Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 26. maí 1964 115. tbl. 48. árg. ÆVINTYRI SOGD Á TÓNLEIKUNUM GB-Reykjavík, 25. maí Fimmtu tónleikar fyrir styrkt- arfélaga Tónlistarfélagsins á þessu ári verða haldnir í Austurbæjar- ÍMói í kvöld og endurteknir ami- fcð kvöld (þriðjudag), þar sem koma fram þrír bandarískir lista- menn, sem ncfnast „The Lyric Trio“. Listamenn þessir eru fiðluleik- arinn Robert Mann og kona hans Lucy Rowan leikkona, og Leonid Hambro píanóleikari. Þeir Mann og Hambro leika sónötu nr. 40 í B-dúr, K. 454 eftir Mozart og sónötu nr. 9 í A-dúr, op. 47 eftir Beethoven. En þriðja verkið er eftir fiðluleikarann, Robert Mann, sem hann hefur samið við þrjú ævintýr, sem frú Luy Rowan seg- ir fram með undirleik hinna. — Ævintýrin eru Keisarinn og næt- urgalinn og Prinsessan á baun- inni eftir H. C. Andersen og Hvernig kokið var til í hvalnum eftir Rudyard Kipling. ENGAN FISK AÐ FA FB-Reykjavík, 25. maí Húsmæður í Reykjavík hafa kvartað undan því að undanförnu, að ekki fengist fiskur í fiskbúð- unum. Við hringdum í Fiskmið- stöðina, sem sér um fiskdreifing- una, og fengum þær upplýsingar, að lítið hcfði verið um fisk sið- ustu tvær vikurnar. Stafar þetta aðallega af því, að vetrarvertíð er lokið, og ekki enn búið að ákveða hvort vcitt verði leyfi til veiða með snurvoð. Því eru það aðeins færa- og humarbátar, sem koma með fisk að landi, og afli hefur verið tregur hjá færabátunum Humarveiðin er hafin, og koma humarbátar oftast með eitthvað lítils háttar af fiski með humrin- um. Þessi fiskur líkar aftur á móti ekki sérlega vel, og þykir Ijótur, enda vilja menn helzt ekki kaupa hann, ef eitthvað annað fæst. Fiskmiðstöðin, sem dreifir fiski í flestallar fiskbúðir í Reykjavík, fær aflann af Guðmundi góða, sem eingöngu veiðir fyrir hana, og auk þess það sem kemur af fiski á einum 5—6 humarbátum. Guð- mundur góði hefur verið að veið- um við Ingólfshöfða að undan- förnu, og er þetta allt til þess að Framhald á 15. slðu Pálína Jónmundsdóttir fegurðardrottning íslands 1964 STANGAVBDI SKEMMTI- LEGUST HF-Reykjavík, 25. maí. Pálína Jónmundsdóttir, 21 árs gamall Reykvíkingur, var kjörin ungfrú ísland árið 1964 á Hótel Sögu á laugardags- kvö'Idið. Númer tvö varð Eliza. bet Ottósdóttir, þriðja varð Gígja Hermannsdóttir, fjórða Rósa Einarsdóttir, fimmta Mar- grét Vilbergsdóttiir og sjötta Þorbjörg Bernliard. Pálína Jónmundsdóttir er dökk á brún og brá, há og grannvaxin, og er útskrifuð úr fjórða bekk Verzlunairskólans. Hún tók sér frí úr vinnunni í dag til að hvíla sig eftir keppnina og ta'la við blaðamenn. — Hvar hefurðu unnið, Pál- ína, síðan þú útskrifaðist úr Verzlunarskólanum? — Ég fór til Noregs sumar- ið á eftir og vann á hóteli í Bergen. Þegar ég kom heim, byrjaði ég að vinna hjá H. Ól- afsson og Bernhöft og hef unn- ið þar síðan, þegar ég hef ver- ið heima. í vetur var ég í Eng- landi í sex vikur og var þá á tízkuskóla Lucky Clayton. — Lærðirðu mikið á þeim skóla? — Já, hann er góður. Ég út- skrifaðist þaðan með a-eink- unn, en einkunnirnar fara al- veg niður í h. Ég lærði einnig að snyrta