Tíminn - 15.12.1964, Qupperneq 8
s
8
TÍMINN
★
MAYO-bræðurnir William
James og Charles Horace voru
rösklega tvítugir, þegar þeir
höfðu lokið háskólanámi, en í
stað þess að setjast að í ein-
hverrí borginni á austurströnd-
inni eða annars staðar í he^i-
inum, þar sem slíkum hæfileika
mönnum hefði verið tekið
tveim höndum, héldu þeir
heim til Rochester og gerðust
í fyrstu aðstoðarlæknar föður
síns, William Worrall Mayo.
Þessir vísindamenn á heims-
mælikvarða urðu óbreyttir
læknar í litlu sléttuþorpi, þar
sem ekki var einu sinni til
spítali, sem hægt var að leggja
Þrír mannvinir: Franklin D. Roosevelt forseti Banda rikjanna, dr. Charles H. Mayo og dr. William J. Mayo
á samkomu, sem uppgjafahermenn héidu fil neiSurs þeim bræðrum árið 1934.
Þar er forðazt að senda
sjúklinga með fótavist
á sjúkrahús nema í neyð
sjúklinga inn á. En þeir fengu
kaþólsku systurnar í þorpinu
til að gangast fyrír því, að
komið væri upp spítala, sem
þær gáfu nafn heilagrar MarLu.
og það heitir enn í dag, St.
. Marys Bospital.
Báðir voru þeir bræður
skurðlæknar, William James
sérfræðingur í maga- og melt-
ingarfæraskurði, en Charles
Horace augna-, háls-, nef- og
eyrna-skurðlæknir. Snemma
tók læknastofa þeirra feðga á
sig samvinnuform, sem og er
sérkenni Mayo-klinikinnar enn
í dag. Þótt faðir þeirra væri
meira en meðaalmaður að and-
legu og líkamlegu atgervi, svo
lítill sem hann þó var, gaf
hann sonum sínum þetta heil-
ræði og lagði á það mikla
áherzlu: „Enginn maður er
nógu stór tíl að vera ekki upp
á aðra kominn, svo nauðsyn
ieg er samhjálp og samvinna,
ekki síður meðal lækna en
annarra manna.“
Þannig leið ekki á löngu þar
til þeir fengu hina hæfustu sér
fróða lækna til samvinnu við
sig á stofunni, því sífellt fjölg-
aði sjúklíngum hvaðanæva að.
Stúlku eina fengu þeir og, sem
reyndist mesta hjálparhella
var jöfnum höndum einkarit
ari, hjúkrunarkona og bókan
læknastofunnar. Hún hét Edith
Graham, lítil, glaðvær og lag
leg. Hún var raunar svo bráð
lagleg, að þegar hún átti fyrsl
að vera lækni til áðstoðar á
spítala í Chicago, þvertók hann
fyrir, að hún ynni með non
um, hún væri of ung og allt of
falleg til að starfa sem hjúkr-
unarkona. Dr. Charlie þótti
sérstaklega mikið til hennar
koma. Hún var ljúf og kát, og
áður en hann vissi af, var
hann orðinn yfir sig ástfang-
inn. Það kom raunar nokk-
uð af því, að helzta tómstunda-
gaman þeirra var að fara í hjól
reiðarferðir, en Charlie var
einn hinna fyrstu í Rochester,
er lært hafði þessa nýju list.
Þau höfðu óbyggða lóð rétt hjá
kirkjunni fyrir æfingarsvæði.
Kirkjugestir við messu stóð-
ust ekki freistinguna að horfa
, á ( þetta .jUngg , fpj^ i.ðka hina
nýju íþrott, sem var svo fáséð
þar um glÖðír, og presturinn
varð einu sinni að hlaupa úr
prédikunarstólnum til að loka
gluggunum, svo að kirkjugest-
ir hemdu sig frekar við ð
hlusta á hann. Svo tóku þessar
æfingar og tílhugalíf á enda
og þau létu pússa sig saman
í hjónaband, Edith og
Charles, og brúðkaupsferðina
fóru þau í kynnisferð á spítala
og lækningastöðvar á austur-
ströndinni, og oft síðar fór
hún með manni sínum á vís-
indaleg læknaþing innan lands
og utan og fylgdist vel með
öllum nýjungum eins og hann.
Skurðstofa þeirra bræðra í
Rochester varð víðkunnari með
hverju ári og bað var orðið
algengt að læknar úr öðrum
héruðum og ríkjum gerðu sér
ferð til Rochester til að kynna
sér lækningarnar, sem þar fóru
fram og horfa á uppskurði.
Það voru einmitt þessir gestir
úr læknastétt, sem fyrstir
fóru að nefna sín á milli nafn
ið „Mayo Clinic" og síðan al-
menningur eftir þeim, en bræð
urnir tóku ekki nafnið upp
formlega fyrr en 1903. Síðan
hefur vegur þessarar stofnun-
ar farið sívaxandi, er enn í
dag trú stefnu stofnendanna,
bræðranna, sem helguðu þess
ari hugsjón starfskrafta sína
meðan þeim entist aldur, en
þeir dóu báðir árið 1939 með
tveggja mánaða millibili.
Sem áður segir, hafa nokkr-
ir íslenzkir læknar starfað við
Mayo Clinic, og fer hér á eftii
spjall við tvo þeirra, Ófeig J
Ófeigsson og Hannes Þararins
son, en hinir, sem verið hafa
þar um tíma starfandi læknar
eru Kristján Jónasson (látinn)
Stefán Ólafsson, Elías Eyvinds
son, Magnús Ágústsson,
Richard Thors, Valtýr Bjarna-
son, Guðjón Lárusson og nú
er þar Þórey Sigurjónsdóttir
starfandi.
