Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 1964
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. rtitstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. ÞOfSteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur > Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti i. Af-
greíjSslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrú'stofur,
simi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán mnanlands — í
lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Sjálfstæði hinna mörgu
Áður en samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin
kc ’U til sögunnar og sú pólitíska starfsemi, sem hefur
vui 'u tengd þessum tveimur hreyfingum, skiptist þjóðin
mjog í tvo ólíka hópa. Annars vegar voru nokkrir efnaðir
menn á íslenzka vísu, en hins vegar allur fjöldinn, er
bjó við mikla fátækt.
Markmið samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyf-
ingarinnar hefur frá öndverðu verið það að tryggja sem
allra flestum einstaklingum aðstöðu til efnalegs sjálf
stæðis. Það þjóðfélag, sem þessar hreyfingar hafa
stefnt að, hefur verið þjóðfélag sem allra flestra efna-
lega sjálfstæðra einstaklinga í stað þjóðfélags hinna
fáu ríku og hinna mörgu fátæku, er áður var
Vissulega hefur þessum félagshreyfingum orðið vel
ágengt í samstarfi við þá flokka, sem hafa unnið í sama
anda, beint og óbeint. Það er ólíkt að bera það saman,
hve efnahagurinn er jafnari í dag en hann var áður fyrr.
Vitanlega hefur hér komið fleira til. Endurheimt
sjálfstæðisins hefur leyst mikið framtak úr læðingi, svo
að þjóðin hefur sótt fram á flestum sviðum. Hlutverk
samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar
hefur verið að tryggja það, að hinn aukni þjóðarauður
dreifðist á sem flestar hendur.
Illu heilli hefur orðið mikil breyting á þessu hin
síðari ár. Flokkur hins úrelta þjóðfélags, hinna fáu ríku
og mörgu fátæku, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur náð völd-
um með tilstyrk Alþýðuflokksins, sem upphaflega var
þó einn höfuðandstæðingur íhaldsstefnunnar. Hin síð-
ari árin hefur mjög verið stjórnað í þeim anda, að þjóð-
arauðurinn og þjóðartekjurnar færðust sem mest á
fárra manna hendur. Augljósasta dæmi þess er það, að
kaupmáttur daglauna verkamanna hefur minnkað á sama
tíma og þjóðartekjurnar hafa vaxið um 30-40%.
Sterkt og heilbrigt þjóðfélag byggist öðru fremur á
því, að sem allra flestir einstaklingar séu efnalega sjálf-
bjarga og sjálfstæðir. Fyrsti desember, sem er merkur
dagur í sjálfstæðissögu þjóðarinnar, mætti gjarnan minna
menn á þessi sannindi. Þess vegna þarf að hefja harðari
baráttu gegn þeirri öfugþróun, sem nú á sér stað í þjóð-
félaginu og miðar að því að auka misskiptingu þjóðarauðs
og þjóðartekna. Það er eitt stærsta sjálfstæðismálið í
dag. Samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin munu
halda áfram að gera sitt til að dreifa þjóðarauðnum og
þjóðartekjunum réttilega, en áhrif þeirra eru ekki einhlít
í þessum efnum. Það er á hinum pólitíska vettvangi,
sem mál eru nú endanlega ráðin til lykta- Þetta krefst á
því sviði batnandi samstöðu allra þeirra, sem vilja skapa
traust þjóðfélag sjálfstæðra einstaklinga, en ekki endur-
reisa hið úrelta þjóðfélag fárra ríkra og margra fátækra.
Samtök óvirt
Sjaldan hafa samtök verið meira óvirt en launþegasam-
tökin í sambandi við skattamálin- Ríkisstjórnin býðst
til að ræða við þau um lækkun hinna miklu skattaálaga
á þessu ári. Samtökin þiggja þetta boð. Viðræður hefjast,
en síðan eru þær látnar dragast mánuð eftir mánuð. Loks
þegar skattarnir hafa verið innheimtir að mestu, segir
stjórnin: Engin s>kattalækkun.
Þannig hefur hún blekkt samtökin og haldið þeim að-
gerðaminni meðan skattarnir voru innheimtir.
Þetta sýnir bezt, að ríkisstjórnin óvirðir stéttasamtökin.
Eina málið, sem hún skilur til fulls, er mál atkvæðaseð-
ilsins.
TfMINN
Ingvar Gíslason, alþingism.
