Tíminn - 23.06.1964, Page 14

Tíminn - 23.06.1964, Page 14
111 taks í minna en fimmtíu metra fjarlægð frá ströndinni. Lögreglan gerði sér hreiður í háu tré í landi kastalans, en það- an gat varðmaður haft útsýni yfir allt nágrennið og fylgzt með öllu, sem þar gerðist. Stór hringur, margar mílur að þvermáli, var markaður sem einskis manns land í kringum kastalann, og fengu hvorki fótgangandi né bifreiðar að koma þar inn fyrir. Þetta voru heldur of miklar ör yggisráðstafanir fyrir Clementine. Hún bað lögregluna að fara held ur rólega í sakirnar. „Annars er hætta á, að allar þessar geysilegu varúðarráðstafanir eyðileggi sum arfríið", sagði hún. Hún hafði yfirumsjón með end urskipulagningu á húsbúnaði kast alans, en þangað var komið með ómetanlega húsgagnadýrgripi, sem íbúarnir í grend lánuðu af vin- semd sinni. Hún lét smíða bar í einu herbergjanna og birgði hún barinn upp af fjölbreyttum vín- tegundum, lystaukadrykkjum, kön íaki og kampavíni. Albúm, sem þau hafa miklar mætur á, hefur að geyma minn ingar frá þessari heimsókn þeirra séðar með augum skólabarna. Skólastjórinn í litla þorpinu Emmenbrucke bað nemendur sína ! í teiknikennslustund að draga upp ! myndir af Ohurchill x leyfi, og þá komu fram hjá þeim ýmis vel kunn einkenni hans., Þarna voru teikningar af Winston í sólbaði eða þar sem hann reikaði um göt urnar með vingsandi frakkalöf- um eð^ þar sem hann sigldi á litl um bát á vatninu með uppbrettar skyrtuermar og í stuttbuxum, eða með ýmsa einkennilega hatta á höfði. Myndaalbúm þetta fengu þau að gjöf frá skólastjóranum í Emmen brucke, sem „tákn um velvild skólabarna í Sviss.“ Éftir að dvölinni í Sviss var lokið fór Clementine með Win- ston á aðra íagra staði honum til hvíldar og hx-essingar. Því miður er einkalíf lúxus, sem þau geta aðeins orðið aðnjótandi. Gott dæmi þessa er ferðin, sem þau gerðu til Aix-en-Provence, en það var ein af þessum ferðum, sem kallaðar voru „alger einka- ferð“, Eftir fáar stundir komu fyrstu tólf fólksflutningabifreiðarn ar í „Churchillskoðunarferð“, og höfðu nokkrar farið um tvö hundr uð mílna veg. Síðdegis var bifreið þeirra stöðvuð allmörgum sinnum af fagnandi manngrúa, þegar þau óku um borgina. Um kvöldið voru hundruð manna, sem reyndu að fá herbexgi á sama hóteli og þau, og stórir rósa og sverðliljublóm- vendir barust þeim næstum við- stöðulaust til herbergis þeirra frá fólki, sem hafði á einhvern hátt tekizt að komast að því, hverjar væru uppáhalds blómategundir Clementíne, Þegar þau komu til hótelsins í fylgd með Mary og manni henn ar, bjuggust þau við að fá litla íbúð til afnota. En í stað þess var þeim boðið upp á heila hæð í bezta hóteli borgarinnar. í hverju1 hei-bergi voru dýrmætar myndir| og húsgögn, sem borgarbúar höfðul lánað, þegar þeir fréttu um komu! þeirra. Og í tilraun sinni til að tryggja þeim frið og næði út af fyrir sig, sá borgarstjórnin um, að sex iögregluþjónar á bifhjól- um fylgdu þeim eftir, hvert sem þau lögðu leið sína. , „Hressandi leyfi frá störfum er nauðsynlegt hverjum manni“,1 sagði Winston, og, Clementine veit, hveinig hún á að gera leyfis dagana ánægjulega og hressandi. Hún stendur á því fastar en fótunum, að holiast sé, að hjón fari í sumarleyfisferðir saman og það kemur sjaldan fyrir að hún taki sér leyfi ein. Hún vill vera með Winston, þegar hann vill hvílast i sumfi og sól, því að allt þarf að ganga surðulaust, jafn vel þótt