Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 1964 TÍMINN icic Frumvarp um afnám p'^estskosninga var til 1. umræfíu i neðri deild. Frumvarp þetta er samið af Kirkiuþingi og var einnig flutt í fyrra en dagaði þá uppi í þinginu. Frumvarpið er flutt af menntamálanefnd neðri deildar að beiðni kirkjumálaráðherra, en einstakir nefndarmenn hafa áskilið sér að hafa óbundnar iibndur í málinu. Benedikt Gröndal mælti fyrir frumvarpinu fyr- ir hönd menntamálanefndar og gerði grein fyrir helztu ákvæð- um þess. ick Sigurvin Einarsson rakti sögu þessa máls nokkuð, sem hann sagði að hefði verið sótt af kappi af hálfu hinnar gelstlegu stétt- ar, en undirtektir almennings við málið verið mjög daufar. Frumvarpið hefði verið sent héraðsfundum prófastdæmanna. en á þessum héraðsfundum eiga sæti prestar og 1 safnaðarfulltrúi frá hverjum söfnuði. Aðeins 13 safnaðarfundir hefðu sent álit um málið og væru þau ærið misjöfn. Álit söfnuðnnna nær held- ur ekki fram á héraðsfundum þessurn, en ef ieita hefði átt álits safnaðanna siálfra liefði átt að leggja frumvarpið fyrir almenna safnaðarfundi, en það hefði ekki verið gert og enginn áhugi virðist ríkjandi hjá forsvarsmönnum frumvarpsins fyrir því og reyndar sýnilegt af meðferð málsins, að aldrei hefur verið ætl- unin að leita álits safnaðanna sjálfra og í greinargcrð með frumvarpinu eru mjög villandi fullyrðingar um álit almennings á málinu. icfic Sigurvin sagði, að með frumvarpinu ætti að afnema almennan kosningarétt manna til að velja sér prest. Sporið væri bó ekki stigið til fulls, heldur ætti að setja á stofn kjörmannasamkomu, sem valið væri til með mjög ólýðræðislegum hætti, en kjör þeirrar samkomu á þó ekki að giida nema með vissum skilyrð- um. Sagði Sigurvin, að frumvarpið fæli í rauninni í sér allar hugsanlegar aðferðir við að setja prest í embætti án þess að vilji safnaðarins komist að, m. a. mætti svipta presta rétti til að sækja um laus embætti skv. frumvarpinoi. Enginn safnaðar- fundur hefur lýst sig óánægðan með núverandi skipuiag, og eng- inn safnaðarfundur hefur lýst sig óánægðan með núverandi kosn- ingarétt til að velja sér presta. irfc Sigurvin sagði, að vitað væri, að sumir prestar væru óánægðir með núgildandi skipan þessara mála, en aðeins sumir Allir þjónandi prestar geta sótt um laus brauð ásamt guðfræðikandi- dötum og þjónandi prestur hlýtur embættið, nema söfnuðirnir taki guðfræðikandidat fram yfir. Nú á að setja fyrir það og vilji safnaðanna að víkia fyrir ríki örfárra kjörmanna, biskups og ráðherra. Kirkjan á að vera frjálst samfélag og ef þetta spor verður stigið er það spor aftur á bak. Alþingi á að taka af skarið í þessu máli og afgreiða það og vonandi fellir það þetta frumvarp. irtc Jóhann Hafstein, kirkjumáiaráðherra, sagði rétt að Alþingi afgreiddi nú málið og kvaðst þeirrar skoðunar að afnema ætti prestskosningar, en margt mætti betur fara í frumvarpinu. Sagði hann að fráleitt væri, að nokkuð lýðræði fælist í núverandi skipulagi í veitingu prestsembætta. ★★ Einar Olgeirsson sagði, að kirkjan ætti að vera frjáls og söfn- uðirnir ættu að