Tíminn - 15.12.1964, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1964
TÍÍVBINN
Mayo-klíníkin minnist
stofnendanna. — Síðari grein
glerjana í stjörnusjónauk-
ana frægu , á Palomar-
fjalli, fræddi okkur um stjörnu
fræði. Vilhjálmur Stefánsson
flutti fyrirlestur um nor'ður-
hjara heims. Einnig kom þang
að ágætis listafólk heimsfrægt
og flutti list sína, Donkósakk-
arnir sungu, einnig Vínar-
drengjakórinn, ballettflokkur
frá Sviss dansaði fyrir okkur,
og fleira gæti ég nefnt af því
tagi. Hitt var þó miklu tíðara,
að þar væri haldið uppi fræðslu
um læknisfræðileg efni. Skil-
yrði til framhaldsmenntunar og
vísindaiðkana eru þar hin
ákjósanlegustu. T. d. er bóka-
safn Mayostofnunarinnar
stærra en læknisfræðibókasafn
ið við Harvardháskóla, og er
þá mikið sagt. Tilhögun öll og
fyrirkomulag á byggingum og
öllum öðrum aðstæðum eru
með miklum ágætum. Þetta ei
fyrst og fremst að þakka fram
úrskarandi skipulagsgáfu og
framsýni Mayo-bræðranna.
sem skildu auk þess betur en
flestir aðrir. rve góð og ein-
læg samvinna er þýðingarmik-
il. Þetta laðaði aðra menn með
svipuðu hugarfari til starfa við
stofnunina. Margir þeirra hefu
verið og eru afburðamenn.
Minnisstæðastur þeirra, auk
sjálfra Mayo-bræðranna. er dr
Henry Plummer
Hann var fyrst og irenist lyf
læknir, en hann var ekki við
eina fjöl felldur. Það var hann
sem fann hina stórmerkilego
lækningu á sjúkdómi ’ skjald
kirtlinum, sem enn er notuð.
Við hann eru kennd verktæri
og lækningatæki. og það vai
ekki aðeins að hann væri
heimsfrægur læknir, heldur vai
hann uppfipningamaður Jg fá
gætlega útsjónarsamur i vms-
um verklegum vísindum. Þeg-
ar ákveðið var að byggjf
fyrstu stórbygginguna vfíi
Mayo-klinikina 1928 var það
dr. Plummer, sem skipulagði
bygginguna hátt og lágt. hanr
var eiginlega höfundur nús
teikningarinnar að mestu leyti
þótt húsmeistarar væru auðvit-
að látnir um bað fjalla Oe
enn í dag, dást allir að því,
hve húsið er nútímalegt að
öllu fyrirkomulagi og útbún-
aði, enda var það lengi langt
á undan öllu sem þekkist.
Þar er allt sem maður
ur getur hugsað sér, að slík
stofnun þurfi á að halda. Sér-
lærðir menn, sem kvaddír voru
til að gera eitt og annað i hús-
byggingunni, urðu ráðþrota og
sögðu að þetta eða hitt, sem
dr. Plummer bað um, væri ekki
hægt. Þegar hann t.d. kom í
skrifstofu talsímafélagsins og
bað um að sett yrði upp tal-
símakerfi m.a. með beinu sam-
bandi millí lækna innan kli-
nikkinnar, gláptu símamenn á
h-ann eins og naut á nývirki
og svöruðu, að þetta væri
hreint og beint ómögulegt.
„Leyfið mér að tala við verk-
fræðinginn ykkar svo ég geti
sýnt honum, hverníg hann á
að fara að þessu“ sagði þá dr.
Plummer. Verkfræðingurinn
kom, og dr. Plummer tók upp
blað og blýant og gerði
skyssu af kerfinu, eins og hann
hugsaði sér það. Verkfræðing-
urinn varð orðlaus yfir þekk-
ingu læknisins, tók við skyss-
unni og útfærði teikninguna.'
