Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 15
Guðlaugur Einars- son hæsfaréttarlög- maöur. Þann 13. maí s.l. veitti dómsmálaráðuneytið Guð- laugi Einarssyni héraðs- dómslögmanni leyfi til mál flutnings fyrir Hæstarétti og bætist hann því í hóp hæstaréttarlögmanna. Em- bættispróf í lögum lauk Guð laugur 1946. Var hann þá bæjarstjóri á Akranesi til 1950 en hefir síðan starf- rækt málflutningsskrifstofu í Reykjavík. 1958 fékk hann undanþágu til flutnings eig in mála við Hæstarétt en hefir nú Iokið tilskildum prófmálum og öðlazt full- réttindi hæstaréttarlög- manna. Kvæntur er Guð- laugur Svanlaugu Þorgeirs dóttur frá Mýrum í Villinga holtshreppi. Bíldudalsferö m.s. Esju, f tilefni af 100 ára fæðingar- degi séra Jóns Ámasonar fer skipið aukaferð til Bíldudals föstudaginn 5. júní kl. 20.00 og kemur áftur mánudaginn 8. júní kl. 8.00. Pantaðir farmiðar óskast sóttir fyrir 1. júní, ann- ars seldir öðrum, sem eru á biðlista. 21 Salan Skipholti 21, sími 12915 Höfum til sölu: HURÐIR í: Ford ’42—’55, Dodge ’47—’52 Mercury ’52—’54, Buick ’49— ’54 Old-Mobil '49—’54, Moskvich '55 Reno ’59—’62 GÍRKASSAR í Bens 180, Dodge ’41—’55, Ford ’49— ’54 VÉLAR í Skoda ’47—’55, Bens Diesel ’52, Dodge ’42—’53, Chevrolet ’49—’53, Ford Prefect ’42—’47 DRIF OG HOUSINGAR í Ford '49—’56, Dodge ’41—’54, Chevrolet ’42—*53,. Pontiak ’51—’56 Willis ’42—’47. Höfum fyrirliggjandi: Stuðara, hjólkoppa, kveikjur, blöndunga, dinanióa og start- ara. Öxla i flestar tegundir bif- reiða. 21 Salan Skipholti 21, sími 12915 ENGINN FISKUR Framhald af 16. síðu. lítið hefur borizt af fiski til mið- stöðvarinnar. Aftur á móti má bú- ast við, að úr þessu rætist, ef leýfi verða veitt fyrir snurvoðar- veiði í júní, en verði það ekki má búast við hálfgerðu hungurá- standi í fiskbúðunum, að því er okkur var tjáð í Fiskmiðstöðinni. Verði leyfið veitt, ættu veiðarnar að byrja um miðjan júní. 350 LÉTUST Framhald af 1. síðu. þegar safnazt saman um tvær milljónir króna. Forseti Perú, Fernando Be- launde, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landínu á morgun. Hann hefur einnig numið úr gildi stjðmar- skrárréttindi landsmanna, svo að hægt sé að koma í veg fyrir að áróðursmenn og glæpamenn not- færi sér ástandið í landinu. Hót'elið, þar sem argentínska landsliðið heldur til, er undir stöðugum verði lögreglumanna. Talið er að viðgerðin á leik- vanginum í Lima muni kosta um 1.5 milljónir króna. ÍMSfir Hástökk: Sigurður Lárusson, Á, 1,75 m. Valbjörn Þorláksson, KR, 1,75 m. Halldór Jónasson, ÍR, 1,70 m. Stangarstökk: Valbjöm Þorláksson, KR, 4,20 m. Páll Eiríksson, KR, 3,50 m. 100 m. hlaup sveina: Einar Þorgrímsson. ÍR, 12,1 sek. Þðr Konráðsson, ÍR, 12,4 sek. Kringlukast kvenna: Fríður Guðmundsdóttir, ÍR, 30,15 m. Anna Guðmundsdó.ttir, ÍR, 25,78 m. 100 m. hlaup kvenna. Halldóra M. Helgadóttir. KR, 13,4 sek. María Hauksdóttir, ÍR, 14,1 sek. Soffía Finnsdóttir, ÍR, 14,3 sek. Lan-gstökk lcvenna: María Hauksdóttir, ÍR, 4,51 m. Soffía Finnsdóttir, ÍR, 4,19 m. Kristín Kjartansdóttir, KR, 4,18 m. Helga ívarsdóttir, HSK, 4,09 m. 6 TÍMA VOLK Framhald af 1. síðu. an nokkrir unglingar farið í úti- legu, og tjölduðu þeir ekki langt frá Hamrinum. Um nóttina vakn- aði Kristján og var Gunnar félagi hans þá ekki í tjaldinu. Fór hann út og fann Gunnar sitjandi á Hamrinum, og ákváðu þeir þá að fara að leita að Jónatan, en þarna undir