Tíminn - 05.08.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.08.1964, Blaðsíða 8
I Rl Viðtal við séra Pál Pálsson, sóknarprest í Vík Allt eru þetta dauðlegir menn, er þarf nast Huðs Séra PÁLL PÁLSSON Þann 8. marz síðastliðinn fóru fram prestskosningar í VUturprestakalli, sem fyrr á árum nefndist Mýrdalsþinga prestakall'. Það var aðeins einn prestur, sem sótti um embætt ið, séra Páll Pálsson, en hann var búinn að þjóna Víkur- prestakalli í eitt og hálft ár. Það er kunnugt, að þessi prests kosning hefur vakið óvenju mikla athygli um land allt, enda sagði Ríkisútvarpið, að Ihér væri um einstæða kosn- ingu að ræða. Kosningar hafa verið sóttar af miklu kappi i þessari sýslu eins og allir vita, en það á fyrst og fremst við um stjórnmálaflokkanna. Samt hefur enginn þe'irra náð því líkri kjörsókn eða fylgi sem séra Páll. Við lýðveldiskosning arnar 1944 varð kjörsóknin hér 100% eins og kunnugt er, en þá var hvorki stjórnmálaflokk ur né einstaklingur í kjöri. Maður hafði það á tilfinning- unni við framboð séra Páls eins og nú er líka komið á daginn, að framboð hans er sterkasta framboðið, sem hér hefur kom ið fram. Líklega hefur enginn stjórnmálaflokkur og enginn einstaklingur nokkru sinni feng ið þvílíkt fylgi í kosningum á íslandi sem séra Páll, er hann hlaut allt að því 100% kjörfylgi. Maður fann alveg sérstaka stemningu við þessar kosningar. Þegar aðeins einn prestur er í kjörí, segir fólkið venjulega sem svo: Hann er bara einn og fær þetta hvort sem er, svo að ég þarf þá ekkert að vera að koma og kjósa! Þegar viðhorfið er svona, liggur kjörsóknin oftast niðri og kosningin er ólögmæt. En Fþessum kosningum var viðhorfið annað. Nú voru menn sameínaðir og jafnvel þeir kusu prestinn, sem aldrei höfðu viljað kjósa prest áður. Og gamla fólkið, haltir, veikir og blindir, sem stjórnmálaflokk arnir hafa ekki nærri alltaf getað fengið á kjörstaðina, núna kom þetta fólk til þess að kjósa séra Pál og hvarvetna heyrði maður andann í fólkinu, þar sem það dreif á kjörstað- ina strax og opnað var. Hið einstaklega vinsamlega hugar- far fjöldans tíl prestsins leyndi sér ekki: í dag gerum við kosn ingu prestsins sem glæsilegasta. Menn komu meira að segja , frá afskekktustu bæjum presta- Ikallsins og einnig voru clæmi þess, að fólk statt í Reykja- vík kæmi til Víkur tíl þess að kjósa. Ég þóttist vita, að lesendur Tímans mundu hafa ánægju af að lesa um þennan eftirtektar- verðasta kosningasigur, sem einn maður hefur unnið á ís- landi, svo að ég fór á fund hins nýkjörna prests og átti við hann það viðtal, sem hér birtist á eftir. En varðandi kosninguna og manninn sjálf- an, ætla ég að rifja þetta upp. Á kjörskrá voru 362 kjósendur, en 302 greiddu atkvæði. Af þessum 60, sem ekki greiddu atkvæði, voru 50 manns fjar- verandi í útverf, við nám eða önnur störf og gátu því ekki neytt atkvæðaréttar síns. Prests kosningalögin eru líka svo göm ul og úrelt, að þeir, sem ekki eru heima, þegar kosið er, mega ekki kjósa annars stað- ar, sem hins vegar er leyfilegt í öllum öðrum meiri háttar kosningum. Það kvisaðist líka fljótlega út, að sumt af þessu fjarverandi fólki hafði sam- band við næsta prest og jafn- vel biskupsskrifstofuna til þess að fá að kjósa þar, en var að sjálfsögðu sagt, að slíkt væri ekki hægt, lögin Ieyfðu það ekki. Þetta ættu þeir að at- huga, sem vilja gera réttlátar breytingar á prestskosningum. Þessir 10, sem voru heima, en greiddu ekki atkvæði, voru flestir það háaldraðir, veíkir eða á annan hátt forfallaðir, að þeir gátu ekki kosið. Séra Páll hlaut 285 atkvæði, en 17 seðlar voru auðir. Það má því segja, að um 84% hafi 'kosið bg séra Páll hafi fengið 95% greiddra atkvæða. Kosningin var að: sjálfsögðu lögmæt. Það er sanngjarnt gagnvart okkur, að þetta komi fram og tali sínu máli, þegar alltaf er verið að tala um það, að fólkið vilji ekkert hafa með kirkjuna eða prestana að gera. Og því má svo að lokum bæta við, að það er mikil spurning, hvort kirkju sókn er annars staðar miklu betri en hér og stundum kem ur fólk úr öðrum sóknum og sýslum í sumar kirkjurnar. Það er líka víða kunnúgt, að prest urinn er hinn snjallasti prédik arí. En það, sem veldur vafa laust mestu um vinsældir séra Páls, er framkoma hans við fólkið. Hann er alltaf eins við alla, hverjar sem skoðanir manna eru. Prúðmennskan og lítillætið gerðu það að verk- um, að hann vann strax hjörtu fjöldans. Og líklega er mönn- um hlýjast til hans fyrir það, hvað hann er óþreytandi í að sinna þeim, sem eru veikir og gamlir og hvað hann lætur sér annt um þá, sem heyja sitt dauðastríð. Séra Páll Pálsson er fæddur í Reykjavík 26. maí 1927. Hann er sonur Páls Sveinssonar yfir kennara við Menntaskólann i Reykjavik, en hann lézt 1951, og konu hans Þuríðar Kára dóttur, Loftssonar frá Lamb- haga í Mosfellssveit. Séra Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík vorið 1949. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í þágu hins opinbera á undanförnum árum. Kennari í Gagnfræða- skólanum við Lindargötu 1951 —‘62 og gat sér þar strax ágæt is orð eins og fljótlega fétt- ist hingað austur. Kjörinn trún aðarmaður kennarasambands þess skóla 1961. Var endurskoð andi og tvívegis gjaldkeri við Orlofsdeild Pósthússins í Reykjavík og hefur unnið við tollstjóraembætttð sem toll- þjónn: Tók kennarapróf frá Kennaraskóla íslands 1955 og guðfræðiprpóf frá Háskóla ís- lands 1957. Var vígður til Vík- urprestakalls 2. sept. 1962 og skipaður sóknarprestur hér 15. marz 19Q4. Hefur verið kennari við Barna- og unglingaskólann í Vík og skipaður prófdómari við þá skóla og barnaskólann í Dyrhólaskólahverfi. — Hvað segir bú svo um þennan glæsilega kosningasig- ur þinn, séra Páll? — Að sjálfsögðu er ég söfn uðum mínum mjög þakklát-ur fyrir þetta mikla traust, sem þeir sýndu mér. — Hvernig finnst þér að vera prestur, þar sem fólk úr öllum stjórnmálaflokkum sam einaðist um að kjósa þig? — Það er vitanlega ágætt og í fullu samræmi við það, að ég lít á mig sem prest allra. Að einu leyti er alveg sama hvaða stjórnmálaflokki menn fylgja og í því tilliti gildir hið sama um alla: Allt eru þetta dauð- legir menn, sem hafa þörf fyr- ir Guð. Þannig er það með okkur öll. Mér er að sjálfsögðu jafn ljúft að boða þehn öllum fagnaðarerindi Drottins og ttl þess var ég líka vígður. Ifitt er svo að sjálfsögðu allt ann að mál, að það er ekki sama, hvernig menn breyta eða hvaða stefnu þeir framkvæma: — Á hverju byggir þú þess- ar skoðanir þínar? — Fyrst og fremst á Heil- agri ritningu. En ég get líka sagt þér eitt. í þau skipti, sem ég hef verið við dánarbeð, en á slíkum stöðum ríkir venju- lega mest alvaran, og í þau skipti, sem ég hef horft á lík, hef ég alltaf fundið þetta sama: Það er ekkert, sem bendir til þess, hvaða stjórn- málaskoðanir viðkomandi manneskja hefur haft, heldur blasir hitt við, að þetta sé dauðlegur maður, sem þarfn- ist Guðs. Við dánarbeð hef ég aldrei heyrt talað um annað en hinn miskunnsama Guð. Svona er nú lífið. — Það er ýmislegt, sem ég mundi vilja heyra álít þitt á. Hvað finnst þér vænzt um í prestsstarfinu fyrir utan hinar ýmsu athafnir kirkjunnar? — Fyrst og fremst það, hvað fólkið er í nánu sambandi við mig. — Hverníg þá? — Jú, sjáðu til. Það er oft komið boðum til mín að koma á einhvem bæ úti í sveitinni eða á aðra staði í prestakall- inu og fólk kemur víða að til mín. Þetta getur verið hvenær sem er á sólarhríngnum og er þá um að ræða persónuleg mál fólks eða trúnaðarmál. í fyrstu kom mér þetta nokkuð á óvart, af því að ég hafði heyrt ýmsa lærða menn staðhæfa, að svona mál væra yfirleitt komin yfir til lækna og lögfræðinga. Það getur verið svo ákaflega margt, sem .mönnum er nauðsynlegt að ræða um við einhvem í trúnaði. Þess vegna þykir mér vænt um, þegar leltað er í slík um erindum til prestanna. — Hvað gerir presturmn, þegar fólk kemur til hans í svona erindmn? — Nú, hann hlustar að sjálf sögðu, já og svo gefur hann auðvitað Guði orðið, af því að fullkomin og varanleg lausn á vandamálum einstaklingsins er eingöngu fólgin í þeirri úr- lausn, sem Guð gefur, þegar bænirnar stíga upp til hans og náð hans kemur niður til okk- ar. — Hvað mundir þú nú gera, ef einhver kæmi til þín sem sálusorgara og segði þér stór- kostlegt trúnaðarmál, en síðan kæmi til þín voldugur herra og heimtaði að þú segðir sér frá öllu saman? Ég spyr að þessu bæði í gamni og alvöru, vegna greinar í dönsku blaði um svóna mál. — Já, eínmitt. Ég mundi láta slíkan herra hafa eitt ákveðið nei. — Hverjar svo sem afleiðing arnar gætu orðið fyrir þig? — Já. — Hvers vegna? — Vegna þess, að trúnaður prests og sóknarbarns er al- , gjör. — Þetta er gott að heyra. En hvernig er það, ef prestin- um er sagt „spennandi“ leynd- armál, hugsar presturínn þá mikið um það? — Alls ekki, ef presturinn óttast og virðir heilagleika Guðs. Guð tekur nefnilega við leyndarmálinu og þar með er það prestinum búið og gleymt. — Hér tala margir um það, að þú gefir þér tíma til að sinna öllum — Jæja, þa það Eg vil þá bara nota tækifærið og segja. að á meðan ég er prestur hjá 8 T í M I N N, miðvikudaginn 5. ágúst 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.