Þannig varð til fyrsta innan-
hússtalsímasamband í Banda-
ríkjunum. Dr. Plummer lét
setja upp lyftukerfi í bygging-
una, fullkomnara en þekktist
á nokkrum stað öðrum og
hann teiknaði og lét koma fyr-
ir rennukerfi milli allra deilda,
þar sem bréf og sjúkraskrár
fótu millilækna í hinum ýmsu
stofum á örskömmum tíma.
þegar á þurfti að halda.
og ekki aðeins innan húss.
heldur líka milli spítalanna,
sem Mayo-læknar störfuðu við.
t.d. milli klinikkinnar og St.
Mary spítalans, sem er í
nærri tveggja kílómetra fjar-
lægð.
Hannes Þórarinsson var
læknir við Mayo Clinic í
nærri þrjú ár, árin 1945-47, en
hefur auk þess farið þangað
Dr. HENRY 5 >-LUMMER
„snjallasti heilinn a Mavo-klínik-
inni'*.
í heimsókn nokkrum sinnum
síðan. Þegai við spyrjum Hann
es um reynslu hans af þessaii
stofnun og skoðun hans á mik
ilvægi hennar. svarar hann:
„Það sem að mínu áliti ein
kennir það, sem þar fer fram,
er einstaklega náin samvinná
milli hinna mörgu deilda og
tágætt fyrirmyndarskipulag á
bókstaflega öllum hlutum. Það
er vel til, að í einstökum crein
Dr. Charles H. Mayc
um standi aðrar lækningastöðv-
ar framar, en hitt er trúlega
einstakt í sinni röð, heilbrigð-
ur andi, sem þar er ríkjjandi
og hnitmiðaðir allir starfshætt
ir, hinir fjölmörgu læknar og
allt starfsfólk leggst á eitt um
að leysa vanda beirra, .setn;..,
þangað leita. Það er fegin-' '
munur á spítala og . klínik..,,
Með þvi fyrirkomulagi, sem
hér um ræðir, á Mayo Clinic
eða hliðstæðum klínikkum,
sem nokkuð víða eru til í mis-
munandi stórri mynd, er
áherzla lögð á að framkvæma
nákvæma rannsókn á sjúkling-
um, sem hafa fótavist, án þess
að leggja þá á spítala. Þeim
er þá vísað á hinar ýmsu rann
sóknarstofur og til sérfræðinga
eftir því sem þurfa þykir, en
allt er þetta í nánum tengsl
u.m innan stofnunarinnar Með
an á slíkri rannsókn stendur, |
geta menn búið á tiltölulega ó-
dýrum gististöðum, og er mikið
af þeim í Roehester. Er þetta
mikið hagræði fyrir sjú'klinga,
en einnig má á þennan hátt
spara mikinn fjölda sjúkra
rúma og þá margvíslegu þjón-
ustu, sem óhjákvæmileg er á
spítölum. Og þetta fyrirkomu-
lag hefur gefið svo góða raun,
að klíníkur hafa verið stofnað
ar víða um heim með Mayo
að fyrirmynd, þótt enn í dag
sé hún langstærst slíkra stofn
ana. Og því er ekki að neita.
að við íslenzkir læknar, sem
höfum starfað við Mayo-klínik
ina, höfum látið okkur dreyma
um að slík klíník kæmist á
fót hér heima. Að
fenginni reynslu tiinni á þess
um stað, sem hér um ræðir.
álít ég ekki allt fengið með
þvi að fjölga sjúkrarúmum
sem mest. Þegar við lítum
okkur nær, þá er sannleikur
inn þessi: Sjúkrahús og dvö!
