Tíminn - 05.08.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.08.1964, Blaðsíða 16
 Miðvikudagur 5. ágúst 1964. 174. tbl. 48. árg. HAFIÐ m ENGA HUNDA? EJ-Reykjavík, 4. ágúst. EFTIR hádegi í dag var margt um manninn á Lofts- hryggj'ti; um 800 brezk skóla- born í alla vega litum skólabún ingum og sum þeirra me'ð ís- Ieanzkar priónahúfur á höfðinu, höfðu safnazt þair saman i stóra hópa. Þau komu með skemmti- ferðaskipinu m. a. „Devonia“ i gærkvöldi, og biðu nú eftir lang ferðabílunum, sem áttu að flytja þau til Þingvalla, Gull- foss, og fleiri staða á Suður- landinu. Þrátt fyrir rigninguna mátti heyra glaðværar og oft háværar samræður þeirra, svo að Loftsbryggjan líktist helzt fuglabjargi, þegar fréttamenn Tlmans komu þangað um tvö- leytið. í cniðjum hópnum rákumst við á frekar lágvaxinn, rauð- birkinn mann, sem virtist eftir útlitinu að dæma vera Skoti. — Þetta reyndist líka vera W. P. Pl. Myles, kennari við Grove Aeademy í Dundee, Skotlandi. — Við erum að bíða eftir bíl unum — sagði hann, — og ég vona að þeir fari að koma. Við eigum að sjá Hveragerði, Þing- völl, Gullfoss og fleiri staði áð- ur en við förum héðan í kvöld. svo að ekki veitir af tímanum. Annars er frekar leiðinlegt veð ur hjá ykkur þessa stundina. — Já, Reykvíkingar segja, að rigni alltaf, þegar svona stór skemmtiferðaskip koma í höfn. — Oh yes? — segir hann og virðist frekar vántrúaður á þessa kenningu. — Annars höf utn við einu sinni fengið sól- skin smástund síðan við kom- um hingað. Það var þegar við sigldum fram hjá nýju eyjunni. Þá brauzt sólin í gegnum ský- in og skein yfir eyjuna og við sáum eldgosið og reykinn. Það var stórkostlegt. — Hvaðan eru öll þessi skóla- börn? — Þau eru bæði frá Skot- landi og Englandi, mörg eru t. d. frá skólanum, sem ég kenni við í Dundee. Flest þeirra eru í svo'kölluðum Senior Second- ary Schools, á aldrinum frá 14 til 17 ára. — Er venja, að brezk skóla- börn fari í slíkar ferðir til ann- arra landa? BREZKU skólakrakkarnir fóru í verzlanir hér í Reykjavík i gær og keyptu sér íslenzkar flíkur. Á mynd- inni fyrir ofan fyrirsögnlna er einn drengjanna meS hvíta prjónahúfu, en hér aS neSan brosa fjórar brezkar blómarósir meS íslezkar prjónahúfur og þykka ullarvettlinga. (Tímamynd, KJ). — Ó, já, á hverju ári. Þau verða að sjálfsögðu að borga ferðina sjálf, spara saman allt árið. í fyrra heimsóttum við höfuðborgir margra Evrópu- landa, það var fjórtán daga ferð. Og komið hefur til tals að fara til Miðjarðarhafsins næsta ár. — Þið hafið gott knattspyrnu lið í Dundee? — Já, já — segir Myles, og lifnar allur við, þegar minnzt er á þjóðaríþróttina. — Dundee er bezta lið Skotlands — segir hann. Nokkrir Dundee-strákar fagna þessari skoðun kennar- ans ákaft, en það sljákkar nokk uð i þeim. þegar hann bætir við: — Auðvitað fyrir utan Rangers! Og hann kannast að sjálfsögðu við Þórólf Beck: — Hann hefur ekki skrifað undir samninginn ennþá. vill víst fá meiri peninga — segir Myles og smellir með fingrunum. — Hafið þið verzlað eitthvað í Reykjavík9 — Já. en guð minn góður hvílíkt verð! Hér er allt a. m k. helmingi dýrara en í Skot iandi. Ég keypti mér nylon- s'kyrtu, og hún var meira en helmingi dýrari hér en sams konar skyrta í Skotlandi. Sama er að segja um skozku dagblöð in. sem ég keypti i morgun En þetta hefur þó ekki hindr að brezku unglingana í að kauna sér minjagripi frá fs- iandi. því að margar stelpurn ar eru með íslenzkar prjóna- húfur á höfðinu og þykka ull- arvettlinga á höndunum. os tveir strákar draga upp úr tösku sinni gæruskinnshúf"’- f'cr svna okkur — Ég hef ekki séð einn ein- asta hund héma — segir ein þriggja yngismeyja, sem standa Framhatö é 15. sfðu - Mr. W. P. R. MYLES Flugöryggið stóraukii með nýju fjarskiptakerfí KJ-Reykjavík 3. ágúst. i un nýtt fjarskiptakerfi hjá Flug-1 fiugöryggi hér innanlands og í í dag var formlega tekið í notk | málastjórninní, sem stóreykur allt kringum landið. Kerfið var opnað VIÐ OPNUM hins nýja fjarsklptakerfis í gær. Frá vinstri eru Glenn Goudie sem unnið hefur mikið við aS útvega flugöryggistæki hingað til lands, þá general G rant aðstoðarflugmálastjóri Bandaríkjanna, Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri og Leifur Magnússon verkfræðingur. (Tímamynd. K-T). með viðhöfn i Flugturninum a Reykjavíkurflugvelli þar sem voru viðstaddir ráðherrar, amb- assador Bandaríkjanna, framá- menn flugmála hér á landi og erlendír gestir. Flugmálastjóri Agnar Kofoed Hansen sagði við þetta tækifæri að þetta kerfi hefði verið í notk- un um nokkurt skeið. Tæknileg aðstoð og tækin sjálf sem eru mjög dýrmæt eru fengin hjá alþjóðaflugmála- stofnuninni I.C.A.O. og greiddi stofnunin einnig hluta rekstrar- kostnaðarins við tækin Stöðvarn ar væru á fjórum stöðum, Skála felli, Vaðlaheiði, Fjarðarheiði og Klífinu í Vestmannaeyjum. auk stöðvarinnar i Flugturninum á Beykjavíkurflugvelli. Flugmála- stjóri kvaðst vilja þakka öllum hlutaðeigandi aðilum alla aðstoð veitta i sambandi við þennan merka áfanga i flugöryggiskerfi fandsins, sem nu væri orðið mjög fullkomið. Ingólfur Jónsson flug málaráðherra og general Grant aðstoðarflugmálastjóri Bandaríkj anna mæltu nokkur orð við þetta tækifæri og opnuðu síðan kerfið. Viðstaddir sannfæröust full- komlega um ágætí kerfis þessa því á nokkrum sekúndum náðist sam- band við flugumsjón á Egilsstöð um og Vestmannaeyjum og flug- vél sem var á sveimi yfir Reykja- vík. Leifur Magnússon verkfræðing u. framkvæmdastjóri flugöryggis þjónustunnar tjáði blaðamönnum að sérfræðingar Flugmálastjórnar innar hefðu annazt uppsetningu stöðvanna á framangreindum stöð um. Notaðar væru svokallaðar ör- bylgjur, um þriggja metra bylgj ur, fjarskiptin, en áður hefðu verið notaðar stuttbylgjur og Framhald é 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.