Tíminn - 15.12.1964, Qupperneq 1
ÞRENNT
SJÚINN
SS-Höfnum, 14. desembcr.
Litlu munaði að stórslys
yrði hér í gærkvöldi, er
bremsulaus bíll rann fram
af bryggiunni og í sjóinn.
Þrennt var í bílnum og
komust allir út, og bílstjór
inn gat komizt upp á
bryggjuna til að ná í hjálp.
Þriú ungmenni fóru í
ökuferð hér rétt fyrir kl-
20 í gærkvöldi á Volkswag
enbifreiðinni G-1779. Voru
þau öll innan tvítugs, pilt-
ur, er ó(k, og tvær stúlkur.
Óku þau niður á bryggju,
og er þau fóru út á bryggj
una hemiaði bílstjórinn til
að draga úr hraðanum, þar
eð uppfyllingin er holótt,
og var þá allt í lagi með
hemiana. Er bíllinn var
kominn fremst á bryggjuna
á hægri ferð, ætlaði bif-
reiðarstjórinn að nema stað
ar, en þá voru hemlarnir
orðnir óvirkir. Skipti eng-
um togum að bíllinn rann
fram af bryggjunni og
skall í sjóinn. Fallið af
bryggjunni niður í sjóinn
hefur verið um fimm metr-
ar, en hálffallið var að og
dýpið um tveir metrar.
Bflstjóranum mim hafa
tekizt að opna hurðina sín
megin, er bíllinn steyptist
fram af og ekki ósennflegt
að einmitt það hafi gert
gæfumuninn. Bfllinn kom
niður á þaíkið og munu bæði
aftur og framrúða hafa
hrokfcið úr í heilu lagi í fall
inu, og hefur það einnig orð
ið til happs.
BíLstjóranum tókst strax
að komast út, og stúlkunni,
sem sat í framsætinu fljót-
lega, en hún festist þó eitt
hvað, er hún var að brjót
ast út. Hins vegar vantaði
stúlkuna, sem sat í aftursæt
inu. Bílstjórinn kafaði tvisv
ar niður í bílinn, en tókst
ekki að bjarga henni. Hann
var mikið kiaxidur og háði
það honuim við björgunartil
raunimar. Eftir aðra köfun
artilraunina var hann að ör
magnast og hrakti hann og
stúlkuna, er upp hafði kom-
izt undan straumi, .en hann
var mjög mikill þama við
bryggjuna. Er þau rak frá
bílnum sáu þau allt í einu,
hvar hinni stúlkunni skaut
upp- Mun hvorki hún né
þau gera sér nokkra grein
fyrir því, hvernig hún
komst út. Tókst hinum tveim
að koma henni til hjálpar
og ná til bílsins að nýju, en
þá var hún orðin gersam-
lega örmagna og skildu þau
hana eftir á bílnum, þar
Framh. ð bls. 14
32 SÍÐUR
“urMj in~ &baahettl ==
numu'
256. tbl. — Þriðjudagur 15- desember — 48- árg.
Kostnaður við
veiziuhöld og
feröalög hefur
hækkað 500%!
TK-Reykjavík, 14. des.
Annar kostnaður ráðuneyta, svo
sem ferðakostnaður, þátttaka í ráð
stefnum, móttaka gesta og veizlu-
kostnaður hefur hækkað um tæp
500% síðan árið 1958. Kostnaður
við innheimtu skatta og tolla hef-
ur aukizt um 165% síðan 1958.
Þessi og fleiri atriði komu fram í
ræðu Halldórs E. Sigurðssonar, er
hann mælti fyrir áliti Framsókn-
armanna um fjárlagafrumvarpið
fyrir 1965.
2. umræða um fjárlagafrum-
varpið fyrir árið 1965 hófst í sam-
einuðu þingi í dag. Fjárveitinga-
nefnd hafði klofnað í þrennt í af-
stöðu til málsins. Mælti Jón Árna-
son fyrir áliti meirihlutans, Hall-
dór E. Sigurðsson fyrir áliti 2.
minnihluta og Geir Gunnarsson
fyrir áliti 2. minnihluta.
