Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 1964 TÍMINN Charles Nordhoff og James N. H I á þessum tímum, þegar engin vægð var sýnd. Hefði Biig*. ekki þjáð næststjórnanda sinn miklu meira en hægt var að þola, hefði enginn maður á skipinu óskað eftir uppreisn, og ferðin heim hefði gengið friðsamlega. Aðeins stundaræsing hafði breytt örlögum allra. Af öllum þeim, sem eftir urðú í skipinu, voru aðeins sjö menn, sem ekki höfðu tekið þátt í uppreisninni. Og við vorum sannarlega ekki öfundsverðir — innilokaðir um óákveðinn tíma á eyju úti á hjara veraldar. Og um þá af uppreisnarmönnunum, sem óskað höfðu eftir því að setjast að á Tahiti, er það að segja, að ég vissi svo alltof vel, hvaða örlög biðu þeirra. Ég hugsaði oft um þessar mund- ir um Ellison, sem hafði verið káetuþjónn okkar. Hann hafði enga hugmynd um það, hversu alvarlegt athæfi hann hafði framið. Samt sem áður var mér það ljóst, að ef hann færi ekki burt frá Tahiti, áður en herskipið kæmi, myndi hann ekki komast hjá því að vera dæmdur til dauða. í þungu skapi dvaldi ég í híbýlum Hitihitis þessa dagana. Hina gerði það, sem í hennar valdi stóð til þess aö hafa ofan af fyrir mér, hinn gamli og góði Taio minn reyndi árangurs- laust að koma mér í gott skap. Á þessu tímabili breyttist ég úr glaðlyndum og áhyggjulausum dreng í fullorðinn, alvöru- gefinn mann. Morrison hafði setzt að hjá Poim, Stewart bjó með Peggy hjá Tipasa við rætur One Free Hill. Þessa dagana fór ég oft að heimsækja þessa tvo vini mína og það varð til þess, að ég blygðaðist mín fyrir dapurleika minn. Morrison Millward, sem báðir bjuggu hjá Paino, höfðu ásamt Stewart þá þegar ráðgert að byggja skútu þá, sem þeir og byggðu seinna. Þeir vonuðust eftir því að geta siglt á skútunni til Batavíu, og þaðan bjuggust þeir við að fá far með skipi til Englands. Stewart hafði gaman af garðrækt og vann daglega í garðinum umhverfis húsið, sem Tipan hafði látið byggja handa honum. Þggar ég skýrði honum frá því, hvernig mér væri innanbrjósts, brosti hann aðeins og sagði: — Það þýðir ekkert að vera að velta fyrir sér því, sem ekki er hægt að breyta. Að lokum varð mér það ljóst, að ekkert gæti stytt mér stundir annað en starf. Ég byrjaði aftur á orðabók minni. og brátt var ég niðursokkinn í vinnuna. Morgun nokkurn, um tíu dögum eftir að Bounty fór, gat ég ekki sofið og gekk því skemmtigöngu fram með strönd- inni, sem lá alla leið að Point Venus. Þetta var klukkutíma fyrir birtingu, en stjörnubjart var, og norðanandvarinn frá miðbaug vermdi loftið. Hundur gelti, þegar ég fór fram hjá tjaldstað fiskimanna, sem sváfu undir brekánum á strönd- inni. Yzt á oddanum lá bezta smáhöfnin á eyjunni. Þar ér sjórinn alltaf lygn og gagnsær, og þar er svo aðdjúpt. að hægt er að leggja stórum skipum fast við ströndina. Á þessum odda undi ég bezt á þessum tíma sólarhringsins því að útsýnið er þar fagurt, þegar sólin kemur upp. Mér til «4*0 mikillar ánægju var ekkert skip á höfninni um þessar mund- ir. Ég lagðist og lét fara þægilega um mig á einu sandrifinu og horfði í austur, þar sem bjarmaði fyrir morgunsólinni. f sömu andránni tók ég eftir stórum seglbáti, sem skteið hægt inn sundið og inn á höfnina. Brátt heyrði ég skipunarorð stýrimannsins Batnum var rennt að landi og steinakkerinu var kastað út með miklu skvampi. Segl voru undin saman og maður stökk í land til þess að binda skipið við pálmaviðar stofn. Af stærð bátsins og fjölda farþeganna gat ég ráðið það, að farþegarnir tilheyrðu æðri stéttinni, en hverjir sem það nú voru, þá sváfu þeir ennþá undir litla sólskýlinu í skut bátsins. Margir skipverjanna komu í land og kveiktu bál og matbjuggu. Ég sá, að tveim konum var hjálpað í land. Þær gengu vestur eftir oddanum og hurfu þar. Þegar rönd af sólinni gægðist upp fyrir sjóndeildarhring inn, var orðið albjart. Þá stóð ég á fætur, og án þess að ferða fölkið tæki eftir mér gekk ég vestur yfir