Hamrinum er svonefndur Teistuhellir, og datt þeim í hug, að þar kynni Jónatan að vera. Við töluðum við Kristján í dag, og hann lýsti fyrir okkur aðdrag- anda slysins: — Við Gunnar töluðum um að leita Jónatans þarna niðri, en mér leizt ekki á að fara inn í hellinn, því mikið sog var við klettana. Gunnar fór samt niður og sá ég hvar útsogið tók hann. Þá fór ég á eftir, og í eitt skipti reyndi ér að ná honum, en útsogið tók okk- ur báða. Mér tókst að komast inn í hellinn, en Gunnari ekki, þar eð hann var orðinn mjög þreytt- ur og uppgefinn. Sá ég hann hverfa í sjóinn. Eg held við höf um verið um hálftíma í sjónum. — Eg var í hellinum frá klukk- an hálffimm fram til klukkan hálf tólf á sunnudagsmorgun, en þá sá ég, að ekki var um annað að ræða en reyna að komast upp, þar eð enginn vissi um okkur. Eg komst upp við illan leik, en sjógangur var mikill og þetta eru einir 5f metrar. Þegar ég var kominn upp fór ég í tjöldin og síðan á lög- reglustöðina, þar sem ég sagð' frá því, sem komið hafði fyrir. Kular um feprðardís FUNDU MANNSBEIN Framhald af 1. sfðu. manni með hnéparti þar sem björgunarsveitin var að æfingu ofarlega í skriðjöklinum og var þarna hjá stakur leðurskór, sem leit út fyrir að vera amerískur, þar eð Good Year stimpill var á hælnum. Um 50 metra frá þess- um stað lá hringurinn ber ofan á sandlagi í jöklinum. Ekki var hægt að lesa nafnið innan í hringn um, en tölurnar 8. 29. 1926 mátti lesa. Venja er í enskumælandi löndum að setja mánaðartöluna á undan dagsetningunni, og má af jþví sjá, að þetta hefur verið ensku mælandi maður, og því hlýtur hann að hafa verið einn af áhöfn áðurnefndrar vélar. Ólafur bóndi í Stóru-Mörk sagði okkur í dag, að hann hefði séð vélina rétt áður en hún fórst, og fannst honum hún fljúga óeðli- lega lágt, og þegar hann og fleiri athuguðu kort, og miðuðu eftir stefnu vélarinnar kom út sá stað- ur, sem flakið fannst síðan á. Veð ur var mjög hvasst og skyggni afleitt, segir í fréttum í Tíman- um 17. maí 1952, þar sem skýrt er frá flugslysinu. Strax eftir að flugvélarinnar var saknað var hafinn undirbún- íngur að leit ,og fóru þrír flokkar úr flugbjörgunarsveitinni austur. Erfitt var um leit fyrst í stað sök- um veðurs, og héldu sveitirnar niður af jöklinum aftur á laugar- dag, enda var skyggni ekki nema 30 m. Flugvélar flugu einnig aust ur, en gátu ekki leitað fyrst í stað. Á sunnudagskvöld 18. maí fannst svo flugdreki og hluti af neyðarloftneti, sem auðsjáanlega hafði verið sent upp frá flugvél- inni. En nokkru fyrir hádegi á mánudag 19. maí fannst fyrsta brakið úr flugvélinni, og í kring- um brakið sáust spor, sem virt- ust vera nýleg og fylgdu leitar- menn sporunum, og kl. 13,30 sáu þeir flak vélarinnar. Við flakið fannst lík eins manns. Lá hann á grúfu og með krasslagðar hendur undir andlitinu. Ekki hafa lík hinna mannanna fjögurra fundizt, þar til beinín fundust nú um helg ina, sem gera má ráð fyrir að séu af einhverjum þeirra. Björgunarsveitarmennimir fundu ekki annað en það, sem frá var skýrt í upphafi, þrátt fyrir ítarlega leit, en þess má geta, að jökullinn er þarna á hreyfingu og allur uppbrotinn og sundur- sprunginn. Rannsóknarlögreglunni í Reykjavík var afhent það sem fannst. HF-Reykjavík, 25. maí. Ekki vora allir alls kostar á- nægðir með framkvæmd nýafstað- innar fegurðarsamkeppni hér á landi. Finnst mörgum, að stúlk- umar væru ekki