á þeim er dýrari en margii
gera sér grein fyrir. Mun láta
nærri. að kostnaðurinn við að
koma upp hverju spítalarúmi
hér í Reykjavík sé nú um íaii
milljón króna, og dvalarkostn
aður líklega 7-800 krónur á
Rramnalfl a bls 13 (
B
________________________9
Guðni Sigurðsson:
Undirverð á freðfiski
og afleiðingar þess
Þrátt fyrir síhækkandi verðlag
og kaupgjald undanfarin tvö ár
hefur fiskverð til fiskimanna ekki
breytzt til muna. Þó hafa komið
fréttir í blöðum og útvarpi um
hagstæðar sölur á fiskimjöli og
einnig að saltfiskur hafi hækkað
um 15 til 20%. Hvorugt þetta hef-
ur þó komið inn í fiskverð til fiski-
manna. Á þessu tímabili hefur olía
og aðarar útgerðarvörur hækkað
mikið, að ekki sé minnst á við-
gerðarþjónustu, sem hækkað hef-
ur til jafns við kaupgjald í landi
eða meíra. Þetta er furðuleg þró-
un, og enn þá furðulegra er, að
hjá næstu nágrönnum okkar, Norð
mönnum og Færeyingum, skuli
gilda allt önnur iögmál. í Fiskar-
en 12. 10. 1964 er auglýsing frá
Norges Ráfisklag um nýtt verð á
fiski. Þetta verð miðast við slægð-
an fisk og hausaðar og er mis-
munandi eftir þvi hvar á landinu
fiskinum er landað einnig er hærra
verð, ef fiskurinn fer til neyzlu
innanlands. Lægsta verð fyrir fisk
í vinnslu í nyrstu héruðum Noregs
er norskar kr. 1.17 (ísl. kr. 7.02),
fyrir slægðan fisk með haus (haus-
inn 18%), ísl. kr. 5,75 pr. kg. Nú
gildandi verð á fiski hér er kr. 3.84
pr. kg. Mismunur á norska og ís-
lenzka verðinu er því kr.1,91 pr. kg
Á þetta fisikverð fá nors’kir fiski
menn síðan ísl. kr. 0,35 pr. kg. í
uppbætur frá ríkinu, þannig að
norskir fiskimenn fá ísl kr 2.26
meira fyrir hvert ke miðp*
þoifek AÍI1 er
dæmi af ca 40 tónna, fiskibát med
8f,rHiWr^n '#‘megyitaiHog
gerum honum að fiska sem svar-
ar 600 tonn af I. fl. fiski yfir árið.
sem ekki er hátt reiknað. er mun-
urinn á norska og íslenzka verðinu
kr 1.146.000 00 eða um það nil
kr. 48.000,00 í hásetahlut, þá eru
ríkisuppbæturnar sjálfsögðu
ekki reiknaðar með
Dæmið Iítur þanmg ui.
600000 kr. pr. 3.84=kr. 2.304.000-
600000 kg pr 191=kr 1.146.000,-
Með öðrum orðum. norskar fisk-
vinnslustöðvar greiða næstum 50%
hærra verð fyrir hráefnið heldur
en íslenzkar.
Aldrei hefur þó heyrzt, að norsk-
ir reki fiskvinnslustöðvar í guðs-
þakkarskyni.
Nú ber að geta þess, að ner
greiða fiskkaupendur 5Vz% í út-
flutningstoll, en norksir ekki nema
%% af útflutningsverðí. Ef reikn-
að er með að fiskurinn tvöfaldist
í verði við vinnsluna. sem eftir
ýmsum sólarmerkjum að dæma er
sennilega alltof lágt reiknað. er
þessi tollur þó ekki nema kr.
253.440.00. svo að enn vantar tæp
900.000.00 ef áfram er miðað
við 600 tonn af fiski Allir vita,
að hér eru vextir geysiháir. Þó
trúi ég ekki, að þeir nægi til skýr-
ingar á þessum mun enda kemur
þar á móti, að kaupgjald er hér
aðeins lægra en í Noregi Þegar
athugað er, hver áhrif þetta lága
verð er farið að hafa á fiskveiðarn
ar. hljóta allir að vera sammál
um, að hér sé þörf skjótra umbóta.
Nú þegar er svo komið, að skip-
um er ekki haldið til veiða eins
og eðlilegt væri, t.d. að nefna, að
bátar, sem gerðir voru út til loðnu-
veiða á s.l. vetri hættu allir veið-
um sama dag og verðið á loðnu
til bræðslu var auglýst "kki vegna
þess, að það væru samtök, heldur
einfaldlega fyrir það, að verðið
var svo lágt kr 0 37 pr' Tig.', að
enginn möguleiki var að veiðarn-
ar gætu svarað kostnaði, hversu
míkill sem aflinn væri. Til að bíta
höfuðið af skömminni, var verðið
ekki auglýst fyrr en bátarnir voru
almennt byrjaðir veiðar, þannig að
skaði þeirra varð margfaldur. Þess
má geta, að á sama tíma keyptu
danskar fiskimjölsverksmiðjur
sandsíli til bræðslu á danskar kr.