Vandamál þróun-
arlandanna
Einn af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokkSiins, Ólafur Björns-
son, prófessor, flytur í samein-
uðu alþingi tillögu til þings-
ályktunar um AÐSTOÐ VIÐ
ÞRÓUNARLÖNDIN. Efni til-
lögunnar er það, að skorað er á
ríkisstjórnina að láta athuga
með hverju móti íslending-
ar geti tekið virkari þátt í því
að veita þróunarþjóðunum að-
stoð til eflingar efnahagslegum
framförum.
Þegar tillagan var til um-
ræðu s.l. miðvikudag, fiutti ég
ræðu til stuðnings málinu og
gerði grein fyrir þeim vanda-
málum, sem mér virtust eink-
um áberandi meðal þróunar-
þjóðanna. í stað þess að birta
ræðu mína í heild, mun ég
leitast við að endursegja efni
hennar í þessari stuttu blaða-
grein.
En hvað eru þróunarþjóðir
og þróunarlömd? Ólafur Björns-
son segir, að með þeim sé al-
mennt átt við þau lönd, þar
sem þjóðartekjur á íbúa eru
und'ir 400—500 Bandaríkjadoll-
urum, eða um þriðjungur þess,
sem þjó'ðartekjur á íbúa nema
á íslandi. Þegar ég tala um
þróunarlönd, á ég fyrst o>g
fremst við nýsjálfstæðar þjóðir
í Afríku og Asíu, og hef raunar
í huga ríkin í rómönsku Ame-
ríku.
Koma þessi lönd okkur nokk-
að við? Getum við eitthvað
fyrir þau gert?
Mín skoðun er sú, að okkur
komi málefni þróunarlandanna
við, að svo miklu leyti, sem við
látum okkur yfirleitt varða
það, sem er að gerast í heim-
inum umhverfis okkur Því
teldi ég það vel farið, ef þess-
ar umræður yrðu til þess að
vekja sem flesta til umhugsun-
ar um vandamál þróunarþjóð-
anna og leiða menn til rétts
skilnings á háttum þeirra og
högum. Ég álít einnig, að við
höfum möguleika til þess að
veita þessum þjóðum nokkra
aðstoð.
f umræðum um þessi mál er
mér efst ' huga, að menn slíti
ekki menningar- o>g félagsleg
vandamál þróunarjóðanna úr
tengslum við efnahagsleg
vandamál þeirra. Þau eru svo
samtvinnuð, að þau verða ekki
sundur skilin. Rétt er að gera
sér þess fulla grein, þegar i
upphafi, að við íslemdingar eig-
um ekki yfir að ráða f jármagni
né tæknimenntuðu fólki, sem
við höfum efni á að senda suð-
ur ium álfur, en aðstoð okkar
gæti mjög auðveldlega orðið í
því formi að bjóða stúdentum
frá þessum löndum til náms við
Háskóla íslands, t.d. í læknis-
fræði, eða námsmönnum í öðr-
um greinum. Eins gæti það
orðið til mikils gagns að kynna
þessum þjóðum félagslega upp-
byggingu, sem vel hefuir gefizt
hér á iandi, s.s. á sviði sam
vinnumála og verkalýðsmála,
enda mun það vera nokkur
páttur í menningar- og efna-
hagssamskiptum Norðurlanda
við þróuarþjóðirnar og þannig
um heippilegt fordæmi að ræða
fyrir okkur íslendinga.
