Tíminn - 05.08.1964, Page 15

Tíminn - 05.08.1964, Page 15
ICOMCÍEMG: JÞÆN&I& AETTOMOBHi MIÆJM STAÐFESTIR BÍL EKIÐ OLÍULAUSUM 216 KM. ÁN ÞESS AÐ NOKKRAR SKEMMDIR KÆMU FRAM VEGNA ÞESS AÐ NOTAÐ VAR fr („Det totale antal km, vognen saledes havde gennemkdrt unden motorolie var 216 km“.) Löggilt þýðing á skýrslu þessari fæst á öllum benzín- stöðvum og bílavarahlutabúðunum og hjá umboðun- um. ( MOLYKpTí; & k a st<;W« foidal disjxjfiiorj af molyfodoi»»m sufíids id.ó ftÍQh qoolify oiL Wheo osd « cmókí«y« o» additive, j» wiil np; s.C'ttlt; ot ftmoved by )>nopeiJy loiofc-d owiomotivc-typc fjrtój-s. ölKfcCTlONS FOR USE ThU ft-ounco can iythe <o>»&ci amaud <o Inainl tho avofogc 5-ijumt cronUcaiö Uso in thö some prapartion for o*h« yií« engínoi. ...... r • . . ... Romovo inner oaal tmd poor cotrttc acoOMni ín»o o-attkcnso. for moxímum aRaclivenass. uc» o fivury.oíf thonjc. t AlPKA-MOtYKOTE CÖRPORATIíj Hti'Wrti Áyó., Siocrtfo^ Caon ■'Rvct-otth C: ibis ivSítsoÍA <&.<. ‘ lúíSííSii. fsisíí - '^otrt.íc Söluumboð AKUR hf. Reykjavík. KÍSILL hf. Lækjargötu 6B, sími 15960. MOLYKOTE „A“ Er þýzkt einkaleyfi (nr. 1,025,085) sem allir framleiðendur „Moly Efna“ reyna að líkja eftir. MOLYKOTE „A“ inniheldur minni olíu og meira molybdenum sulfide (MoS2) en aðrir. MOLYKOTE .,A“ Má nota á alla bíla (benzín og Diesel), með háþrýstimótor ÁSAMT bílum með vökva undirlyftum. MOLYKOTE „A“ Stíflar ekki olíusigti og samlagast öllum olíum. MOLYKOTE „A“ Dregur úr hitamyndun vegna núnings og kemur í veg fyrir „karboniseringu". MOLYKOTE „A“ ásamt 60 öðrum tegundum af olíu og feiti er notað hjá öllum stærstu vélaframleiðendum í heimi. MOLYKOTE „A“ og „G“ fæst hjá öllum benzínstöðvum á landinu og bíla- varahlutabúðum. > mm HELLTU BRENNIVÍNI Framhald af 1. stðu. Óskar Ólason varðstjóri að við það hefði sljákkað mikið í mönnum almennt í Þórsmörk, og vinir þeirra sem eftir voru þar inn frá og voru mikið drukknir hefðu dregið þá út úr aðalmannsöfnuðinum og úr vegi lögreglunnar til þess að þeir yrðu ekki sendir á brott. Mennirnir 17 voru sendir með áætlunarbíl til Reykjavíkur og með þeim tveir lögreglumenn. Kom til töluverðra átaka á leið inni, en lögreglumönnunum tókst þó að ná yfirhöndinni í þeim leik áður en yfir lauk. Um 100 manns þurftu að leita læknis í Þórsmörk og hafði það fólk meitt sig á ýmsan hátt. Yfirleitt vildi það brenna við, að fólk væri illa búið í Mörkinni og alls ekki til göngu ferða en þrátt fyrir það reyndi það að fara í slíkar ferðir og árangurinn varð alls kyns meiðsli. Óskar sagði, að skátar úr Reykjavík og Hafnarfirði hefðu veitt mikla hjálp, og hefðu þeir jafnvel orðið að tjalda fyrir sumt af unglingunum, er ekki kunnu neitt til þess kon- ar. Sagði hann, að það alvar- legast í þessu máli væri, að þeir sem flyttu fólkið inn eftir bæru ekki næga ábyrgð, á því, þegar þangað væri komið. Hann minntist þó á Litla ferða klúbbinn, sem þarna var, og að hann hefði borið af í öllu, og hefði, ekki þurft að hafa nokkur afskipti af klúbbnum eða þeim, sem með honum voru. í Húsafcllsskógi var utisam koma á vegum Bindindissam- takanna og fór hún mjög vel fram. Þarna voru miklar tjald búðir og engin ólæti. í Bjark arlundi var á annað þúsund manns, og þurfti lögreglan ekki að flytja fólk þaðan né hafa afskipti af nokkrum manni. Þar var dansað til kl. 2 eftir mið- nætti en um 4 var allt orðið kyrrt og menn komnir í tjöld sín. í Vaglaskógi var verzlunar- mannahelgin