0.20 eða u.þ.b. kr. 1.25 ísl. pr. kg.
Sama gildir um línuveiði
að haustinu. Aðeins lítill hluti
þeirra háta, sem henta mjög vel
tíl þeirra veiða. eru gerðir út, ein-
ungis vegna þess að engin von er
til þess, að veiðarnar svari kostn-
aði. Á sama tíma standa frystihús-
in að mestu léyti verkefnalaus.
Hver er orsökin fyrir þessu lága
fiskverði sem er dragbítur á ís-
lenzkri útgerð? í fljótu bragði
dettur manni tvennt í hug, lægra
verð fyrir íslenzkan fisk á erlend-
um mörkuðum, heldur en t.d. á
norskum fiski eða slæmur rekstur
verkunarstöðvanna, nema hvoru-
tveggja sé. Það, sem helzt styður
fyrri hugmyndina, er samanburð-
ur á saltfiskverði hér, sem er kr.
17.00 pr. kg. fyrir metinn og pakk-
aðann fisk I fl., og því að fær-
eyski togarinn,„Brandur Sigmunds
son“ landaði s.l. sumar í Esbjerg
saltfiski frá Grænlandi og fékk
danskar kr. 3.20 pr.kg. fyrir fisk
18“ og stærri og dkr. 2.70 fyrir
smærri fisk Þetta er verð fyrir
fisk upp úr skipi og þarf ekki að
taka fram að hann er ekki metinn
;né pakkaður1
Önnur afleiðing aí undirverði á
fiskí. er sú að upp risu litlar Verk-
unarstöðvar út um hvippinn og
hvappinn, þar sem allskonar
menn byrja fiskverkun við hinar
ótrúlegustu aðstæður. Lögfræðing-
ar og veitingamenn fyrir utan
smáútgerðarmenn keppast um að
ná sér í fisk tíl verkunar. Sem
dæmi um, hve langt þetta hefur
gengið. má nefna að fiskur var
keyptur s.l. vetur og fluttur óað-
gerður að Selfossi við Ölfusá til
verkunar þar.
Þessi mikla ásókn í fisk til
verkunar bendir hreínt ekki til
þess, að fiskimenn fái sinn hlut
úr framleiðslunni, heldur hins að
þarna liggi auðtekinn gróði vegna
óeðlilega lágs verðs á hráefnínu.
Ef sú þróun er heppileg, ' að
hver fari að verka sinn fisk í
sínu hroni(jafnvel hlutasjómenn
tækju hver sinn hlut til verkunar)
þá höfum við lengi verið á skakkri
leíð með byggingu stórra frysti-
húsa eða verkunarstöðva. Sé hins
vegar svo, að stóru stöðvarnar
eigi rétt á sér, finnst mér að þær
ættu að sýna það í verki.
Mér sýnist, að leiðin til að fá
úr þessu skorið, sé sú, að fisk
verðið sé ekki ákvarðað eftir því
að allar verkunarstöðvar eða frysti
hús geti gengið, hvernig svo sem
þær eru reknar eða í sveit settar.
heldur verði það ákveðið eftir
heimsmarkaðsverði á hverjum
tíma. Taka ætti tíllit til fiskverðs
í nágrannalöndum okkar, þar sem
keyptur er samskonar fiskur i
samskonar verkun og hér tíðkast.
Við hljótum að gera þær kröfur
til fiskkaupenda að þeir láti sér
nægja sama hlut og kollegar
þeirra í nágrannalöndunum.
Það ætti ekki að verða hægt
að þvinga eina stétt manna til
að standa undir annarri, eins og
nú er gert hér, nema fyrir liggi
óyggjandi rök fyrir því, að styrk-
þeginn sé styrkiaþurÞ oe að hinr
Framhald af bls. 13.