Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 12
r Stjórn itnattspyrnusambands Islands Stjórn KSÍ. — Fremri röð frá vinstrl: Sveinn Zoega, Biörgvin Schram, Guðmundur Sveinbjörnsson, Aftari röð: l'ngvar N. Páisson, Jón Magnússon, Axel Einarsson og Ragnar Lárusson. (Ljósm.: Tíminn GE). Björgvin Schram endur- kjörinn formaður K.S.ð. Frá ársþingi knattspyrnusambandsins, sem háð var s!. heigi. Alf-Reykjavík, 30. nóvember. Ársþing KSÍ var haldið um helg ina. Mörg merkileg mál voru rædd á þinginu, m. a. var milliþinga- nefnd falið að annast athugun á launagreiðslum til knattspyrnu- manna vegna vinnutaps — og einn- ig hvort tímabært væri að fjölga liðunum í 1. deild. Reikningar stjórnarinnar fyrir síðasta starfs- ár báru með sér, að fjárhagur sambandsins er góður og hefur aldrei verið betri fyrr. Stjórnin var endurkjörin og hefur Björgvin Schram nú verið formaður sam- bandsins í 10 ár. Þingið sátu um 70 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Þingforseti var kjörinn Hermann Guðmunds- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og fundarritari Einar Björnsson, for- maður KRR. Ýmsar lagabreytingar voru ræddar og m. a. samþykkt, að framvegis verði leikmaður, sem dómari vísar af velli fyrir brot, ekki hlutgengur í kappleik í 10 daga frá og með beim degi, sem brotið á sér stað. Þessi lagahreyting á eflaust ræt ur sínar að rekja til máls, sem mikið var rætt í blöðum í sumar, þegar Ieikmanni var vísað af velli í lelk á Akranesi. Tilgangurinn, sem felst í þessari breytingu, á vissulega rétt á sér, bar sem oft vill dragast, að menn fái dóm fyrir alvarlegt brot. Hins vegar virðist hér farið öfugt að hlutun- um og dómurum sett mikið vald í hendur, sem eflaust er hægt að misnota. Og hvað gerist svo, ef dómstóll kemst að þeirri niður- stöðu, að leikmanni hafi verið vik ið af velii án tilefnis? Eðli- legra hefði verið, að skýrari ákvæði hefðu verið sett um gang mála fyrir dómstólum — hvernig mætti hraða þeim. Björgvin Schram gat þess á þinginu, að íslenzka landsliðið hefði mörg verkefni framundan. Landsleikur við Danmörk er ákveð inn í júlí á næsta ári — Noreg- ur hefur leitazt eftir að fá lands- leik 1966 — og Svíþjóð leitað hóf- anna um landsleik 1967. Kvað Björgvin það ánægjulega þróun, ef viðskípti við Norðurlöndin yrðu aukin. Þá gat hann einnig um Norðurlandamót unglinga, sem haldið verður í Svíþjóð í júlí á næsta ári, en ísland er þátttak- andi í því móti og er þegar farið að undirbúa þá þátttöku. Talsverðar umræður voru á þing inu um margvísleg málefni. Alfreð Alfreðsson frá Njarðvíkum kom fram með athyglisverða uppá- stungu um stofnun æfingabúða KSÍ. Var samþykkt sú tillaga hans að fela stjórn KSÍ athugun á mál- inu. — Frá stjórn KSÍ kom m. a. fram tillaga um stofnun kjördæma ráðs og var sú tillaga samþykkt. Áður hefur verið getið um þær tillögur stjórnar KSÍ, sem miða að því, að knattspyrnumönnum, Ársþing F.R.Í. Arsþing FRÍ var háð í Reykiavík á laugardag og sunnudag. Skvrsla stjórnar bar vott um mikið starf á síðasta starfsári, háð var lands- keppni við V-Noreg og tugþrautarkeppni við Noreg ov Svíþjóð Verk- efnin innanlands voru mörg og margvísleg og eru frjálsar íþrottir greinilega á uppleið að nýju. Stjórn FRÍ var öll endurkjörin. Formaður Ingi Þorsteinsson og aðrir í stjórn þeir Örn Siðsson, Svavar Markússon, Jón M. Guð- mundsson, Björn Vilmundaison, Höskuldur Goði Karlsson <>g Þor- björn Pétúrsson. Vegna rúmleysis í blaðinu . aag verður nánari frásögn af þinginu að bíða betri tíma. sem þátt taka í landsliðsæfingum og landsleikjum, verði greitt vinnutap — og einnig, hvort tíma- bært sé að fjölga liðum í 1. deild. Báðum þessum málum var vísað til milliþinganefndar. Þingið, sem haldið var í húsi Slysavarnafélagsins og hófst á laugardag, lauk á sunnudag. Stjórnin var öll endurkjörin — og má geta þess, að Björgvin Schram hefur nú verið formaður sambandsins i 10 ár. Var hann í því tilefni hylltur af þingheimi, sem þakkaði honum frábær störf. í stjórninni eiga sæti Guðmund- ur Sveinbjörnsson, Ragnar Lárus- son, Jón Magnússon, Axel Einars- son, Ingvar N. Pálsson og Sveinn Zoega. Aðalfundur Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Ármanns verður haldinn í kvöld í félagsheimilinu við Sigtún. Hefst fundurínn stundvislega klukkan 20,30. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. (Stjórnin). Körfubolti Körfuknattleiksleikir þeir, sem fara áttu fram að Hálogalandi í dag, verða háðir í KR-heimili og hefst fyrsti leikur kl. 1,30. Hverfiseötu 16 Siml 21355 ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 1964 Hefði húsið brunnið hvað þá-----------------------------------------? g Alf-Reykjavík. Eldur kviknaði í íþróttahúsinu að Hálogalandi í gærmorgun, en skemmdir urðu litlar og tókst fljótlega að slökkva hann. íþróttastarfsemi í húsinu fellur niður í nokkra daga á meðan viðgerð stendur og eftir upplýsingum frá Gunnari Guðmanns- syni, umsjónarmanni hússins, mun Iíklega hægt að taka húsið í notkun aftur um helgina næstu, þannig að engin röskun verður á mótum. Eldsins varð vart snemma í gærmorgun og var hann laus í kyndiklefa hússins. Slökkviliðsmönnum tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, en urðu áður að rjúfa þak hússins. Skemmdir urðu eingöngu í kyndiklefanum, sem er aðskilinn frá salnum. Lítilsháttar skemmdir urðu á sjálfu kynditækinu og rafmagnsleiðslum. Það er mikið lán fyrir íþróttastarfsemina, að ekki skyldi fara verr en raun varð á. Hálogalandssalurinn er eina „íþrótta- mannvirkið“, sem býður upp á áhorfendasvæði vegna inni- íþrótta. Þetta atvik ætti að ýta undir það, að mannvirkja- gerðum í Laugard-al verði hraðað. Margir eru orðnir langeygð- ir eftir íþróttahöllinni og verður vart unað við loforðin ein til lengdar. Hvar værum við stödd, ef Hálogalandssalurinn hefði brunnið? ------ - Blackpool—Nottm. Forest 0-2 Chelsea—West Ham 0-3 Leeds Utd,—W.B.A. 1-0 Leicester—Birmingham 4-4 Liverpool—Tottenham 1-1 Sheff. Wed.—Stoke City 1-1 Sunderland—Everton 4-0 Wolves—Sheff. Utd. 1-0 Bilið milli efstu liðanna í 1. Þetta er þriðji leikurinn, sem deild lengdist á Iaugardaginn. Chelsea tapar á heimavelli, en Um 60 þús. áhorfendur sáu hefur hins vegar engum tapað á Manch. Utd. sigra Arsenal í Lundúnum 3-2 í skemmtilegum Ieik, sem er 15. leikurinn í röð sem Manch.-liðið leikur án taps. Dennis Law sýndi af- burðaleik I fyrri hálfleik og skoraði þá tvö mörk af mörkun- um, en Conolly hið þriðja. Anderson skoraði fyrir Arsen- al. í síðari hálfleik sótti Lund- únaliðið mjög, en tókst aðeins að skora einu sinni og var Eastham þar að verki. Manch. Utd. hefur nú 32 stig, þremur meira en Chelsea, sem tapaði á heimavelli sínum í Lundúnum fyrir nágrannaliðinu West Ham og hinir ungu leikmenn Chel- sea fengu þar vissulega kennslustund í knattspyrnu. West Ham hefur staðið sig mjög vel að undanförnu — og getur eitt liða státað af sigri gegn öllum efstu Iiðunum. Þá var athyglisvert á laugardag- inn að öll neðstu liðin unnu og Úlfarnir hafa hlotið sjö stig af átta mögulegúm síðan Andy Beattie tók við liðinu. Úrslit í 1. deild: Arsenal—Manch. Utd. 2-3 Aston Villa—Burnley 1-0 Blackburn—Fulham 2-0 Úrslit nálgast í Rvíkurmótinu utivelli. West Ham sýndi stór- kostlegan leik í fyrri hálfleik og skoraði þá þrjú mörk, en mörkin urðu hins vegar ekki fleiri í leiknum, þrátt fyrir, að Chelsea missti hinn 18 ára Hollins af leikvelli meiddan í seinni hálfleik. Úrslit í 2. deild: Charlton—Pjymouth 3-2 Crystal Pal—Cardiff 0-0 j Derby—Northampton 2-2 ' Leyton Or.—Ipswich 0-0 Manch. Cíty—Bolton 2-4 Norwich—Coventry 1-0 Portsmouth—Middlesbro 2-1 Rotherham—Huddersfield 2-3 Swansea—Southampton 3-3 Swindon—Newcastle 1-6 Á Skotlandi urðu úrslit með- al annars þessi: Clyde—Kilmarnock 1-2 Falkirk—Rangers 0-5 Hibernian—Dundee 2-2 St. Johnstone—Hearts 0-3 St. Mirren—Dunfemrline 1-4 Th. Lanark—Celtic 0-3 Þórólfur Beck hefur enn ekki leikið með aðalliði Rangers — enda hefur liðið ekki tapað leik — eitt jafntefli, f jórir sigr- ar — síðan hann byrjaði hjá því, og Bretar breyta ekki sig- urliði. Reykjavíkurmótið i handknatt- leik hélt áfram um helgina og fóru þá fram þrír leikir i meistara flokki karla og einn leikur i mfl. kvenna. Mótinu fer nú senn að Ijúka og eru allar líkur fyrir því, að KR verði sigurvegari í meistara i flokki karla, en KR hefur unnið alla sína leiki og á aðeins einum 1 ólokið, gegn Þrótti, sem teflir ekki fram sérlega sterku liði þessa dagana. í meistaraflokki kvenna bítast Valur og Ármann um efsta sætið. Úrslit um helgina: Meistaraflokkur kvenna: Fram — Víkingur 7:7 Meistaraflokkur karla: Ármann — ÍR 19:17. Fram — Víkingur 13:6. Valur — Þróttur 14:10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.