friðsælli en verið hefur síðustu árin, og eru menn bæði glaðir og undrandi yfir þessari breytingu, sem þar hefur orðið á. Fimm aðilar tóku að sér að sjá um hátíðina í skóginum, Héraðssamband Þingeyinga, Ungmennasamband Eyjafjarðar, Templarar á Ak- ureyri, Æskulýðsráðið og íþróttabandalagið á Akureyri. í Vaglaskógi voru um 3000 manns og meiri hluti þessa fólks dvaldist í skóginum 2 daga og sumir þrjá. Nú brá svo við, að fjölskyldur frá Akureyri komu með börn sín, en til þessa hafa foreldrar ekki þorað að koma í Vagla- skóg um verzlunarmannahelg ina til þess að tjalda þar og vera með börnum sínum vegna óspekta og skrílsláta. Fréttaritari blaðsins á Akur- eyri sagði í kvöld, að aug- ljóst væri, að yfirgnæfandi meirihluti fólks vildi halda sómasamlegar samkomur og hefði það nú tekizt í Vagla- skógi í ár með aðstoð þeirra 5 aðila, sem tóku að sér að stjórna vínlausri fjöldasam- komu. 9 BJARGAÐ Framhald af I s(5u. izt af þeim 14, sem lokuðust inni, þegar náma.n hrundi saman á mánudagi£p fyrir rúmri viku. Talið er ólfldegt, að þeir séu enn á lífi, en fyrir fáeinum dögum heyrðust högg, sem talið er, að hafi getað komið frá einhverjum þeirra, er síðustu tvo sólarhring- ana hefur þó ekkert lífsmark heyrzt frá þeim. Björgunarstarfið víð námuna hófst strax daginn eftir að hún hrundi saman, en verkið gekk afar hægt vegna hættu á hruni, ef sprengt yrði. Borunin niður í ganginn, sem mennirnir níu voru í, tók því marga daga, og björg- unarstarfið kostaði líf eins manns, sem fékk þungt járnstykki í höf- uðið, er hann vánn að björgun- inni. SÍLDARAFLINN Framhald af 1. síSu. ber að geta, að í þeirri skýrslu eru aftur á móti einnig þeir bát- ar, sem stunda síldveiðar hér sunnan lands. Síldarskýrsla LÍÚ mun birtast í fimmtudagsblaðinu og þá í heild. í kvöld náðum við tali af Magn úsi skipstjóra á Jörundi III. sem er aflahæsta skipið á vertíðinni. Magnús sagðist vera kominn með 25.300—25.400 mál og tunnur, og væri nú leið til Raufarhafnar með 2100 tunnur, sem hann hefði feng- ið 24 tíma siglingu undan landi. Hann var búinn að vera á siglingu í 17 tíma og átti enn eftir 7, þegar við töluðum við hann. Hann sagði, að skipin hefðu verið í tölu- verðri síld um 120—140 mílur undan landi í dag, og hefði síldin vaðið, og veiði verið talsverð. Skipin, sem komin eru með 20 þúsund mál og þar yfir eru auk Jörundar III, Jón Kjartans son með 24.200 mál og tunnur, Snæfell 23.600, Sigurpáll 21.400, Sigurður Bjarnason 20.900 og Helga 20.100. VÍÐAVANGUR — Framhald al bls 3 Mbl. á sunnudaginn. Víst er það gott umræðuefn'i, og sú fegurð verður ekki oflofuð. En þetta minnir á vísu Steins Steinars, þegar honum þótti svartwættið á Suðurnesjum helzti m'ikið, þá minnti hann á, að vor væri í Breiðafirði. En þótt íhaldið reyni að víkja sér undan umræðum um ábyrgð viðreisnarmanna á skattpín- ingunni með því að tala um fegurðina við- Breiðafjöað, geta skattborgararnir því miður ekki greitt útsvarið sitt og skattana með sama hætti. HAFIÐ ÞIÐ? Framhatd af 16. siðu. við hlið kennarans. — Hafið þið enga hunda? — Hundar eru bannaðir hér í borginni. Átt þú hund? — Já, já, og hún á líka hund, — við eigum allar hunda, seg- ir hún. — Þeir eru dásamlegir. — En þið hafið ponys? — Já, já, mikið af þeim. — Ég elska hesta — segir hún með breiðu brosi. — Áttu hest? — Nei, hann er svo dýr. En kannski get ég keypt lítinn pony seinna. Fyrsti langferðabíllinn ók rétt í þessu niður