Tíminn - 05.08.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.08.1964, Blaðsíða 2
jr Islenzka þjóðin ÞRIÐJUDAGUR, 4. ágúst: NTB-Sakramento. — Pierre Salinger, sem var bla'ðafulltrúi Kcnnedys forseta, hefur tekiS sæti í öldungadeild Bandaríkja þings til bráSabirgða í stað öldungadeildarþingmannsins, Claire Engles frá Kaliforníu, sem lézt í síðustu viku. NTB-Nikosia. — Grískt varð- skip skaut í dag átta skotum á smábáta í grennd við bæinn Kokkina á Kýpur, en íbúar þess bæjar eru Tyrkir. NTB-Lusaka. Herflokkar gerðu í dag harðar árásir á þorp eitt, sem áhangendur Lumpa-trúflokksins höfðu bú- Izt til varnar í. Samkvæmt op inberum fregnum létu 74 trú- flokksmenn lífið í þeim átökum. Kaunda forsætisráðherra Norð- ur-Rhodesiu fordæmdi trúflokk inn í dag og skipaði að láta handtaka leiðtoga hreyfingar- innar. Alice Lenshina, dauðan eða lifandi eins fljótt og unnt væri. NTB-Jersey City. — Heimatil búnum sprengjum var varpað í Jersey City í Bandaríkjunum í dag, en þar er ólga mikil eft- ir kynþáttaóeirðirnar, sem orð ið hafa síðustu dagana í borg- inni. 4zss |C NTB-Bonn. — i-'Ádenauer, fyrrverandi kanslari Vestur- Þýzkalands, reis í dag upp til varnar beim de Gaullc forsctfi $ Frakklands og Barry Goldwat- er forsetaefni repúblikana- flokksins í Bandaríkjunum. — Hann sagði gagnrýni vestur- þýzkra blaða á stefnu þessara tveggia stjórnmálamanna með öllu óviðeigandi. NTB-Leopoldville. — 75 Evr ópumenn voru í dag fluttir flug leiðis frá bænum Stanleyville í Kongó og skömmu síðar sóttu hermenn uppreisnarmanna inn 1 bæinn. Hermenn stjórnarinn ar vörðust vasklega og kom til harðra bardaga í bænum að sögn ræðismanns Bandaríkj- anna. NTB-Miami Beach. — Gríska fegurðardísin Kiriaki Tsopei var kjörin fegurðardrottning heimsins síðastliðinn laugar- dag. Ræða ásgeirs Ásgeirsson- ar er hann var settur inn í forsetaemhættið í 4. sinn FB-Reykjavík, 4. ágúst. Síðdegis á laugardag var Ás- geir Ásgeirsson settur inn í for- setaembættið í fjórða sinn, og gerðist það við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Þar voru um hundrað boðsgestir viðstaddir, en fyrir utan Alþingishúsið hafði nokkur mannfjöldi komið saman til þess að hylla forsetann og frú lians, þegar þau gengu fram á svalir Alþingisliússins að athöfn inni lokinni. Síðan flutti forsctinn ræðu í Alþingishúsinu og mæltist honum svo: Góðir íslendingar, nær og fjær! Fyrsti ágúst er tímamót forseta embættisins, að þessu sinni síðasta stund þriðja kjörtímabils míns, og upphaf hins fjórða. Mér er bæði ljúft og skylt að flytja þjóð minni þakkir fyrir traust fylgi og góðan hug í garð okkar hjónanna. Emb- ættinu fylgja bæði ánægjustundir og áhyggjur á víxl, en svo mun um flest eða öll- störf. Það væri margs að minnast frá þessum tólf árum, en ég tel hér það eitt, að stjórnarmyndanír hafa jafnan tek izt án tafar, og því fagna ég á þessari stundu. Með viðkvæmum huga þakka ég það traust, sem lýsir sér í endurkjöri og innsetn- "irig * í Átiítiðjfli, iiíog bið guð að gefá Thér áfrqsmhaldandi góða heiisu ■ og • irétfciæíhi í þeím efnum, sem til mín taka. Það vill nú svo til, að í byrjun þessa árs voru 40 ár liðin frá því ég tók fyrst sæti á Alþingi sem fulltrúi Vestur-ísfirðinga. Ég veit það misvirðir enginn, að ég beini við þetta tækifæri