tangann í áttina að stóru ánni, sem rann í sjóinn á vesturhluta tangans. Þétt við árósinn var djúpt, tært vatn, þar sem gott var að synda — það var friðsæll og fallegur staður, langt frá bústöðum eyjar skeggja. Það voru rúmir tuttugu metrar yfir vatnið, og svo djúpt, að stór bátur gat farið nokkur hundruð meta upp efti ánni. Stór, gömul tré lutu út yfir vatnið og hinar kræklóttu ræt- ur þeirra mynduðu ágæt sæti fram með baðstaðnum. Ég hafði fyrir löngu valið mér sæti hátt yfir vatnsfletinum, dálítinn spöl frá vatninu. Oft sat ég þarna einn eða tvo klukkutíma eftir hádegi ó daginn og hlustaði á þytinn í skóginum og horfði á litlu ferskvatnsfiskana vaka í pollinum og gleypa flugurnar. Ég hafði nefnt þennan stað Withy combe eftir heimili mínu í Englandi. Þetta landslag var svo líkt ensku landslagi, að þegar ég sat þar, lét ég mig dreyma, að ég sæti við einhvern silungapollinn heima í Englandi i rökkrinu. Ég kom nú til Withycombe til þess að fá mér morgunbað. Ég fleygði kápunni og spennti af mér kyrtlinum. í sömu and ránni steypti ég mér út í svalandi vatnið og synti hægt niður eftir og lét strauminn bera mig. Hátt uppi yfir mér sat fugl á kvisti og söng sín sólarljóð. Það var omaomao, sem syngur fegur en næturgali. Afit í einu kom ég auga á unga stúlku, sem var.foguræjns og hafmeyja, sitjai á roturailmsytresmS; *Eg&öéÉ2BeM2^ga >buslað í vatninu, því að hún hrökk við lítils háttar, vék höfð- inu við og kom auga á mig. Ég þekkti hana þegar í stað, það var Tehani, sem ég hafði séð löngu áður á Tetiaroa. Það sást ekki á henni, að henni félli að neinu leyti illa nærvera min. því að stúlkur á Tahiti þurfa ekkert að óttast á þeim tímum, hvort sem þær voru einsamlar eða í fylgd með öðrum. Ef einhver hefði móðgað hana, hefði sá hinn sami verið myrtur þegar í stað. — Megi þú lengi lifa, sagði ég að sið Tahitibúa og synti upp að árbakkanum. — Þú líka, svaraði Tehani og brosti. — Ég veit, hver þú ert, þú ert Byam, taio Hitihitis. — Það er rétt, sagði ég og vildi halda áfram samtalinu — Á ég að segja þér, hver þú ert? Þú ert Tehani fræhka Painos! Ég sá þig á Tetiaroa, þegar þú dansaði þar. Teahni hló hátt: — Sástu mig? Dansaði ég vel? NÝR HIMINN - NÝ JÖRD EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 51 með opin augu. Geldingslíf Cou- cou hafði verið gert enn aumlegra með offóðrun. Frúin tróð matn- um ofan í hann, og þegar kvikind- ið hafði étíð þangað til hann kom ekki meiru niður og gekk jafnvel frá leifum sælgætisins, hélt hún að hann væri orðinn veikur og píndi hundinn til að éta meira. — Hann kastaði upp öllum skammtinum sínum núna í morg- un. — Því hefur hann áreiðanlega haft gott af. — Viljið þér ekki gera svo vel að rannsaka hann? — Ég er ekki dýralæknir, frú. — Ekki það? Hún leit hvasst til hans. — En þér hafið kannski sér menntun í hundasjúkdómum? Svo hún hafði þá líka heyrt, að hann hafði læknað löppina á Dixí! — Ég hefi sérmenntað míg í þvi, að vera mannúðlegur, þegar svo ber undir, frú. Hún sneri sér frá honum og miður viðfelldið bros fór um ófrítt andlit hennar. í þessu kom Bíbí þjótandi inní stofuna. — Það er Sep — kona hans hefur dottið! Sep var kominn til að sækja læknirinn. Gladys hafði hrasað. Barn Gladys var ljósbrúnt á hör und, það var arfur frá Súlímu. Viktor gekk út að vagnskýlinu, en þar beið Sep ásamt tveim börn um sínum. Þau fóru að hoppa og klappa saman lófum, þegar þau sáu hann koma. Sep hafði lofað þeim litlum bróður. Hann leit til læknisins kvíðafullu augnaráði — Allra fallegasti piltur! Sep brosti út undir eyru. — En konan mín? — Henni líður vel. Hann þagn aði snöggvast en spurði svo: — Hvernig vildi þetta til? — Henni skrikaði fótur á leið- inni niður að brunninum okkar. — Nú, en annars hefur það ekki komið að sök. Þú hefur eignazt barn þitt nokkrum dögum fyrir tímann — það er allt og sumt, Hvaða gjöf hefðir þú viljað óska þér að fá í tilefni þessara gjeði- tíðinda? — Ég