Tíminn - 15.12.1964, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1964
TÍMINN
11
52
þær. Þegar við fórum ofan á ströndina, sáum við stóran
bát með að minnsta kosti 50 ræðurum innanborðs koma
inn flóann. Ræðararnir sungu, þegar þeir nálguðust bjarm-
ann af bálinu. Það var gaman að sjá þá róa inn. Báturinn
var hafinn upp að aftan og leit út eins og sæskrímsli.
Báturinn var drekkhlaðinn og tók niðri langt úti, og stukku
allir mennirnir þar fyrir borð og drógu bátinn nær landi.
Það hljóta að hafa verið um hundrað menn í bátnum auk
kc’Jcfjárins og ávaxtanna. Þegar búið var að tæma bátinn,
drógu mennirnir hann á þurrt land.
Við gengum til húss Stewarts, sem var rétt hjá One Tree
Hill við vestanverðan flóann. Þar voru allir á fótum. Peggy
kona Stewarts, hafði lagt dóttur sína á ábreiðu við hlið
sér. Hún var að útbúa gjafir handa vinum manns síns um
borð. Hún efaðist ekki um það, að við myndum þekkja
alla menn um borð og hafði bersýnilega engan grun um
það, hvað koma skipsins gat þýtt fyrir okkur öll. Rétt á
eftir fór ég út til þess að finna Tuahu og fleiri vini mína,
sem höfðu tjaldað þar nálægt. Brátt lýsti af degi og Tuahu
stakk upp á því, að við skyldum taka bát og róa út að skip-
inu.
— Ef þetta er ókunnugt skip, sagði hann, — þá mun
skipstjórinn gleðjast yfir því, að við fylgjum honum inn
flóann. En ég held, að það sé Parai, sem er að koma aftur
til þess að heimsækja okkur. Við ættum að vera hinir
fyrstu til þess að heilsa honum.
Ég samþykkti þetta þegar í stað. Við tókum með okkur
Paoto, þjón Tuahu, settum bátinn á flot, og eftir örstutta
stund vorum við komnir umhverfis Point Venus og út á rúm-
'Aldrei "hafði mér fundizt Tahiti jáfn-fögur bg þéritíah
rttörgun. StjÖrnurnar leiftruðu á himinhvolfinu. Smáni sam
an urðu þær daufari. Við rerum í hálftíma, áður en við sá-
um skipið. Svo lágum við kyrrir stundarkorn og bjuggumst
við því, að skipið kæmi til okkar. Byr var lítill, og klukku
tíma seinna var skipið ennþá spölkorn frá okkur. Þetta var
freigáta með 24 fallbyssum á þilfari, og enda þótt ég hefði
áður verið sannfærður um að skipið væri enskt, hoppaði
hjartað 1 mér af gleði, þegar ég sá ensku litina.
Ég var svo ákafur að komast af stað, að ég hafði gleymt
því, að ég bar búning eyjaskeggja, en var ekki klæddur
eins og liðsforingjaefni. Ég átti einn einkennisbúning, og
hann hafði orðið fyrir hnjaski á Tantira. Ég hafði ekki far-
ið í hann frá því að ég yfirgaf Bounty, en vafið utan um
Ihann klæði. Ég áleit, að búningnum væri engin hætta búin
og leit ekki eftir honum í marga mánuði. En þegar ég
fór loks að athuga hann, höfðu rottur étið hann nærri því
upp til agna. Þetta kom ekki að neinni sök þá, því að ég
hafði fyrir löngu vanið mig á Tahiti búninginn.
Það var fjöldi manna úti við borðstokkinn og ég sá skip-
stjórann standa í brúnni með kíki, og hópur yfirmanna
stóð umhverfis hann. Þegar skipið kom upp að hliðinni á
bátnum, rerum við fram með því, og kaðli var kastað til
okkar. Ég klifraði um borð og Tuahu kom á eftir mér.
Paoto varð eftir í bátnum.
Ég var jafnbrúnn og hinir innfæddu, og ég hafði látið
tattóvera mig. Það var því engin furða, þótt ég væri álitinn
Tahiti-búi. Liðsforingi einn stóð við skipsstigann. Þegar við
komum upp á þiljur, hópuðust skipverjar umhverfis okkur
til þess að sjá þessi furðuverk veraldarinnar. Liðsforinginn
brosti og klappaði Tuahu á öxlina. — Mai tai! Mai Tai!
(Jæja! Jæja!) sagði hann hvað eftir annað. Það var bersýni
legt, að það var það eina, sem hann kunni i tungu Tahiti-
búa.
— Þér getið talað við hann á ensku, liðsforingi, sagði
ég brosandi, — hann skilur ensku prýðisvel. Ég heitir Rog-
er Byam, fyrrum liðsforingjaefni á skipi Hans Hátignar.
Bounty. Ef þér óskið, skal ég leiðbeina yður inn á höfnina
Svipur liðsforingjans breyttist snögglega. Án þess að svara
mér horfði hann á mig frá hvirfli til ilja.
— Liðþjálfi! hrópaði hann.
Liðþjálfinn kom fram og heilsaði.