hann sé í leyfi. Hann lítur á sumarfrí sem leik að hálfu og vinnu að hálfu. Hann býr yfir of mikilli atorku bæði andlega og líkamlega til að geta legið og flat magað, án þess að hafa nokkuð fyrir staíni í langan tíma. Þegar þau fóru í orlof, fór starfs liðið oft með þeim, þar á meðal ritarar með heljarstóra skjala- búnka. Hvað Clementine snertir, þá er undii’búningsverkið undir sumarleyíisför Churchills svo um- fangsmikið að hún hefur nóg að gera sem yfirumsjónarmaður. Winston væntir þess, að allt, bókstaflega talað allt, sé við hönd- ina, sem nauðsynlegt er til að hon um geti liðið vel og notalega og jafnframt fengið útrás fyrir starfs orku sína. Clementine lítur eftir því með sínum vökulu augum, að allt sem unnt er sé gert til að fullnægja þessum óskum hans. Eitt sinn, er þau og starfslið þeirra tóku upp átján herbergi á hóteli á Sýrakúsu, sendi hún þrjá tíu og sjö koffort og ferðatöskur á undan með lest. 4 Þegar þau eru í orlofi hafnar hún öllum opinberum boðum og sér um að hann geti verið í her- bergi sínu án þess að vera ónáðað ur allt til kl. 11. en þá hefur hún látið honum í té öll þau dagblöð, sem hún gat komið höndum yfir. En kl. 11 birtist hann venjulega á ný með stóra gula stráhattinn, sem hann hefur svo miklar mætur á. Síðdegis kusu þau helzt að fara í skemmtiferð á vélbát eða í bif- reið. Þá hafði hann meðferðis striga, pensil og liti og þau leit- uðu uppi einhvern friðsælan og fallegan stað, þar sem hann gat unað við uppáhalds tómstundaiðju sína. „Winston finnst gaman að borða sofa og njóta sólar, og að bæta við hið stóra málverkasafn sitt“, segir Clementine. „Hann segir, að það sé eins að reyna að mála mynd eins og að eiga í bardaga. Ef nokkuð er, er það meira spennandi, en það bygg ist á sömu grundvallarsjónarmið- um. Það er sami vandinn og að eiga í löngum, erfiðum og gáfu- legum iökræðum.“ Þegar Winston fann hjá sér þörf til að mála, var hann venjulegast látinn vera í friði og næði. Win- ston í orlofi var vanur að lesa og endurskoða síðustu bókmennta verkin, og þá gafst honum einnig gott tækilæri til að velta fyrir sér framtíðaráætlunum stidðs og frið ar. Þá átti hann betur með að fá heildaryfxrsýn yfir vandamálin, þegar hann var kominn burt frá öllu dagiega skriffinnskuvafstrinu í Westminster. Þegar Churchillhjónin taka sér orlof er ckkert til sparað, að gera það sem ánægjulegast. Franska flugvallarstjórnin í Marrakesh breytti flugáætlunum til þess að flugvélar, sem venju- lega fóru klukkan 7.30 um morg uninn vektu ekki Winston, þegar hann var í fríi. Clementine hafði skýrt yfirvöldunum franska fulg- hersins trá ónæðinu, sem vélarnar gerðu og sagði hún: „Eg veit ekki. hvort þið gætuð gert eittt- hvað til hjálpar?" „Sem yður þóknast, frú„' svaraði herforinginn á æfingarvellinum. Hann gaf þegar skipun: „Engar vélar má hefja á loft fyrir klukk- an 9 á meðan hann er hér.“ Hótelið í Marrakesh, Mamounia gerði sitt bezta einnig — franski bakarinn á hótelinu bjó til stór- kostlegt litaspjald með litlum pensli og mynd af Rabat á spjald inu. Þetta var gert eingöngu úr lituðum sykri, einnig myndin á litaspjaidmu og Clementine fékk nokkrar rauðar sykurrósir. Þegar þau komu í orlof til Marrakesh biðu þeirra hundruð manna a flugvellinum og hrópuðu „Vive Clmrchill!