myndi óska — tók Sep til máls en þagnaði við. — Nei, nei. það er svo allt of stór bón. — Láttu mig samt heyra hana. — Það er ekki nokkur hlutur, sem ég óska eftir. Sep svitnaði og stamaði af áreynslunni við að koma orðum að þessu. — Hlutir eru ekki varanlegir. Þeir slitna. Þeir brotna. Ég vildi óska — augu hans ljómuðu — ég vildi óska, að þér gætuð gert son minn að lækni. Það er nokkuð, sem myndi vara í það óendanlega. Þeir horfðu hvor á annan. — Það er umfangsmikil ósk. Ekki að þú skulir biðja um það, heldur hugmyndin sjálf. Hann stóð þegjandi andartak. Það myndi ekki verða auðvelt, að uþp fylla beiðni Seps. Svo mælti hann: — Ég skal reyna það, Sep. Ég skal gera allt til þess, sem í mínu valdi stendur. 22. kafli. Morguninn eftír sat Mirjam og beið hans við veearhrúnina. ________________________________1] — Ég heyrði hófatak Rougett- es. — Þér eruð ekki að vinna í dag. — Nei, myndinni er lokið. Hún þagnaði við. Svo sagði hún. — Kg hefði helzt viljað gefa yður hana, en . . . . en þér yrðuð sjálfsagt í vandræðum með að útskýra það fyrir skyldfólki yðar og unnustu. — Hvað ætlið þér nú að taka yður fyrir hendur? — Eg vildi gjarna gera eitthvað sem réttlætt fengi tilvist mína hér. — Drottinn minn dýri. Hann brosti. — Þetta er svo hátíðlegt, eins og að hlusta á predikun. — Faðir minn sagði alltaf: — Það að taka sér ekkert upp- byggilegt fyrir hendur, er í raun inni efsta stig af ósiðsemi. Hann sagði líka: — Það er enn ósið- legra að gera ekkert gott, heldur en að gera eitthvað illt. — Já, en þér stundið listmálun. — Það er aðeins stundastyttíng. Ég á við — að starfa eitthvað —eins og móðir mín var vön að gera. Það var lítið góðgerðar- sjúkrahús í Froissy. Þar vann hún frá hádegi tvo daga í viku. — Það er málleysingjaskóli hérna. Kannski þér gætuð kennt þeim að teikna, börnunum þar. Það birti skyndilega yfir svip hennar. — Ó, já, það myndi mig langa til að gera. Ég kann ofur- lítið í fingramáli. Hún gerði nokkr ar hraðar hreyfirigar með fingr- unum. Hann hristi höfuðið steinhissa — Er yfirleitt nokkuð til, sem þér kannist ekki við? — Ég lærði það af stúlku, sem átti daufdumban bróður. — Ef til vill gæti ég fært það í tal við klausturstýruna. Ég stunda eina af systrunum þaðan. — Ó. Viljið þér gera það í dag.? Þau óku til báka eftir malr.orn- um veginum, en skildú' Dixí eftir til að gæta farangurs hennar. Það var norðankæla og ilmurinn af furutrjánum yfirgnæfði rakt og hráslagalegt mýrarloftið. Hún varð að halda við barðarreíðan hatt sinn, þegar vindþotur komu. — Þér gangið aldrei með herða klútinn? — Nei . . . Hún þagnaði 1 svip, svo bætti hún við. — Mér finnst sama lykt af honum og þér ber- ið með yður. Og ég vil ekki að hún viðrist úr. — Lykt af karbóli og arniku? — Ef til vill, en hún er frá yð- ur — Mirjam — Hann hikaði víð. — Ég fer að fara. Hún sat þegjandi. — Um hvað hugsið þér, barn? — Ó, ég er að hugsa um allt það, sem við munum aldrei gera saman. Og ég er ekkert barn. Nú heyrði hann í fyrsta sinn yott af reiði í rödd hennar. Hann svaraði engu. Allt í einu hrópaði hún: — Ég hata þetta orð : aldrei. Það er hræðilegt. Það er hart, kalt og þungt — eíns og steinn, sem fell- ur á hjartað. — Þér eruð allt of ung til að segja „aldrei“ Mirjam. — O, þér — þér vitið allt um líkama kvenna, en þér vitð ekk- ert um sál þeirra. Ég er eins göm- ul og Methúsalem. Ég er gömul af því að ég er kona. Rödd hennar varð rólegri á ný — Þér elskið sjálfsagt trænku yðar mjög heitt? — Hún á að verða konan min. — Já, en elskið þér hana? — Hvað er ást? Vitið bér það líka? — Já. Hún tók hattinn af sér og lagði hann í kjöltu sína og lét hárið flaksa í vindinum. — Eg tala við yður allan daginn, ég vakna á nóttunni og tala við yður. Og það er sama hvað ég hef fyr- ir stafni eða hvar ég er, þá eruð þér þar, á botni huga míns, í djúpi sálar minnar. Og ég vildi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.