Halldór E. Sigurðsson gerði m.
a. að umtalsefni hina stórlega
auknu eyðslu og sóun, sem væri
einkenni á fjárlögum núverandi
ríkisstjórnar. Minnti hanp á hin
fjölmörgu og hátíðlegu sparnaðar-
loforð fjármálaráðherra, er hann
tók stjórn fjármálanna í sínar
hendur. Af hagsýslu ríkisins virð-
ist ekki hafa orðið mikill árang-
ur og gera yfirskoðunarmenn rík-
isreikninga athugasemdir við það
í ríkisreikningnum fyrir 1963. Hag
sýslan hefur svarað þeim athuga-
semdum með því að benda á þrjá
liði, sem hún telur að hafi verið
árangur af starfi sínu. 1. lagi sam
eining tóbaks- og áfengisverzlana,
2. lagi bætt fyrirkomulag skatt-
heimtu og í 3. lagi áætlanir um
skynsamlega endurnýjun bifreiða
ríkisstofnana. Fór Halldór nokkr-
um orðum um þessa liði. Benti
hann á, að reksturskostnaður tó-
baks- og áfengisverzlananna hefði
aukizt um 160% síðan 1958 og
96% síðan 1960, síðasta árinu,
sem þær störfuðu aðskildar. Kostn
aður við innheimtu skatta og tolla
hefur aukizt um 165% síðan 1958.
Forstjórum ríkisstofnana hefur
lengi verið Ijóst og hafa árlega
Framhald á bls 14
Þessi mynd af Þjórsá, austan Búrfells, var tekln í gærmorgun. Á þessum
slóðum er fyrirhugað að relsa Búrfellsvirkjunina. Neðst sést Þjófafoss.
Tímamynd-MB.
ÍSM YNDUN / ÞJÓRSÁ
AL VARLEGT VANDAMÁL
MB-Reykjavík, 14. des.
Einn kunnasti ísasérfræðingur
heims, Edvig Kanavin, hefur dval-
izt hérlendis undanfarið og rann-
sakað ísmyndun á vatnasvæði
Þjórsár og Hvítár. Hann sagði
blaðamanni Tímans í stuttu við-
tali í gærkvöldi, að ísmyndun á
þessum ám væri geysimikil og
væri hún óneitanlega mikið vanda-
mál, er stórvirkjanir yrðu reistar
við þessar ár.
Kanavin hefur ferðazt mikið um
vatnasvæði Þjórsár og Hvítár und-
anfarið og mælt ísmyndun og ís-
rek. Hann er staddur hér á vegum
Sameinuðu þjóðanna og rannsakar
ásamt Norðmanninum Devik þessi
vatnasvæði með tilliti til virkjana.
Segja má í stuttu máli, að
rannsóknir Kanavins hafi staðfest
skoðun íslenzkra vatnamælinga-
manna á ísmyndun þessara miklu
fallvatna, en Sigurjón Rist hefur
þráfaldlega bent á, að hún væri
alvarlegt vandamál, þegar til virkj
unarframkvæmda kæmi. Má þar
sérstaklega benda á ritgerðina
Þjórsárísar, í Jökli, tímariti jökla-
rannsóknafélagsins, fyrir tveimur I en hann hefði nokkurs staðar séð
árum. í öðrum löndum. Hefði ísmyndun
Kanavin sagði, að ísmyndun á þessi mikil áhrif á vatnsrennsli
íslenzkum ám væri a. m. k. þrefalt ánna, en einkum kæmi það fram
meiri en í Skandinvaíu og meiri
Framhald á bls 14.
MB-Reykjavik 14. des.
Það var líf í tuskunum í
fiskverkunarstöð Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur í dag,
þegar GE tók þessa Tíma-
mynd. Pétur Halldórsson
kom með 3600 tunnur síldar
austan af Norðfirði til út-
gerðarinnar og fer helming
ur í frystingu en hinn helm
ingurinn í salt. Matthías Þ-
Guðmundsson verkstjóri
sagði okikur, að tæplega sex
tíu stúlkur hefðu unnið við
söltun hjá Bæjarútgerðinni
í dag. Það var erfitt verk,
því síldin var ísuð, og margri
yngismeyiunni orðið kalt á
höndunum, er á daginn leið.
Matthías kvað mest alla síld
ina hafa verið söltunarhæfa.
Hann kvað unnið við söltun
fram á miðnætti, og yrði þá
lokið við að salta helming
inn. Bæjarútgerðin á von á
meiri síld með togaranum
Hauki, sem er fyrir austan
og mun taka síld úr bátun-
um, þegar þeir komast út
eftir óveðurshrotuna.
(Tímamynd G.E).
i