Tíminn - 01.10.1964, Síða 5

Tíminn - 01.10.1964, Síða 5
IÞRDTTiR RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON a tr I LIS Chelsea. Aftari roS frá vlnstrl: Hinton, Hollins, Shellito, Bonetti, Dunn, Harris R., Harrls A., McCreadie. Fremrl röS: Murrey, Tambling Graham, Houseman, Venables, Brown og Bridges. ALFREÐ ÞORSTEINSSON SKRIFAR FRÁ LUNDÚNUM: Byrjuðu að tínast á völl- inn fimm tímum fyrir leik London, 27. september. Arsenal var engin hindrun á sigurbraut Chelsea, sem heldur strikinu í 1. deild og liefur nú leikið 10 leiki án taps — og hefur ennþá þriggja stiga for skot. Um 55 þúsund áhorfend ur voru á Highbury, þegar þessi tvö Lundúnalið mættust s. 1. laugardag. Áhuginn fyrir leikn um var gífurlegur og voru all ir sætismiðar uppseldir á föstu daginn. Þetta var því góður dagur fyrir mangarana, sem höfðu keypt miða í tugatali — og seldu þá svo aftur á hækkuðu verði til þeirra, sem elcki höfðu verið nógu forsjálir að tryggja sér miða í tíma. Þegar ég lagði leið mína á skrifstofu Arsenal á Highbury á laugardagsmorguninn til að sækja miða, var fólk þegar far ið að streyma að, u. þ. b. 5 tímum áður en leikurinn hófst — og byrjaði að mynda raðir. Það virbist svo sem Englending ar hafi mjög gaman af því að standa í röðum, gleggra dæmi fékk ég eftir leikinn, þegar ég tók lestina til baka. Á járn- brautastöðinni í Arsenal voru mikil þrengsli og skipuðu lög regluþjónarnir mannfjöldanum í tvær gagnstæðar raðir — önn ur röðin var u. þ. b. 2 km. en hin ekki nema um 20 m. Að sjálfsögðu vaidi ég styttri röð ina, en hef fyrir bragðið lík- lega verið langt Englend- ingseðlinu. Veður var dásamlegt, þegar leikurinn hófst, stillilogn og haustsólin skein * heiði. 'ítenim ingin. sem hafði verið 'mikil áður en leikurinn hófst náði hámarki. þegai dórnarinn gaf upphafsmerkið. Hávaðinn frá hrossabrestum varð óskaplegur og á milli kyrjað'i mannfiöidinn Chelsea, Chelsea! Og strax á 1. mínútunni skeði nokkuð, sem kom áhang- endum Arsenal til að taka and köf. Vegna mistaka Neill, vinstri framv. Arsenal, náði Bobby Tambling hægri inn- herji — markvél Chelsea — knettinum og æddi einn og óhindraður upp að marki Arsen al. En með frábæru úthlaupi tókst markverðinum Furnell, að stöðva hann. Eftir þetta var Tambling vel gætt — og kannski engin furða, því Arsen al hafði slæma reynslu af hon- um. Síðast, þegar Arsenal mætti Chelsea á Higbury hafði Chelsea unnið með 4:2 og Tambling skorað öll fjögur mörkin fyrir lið sitt. Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur og hættuleg tæki færi urðu tíl á báða bóga, en ekkert mark var skorað. Eftir öllum gangi hefði ekki verið ósanngjarnt, að Chelsea hefði haft yfir í hálfleik 2:0. Á 12. mín. í síðari hálfleik náði Chelsea svo forustu. Tamb ling komst inr. í sendingu frá HoWe, bakv. Arsenal, sem ætl- uð var markverði, og það var hægðarleikur einn fyrir þenn an snjalla leikmann að skora. Og 7 mín. síðar náði Chelsea 2:0. Venables, fyrirliði, vinstri innherji. skaut af vítateigslínu afar föstu skoti, sem hafnaði efst upp í bláhorni Arsenal- marksins hægra megin. Allur aðdragandi var glæsilegur og sjálft markið stórkostlegt. Sitt eina mark skoraði Arsenal fjór um mínútum síðar og gerði það Court, hægri innh, eftir mis- tök varnar Chelsea, sem ann ars er geysigóð. Chelsea inn- siglaði svo signrinn. 