fá að ráða sínum málum í friði. — Málinu var frestað. ★★ f efri deild var frumvarp um ferðamál afgreitt til neðri deildar með breytingum, sem samgöngumálanefnd hafði orðið ásátt um að leggja til en breytingatillaga Páls Þorsteinssonar og Ásgeirs Bjarnasonar við 2. gr. frumvarpsins um að útlán ferðamála- sjóðs skyldu aðeins vera vísitölutryggð, ef um það væri að ræða, að ferðamálasjóður endurlánaði vísitölutryggt fé. var felld með 8 atkv. gegn 7. FUNDARBOD Félag ungra Framsóknarmanna 1 Hafnarfirði held- ur fund að Norðurbraul ifl þr’ðjudaginn 1. des- ember kl. 8,30 e.h. Stjórnin. FRAMSÚKNARVIST Spiluð verður Framsóknarvist i télagsheimili framsóknarfélaganna ' Reykjavjk. r.iarnargötu 26, föstudaginn 4. des nk kl. 8 30 e.h. Góð verð- laun. Ávarp flytur Einar Agústsson a!þm Allt framsóknarfólk velkomið meðan núsrúm leyf- ir. Neíndm. SAMTÍÐIN heimilisblað allrar fiölskyldunnar er fjölbreytt. fróðlegt skemmtilegt oa flytur m a.: ★ Fyndnar skopsögur ★ Kvennaþætti ★ Stjörnuspár ★ Getraunír * Spennandi sögur ■k ■»kák og bridqebaetti Greinar um menn »ct málefni o m ft 10 blöð á ári fyrir aðeins 95 kr NÝIR KAUPENDUR FÁ 3 ARGANGa FYRIR 5 50 kr Póstsendið i dag eftirtarand) Döntun Eg undirnt óska að gerast asknfand] að SAMTÍÐINNl og sendi hér með 150 kr. fvrir ár gangana 1962 1963 or 1964 'Vinsamlegast sendið þetta í abyrgðarbreti eða póstávisun). Nafn: ................................................ Hetmili .............................................. Utanáskrift okkai er SAMTIÐIN - Póstholl 472 Rvk LEIGUBÍLSTJÚRAR Ef þér hafið hug á að selja bifreið yðar, vinsam- legast hafið þá samband við okkur hið fyrsta. Ef yður vantar bifreið, til leiguaksturs. munum vér gera oklýar i-þezti tU 4ð fbæta yðar, viljum við sérstaklega b'enda ’vðúr á að öít eru góðar Mercedes Bens díesel-bifreiðar á markaðn- um. — Símanúmer okkar er 15-8-12 BÍLAKAUP Rauðará, Skúlagötu 55. — Sífm 15-8-12 RÁÐSKONA óskast á heimili stutt frá Reykjavík. öll þægindi. góð húsakynni, má hafa með sér barn. Pilboð legg- ist inr. á afgreiðslu blaðsins, merkt „Aramót“. Hreinsvm apaskinn, rússkinn 09 aðrar skinnvörnr EFNALAUGlN B JÖRG Splvallogötu 74.'Simi 13237 Barmahlíð 6. Sími 23337 7 HENRY FORD — bóndasonur- inn, sem varð bílakóngur. Þetta er fjórða bókin í bóka- flokknum „Frægir rnenn,-* en ritstjórn og þýðingu annast Freysteinn Gunnarsson. Bók- in er prýdd mörgum myndum og ákjósanlegt lestrarefni fyrir unglinga tólf til sextán ára. — kr 140.00. DULARFULLA FEGURÐAR- DROTTNINGIN eftir Sylviu Edwards þýðingu Guðrúnar Guðmundsdóttur Þetta er fyrsta bókin í nýjum flokki, sem heit- ir „Bækurnar um Sallý Baxter*' Stúlkurnai komast í hin furðu- .egustu ævintýri. Fyrir stúlkur á aldrinum 12—16 ára. — Kr. '20.00. sKÓLAÁSTIR er saga um heil- bngt æskufólk i menntaskóla. Hún heitii Netta. glaðleg og tápmikil stúlka. og margt ó- vænt á eftii að ske innan skóla og utan -petta er fyrsta bókin nýium flokki. „Rauðu bækurn ar“ Fylgisi með frá byrjun Bok fyrn stúlkur 13—18 ára. Ki 120,00 SETBERG Freyjugoti 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.