Tíminn - 25.09.1964, Qupperneq 3
í SPEGLITÍMANS
Cassius Clay, heimsmeislari
í þungavikt, hefui' fcugið
styttu af sér í hinu heimsfræga
vaxmyndasafni Madame Tuss-
aud. A myndinni sjáum við
Gay Warner Ieggja siðustu
hönd á verkið.
V---
Bretar eru löngum þekktir
fyrir að veðja um allt mögu-
Iegt, og það segir sig sjálft, að
brezku þingkosningarnar eru
engin undantekning. Veðmála-
fyrirtœkið Ladroke hefur í allt
tekið á móti um 8000 pundum
frá þeim, sem veðja á Verka-
mannaflokkinn, og um 5000
pundum á íhaldsflokkinn, en
boðið er nú 2—1 fyrir Verka-
mannaflokkinn og 6—4 fyrir
íhaldsflokkinn. í allt hafa
u*-----------------
brezk veðmálafyrirtæki tekið á
móti 180.000 pundum í sam-
bandi við kosningarnar, eða
tæplega 26 milljónum íslcnzkra
króna!
★
Bandaríski kvikmyndaieikar-
inn og söngvarinn Frank Sinat
ra var dæmdur til að barga
25.000 pesetas, þ.e. 18.000 kr
í sekt fyrir óró á almannaíæri
og fyrir að sýna lögreglnnni
ckki nægilcga kurteisi.
Þetta gerðist í Malaga nýlega,
og bandaríska sendiráðið þar
segir, að Sinatra hafi setið á
veitingahúsi einu £ borginni,
þegar ung stúlka og spænskur
Ijósmyndari komu inn og báðu
hann um að stilla sér upp til
myndatöku. Sinatra neitaði því
og urðu nokkrar deilur milli
þeirra þriggja, sem leidu til
þess að konan fleygði whisky-
glasi framan í Sinatra, sem af
skiljanlegum ástæðum var
ekki of hrifnn af slíku uppá-
tæk t.
Hér endur fyrir löngu þóttl
það bezt, ef varaliturinn bar
keim af blómailm. En þeir dag
ar eru löngu liðnir, og í dag
eru varalitir, sem bragðast eins
og vissar tegundir ávaxta, vin
sælastir, eða svo segir John
Talbot hjá hinu stóra og þekkta
varalitafyrirtæki CUTEX. Seg
ir hann að rannsókn, sem fyr-
irtækið hafi gert á því, hvaða
bragð karlmenn vilji helzt
hafa af varalitoum,
sýini, að sístrónu-, epla-, van-
illu, kaffi- og ölbraigð séu vin-
sælust. Og jafnt konur sem karl
ar virðast hafa mikið dálæti á
varalitum, sem bragðast eins
og cola, ananas, vínber og
jarðarber.
Það á ekki af sænska hern-
um að ganga. Wennerström
njósnaði í fimmtán ár og kom
fjölmörgum hemaðarleyndar-
málum í hendur annarra ríkja,
og nú nýlega voru tvær ungar
stúlkur í Mariestad í Svíþjóð
dæmdar fyrir að hafa ógnað
öryggi ríkisins, og fengu þær
15 dagssektir. Glæpur þeirra
var þó frekar lítill miðað Við
hinn mikla njósnara; þær
höfðu nefnilcga læðzt inn í
herbúðirnar og notið lífsins að
inæturlagi ásamt tveim her-
mönnum, en slíkt er talið ógna
öryggi sænska ríkisins sam-
kvæmt lögum frá 1940.
Þessir herramenn geta ræp
lega talizt fagrir útlits, enda
er það ekki ætkmin. Þeir ru
nefnilega þátttakendur :
keppni um það, hver geti gert
sig Ijótastan í andliti. íbúar
bæjarins Egremont, Cumber-
land, Norður-Englandi hafa
allt frá því árið 1267 haldíð
árlega „Krabbahátið“ og fast
ur liður í þeirri hátíð er að
karlmenn bæjarins keppa um
það, hver getur afmyndað and
lit sitt mest. Sigurvegarinn að
þessu sinni er maðurinn í miðj
unni, Taffy Thomas aS nafni,
en hann er flmmtugur að aldri.
Stúlkan á myndinni heitir
Toya Mendoza og verður að
öllum líkindum næsta stjarna
kvikmyndaleikstjórans Roger
Vadim. Toya er ein aðaldans-
mærin í ballettinum ,.Les Ball
ets Negro Africans“, og mun
halda næstu daga ásamt ball-
ettinmn til Parísar, þar sem
hún mun skrifa undir samning
við Vadim. Vadim sá Toya,
sem á blökkukonu að móður
j*i' ;1
I'■■
"im
■■
■
• !.-!>■
■
en Portúgala að föður, pegar
ballettinn dansaði í „Alham-
bra“ í París, en þangað kom
hann á hverju kvöldi. H?nn
varð strax mjög hrifi.in af
henni, og bauð henni síðau
aðalhlutverkið í kvikcuynd,
sem bera á nafnið Walala“
eftir afríkanskri þjóðsögu, sem
að mörgu leyti minnir c söguna
um Tristan og Isolde hvað
efni snertir.