— Fáið yður varðmann og takið þennan mann fastan.
Mér til mikillar undrunar komu nú fjórir vopnaðir
menn fram. Þeir umkringdu mig og fóru með mig til skip-
stjórans, sem beið mín í brúnni. Liðsoringinn gekk á und-
an: — Hér er einn af sjóræningjunum, skipstjóri, sagði
hann.
— Ég er ekki sjóræningi, svaraði ég, — ekki fremur en
þér. #
— Þegið þér! hrópaði skipstjórinn. Hann horfði a mig
kuldalega, en ég var svo reiður þessari ásökun, að ég gat
ekki þagað.
— Leyfið mér að tala, skipstjóri, sagði ég. — Ég er ekki
uppreisnarmaður. Ég heiti. ..
— Heyrðuð þér, hvað ég sagði, fyrirlitlegi þorpari? Ég
sagði yður að þegja.
Ég var orðinn rjóður í kinnum af reiði, en hafði þó
það vald á mér að ég lét undan, Ég yar Jþess fullviss, að
misskilningur þessi yrði brátt leiðréttur. Eg sá, að Tuahu
horfði á mig undrandi. Ég fékk ekki að tala við hann.
En þetta var ekki nema forleikurinn að niðurlægingu
minni. Það voru gerð orð eftir ryðmeistaranum. og stundar-
korni seinna voru sett á mig handjárn og varðmenn fóru
með mig ofan í káetu skipstjórans. Tveit klukkutímar liðu
og á meðan mátti ég bíða við dyrnar. Ég sá engan annan en
varðmanninn, sem neitaði að tala við mig. Nú var skipinu
lagt inn í Matavai-flóann og akkerum varpað á sama staí
og Bounty hafði legið nærri því þremur árum áður. Ég sá
út um kýraugað, að fólkið stóð í hópum niðri á ströndinni
og fjölda báta var róið út að skipinu. í einum af fyrstu bát-
unum sá ég Coleman og Stewart. Stewart var í einkennis-
búningi sínum, og Coleman var í gömlum fötum, sem voru
orðin stagbætt. Það var allt og sumt, sem eftir var af Evrópu
búningunum. Bátamir komu upp að skipshliðinni og ég sá
ekki meira til þeirra að sinni.
Freigátan hét Pandora, og skipstjórinn hét Edwards. Það
skuldið þið ekki að ykkur sé bægt;
frá þeirri fyrirætlan. Gjörið svo
vel! Byrjíð bara! Gangið í skrokk |
á öllu sem hér er inni! En þið ger I
ið bara ykkur sjálfum mest ógagn \
með því!
Þeir námu staðar í stiganum og
göptu eins og sauðahópur.
— Konan mín er komin átta
mánuði á leið. —Hercule Moreau
nuddaði hökuna. — Ég þori ekki
að hætta á neitt . . .
— Eigum við virkilega að láta
hann bjóða okkur byrginn? rumdi
bakarinn. En hann bar þó ekki
við að halda áfram lengra.
— Hann skal ekki kalla okkur
heimskingja! öskraði Guy Chauv-
in. — Við erum engir asnar hér!
Viktor hafði að minnsta kosti
tekizt að stöðva þá í bili, og kom-
ið inn hjá þeim skiptum skoðun-
um. Hann dró andann djúpt.
— Ég á ekkert hlutabréf í þess-
ari brú. Ekki eitt einasta! Og það
sem meira er — mér finnst að
hér geti verið um annað að ræða,
sem er meira virði en að byggja
brýr. Sparið röddina, þangað til
komið er að einhverju, sem þið
þurfið með. En það er fyrst og
fremst fullkomið framræslukerfi,
aðferð til að fylla alla
óþrifaskurði, skipuleg uppþurrk
un á öllum mýrum ykkar. Hvað-
an haldið þið að sjúkdómar ykk-
ar eigi rót sína að rekja? Nú hlust
uðu allir, þ’etta var orðræða sem
þeir skildu. — Þeir stafa frá
moskító flugunum, sem klekja út
eggjum sínum í mýrum og skurð-
um. Fáið borgarstjórann til
að hefjast handa gegn því!
— Já, ég hef nú barist
við bannsettta mýrarkölduna í
tvo áratugi, sagði Télémaque Mor
eau. — Það væri kominn tími til
að ræsa fram þessi anstyggilegu
forarfen.
— Næsti bæjarráðsfundur er 1
september.
— Ég er bæjarráðsmaður.
— Miché le maire kærir
sig ekki um að skattleggja fólk.
Hann tapar atkvæðum á því.
Þeir þrömmuðu þyngslalega nið
ur stigann og dreifðust. Dufour,
hvæsti einhverjum dónaskap fram
úr sér, en það varð til þess, áð
margir í senn ráðlögðu honum að
halda kjafti. Guy Chauvin bölvaði
í hljóði. Aristide Préjean var nú
kominn af baki og skipaði þeim
að fara aftur til vinnu sinnar.
Borgarstjórinn var hvergi sjáan-
legur.
