Tíminn - 05.08.1964, Page 1

Tíminn - 05.08.1964, Page 1
9 bjargað eftir 8 daga námuvist NTB-CHampagnole. 4. ágúst. Síðdegis í dag tókst að bjarga níu mönnum, sem hafa verið lokaðir inni í kalksteinsnámu í Champagnole í Austur-Frakklandi í átta daga. Fimm eru enn ófundnir, en ekki er talið líklegt, að þeir séu á lífi. Fyrsti maðurinn, sem dreginn var upp, var 29 ára gamall námu- verkamaður að nafni Michel Ja- ques. Hann var furðu hress eftir vistina neðan jarðar, en strax og hann kom upp á yfirborðið var bundið fyrir augu honum til að hlifa þeim við birtunni. Síðan var farið með hann á sjúkrahús til læknisskoðunar. Mikill mannfjöldi beið meðfram veginum frá nám- unni til sjúkrahússins og fyrir framan sjúkrahúsið, en lögreglulið bæjarins stóð vörð á veginum og hélt opinni leið fyrir sjúkrabíl- ana. Klukkustund eftir að Jaques hafði verið dreginn upp; var næsti maður kominn upp úr námunni, og síðan var einum af öðrum bjargað, unz allir níu voru komn- ir upp á yfirborð jarðar aftur. Allir voru mennirnir furðu hress- ir, og verkstjórinn bað björg- unarmennina meira að segja að hafa til rauðvín og kampavín, þeg- ar röðin kæmi að sér, en hann var dreginn síðastur upp. Mönnunum var bjargað þannig, að borað var niður í ganginn, sem þeir höfðu lokazt inni í, og síðan var rennt þangað niður stálhylki. Þetta hylki er þýzkt og er 9 metra langt, en rýmið fyrir mennina er 2,5 metra hátt. Þetta hylki var FB-Reykjavík, 4. ágúst. Heildarsíldaraflinn, sem boxúzt hefur á land í sumar er nú orðinn meira en helmingi meiri en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt skýrslu Fiskifólags íslands hafa borízt á land í sumar 1.463.115 máí og tunnur. Aflahæsta síldar skipið er nú Jörundur III., sem i dag er kominn með 25.300 mál og notað við að bjarga 14 mönauoa, sem lokuðust inni í námu í Vest- ur-Þýzkalandi á síðastliðnu hausti og voru þar innilokaðir í þrettán daga. Meðan me'nnirnir níu voru dregnir upp, var haldið áfram aS bora annars staðar í námunni, en fimm menn hafa enn ekki fund- Framlx. á bls 15 tunnur. Sautján skip eru komin með 15 þúsund mál og tunnur og þar yfir. Norðanlands og austan hafa í ár borizt á land 789.404 málum og tunnurn meira en á sama tíma í fyrra, og samkvæmt aflaskýrslu LÍÚ er meðalafli á skip kominn yfir 7000 mál og tunnur, en þess Framh á bls 15 SILDARAFLINN HELMINGIMEIRI Helltu brennivíni niður fyrir unglingum Bindindisskemmtanir voru hvarvetna fjöl- og ánægjulegar FB-Reykjavík, 4. ágúst. Fjöldí manns sótti út á lands byggðina um verzlunarmanna- helgina og var hegðun þessa fólks misjöfn. f Þórsmörk var hátt á fjórða þúsund manns, og bar þar allmikið á drykkju- skap á laugardaginn og aðfara nótt sunnudags, en minnkaði eftir það, þegar ganga tók á vínföngin. Þaðan voru fluttir 17 menn til Reykjavíkur, ofurölvi, og skrifaðar voru milli 50— 60 lögregluskýrslur. í Vagla- skógi fór allt fram með ein- dæmum vel og þurfti lögreglan aðeins að hafa þar afskipti af tveim mönnum, sem voru nokk uð undir áhrifum áfengis. ! Húsafellsskógi var mikill mann fjöldi og fór þar allt vel fram og sama máli gegndi um Bjarkarlund, og aðra staði, sem blaðið hefur haft fregnir af. Mesta fjölmennið mun haía dvalizt í Þórsmörk um verzl- unarmannahelgina, og fór all- margt fólk inn eftir strax á föstudagskvöld, en þó flestir á laugardaginn. Leitað hafði ver ið að áfengi í mörgum bílum, en samt mun mikið áfengis- magn hafa komizt inn eftir. Lög reglumenn, sem þar voru til eftirlits helltu niður mjög miklu af áfengi, sem var í eigu unglinga innan við 21 árs ald- ur, en tóku þar fyrir utan flösk ur af um 20 manns, er kominn var yfir þann aldur. Máttu þeir, sem flöskurnar áttu sækja þær til lögreglunnar hér í Reykja vík eftir helgina. Lögreglan flutti 17 menn o£- - orn til Reykjavíkur, og sagði Framh a hls i Menn svömluSu víSa í vatnsföllum um helgina. Hér er veriS aS aka yfir læk í Þjórsárdal, en annar bíll hefur drepiS á sér. (Tímamynd, IGÞ). Hér er fariS meS boSaföllum vfir Innri-ÁskarSsá iKerlingarfjöllum. (Timamynd, KJ).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.