Fyrstur íslenzkra lækna víð
ÍMayo , Clinic var; Óf^igur ' J„,
Ofeigsson, er fór þangað fyrst í
ársbyrjun 1936 og starfaði þar
þá í hálft annað ár, en hefur
farið þangað alloft síðan til
skemmri dvalar, síðast í haust,
vegna afmælishátíðarhaldanna
í ár, þar sem minnzt var þess,
að hundrað ár voru liðin frá
fæðingu stofnendanna, Mayo-
bræðranna, og 50 ár frá því,
að Mayo Foundation hin vís-
indalega menntastofnun
í tengslum við klíníkina.
tók til starfa. Þetta ber ekki
nákvæmlega upp. á ár, heldur
var farið bil beggja til að sam-
eina afmælin í eitt: Fyrst höld-
um við á fund Ófeigs J. Ófeigs
sonar.
— Hver voru tildrög þess,
að þér fóruð að starfa við Mayo
klinikina, Ófeigur?
— Ég var við framhaldsnám
og störf í háskólaspítalanum í
Winnipeg árin 1933-35, varð
Mayo Clinic hefur lengi sett svlp á Rochester og oar *>er næst
Plummer Building, aðaibygginguna, sem kennd. er r|8 dr Henry
S. Plummer, lækninn, sem einnig skaraði fram úr flestum lærðum
í byggingarlist.
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1964
sá fyrsti til að sækja um náms-
styrk úr sjóðnum, sem Kan-
adastjórn gaf á Alþingishátíð-
ínni til styrktar íslenzkum há
skólakandidötum til framhalds
náms í Kanada. — Ég féRR
styrkinn og hélt til Winnipeg.
Seinna árið, sem ég var þar,
var haldin þar mikil hátíð
vegna 50 ára afmælis lækna-
skólans og boðið gestum víða
að. Annar aðalræðumaðurínn
var Louis B. Wílson, forstjóri
Mayo Foundation í Rochester.
Þá vildi svo til, að dr. Brandur
J. Brandsson kynnti mig fyrir
dr. Wilson. Þegar hann hafði
talað við mig góða stund, bauð
hann mér að koma til Rochest-
er og skoða Mayo-klinildna,
spurði hvenær ég gæti komið.
— Ég sagði, að ég fengi frí
um vorið og gæti komið þá,
sem ég gerði. Þegar ég kvaddi
dr. Wilson, spurði hann, hvað
ég ætlaði að gera að lokinni
námsdvölinni í Winnipeg. Ég
sagðist þurfa að læra miklu
meira og sagðist helzt vilja
vera þar, sem bezt væri að
vera. „Og hvar er það,“ spurði
dr. Wilson. „Það vitum við báð
ir,“ anzaðí ég. „Þá ættuð þér
að reyna að sækja um, og við
skulum sjá, hvað kemur út úr
því,“ svaraði doktorinn. Ég
lét ekki segja mér það tvisvar.
Um sumarið fékk ég það svar
við umsókninni, að ég mætti
koma um næstu áramót.
— Hvað finnst yður merki-
legast við þessa stofnun eftir
að hafa starfað þar og kynnzt
henní hátt og lágt?
— Fyrst og fremst hinn
mikli sparnaður á tíma og
sjúkrahúsvist. Það hefur tíðk-
azt og tíðkast enn víða ann-
ars staðar að fólk, sem grun-
ur leikur á að gangi með ein-
hvern alvarlegan eða ókenni-
legan sjúkdóm, sé lagt á spít-
ala og þar reynt að greina
veikina, enda þótt flest af
þessu fólki hafi ferlivist og
þurfi alls ekki að liggja í rúm-
inu fyrr en búið er að greina
sjúkdóminn og þá því aðeins
að framkvæma þurfi einhverja
meiriháttar aðgerð. f Rochest-
er er því ekki nema tiltölu-
iega lítill hluti sjúklinganna
lagður á spítala. I öðru lagi
liggur í augum uppi, að jafn
rík stofnun og Mayostofnunin
er, sem hefur á að skipa úr-
valslæknum á öllum sviðum
læknisfræðinnar, sem allir
vinna sarpan sem einn maður.
getur veitt sjúklingunum
miklu betri þjónustu en al-
mennt gerist og við tiltölulega
vægu verði. Ég get ekki hugs-
að mér stað, þar sem betra er
að starfa, betur búið að lækn-
um en á Mayc Clinic. þar er
allt lagt upp i hendurnar á
þeim Ég het hvergi reynt
aðra eins samheldni og hjálp-
semi eldri manna við yngri,
þar fann ég aldrei á viðmóti,
hver var lægst og hver hæst
settur, það þótti svo sjálfsagt,
að yfirmennirnir umgengjust
nýliðana sem jafningja sína.
Annað, sem mér fannst ein-
kennandi við þessa stofnun,
var víðsýnið, sem þar var ríkj-
andi meðal ráðamanna. Mað-
ur skyldi ætla, að við slíka
stofnun snúist allt um læknis-
listina, en það er öðru nær.
Ýmsir sérfræðingar á öðrum
sviðum en læknisfræði komu
þangað ti) að halda fyrirlestra.
Eg minnist þess frá því, er
ég var þai stanandi að þane
að kom belgiski orófessorinn
Piccard og talaði um hálofta
rannsóknir sínar, og kona hans
flutti líka fyrirlestur. Dr.
Crump, sá sem sá um gerð