Toya, sem er 19 ára hefur
dansað í 10 ár, og hnn fékk
mjög góða danskennslu heima
í Senegal. Hún hefur auk þess
verið trúlofuð einum aðaidans
aranum £ Africana-ballettin
um, Italo Zambo, í ,æp þrjú
ár. Þegar hún hefur skrifað
undir samninginn við Vadim
fer hún ásamt ballettinum til
Tokio. Þar mun baliettinn
koma fram í þrjá mánuði i
einni stærstu tónlistarhöll
heimsins, Mikado.
LXÍMINN. föstudaainn 25. seDtember 1964
A VÍÐAVANGI
„Viðreisnar"-
sannleikur
Leiðari Morgunblaðsins í gær
fjallar um hinn mikla skilning
„viðreisnar“-stjómarinnar á
málum landbúnaðarins, og eru
sumir kaflar þeirrar ritsmíðar
svo merkilegir, að þeir verð-
skulda endurprentun og gaum
gæfilega skoðun. Til dæmis
hljóðar einn kaflinn svo:
„Framsóknarmenn liafa hald
ið uppi stöðugum ádcilum á
Viðreisnarstjórnina fyrir það
að bændur væru settir hjá um
afurðalán. Sannleikurinn í því
máli er sá, að Viðreisnarstjórn
in hefur beitt sér fyrir því, að
afurðalán til bænda væm auk-
in verulega og alltaf ætlazt til
þess, að þeir sætu við sama
borð í þessum efnum og útvegs
menn. Nú hafa viðskiptabank
amir fyrir fmmkvæði land-
búnaðarráðhcrra gefið yfirlýs
ingu um það, að aðstaða bænda
til afurðalána skuli ekki vera
óhagstæðari en sjávarútvegs-
ins.“
Hvað segja bændur um þenn
an fróðleik Mbl? Er þetta „sann
Ieikurinn" í þeirra augum? hef
ur „viðreisnarstjómin" hækk-
að afurðalánin? Hvers vegna
lét hún bændur ekki sitja við
sama borð og útvegsmenn í
þessu, fyrst hún „ætlaðist til
þess“? Var henni það um
megn. Og hvers vegna hafa
bændur þá staðið í hörðu stríði
við ríkisstjórnina um þessi af-
urðalán, fyrst hún hækkaði þau
og hafði þau jöfn lánum út-
vegsins? Og síðast en ekki sízt:
Hvers vegna stóðu Iangir hörku
samningar um þetta núna, fyrst
það var allt í Iagi áður, og
hvers vegna var verið að taka
skrifleg loforð um að lagfæra
þetta, ef ekkert hefur verið
að lagfæra? Þetta er sannkall
aður „viðreisnar“-sannleikur.
„Kjarni sannleiksins"
Og svo kemur þessi gullvægi
kafli í lok þessa merkilega leið
ara Morgunblaðsins eins og
rúsína í pylsuenda:
„Kjarni málsins er sá, að
núverandi ríkisstjórn hefur
sýnt meiri stórliug í landbún-
aðarmálunum en nokkur önn-
ur ríkisstjórn hér á landi. Und
ir forystu landbúnaðarráðherra
hafa verið stigin mörg og stór
skref til þess að bæta aðsiöðu
bænda og efla íslcnzkan Iand
búnað og byggja hann upp á
marga vegu“.
Segja má, að þarna sé kjarni
„viðreisnarsannleiksins" ljós-
lifandi. Við höfum sem sagt
haft þessa stórhuga bænda-
stjórn í Iandinu á sjötta ár, og
samt eru bændur óánægðir.
Þeir kunna ekki gott að meta.
Stefnufesta
„Viðreisnarstjórniu“ vann
mörg fögur lieit við valdatöku
sína. Eitt hið helgasta var það,
að liún ætlaði alls ekki að
skipta sér af vinnudeilum eða
kjaramálum — það væri samn
ingsmál íaunþega og vinnuveit
enda einna. Einnig kvaðst hún
með öllu leggja niður það sið
leysi, sem uppbótarkerfi nefnd-
ist, niðurgrciðsla á vörum eða
uppbætur á útflutningsvörur.
Nú sjá menn vel, hve þessi
stjórnarheit hafa verið efnd.
Stjórnin hefur fyrst allra
stjórna gerzt svo beinn aðili
að samningum um kaup og kjör
að forsætisráðherrann sjálfur
skrifaði þar undir samningana
Framhald á síðu 13
3