“ um leið og flug vélin birtist á himninum. Heiðurs vörður transka flughersins beið þeirra exnnig. Brezki sendiherrann ók tvö hundruð mílna vegalengd til að taka á móti þeim. Mohammed kóngur í Marrokkó sendi flugvéla fylli af tignarmennum til að taka 18 um orðum í þessu bréfi. Tracy lagði umslagið á bqrðið eins og hún byði þeim sönnunargagn, þótt arkirnar tvær lægju í vasa hennar og hún ætlaði hvorki að leyfa Nan né frú Sheldon að lesa það. — Ég er sannfærð um, að hon- um er alvara. — Og hann hefur rétt fyrir sér. Brett ýtti diskinum frá sér. —Eins og nú standa sakir — og kannski verður allt óbreytt eftir mánuð, þá er miklu auðveldara fyrir Tra- cy að bíða hans hér. Það er ekki langt þangað til hann losnar út. — Nei — ekki nema mánuður. Það var engu líkara, en Nan hrækti út úr sér orðunum. — Þetta geturðu sagt um Mark . . . eins og einn mánuður sé ekki neitt. En auðvitað skipt- ir Mark ekki máli. Það eina sem þú hirðir um er Tracy og hennar duttlungar. Óskir Tracyar og vilji. Það er eins og fyrri daginn . . . — Nan, væna mín, viltu hætta þessu . . . Frú Sheldon var orðin náföl. — Þegar allt kemur til alls kemur þetta Mark og Tracy ein- um við, þau verða að ákveða hvað þeim finnst í'éttast. Og ef hann vill í raun og veru haga þessu svona . . . — EF! Nan setti kaffibollann harkalega frá sér. —Og það er stórt EF þar sem við þekkjum Mark. Hver veit, hvað hann hefur eiginlega sagt í þessu bréfi til hennar? Eru aðrir en hún, sem hafa lesið það? — Hún bað mig að lesa það, en ég vildi ekki. Brett roðnaði af gremju og skömm vegna fram- komu systurinnar. —Þetta er ekki beinlínis elskulega sagt, Nan og mér finnst þú ættir að biðja af- sökunar. Tracy hafði setið hreyfingar- laus meðan reiðiorðin skullu á henni. Hún varð að leiða þetta til lykta, ■‘bæði sjálfrar sín og þeirra vegna. Hún þreif bréfið úr vasa sínum og grýtti á borðið. — Hér ér bréfið frá Mark. Þið getið öll lesið það. Nan, hún ýtti bréfinu til hennar. —Lestu það upphátt, svo að enginn ykkar vogi sér að gefa í skyn, að ég sé að ljúga. Lestu það, segi ég. Nokkur andartök var dauða- þögn í stofunni. Brett hafði sígar- ettu í munninum, en gleymdi að kveikja i henni. Frú Sheldon þrýsti pentudúk að vörum sér og Nan var orðin eldrauð í and- liti. — Ég hef engan áhuga á að lesa bréfin þín. Rödd hennar var hálfkæfð. — Ég bið afsökunar . . . ég . . mér var ekki alvgra . . . ég ætla að svara símanum. Ekkert þeirra hafði heyrt í símanum frammi í forstofunni. En þegarlNan réis á fætur, skynj- uðu þau öll í einu skerandi sím- hringinguna, sem virtist berg- rnála 1 husinu. Frú Sheldon þurrk- aði sér titrandi um augun. — Æ, guð minn góður. Enn þessir blaðamenn. Ég hef þegar skellt þrisvar á blaðamenn í morg- un. Hvenær ætla þeir að hætta þessu? — Mex þykir ákafléga leiðin- legt hvað ég hef valdið ykkur miklum óþægindum. Tracy stakk bréfinu aftur í vasann, —Væri ekki betra að ég tali við þann sem hringir og svari þeim spurn- ingum, svo að við séum laus við þá í eitt skipti fyrir ölh, . . — Það er ekki blaðamaður. Nan var komin aftur. Roðinn var horfinn úr andliti hennar, skömm- ustusvipurinn einnig. Hún var algerlega róleg og virtist hálfveg- is skemmt. — En það er sími til þín, Tracy. Neville vill tala við þig. — Neville? sagði Tracy og átt- aði sig'ekki. — Neville Rolló. Þú getur ó- mögulega hafa gleymt honum — að minnsta kosti ekki síðan í gærkvöltíi, þegar þið hittuzt og spjölluðuð saman í bróðerni. Ég held hann ætli að bjóða þér til hádegisverðar — hann segist ábyi'gjast að engir blaðamenn