2:1. með marki, sem Murray, hægri úth., skoraði 4 mín. fyrir leikslok. Þessi sigur Chelsea var mjög verðskuldaður — og nú sýndi liðið ennþá betri leik en gegn Leeds Utd. helgina áður. Chelsea notar stutt spil, sem er mjög árangursríkt — og oft voru Arsenal-leikmennirnir leiknir sundur og saman. Sókn artríóið, Tambling, Bridges og Venables, er mjög sterkt og hefur gott samstarf við fram- verðina Hollins og Harris. Hinn skozki vinstri bakvörður liðs- íns, McCreadie, sem keyptur var frá East Stirling 1962, er frábær leikmaður, sem getur gert næstum því ailt við knött inn. Bonetti, svissnesk-ættaður markvörður liðsins, var mjög góður í þessum leik. Arsenal-liðið náði á köflum að sýna góða knattspyrnu, en mér fannst það nota langar sendingar of mikið. Fyrir bragð ið komust hinír eldsnöggu Chelsea-leikmenn inn í margar sendingar. Bezti maður liðsins fannst mér enski landsliðs-inn herjinn, Eastham. Þess má geta, að Ure — skozki miðvörð urinn, sem Arsenal keypti frá Dundee og er íslenzkum knatt spyrnuáhugamönnum að góðu kunnur, en hann lék með Dundee í íslandsferð 1961 — p lék ekki með að þsssu sinni. i Hann hefur verið frá síðustu C; vikurnar vegna meiðlsa í fæti. |j Eftir þennan leik heldur nú g Chclsea enn þriggja stiga for- 1 skoti í 1. deild. Næsti leikur ® liðsins verður miðvikudaginn k 30. september á Stamford g Bridge og mætir það þá Manch. Utd. sem á laugardaginn vann Framh a 15 síðu í’í Bonetti grípur knöttinn viS fætur Easthams. Arsenal-Chelsea 1:3 xma ★ BANDARÍSKA frjálsíþi’ótta i liðið, sem keppir á Olympíuleik unum í Tokio, hafði æfingamót | um helgina og náðist þar frá- bær árangur, en hæst bar þó árangurinn hjá hjónunum Olgu og Harold Conolly, sem bæði urðu Olympíumeistarar í Mel- bourne. Harold kastaði sleggj- unni 70,52 m., sem er bezti ár- angur, sem náðst hefur í heim- inum í ár, og Olga kastaði kringlu 56,52 m, sem sýnir, að hún getur veiit rússneskum stúlkum harða keppni í Tokio. ★ STÖÐUGT fjölgar íbúum í Olympíuþorpinu i Tokio og í gær voru nimlega 3000 komnir i þangað — íþrólfafólk og leið-. j togar. Nær allir, sem taka þátt í sundkeppninni, eru mættir enda verður sundið fyrsta keppnisgreinin á leikunum. — fslenzka sundfólkið verður þó ekki komið til Tokio fyrr en 2 dögum fyrir setningu leikanna. ★ HUDDERSFIELD vánn sinn fyrsta sigur í 2. deild á þriðju- daginn, þegar Iiðið sigraði Car- diff með 3:1 og komst við það úr neðsta sætinu í deildinni. — Coveníry hlaut nú loksins stig eftir fimm tapleiki í röð, gerði jafntefli í Swansea, 1:1. North- ampton vann Ipswich 2:1 og hef ur aðeins tveimur stigum minna en efstu liðin. Oid b&ys kikfími Old boys-leikfimi verður í vetur á vegum Glírnufélagsins Ármanns, en sú starfsemi hefur notið mikilla vinsælda á undangengnum árum. Hér er um að ræða hressingarleik fimi fyrir þá, sem komnir eru af allra léttasta skeiðinu, en vilja viðhalda líkamsþreki sínu og auka starfskrafta sína og vellíðan með hollum íþróttaæfingum. I vetur verður leikfimin á þriðjudagskvöldum kl. 8—9 og á föstudagskvöldum sl 9—10. Æf- ingarnar fara fram l íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu (milli salnum) og hefjast um mánaðamótin sept. — okt. Innrit- un er hafin á skrifstofu Ármanns í Iþróttahúsinu, en hún er opin á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 8—10.30 síðdegis. sími: 1 33 56. Ungur íþróttakennari, Þorkeli Steinar Erlendsson, hefur verið ráðinn til starfa hjá Ármanni i vetur, og mun hann m.a annast kennslu hjá t'lokknum. Þor- kel! lauk prófi frá íþróttakennara skóla íslands fyrir nokkrum árum, stundaði síðan framhaldsnám er- leudis, og starfaði síðastliðið ái sem íþróttakennari í Svíþjóð. 7 ÍMINN, fimmtudaginn 1. október 1964 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.