nógu vel með- höndlaðar. Blaðið hefur t.d. sann- frétt, að ein þeirra, sem var með háan hita meðan á keppninni stóð, þurfti að bíða frá klukkan 2 á laugardagskvöldið þangað til klukkan 3,30 um nóttina, eftir leigubíl fyrir utan Hótel Sögu. Hún varð að gera sér að góðu, að skjálfa þama í kuldanum í vagn, sem fór margar veltur út af veginum við Rauðhóla um kl. 3.30 í nótt. Þrír piltar vom í bflnum, allir 16 ára gamlir, og þá auðvitað einn og hálfan klukkutíma. Að- standendur keppninnar hurfu út í bláinn að dansleiknum loknum, og varð hver að gera svo vel að sjá um sig. Þess má og geta, að fæstar stúlkurnar munu fara í ferðalög, sem fyrir fram var ákveðið, að þær færu í. Af einhverjum á- stæðum, fer Pálína ekki á Langa- sand, svo númer tvö á að fara í staðinn. Við þetta breytist öll röðin, þannig að ekkert af fyrir- heitnum verðlaunum kemur heim og saman við númeraröðina. ekki með bílpróf. Faðir eins þeirra átti bflinn, sem tekinn hafði ver- ið í leyfisleysi. Allir slösuðust piltarnir meira og minna, en þó einn mest, og liggur hann nú á sjúkrahúsi. (Tímamynd K.J.). Frentvél Grafo-Press til sölu eða leigu. Upplýsingar í síma 20175. ÞAKKARÁVÖRP öllum nær og fjær, sem glöddu mig á níutíu ára afmæli mínu, sendi ég innilegar þakkir. Guð blessi ykkur. Jóhanna Erlendsdóttir, Reykholti, Fáskrúðsfirði UNGFRÚ ÍSLAND Framhald af 16. síðu. taka tilboði Claude Berr um að starfa hjá honum sem sýn- ingarstúlka í París í sumar. Þær hafa unnið hjá honum, María, Guðrún og Thelma, en hann ferðast mikið um með stúlkur sínar. Annars hef ég mikið að gera hérna heima, því að ég kenni í Tízkuskólanum eftir vinnutíma. — Komu úrslitin þér mikið á óvart. Pálína? — Já, cnig grunaði þetta ekki, satt að segja var ég búin að ætla Rósu fyrsta sætið. Hún er reglulega skemmtileg stelpa og hélt alveg í okkur lífinu með ærslagangi á milli atriða á föstudags- og laugardags- kvöldið. — Hvað gerirðu helzt, þegar þú átt frí, Pálína? — Ég veit ekki, ég hef gam- an af að veiða. Ég fer stundum í veiðitúra með pabba og sjálf á ég stöng. Svo les ég líka. Það má skjóta því inn í, að faðir Pálínu er Jónmundur Gíslason, skipstjóri. — Hefurðu ekki hugsað þér að búa á íslandi í framtíðinni. Pálína? — Jú, þó að ég muni starfa erlendis um tíma, get ég ekki hugsað mér að setjast þar að. Alúðar þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér vin- semd, glöddu mig og heiðruðu með gjöfum, blómum, bréfum, símskeytum og á annan hátt á sjötíu og fimm ára afmæli mínu, en mun annars reyna að ná til hvers einstaks, er tími vinnst til. Gunnar Gunnarsson. EiginmaSur minn, faðir okkar og tengdafaðir, Stefán Jakobsson, múrarameistari frá Galtafelli, verður iarðsunginn í Fossvogskirkju, miðvikudaginn 27. ma| kl. 1.30. Guðrún Guðjónsdóttir, Hreggviður Stefánsson, Þórunn Björgúlfsdóttir, Hrafnkell Stefánsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Stefán Már Stefánsson, Kristín Ragnarsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður. Helga Pálssonar, tónskálds. Börn og tengdabörn. Faðir okkar Einar Long, frá Seyðisfirði, er lézt 19. maí s. I. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, miðvikudag- inn 27. þ. m. kl. 10.30 f. h. Jarðarförinni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðið. Börn hins látna. T í M. I N N, þriðjudagur 26. maí 1964. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.