúl- ur. Það hittist svo einkennilega á, að þegar ég var beðinn að segja álit mitt á hinum skólameistara lega dómi herra Kurts Zier, var ég að lesa nýja bók um antropologíu eða mannfræði, þar sem menning frumstæðra þjóða, svo sem hottin- totta og Eskimóa, er talin merki- leg og gerð að rannsóknarefni. Mér þótti því dálítið athyglisverð ur dómur skólastjórans um mynd listarmenningu okkar íslendinga. Tvær lögmálsbundnustu þjóði: heims eru Gyðingar, með sinn þrjú þúsund ára gamla mælikvarða á mannlega breytni, og Þjóðverjar, fulltrúar hinnar skólameistaralegu þröngsýni. Eg met báðar þessar þjóðir mjög mikils, en ég leyfi mér eftir sem áður að telja list- sköpun’ og listsmekk okkar ís- lendinga hafinn. upp yfir að hiíia í öllu mati fulltrúa þeirra, auk þess sem ég tel mig of roskinn og ráðinn til að dansa í öllu eftir þeim „ismum", sem þóttu gildir og góðir í ungdæmi mínu, en eru nú að hverða sýnisgripir i safni menningarsögunnar. Eg er líka sannfærður um, að án þjóðlegs og persónulegs sjálfstæðis yrði öll list, bæði í ljóðum, hljómum, list- um og formum, að múmíum, of hún ætti að fylgja í einu og öll i •akademiskum forskriftum sem háðar eru breytilegum smekk og geðþokka. Sýningar Myndlistafó- lagsins ná því aðeins tilgangi sín um, að þær sýni persónulega eða þjóðlega list, góða eða lélega eftir atvikum, sem ekki er um of háð akademiskri þröngsýni- Sumt af því; sem samtíminn kann ekki að meta, getur lika þótt eftirsóknar- vert, er tímar líða fram og gagn- rýnendur hafa verið grafnir und ir sex fetum af mold. Ríkarður Jónsson myndhöggvari svarar: Jú, ég varð sannarlega undrun sleginn er ég las skamargrein herra Kurt Zier í „Vísi“ hinn 15- maí s. 1. Já, ég varð eiginlega steia hlessa ekki hvað sízt á því að velmeðfarinn útlendingur sem hér hefur leitað húsa æ oní æ, skyldi dirfast að koma fram með þetta rætna orðagjálfur um íslenzka list og listamenn. Þetta er nú reyndar ekki í fyrsta sinn sem að þessi maður hefur verið að burðast við að vekja á sér athygli með lítilsverðu orð- skrúði um íslenzka list og lista- menn á þá lund „vér einir vitum" Einhver spurði. Er hann mikill listamaður þessi náungi sem svo talar? Það veit ég of lítið um til þess að geta svarað. En sígilt spakmæli segir svo: Hinn mikli og sanni listamaður auðkennist á því, að hann ræðst manna minnst á verk annárra lisla manna, nema tilneyddur sé. Hann hefur allt annað að hugsa og allt annað að gjöra. í umræddri grein er sosum ekld um neinn listdóm að ræða. Höfund ur hennar gjörir ekki minnstu til raun til að færa sönnur á mál sitt enda væri það vonsheldur, því að hann veður auðsjáanlega fullyrð- ingakraðak óvissunnar, sjálfum sér um of. Ef nokkur tæki maré á róg mælgi herra Kurt Zier, gæti það verið fullillt fyrir hina ungu upp rennandi listamenn sem eru að byrja að vinna sér álit með þjóð sinni. Þá mætti og þjóðin, alþýða lands vors, vel muna þann vitnisburo sem hún fær í Nomanslandi höf- undar. Kurt Zier hefur anað út í botnlaust fen án þess að kanna dýpið og þess vegna er þessi orr- usta hans töpuð orrusta. Úlfur Ragnarsson læknir, svarar: Grein Kurt Zier virðist mér öðr um þræði vera mjög vanhugsuð ádrepa á Myndlistafélagið, auk þess finnst mér ég skynja í henni ugg manns sem hefur láðst að Framhald á 13. síðu. T í M I N N, þrÍS]vdagur 26. maj 1964. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.