Viktor beið kyrr í stiganum um
stund og hallaði sér upp að veggn
um, honum var þungt fyrir brjósti.
Svo datt honum Mirjam í hug, er
sat inni i viðtalsherbergi hans, Jg
hann sneri með hægð upp stig-
ann aftur.
26. kafli
Næstu viku hafði hann af ráðn
um hug aldrei séð Mirjara, og bó
var það svo, að á vissan hátt sá
hann engan nema hana. Minn-
ingin um síðasta fund þeirra lá
; stöðugt í leynuro í afkima auga
jhans og gægðist fram, ef hann
! gætti ekki að sér. Hann hratt
þeirri minningu til hliðar og varð
stundum gramur við. Hún olli hon
i um óróleika, meiri en hann haði
talið hugsanlegt, og hann átti erf-
itt með að gera sér grein fyrir
tilfinningum sínum gagnvart
henni. Kannski var það meðaumk-
un, og áreiðanlega ástríða. Það
var eitthvað sem hafði svikizt að
honum, ár. þess að hann vissi, líkt
og rándýr úr runna, eitthvað sem
hann varð að berjast gegn og af-
má. Hann reyndi ekki að villa
sjálfum sér sýn. Hann fann hvern
ig hann drógst að henni með ofur
afli sem hann hafði aldrei fundið
til fyrr, og hann varð að fara
gætilega til þess að gera enga vit-
leysu, hvorki gagnvart sér eða
henni.
Hann sökkti sér niður í vinnu
sína, fullgerði athugasemdir sín-
ar i dagbók læknisins, tók saman
og raðaði niður dagsetningum sem
hann hafði ekki gefið sér tím* til
að færa í lag, var þakklátur fyrir
hinn sívaxandi sjúklingahóp, með
öllum hans margvíslegu vandamál
um. Kíghóstinn gekk yfir og hann
var þeim stundum fegnastur, er
hann var að fórna — the holy
family, — klaustrinu, innan um
allar hinar kaffibrúnu telpur og
drengi. Hann hafði átt erfitt með
svefn upp á síðkastið og þótti
vænt um ef hann var rifinn upp
að nóttu til. Það var betra að
fara langa ökuferð um skógana,
til að vitja barns með kokhósta
eða manns sem hafði orðið fyrir
slöngubiti, en að liggja og velta
sér í rúminu eða lesa i bók fram
undir morgun. En hvað sem hann
svo tók sér fyrir hendur,
stóð hann sig að því hvað eftir
annað, að vera farinn að hugsa
um hana — milli línanna í bók-
inni, — meðan hann var að binda
um hönd. — á leið sinni í póst-
húsið, en þangað fór hann nú orð-
ið á öðrum tima en áður var.
Þetta var orðið honum að áráttu,
og fyrir kom að hann var eyði-
lagður yfir því.
Það var fyrst þetta kvöld að
þrá hans eftir að vera hjá henni,
tala við hana, fá að snerta hana,
var ekki jafn óstjórnleg og áður.
Og það var sem sigurvissa færi
um hann, er honum fannst loks
sem sér hefði tekist að hemja ólg
una í blóði sínu.
Og samt var hann svo órólegur,
að þótt orðið væri áliðið kvölds
og langur og þreytandi vinnudag-
ur að baki. fann hann enga hvöt
hjá sér til að hátta, en gekk um
gólf úti á svölunum. Hugsunum
sínum hélt hann þó við löglegar
leiðir. Hann reyndi að festa at-
hygli á þvi sem fram fór niðri við
ströndina, en þar hefðu ókunnir
getað haldið að fram ætti að fara
Jónsmessuhátíð.
Rækjuveiðarnar voru byrjaðar.
Austanvindurinn úafði borið rækj
una hingað eftir sólarlagið og nú
var þarna mikil ös manna, er
fleygðu netjum sínum út af sjá-
varbakkanum eða baðgestabryggj
unum. Meðfram allri ströndinni
mátti sjá olaktandi og osandi furu
blys, er vörpuðu rauðleitum
bjarma á börn og konur, sem kom
ið höfðu til að hjálpa við veiðarn
ar. Vörukerrur og smávagnar
stóðu hvarvetna. en hestar höfðu
verið spenntir frá og gengu nú á
beit undir greinum trjánna Fólk
hafði með sér kaffi á könnum,
smurt brauð og vatnsmelónur, og
snæddu úti við birtuna frá blysun
um.
Hann þóttist kenna Sep, par
sem hann var í óðaönn úti á bað-
bryggju de Rochers. Þegar Gladys
heyrði að rækjan væri kominn,
hafði hún bakað maísbollur sem
meðlæti og nú sauð fyrsta veiðin
yfir eldinum.
Klukkan var orðin tólf. Ef al
vill gæti hann nú fest svefu.
Hann gekk inn i herbergj sitt og
var nærri kominn úr ölium fðtum,
er hann beyrði fóta^ak Sep úti fyr
ir:
— Miebé Vik! Flýtið yður! Það
hefur gerst skelfilegur atburður!
Hercule Moreau lá í fjörunni,
þar sem þeir höfðu dregjð hann