að bryggj- unni og hreyfing komst á mannskapinn, því að margt var að sjá og tíminn naumur. — Hvenær farið þið af landi burt? — Við förum strax í nótt, — segir Myles. — Reykjavík er fyrsti viðkomustaður okkar í þessari ferð, og héðan förum við til Ándalsnes í Noregi. Við tnunum sigla inn suma norsku firðina, þeir .eru sagðir stór- fenglegij. Og síðan förum við beinttstu leið til baka til Dun- dee — og í sólskinið — segir Myles brosandi og kveður okk- ur, því að bílarnir koma hver af öðrum og hann verður að sjá um, að allir krakkarnir hans komist á sinn stað heilir á húfi. FORSETINN (Framhald al 2. síðu) arvonirnar. Það er forn hugsjón „að hverr maður verði síns rétt- ar og laga njótandi". Um stjórn- skipulag í aðaldráttum byggir ís- lenzk þjóí á bjargi sinnar eigin sögu og beztu fyrirmyndum skyldra þjóða. Vér höfum margt að þakka og getum verið ánægð með ætt og uppruna, legu lands vors og sjávar og landsgæði. Þjóðin hefir tekið fljótt og vel við véltækni ’nútím- ans, og sýnir það, eins og bók- menntir áður, að kynstofninn er góður. Það hefir sýnt sig að það þarf ekki ófrið erlendis til ár- gæzku, afkasta og velgengni. í dag eru 50 ár liðin frá því hin fyrri heimsstyrjöld hófst með hersögn Þjóðverja í garð Rússa. Vér höfum verið ósnortnari en aðrar vestræn- ar þjóðir af hörmungum tveggja heimsstyrjalda. En eins og styrj- aldartækni er nú komið, er engin vernd lengur í fjarlægðum. Vér skulum þó ekki sýta um þá hluti, sem vér ráðum ekki við, heldur halda ótrauðir áfram uppbygging lands vors og þjóðfélags. En að- gæzlu þarf um skipti við aðrar þjóðir, vanda vorn málstað og drengilega aðferð. Það, sem mestu varðar er sam- hugur þjóðarinnar. Flokkar liggja að vísu andfætis, en þó í sama bóli. Áróður má aldrei ganga svo langt að skyggi á þjóðareining á úrslitastundum. Sem þjóð búum vér öll við ein og sömu örlög. Óskir þjóðskáldsins, sem síðar varð fyrstur íslenzkur ráðherra, á morgni þessarar aldar hafa allar rætzt eða komizt nokkuð áleiðis, og ég lýk máli mínu með þessari brýningu, sem enn er í gildi. „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið.“ FLUGÖRYGGIÐ Framhald al 16. siðu. truflanir tíðar. Nú gætu flug- umferðarstjórar og flugstjórar tal azt við án nokkurra milliliða hér yfir íslandi, og jafnvel hægt að hafa samband við þotur um 350 km. suður í hafi. Hjartanlega þakka ég öllum þeim er glöddu mig á 60 ára afmælinu hinn 30. júlí með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum. Einnig fyrír alúðlegar viðtökur í nýaf- 3töðnu ferðalagi. — Guð blessi ykkur öll. Helga Tryggvadóttir, Þverlæk, Rang. Móðir okkar tengdamóðir og amma. Þorsteina Árnadóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. þ. m. ki. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Auður Kjartansdóttir Egilsson, Gunnar Egilsson, Árni Kjartansson, Hulda Filipusdóttir, Gyða Kjartansdóttir, Júlíus Baldvinsson, Sigríður Kjartansdóttir, Tryggvi Benediktsson, og barnabörn. Eiglnkona mín, Guðný Þorleifsdóttir andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 2. ágúst. — Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jón Þorsteinsson Hamri. Við þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vin- semd við andlát og jarðarför Gísla Jóhannssonar, Kleppsvegi 46. Eiginkona, börn, foreldrar, systkini og tengdaforeldrar. T í M I N N, miðvikudaginn 5. ágúst 1964 — 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.