Tíminn - 05.08.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.08.1964, Blaðsíða 9
ykkur. er ég boðinn og búinn að koma til allra og við hvaða aðstæður sem er. — Má ég þá leggja fyrir þig eina mjög nærgöngula spurn- ingu? — Gjörðu svo vel. — Hvernig er það með presta, hafa þeir ráð við hverju sem er? — Ef þú átt við mig, svara ég svona: Ég hef engin ráð, en Drottinn hefur öll ráð. Þar sem mannshjarta slær, er oft kvöl, sorg og neyð og stundum gleði, en þar er fyrst og fremst þörf fyrir Guð. Þess vegna bendi ég á og boða hans ráð í sérhverju tilviki og ekkert annað. — Þú talaðir áðan um að koma til allra. Hefur þú komið til allra sóknarbarna þinna eða haft samband við þau? — Já. Prestar tala oft eins og aðrir um lélega kirkjusókn. En ég segi sem svo: Hvers vegna á fólkið að koma til prestanna, ef þeir koma aldrei til fólksins, á vinnustaðina og á samkomur þess og fólkið kem ur í kirkjurnar til mín og heim til mín, enda finnst mér í þess um efnum, að undan engu sé að kvarta. — Þá er eitt í sambandi við presta, sem ég held að menn séu ekki sammála um. Hvernig er það, ef t.d. þú hættir að vera prestur hér og ferð í allt annað starf, ertu þá prestur áfram? — Þetta er ágæt spurning. Eg er þá ekki þjónandi sóknar- prestur, en ég er að sjálfsögðu prestur áfram. Sá, sem einu sinni hefur hlotið prestsvígslu og hefur meðtekið hana í hinni sönnu og auðmjúku kristnu trú er og Verður alltaf prestur. Ekki aðeins hér á jörð, heldur að eilífu. — Eg hefi stundum heyrt, að sumir prestar líti á þau lík, sem þeir jarðsetja og að aðrir prestar geri það ekki. Er ein- hver ákveðin regla um þetta og hvað gerir þú? — Það er engin ákveðin regla um þetta. Eg lít á hvert einasta lík áður en ég jarð- syng það, hafi það ekki verið kistulagt áður og annars staðar en í mínu prestakalli. — Það hafa verið skrifaðar margar bækur um dauðann Hvar fá menn bezta huggun gagnvart dauðanum? — Tvímælalaust í hinni kristnu trú. Þegar skuggar dauð ans og sorgin setjast að, þurfa menn vitanlega að minnast þess, að huggunin og gleðin blasa þrátt fyrir allt við, þegar dáin manneskja (eins og það er venjulega kallað) á eilífa lífið og fer heim til Guðs. Allt líf okkar hverfur aftur til upp hafs sins, af því að Skaparinn hefur það og lögmálin, sem hann skóp, í hendi sinni. — Þú tókst. upp þann sið við fermingar, að láta fólk ekki vera að standa upp í kirkjunum í sambandi við hvert fermingar barn. Hvers vegna gerðirðu þessa breytingu? — Meðal annars vegna þess. að það er ekkert kirkjulegt við þennan sið, að fólk sé að standa upp og setjast allan tím ann á meðan fermingin fe) fram Þessi siður með tilheyr- andi þruski kom líka í veg fyr ir að alger kyrrð ríkti við ferm inguna. Og hugsum okkur t. d þær algengu aðstæður í sveit að verið sé að ferma tvö börn Annað þeirra er kannski munað arlaust. en hitt á foreldra, sem standa upp o.s.frv Mér finnst ekkert vit í því. að kirkjan sé að setja slíkt á svið. Fyrra barnið gæti orðið fyrir sárs- auka og leiða, sem haft gæti alvarlegar afleiðingar fyrir það. Því var líka mjög vel tekið, þeg ar ég óskaði eftir þessari breyt ingu og ég tel, að öll sýning á fjölskylduaðstæðum eigi skil- yrðislaust að hverfa úr kirkjun um. — Fermingarbörn þín fengu fallega bók í vor, sem þú hefur sjálfur samið. Hvað geturðu sagt mér um þessa bók? — í fyrra samdi ég þetta kver og vélritaði það þá í nægi lega mörgum eintökum. En nú er það komið út aukið, endur bætt og fjölritað í hinum full- komnu vélum „Fjölnis“ á Akra nesi. — Það hafa víst ekki margir prestar á fyrsta starfsári skrif- að fermingarbók fyrir unglinga. Maður hefur líka heyrt, að fólk sé þér mjög þakklátt fyrir þessa fallegu bók og hún hefur áreið- anlega verið lesin spjaldanna milli á mörgum heimilum í prestakallinu af ungum sem gömlum og fólkið talar um hvað þetta sé einfalt og skýrt hjá þér og mikinn óvæntan fróð- leik að finna í bókinni. — Nú, já. Það hafa reyndar ýmis heimili, prestar og sóknar menn þakkað mér fyrir bókina, en ég vil taka það