ónáði þig. — Neville Rolló! Tracy ók sér vandræðalega á stólnum. —Ég vil ekki tala við hann — ekki fara neiit með honum. Segðu honum að ég sé vant við látin . . . eða lasin eða hvað sem er. Ég þekki . . hann ekki. — Þú átt ugglaust við að þú munir ekki eftir honum í bili, sagði Nan kuldalega. —Og það er ekki það sama og þekkja hann ekki, eða hvað. Þú verður að tala við hann, hann bíður í símanum, þangað til þú kemur. — En ég vil ekki tala við hann! Tracy þoldi ekki að horfa á kuldaieg rannsakandi andlitin umhverfis hana. Hvernig átti hún að sannfæra þau um að jafnvel þótt hún myndi allt þá geðjaðist henni alls ekki að þessum Neville? Hvernig átti hún að útskýra það fyrir þeim, þegar hún skildi sjálf ekki ástæðuna? Hún sneri sér örvæntingarfull að Brett. — Er ég tilneydd áð tala við hann? — Auðvitað ekki — nema þú viljir það sjálf. Eg skal gera það, Vertu ókvíðin, Tracy. Hann gekk út í forstofuna og hún fór á eftir honum. Ekki til að hlusta á það, sem hann segði, heldur til að hlaupa upp á her- bergi sitt eins hratt og fæturn- ir gátu borið hana. Andrúmsloft- ið í stofunni var viðbjóðslegt. Hún varð að komast þaðan og vera ein . . . eða svo mil^ið ein sem hún gæti nokkru sinni orð- ið. Án þess eiginlega að vita hvað hún gerði, lokaði hún dyrunum að baki sér, gekk að speglinum og starði á sjálfan sig. — Ég . er sú sem stendur hér á þessu augnabliki, sagði hún hátt og reiðilega við sjálfa sig. —Ég þekki þessa konu. Hún gæti aldrei átt Neville Rollo að góðum vini — kannski eitthvað meira. Ég get ekki trúað því um mig, sama hver segir það. Hún horfði fast í spegilinn, en það var engin sannfæring í augna ráðinu. — Þetta er ég, er það ekki? spurði hún hjálparvana. —Ekki hin . . . En hún fékk ekkert svar við spurningum sínum. Þegar Brett kom aftur í borð- stofuna var móðir hans horfin og Nan var að taka af borðinu með sígarettu í munnvikinu. Hún lyfti brúnum og brosti við. — Þú hlýtur að hafa talað eitt- hvað byi’st við Neville, fyrst þú losnaðir svona fljótt við hann. Veslings Neville! Eftir gærkvöld- ið veit hann ekki, hvar hann stendur núna! Svona, svona,taktu þessu með ró, bætti hún hrað- mælt við, þegar Brett opnaði munninn. — Hugsaðu fyrst vel og ræki- lega um þetta: Tracy, sem er viti sínu fjær af hræðslu að fara út úr húsinu og rekast á blaðamenn, laumast út í gærkvöldi án þess að segja orð við nokkurn mann og fer að rústunum. Af furðulegri til- viljun var Neville þar staddur . . . Ef maður lítur sanngjarnt á mál- ið er petta einum of augljós til- viljun . . . — Ef hún hvorki man hann né þekkir, hvers vegna hefði hún þá átt að fara út á leynilegt stefnu- mót við hann? spurði Brett. — Það er EF og EF — sama um hvað er talað. Nan setti ösku á dúkinn og burstaði hana kæruleysislega nið- ur á gólfið. —Brett, trúir þú á þetta minnisleysi? — Ég veit það ekki, sagði hann þreytulega. —Það hefði ekki verið auðvelt að blekkja þennan sér- fræðing sem annaðist hana í New York, hann vissi um hvað hann var að tala, ég get fullvissað þig um það. Og auk þess sé ég ekki hvaða ástæðu hún hefði til að leika slíkt hlutverk. — Sektartilfinning sem nún fékk ekki afborið lengur og von- in um að sleppa með því að gera sér upp minnisleysi? Nei, Tracy hefur aldrei fundið til sektar, eða ertu ekki sammála? Nan tók dúlcinn af borðinu og 14 T I M I N N, þriðjudagur 23. júnf 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.