sérstakri kveðju og þakklæti til minna góðu góðu og gömlu vina vestur þar. Þeim á ég að þakka að ég slitnaði aldrei úr sambandi við sjómann inn, bóndann og alla alþýðu manna, og hlaut það uppeldi í stjórnmálum, sem ég mætti ekki án vera í núverandi stöðu og starfi. Þjóðmál og þingmennska lærist ekki til neinnar hlítar nema af langri reynslu. Þar verður engum prófum við komið, nema síendurteknum kosningum. Það hefir mikið vatn runnið til sjávar á þessum 20 árum fyrir og öðrum 20 árum eftir lýðveld- isstofnun, og stórfelldar breyting- ar orðið í íslenzku þjóðfélagi og þjóðlífi. Viðfangsefnin eru nú ær- ið miklu flóknari en áður. Úr því verður ekki bætt nema með auk inni sérfræði. Það var margt, sem menn átt- uðu sig vart á eftir hina fyrri heimsstyrjöld, ekki síður hin eldri sveit embættismanna en almenn- ingur. Gamli tíminn kom ekki aft- ur. Tvær heimsstyrjaldir hafa ‘ fært margt úr skorðum. Breyting ar í atvinnu-, fjárhags og utan- ríkismálum og áukin afskipti rík- isvaldsins heimta ný tök og þekk- ing hjá ráðunautum Alþingis og ríkisstjórna, og svo er fyrir þakk- andi, að sú stétt er nú vel skipuð hæfum mönnum, sem geta horfzt beint í augu við hvern erlendan stéttarbróður, sem þarf að mæta. Er það ein hin ríkasta þörf hvers nútíma þjóðfélags. En úrskurðir og völd eru eftir sem áður í hönd- um Alþingis og ríkisstjórna, og verður svo meðan almennur kosn smnar eigm sö Vlð undirritunina í Alþingishúsinu á laugardaginn. ingaréttur er í gildi. Breytingarnar eru meiri í þjóð- lífinu yfirleitt en í sjálfu stjórn- skipulaginu. Þróun atvinnulífsins hefir valdið aukinni stéttaskipt- ing, og þó dregið úr stéttamun í vaxandi mæli. Meðan kaupstaðir voru fámennir, sveitir fjölmenn- ar, tækin frumstæð og afköst lítil, bjuggu allar „stéttir" á sama bæ, sátu við sama borð, sváfu í bað- stofu. Kvikfjárrækt og iðnaður rekinn undir einu þaki, og farið í verið á vertíð. Það er fyrst við tilkomu fullkomnari tækja og véla að stéttaskipting í nútímamerk- ingu hefst og tilflutningur fólks- ins í landinu. Árabátar verða úr- eltir, og hin stærri vélknúnu fiski skip draga vermennina þangað, sem kaupstaðir vaxa við góð hafn arskilyrði, heimilisiðnaði hnignar í samkeppni við ódýra, erlenda vöru unz nútímaiðnaður nær fót- festu í kaupstöðunum. Það eru breyttir atvinnuhættir, nýjar at- vinnugreinar, og verkaskipting, sem valda fólksflutningunum. Þessi tilflutníngur hefir vaxið, svo hröðum skrefum í seinni tíð, að mörgum hrýs hugur við, og að sjálfsögðu getur ríkisvald og hin öflugri félagssamtök aukið við- leitnina til að varðveita betra jafnvægi í byggð landsins. Þessi þróun hefir skapað ný viðfangsefni og valdið átökum í þjóðmálum, stórfelldum umbót- um í fátækra- og tryggingamálum, leiðréttingum á kosnlngarétti og kjördæmaskipun, og deilum um kaup og kjör og samræmi milli ólíkra atvinnustétta. Ber þar sér staklega að fagna júnísamningun- um, sem lýðveldið fékk í 20 ára afmælisgjöf. Þar er komið ínn á leiðir, sem lofa góðu um framtíð- ina. Úrbæturnar jafnan eftir á, þegar þörfin hefir sagt greinilega til sin. Almennur kosningaréttur og þingræði gerir ráð fyrir deilum og átökum, og setur þeim leik- reglur. Alþingi og dómstólar eru vettvangur þessara átaka. Þar tak ast á ólikar