skýrt fram. að hún er aðeins sem handrit og engan veginn fullunnin af minni hálfu ennþá. — Af því að þú ert prestur. sem vel er talað um, langar mig einmitt að heyra hvað þú segir um það fyrirbæri á ís- landi, þegar illa er talað um menn eða þeir verða beinlínis fyrir lygum og rógi? — Slíkt hafa ýmsir fengið, en þetta er bæði stór synd og Ijótur löstur. Eg var t.d. að lesa bó'kina Huglækningar eftir Ólaf Tryggvason, en í þeirri bók gefur höfundurinn það í skyn, að hann hafi orðið fyrir þessum myrku öflum. Hér áður fyrr var mikið um svona lagað á fslandi. Það tilheyrði einangr- uninni og fáfræðinni. Nú er þessi löstur sem óðast að hverfa með stórauknum samskiptum þjóðar okkar við umheiminn og gagnkvæmri vinsemd þjóða á milli. Sjálfsagt eru þó ei'nhverj ir til, sem búa til og sloka enn í sig lygasögur eins og rjóma En slík manngerð er sem betur fer orðin fágæt og' einangrast strax. Áður fyrr skipaði slíkt fólk sér undir merki Gróu á Leiti, en á 20. öldinni nefnist það gjarnan fasistar og ég held nú reyndar, að fáir vilji bera þann ofstækistitil til lengdar — Ert þv ekkert hræddur við svona fyrirbæri? — Hvers venga spyrðu? — Menn hafa verið öfundað ir á íslandi fyrir minna en kosn ingasigurinn. sem þú vannst í vor. / — Góði maður. Það rotnasta og rætnasta á engan hljóm- grunn hjá andlega heilu fólki Eg þekki engan ísíending nú á tímum, sem þarf að óttast þessa hluti. Mestur hiuti þjóð arinnar er svo feginn að vera kominn yfir í nútímann, frá fá fræði og kukli liðinna alda. a? menn fara ekki að steypa sér niður i andlega vesöld á ný Þessi öfi eru tii e.mþá eins og ég sagði áðan. en þau eru á hröðu undanhaldi Það má nefnilega heita orðið öllum ijóst, að allir þurfa að geta lifað og starfað saman, hver svc> sem einkaáhugamálin eru Einu sinni heyrði ég upplogna sögu Framhalo » '3 «»*•< MINNING Þorsteinn Þorsteinsson frá Ásmundarstöðum Það er einkennilegt, hvað sum ir menn eru lengi ungir, jafnt þótt ellin setji sín spor á líkam- legt þrek og kraftar þverri. Þor- steinn Þorsteinsson var einn þeírra manna, sem var síungur, þótt ellin skæri umsvifum hans þröngan stakk hin síðari ár. Þeg- ar ég kynntist Þorsteini fyrst að ráði, var hann kominn um sjötugt en ég nær fimmtán ára. Svo ungur var Þorsteinn og kvikur í anda, að viðkynning okkar var sem bræðra eða jafnaldra þrátt fyrir þennan aldursmun. Þorsteinn var sveitamaður í orðsins fyllstu og beztu merkinu. Hann unni sveit sinni mjög, og búskapur var hans líf. Eftir að hann, eins og margir aðrir, gerð ist flóttamaður í Rvík, er þverr- andi kraftar girtu fyrir frekari bú- skap, var hugurinn alltaf hálfur í heimahéruðum. Hann var ást- vinur þúfna, hóla og fjallahrings í Holtum austur. Eftir að hann fluttist suður, leitaði hann þang- að, hvenær sem færi gafst, á fund lands síns, vina, ættingja og kunningja. — Þrátt fyrír van- heilsu, sem þvingaði hann til þess að hætta búskap um sinn á manndómsárum, hvarf hann aft ur til búskaparins, jafnvel áður en kraftar leyfðu. Slíkir menn eru bændur. Þorsteinn hafði lífandi áhuga á framkvæmdum og stjórnmálum innan héraðs sem utan. Hann hafði fastmótaðar skoðanir. Þeg ar honum þótti þess þurfa, lét hann þær í ljós feimnislaust, skýrt og skorinort, vel rökstuddar og svo ofstopalaust, sem frekast má verða. Þorsteinn naut enda trausts hvarvetna og gegndi trúnaðarstöð- um í sveit sinni í mörg ár. Ætti ég að lýsa Þorsteini í einu orði, finnst mér, að ég mundi helzt segja: göfugur. Það var eiphv^er-...gQfifg. tign yfir ||iani)^gflí.THreinn unaður var að sækja þau .