mig hjá Helenu Rub- instein. — Hefurðu hugsað þér að starfa sem fyrirsæta í fram- tíðinni? — Þetta er nú allt óráðið. Ég hugsa að ég fari ekki á Langasand í ár, ég er búin að fá nóg af fegurðarsamkeppn um i bili, en líklega mun ég Framhaio a 15 síðu MENN GETA FENGIÐ BIFREIÐA- SKA77 1963 ENDURGREIDDAN KJ-Reykjavík, 25. maí Það er ekki oft sem þegnar | þessa lands fá skatta endur-1 eins og nú á sér stað með bif- greidda úr ríkiskassanum, I reiðaskattinn fyrir árið 1963. Elizabet Ottósdóttir varð ungfrú Reykjavík 1964 í unglingavinnunni Verkstjóri HF-Reykjavík, 25. maí. Elizabet Ottósdóttir, sem varð nr. 2 í fegurðairsamkeppn inni, og hlaut titilinn ungfrii Reykjavík 1964, er há og grönn, Ijóshærð og bláeygð, og því dæmigerður fulltrúi hinnar reorrænu fegurðar.^ Hún mun kannske halda á Langasand sumar, þar sem Pálína vill helzt ekki fara. Elisabet lauk dag prófum sínum upp úr 1- bekk kennaraskólans, og hittu blaðamenn hana heima, þar sem hún sagðist vera að troða öllum skólabókum niður í kjall ara íyrir sumarið. — Fékkstu ekki frestað próf- inu, sem þú áttir að taka á laugardagsmorguninn? — Nei, skólastjórinn hringdi í mig eftir að hafa lesið í blöð- unum að ég ætlaði að reyna að fresta því, og sagði að ég yrði að taka það eftir sem áður — Þetta hefur verið erfitt tímabil, Elizabet. Hvernig ertu annars af kvefinu? — Ég er alveg búin að ná mér, ég var verst á laugardags- kvöldið. Svo var líka leiðinlegt, að mamma skyldi ekki vera heima, en hún fór til Noregs á laugardaginn til að vera við stödd skólaafmæli. — Ertu ekki himinlifandi yfir úrslitunum? — Jú, ég bjóst aldrei við þessu. — Hefurðu hugsað þér, að fara í einhverja tízkuskóla eða gerast fyrirsæta? — Nei, ég hef ekki beint á- huga á því, ég var að vísu í þrjár vikur á undan keppninni í tízkuskólanum hjá Sigríði Gunnarsdóttur. — Hvað ætlarðu að gera i sumar? — Ég verð verkstjóri í ung- lingavinnu borgarinnar. — En hvað gerirðu, þegar þú átt frí frá vinnunni, skólan- um og fegurðasamkeppnum? — Ég hef mjög mikla á- nægju af músik, og svo hef ég gaman af að synda. Bifreiðaskattur hefur alltaf fram að þessu verið greiddur, eft irá, en nú hefur þessu verið breytt og á að greiða hann fyrirfram. j Þetta gerir það að verkum að þeir sem einhverra hluta vegna eru búnir að greiða skattinn fyrir ár- ið 1963, fá hann endurgreiddan gegn því að framvísa kvittun fyrir greiðslu hans. En þegar menn selja bíla sína, er í flestum tilfellum gengið þannig frá að þeir greiða bifreiðaskattinn af bílnum fram að þeim degi er sala fer fram, og greiða því skattinn eftirá. Allir þeir sem þetta hafa gert frá ára- mótum, og fram til fyrsta maí geta því fengið bifreiðaskattinn endur greiddan í Reykjavík hjá toll- stjóra, en annars staðar hjá við- komandi yfirvöldum, gegn því að framvísa kvittun fyrir greiðslu skattsins. Eigi viðkomandi aðili enn þá bíl verður hann að sjálfsögðu að greiða bifreiðaskatt fyrir árið 1964 áður en hann lætur skoða bifreið sína, svo sem er með tryggingargjöldin, þungaskattinn, afnotagjöld að bílviðtækjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.