hugsjónir. hagsmunir. metnaður, og fleira mætti telja. Án slíks vettvangs réði ofbeldið eitt úrslitum. Alþíngi er forn- heilög stofnun með þjóð vorri, og mikill misskilningur að ásaka stofn unina sjálfa, skipulagið, um það, sem míður kann að fara, og ekki minnist ég slíks úr fornum ritum. Það verður seint hægt að leysa allan vanda mannlegrar sambúðar, sinna öllum óskum í einu, eða gerá alla jafnánægða. Með þessu skipulagi eru deilur útkljáðar og málefni afgreidd án liðssafnaðar og vopnaviðskipta, og valdaskipti fara fram án fangelsana eða af- töku. Þessi erfð er forn, og eng- in önnur hæf til langlífis fyrir fá menna þjóð. Á Alþingi tekst oft málamiðl- un, en meiri hluti ræður að öðr- um kosti, enda er mörgum mál- um þann veg háttað að þau segja tíl sín ár eftir ár, og verða ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er sjaldgæft að full ein- ing náist á hinum fyrstu stig- um hinna stærri mála, og er sjálfstæðisbaráttan eðiilega gott dæmi slíkra viðfangsefna Þar sló jafnan í hinar hörðustu brýn- ur, og tókst þó fullkomin þjóðar- eining um endurreist Lýðveldis fyrir 20 árum. Því fögnum vér af heilum hug nú á þessu afmælis- ári, og minnumst með þakklátum huga þeirra manna, sem um það höfðu forustuna. Þau merku tíma- mót skapa oss nýja aðstöðu meðal þjóðanna. En þess ber jafnframt að minnast að samhengið er ríkt í sögu íslands, allt frá þvi er Al- þingi var stofnað í upphafi, og þess vert áð geta jafnframt, að í. ár eru 60 ár síðan þjóðin fékk heima- stjórn og 90 ár síðan henni var sett hin fyrsta stjórnarskrá, sem Jón Sigurðsson kom áleiðis, án þess þó að samþykkja, að ó- gleymdu fullveldi árið 1918. Eng- um forustumanna sjálfstæðisbar- áttunnar hefir verið ofþakkað, en ýmsum van-þakkað, og gildir það einkum um suma ágætismenn þessarar aldar, þó ég nefni engin nöfn. Fjarlægðin er enn ekki nógu mikil til þess að dómur sögunnar sé orðinn einhlýtur. Sést það bezt af ágreiningi og umræðum. sem (Ljósm.: VS). enn fara fram, og eru þó þarfar og hjálpa til, að allt sjáist betur síðar, í réttum hlutföllum og af hærri sjónarhól. Samhengi sögunnar og sam- ræmi hugsunarháttar, erfðavenja og löggjafar styrkir stórlega vort unga Lýðveldi og glæðir framtíð- Framh. á bls 15 Þriðjudaginn 4. ágúst 1964. Veður var gott á síldarmiðunum s.l. sólarhring og nokkur veiði 240 —250 mílur austur frá Dalatanga Dalatangi: Helga RE 700 mál, Dalaröst NK 550 tn., Ásbjörn RE 1300 mál, Vonin KE 1200 tn., Guðrún GK 1200 mál, Skálaberg NS 750 tn., Höfrungur III AK 1700 mál, Guðm. Þórðarson RE 300 mál, Sif IS 500 tn„ Hoffell SU 800 mál, Rifsnes RE 1200 tn„ Gissur hvíti SF 150, Seley SU 600, Björg SU 100 mál. Raufarhöfn: Hafþór RE 600 mál, Jörundur II RE 700 tn„ Jörundur III RE 2100, Einar Hálfdáns IS 1000, Loftur Baldvinsson EA 900, Guð- björg OF 550, Sigfirðingur Sl 1300, Fagriklettur GK 600, Hall- dór Jónsson SH 1100, Ólafur Frið- bertsson ÍS 1100, Ögri GK 900, Árni Geir KE 600, Guðbjartur Kristján IS 268 850, Arnarnes GK 400 mál, Anna Sl 600 tn„ Guð- björg GK 1000 mál, Vigri GK 1200 tn„ Sigfús Bergmann GK 1600, Baldur EA 500, Valafell SH 750, Jón Jónsson SH 700, Helga Björg HU 350, Sæþór OF 1100, Áskell ÞH 600, Hugrún ÍS 1000. 2 T ( M I N N, mlðvikudaginn 5. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.