þjónin Þorstein og Sig ríði Ólafsdóttur heim. Andrúms- loft heimilisins var slíkt, að mér fannst ég hverju sinni kveðja þau sem betri maður, þegar ég gekk þaðan, en er ég kom. Sá gæzku- ljómi stafaði af heimilinu. Þau hjónin voru sérstaklega samhent og Sigríður var Þorsteini ómetan legur styrkur og stoð, þegar hann átti í strangri baráttu við van- heilsu. Þorsteinn var sannur viðræðu- snillingur. Ekki þannig, að hann væri að trana fram sínum sjónar- miðum, eða láta á sér bera á nok'k- urn hátt. En hann hafði á hrað- bergi sögur, vísur og tilvitnanir úr fortíð og nútíð, sem oft gátu sagt meira en iangar i’æður. Aldrei heyrði ég Þorstein brýna raust- ina. Allar hans viðræður voru svo eðlilegar og óþvingaðar, að þess þurfti ekki Það var hlust- að á hann, án þess til siíks kæmi. Ekki naut Þorsteinn annarrar skólamenntunar en smávegis til- sagnar í lestri, skrift og reikningi. Þó skrifaði hann fagra hönd og svo lipran, rammíslenzkan, en til- gerðarlausan stíl, að langskóla- gengnir mundu stoltir af. Slíkir menn eru sannir menntamenn. Mér fannst stundum eins og stíll hans væri stiginn út úr ævintýr- um. Stíllinn lýsti manninum vel. Svo einlægur og lítillátur í tign sinni, sem stíll hans. var Þor- steinn sjálfur. Lúínn gamall maður hefur feng- ið hvíld. Ungur, síkvikur og göf- ugur andi er okkur horfinn Ég votta konu hans og fóstursyni og fjölskyldu haþs mína dýpstu sam- úð. Kjartan Jóhannsson. Jón Guðmundsson endurskoðandi Til eru sögur, margar sögur, um fjölskyldulíf á íslandi á fyrri tímum, um uppeldi og uppvaxtar ár ungmenna, handleiðslu foreldra vináttu og skilning einstakra full- orðinna, sem alltaf áttu tíma til að hlúa að og styðja við nýgræð- inginn — horfin mynd hins gamla fjölskylduþjóðfélags. Og þó er hún ekki horfin með öllu þessi gamla mynd, að vísu er rétt að stórfelldar breytingar hafa á orðið, sérstaklega á fjölskyldu- lifinu, en einn, og sennilega þýð- ingarmesti dráttur myndarinnar lifir enn, eða öllu fremur, er í endurnýjum við vaxandi skilning á þýðingu hans — umhyggjunni um andlega velferð einstaklingsins skal sýndur nýr sómi. Hver var sálgæzlumaður hins fyrri tíma, ef ekki hinn lífsreyndi mannþekkjari, sem gaf sér stund til að heyra ótalaða hjálparbeiðni óreynds unglings og ausa honum af nægtabrunni lífsreynslu sinnar. Skildi hann ekki þó það, sem okkur er að skiljast nú, að hvað vel sem opinberir aðilar og önnur samtök manna mæla á stikum og í tölum þarfir þjóðfélagsþegnanna verður alltaf evða í lífshamingju einstaklinggins ef sál hans nær ekki að vermast pegar að henni setur kul, þó ekki verði til þess ætlazt að hvergi beri skugga á eða vanda að höndum Þegar metin verður sem skyldii þýðing þess, að ætíð verði fyrir hendi nægur fjöldi sálgæzlumanna, til þjónustu við einstaklingana, og þá sérstaklega börn og unglinga, skýrist ef til vill betur en orðið er, hvert starf hefur verið innt af höndum á þessu sviði, fyrir tíma hinna sérmenntuðu, af þeim sem hæfileikann áttu og gáfu sér tíma til að beita honum Flestir kunna að vísu dæmi þess að alltof margir hafa farið og fara enn á mis við aðstoð, en þeim mun ljúfari, er þeim, sem reynt hafa, minningin um kynni af þessum gæzlumönnum mannlífsakursins. Slíkar verða minningar við út- för Jóns Guðmundssonar endur- skoðanda í Nýjabæ á Seltjarnar- nesi og eru fleiri. en sá, er hér ritar, ungir og uppvaxnir. sem þá sögu þekkja Jón Guðmundsson var tæddur að Hvoli í Mýrdal l4 marz árið 1899, sonur hjónanna Raþnhildar Jónsdóttur og Guðmundaí Þor- bjarnarsonar, sem síðar bjuggu að Hofi á Rangárvölluin Arið 1928 kvæntist Jón eftirlif- andi konu sinrt Bryndísi Guð- mundsdóttir frá Nýjabæ a Sel- tjarnarnesi og biuggu þau allan sinn búskap að Nýjabæ Þeim varð fimm dætra auðið en ein þeirra lézt í bernsku Jón iézt á Landspítalanum í Reykjavík hinn 27. júlí s.l. Þessum iínum er ekki ætlað að rekja ævisögu Jóns enda aðrir sem hana þekkja betur en seint mun fyrnast minningin um þá hæversku hlýju, sem ungum manni var sýnd þegar hann þurfti hennar hvað mest með — hlýju og forsjá sem ekki krafðist viljaafsals en hélt þó sínum reglum — og þökkuð skal vinátta Jóns og vinsamlegar áminn ingar, sem svo gjarna var fylgt af léttu brosi Eiginkonu Jóns og óðrum ást- vinum votta ég samúð mína E. Birnir a^áteí ^auiu’i © 0JnHno,TTm i >;uT| t>B6f|O0P| ' G IPIr*l (ImBHmin ^ i irá ~i ■■■w) V r Hríngbraut Simi 15918 T ► M 1 N N, miðvikudaginn 5. ágúst 1964 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.