EFLING LANDBÚNAÐAR
Vandamál þróunarþjóðanna
eru svo margþætt, að fjótt á
litið er erfitt að ákveða, hvar
þörfin sé brýnust og hvar
byrja skuli. Þvi miður hefur
erlend uppbyggingaraðstoð f
þróunarlöndunum ærið oft
byggzt á miklu skilningsleysi á
háttum og högum fóiksins, sem
verið er að aðstoða. Það virð-
ist meðal annars oftast gengið
út frá þeirri forsendu, að nauð-
synlegt sé að ryðjast inn í þessi
lönd með mikið fjármagn og
stóriðjuframkvæmdir og hraða
iðnvæðingu. Hins vegar er lít
ill gaumur gefinn þeirri megin-
staðreynd, að þjóðir þessar
skortir í flestum tilfellum
frumskilyrði þess, að iðnvæð-
ing geti þrifizt, sem er almenn
menntun og helzt bopgarsam-
félög. Þær þjóðir, sem hér um
ræðir, byggja að langmestu
leyti afkomu sína á frumstæð
um landbúnaði og kröfur al-
mennings um góð lífskjör eru
að heita má þær einar að hafa
matbjörg og húsaskjól og að
sjálfsögðu frið. Aðstæður i
þessum löndum eru nefnilega
svo frumstæðair, að fólk er ekki
öruggt með að hafa til hnífs
og skeiðar nema það hafi til
umráða hæfilegt jarðnæði og
aðstöðu til þess að framleiða
sinni eigin mat. Á þessu stigi
(ijóðfélagsþróunar biður fólk
því sízt af öllu um skjóta iðn-
byltingu, heldur einungis rétt-
láta skiptingu jarðeigna og
tryggingu gegn áþján og mat-
arskorti. Sé hægt að fullnægja
œssum frumstæðu þörfum,
kemur af sjálfu sér að efla al-
menna menntun op verkkunn-
áttu, og því meir. sem þekk-
ingunni fleygir fram, því frem-
ur aukast möguleikarn'ir á því
að fjölga atvinnugreinum og
koma af stað iðnaðarþróun
stig af stigi. Hungur. s-júkdóm
ar og þekkingarleysi eru aðal-
vandamál þessara þjóða, og því
er það brýnasta hagsmunamál
þeirra almennt að auka inn-
lenda matvælaframleiðslu og
koma upp viðhlítandi heil-
brigðisþjónustu og mennta-
kerfi, sem hæfir ríkjandi þjóð-
félagsástandi og mætti verða
til þess að vekja fólkið til með-
vitundar um sjálft s-ig, um
þjóðleg verðmæti sín, um þjóð-
areinkennin.
RANGAR HUGMYNDIR
Þróunarþjóðirnar eru um
margt ólíkar að menningu og
uppruna, en eiga þó nægilega
margt sameiginlegt til þess að
um þær megi ræða sem heild.
Flestar eiga sammerkt í því,
að þær hafa öldum saman ver-
ið nýlendur Evrópuþjóða og
þolað alla þá áþján og niðuir-
lægingu, sem því fylgir. Hug-
myndir okkar um menningar-
stig, gáfnafar og siðferði þess-
ara þjóða, einkum svertingj-
anna í Afríku, eru byggðar á
slíkri heimsku og hleypidóm-
um og jafnvel fáránlegum ó-
sannindum, að ekki er við ann-
að líkjandi en frásafinir Blef-
kens um ísland og íslendinga
á sinni tíð. Hin viðtekna skoð-
un, sem mótað hefur hugmyind-
ir okkar um fjarlægar þjóðir
með annarlegum litarhætti, er
yfirleitt gleypt golhrá eins og
hún hefur verið tilréidd í frá-
s-ögnum ýmissa Englendinga og
Frakfca og annarra nýlendu-
herra, sem lengstum hafa bætt
skilningsleysi og menningar-
nruka ofam á arðrán sitt og
kúgun í nýlendunum. Sannleik-
urinn er sá, að flestar þeirra
bjóða, sem teljast þróunarþjóð-
ir, eiga sér merka sögu, sem
fyrst og fremst var rofin og
lolcs tætt i s-undur fyrir inn-
rásir Evrópumanna, sem birt-
ust í hinu þokkalega gervi
þrælaveiðara og annarra mawn-
tlrápara og landvinninga-
manna. Þrátt fyrir það, geyma
þjóðir þessar menninigarleifð
sína í söngvum og sögum, döns
um og tónlist, ágætri myndlist
og ýmsum þjóðsiðum. Sumar
próumarþjóðanna eiga jafnvel
hinar merkustu bókmenntir og
mega muna sinn fífil fegri í
menningu og vísindum.
Þeir tiltölulega fáu einstakl-
mgar frá þróunarlöndunum,
sem hafa sýnt það með náms-
arangri sínuro og þátttöku í
félagsstörfum, að um gáfur og
hæfileika stainda þeir jafnfætis
námsmönnum annarra þjóða.
Gáfur og eðlisgreind skortir
þessar þjóðir ekki. hvorki
íVfrikunegr;* né Asíubúa,
þó að þekking þeirra og
verkkunnátta sé yfirleitt svo
hraksmánarleg. að það standi
öllu atvinnu og menningarlífi
tyrir þrifum. Talsvert hefur
bryddað á þeirri skoðun meðal
dreissugra Evrópumanna og
Ámeríkana, að svertingjarnir
séu tilfinningasljóir og ókvart-
sárir og vfirleitt ánægðir með
Framhald á bls. 13