Tíminn - 15.12.1964, Síða 12
^2
Ragnar Jónsson og Birgir Björnsson. — Þeir hafa orðiö íslands-
melstraar með FH 9 ár í röð í hanknatfieik utanhúss. Báðir lelka
þeir gegn Fram í kvöld.
TEKST
VINNA
Afmælismót FH heldyr
áfram í kvöld kl. 8,15
í kvöld heldur afmælismót FH í handknattleik áfram a8
Hálogalandi — og verður einn leikur. öSrum fremur, undir
smásjánni. Sem sé leikur FH gegn Fram i meistaraflokki
karla. FH-liðið er í góðri æfingu um þessar mundir og verður
fróðlegt að sjá hvort því tekst að sigra fslandsmeistara Fram,
sem eru nýkomnir að utan frá þátttöku í Evrópubikarkeppn-
inni. Leikmenn Fram komu flestir heim á sunnudaginn, en þó
eru þrír ókomnir og leika þeir ekki með í kvöld. — Sérstök
ástæða er tii þess að benda á, að leiktími verður 2x30 mínútur,
eða fullur Iciktími.
Fyrsti leikur í kvöld verður f 2. flokki kvenna og leika þá
saman FH og Fram. Þá leika saman í 4. flokki FH og Haukar.
Því næst leika FH og Valur í 3. flokki karla — og loks FH
og Fram í meistaraflokki karla.
Fyrsti leikur hefst kl. 20,15.
Eftir jafnteflisleik gegn West
Bromwich á útivelli hefur
Manch. Utd. ekki lengur for-
ystu í 1. deild, en Chelsea vann
á sama tíma Úlfana á heima-
velli sínum með 2:1. Manch. og
Chelsea hafa nú sama stiga-
fjölda, 33 stig, en alveg í hæl-
ana kemur Leeds Utd. með 32
stig.
Úrslit á laugardag:
L deild:
Arsenal—Liverpool 0:0
Blrmingham—Notth. F. 1:1
Blackburn—Sheff. W. frestað
Blackpool—Burnley 2:4
Cheisea—Wolves 2:1
Everton—Stoke 1:1
Leeds—Aston Villa 1:0
Leicester—Sunderland 0:1
Sheff. U.—Tottenham 3:3
W.B.A.—Manch. Utd. 1:1
West Ham—Fulham 2:0
2. deild.
Bolton—Huddersfield frestað
Derby—Crystal P. 3:3
Ipswich—Cardiff 1:1
Manch. C.—Charlton frestað
Middiesbro—Southampt. 4:1
Newcastle—Northampton 5:0
Plymouth—Coventry 2:3
Portsmouth—Leyton 1:1
Rotherham—Preston 2:2
Swansea—Norwich 0:0
Swindon—Bury 2:0
Úrslit í 1. deild á Skotlandi
urðu þessi:
Airdrie—Hibemian 0:1
Clyde—St. Mirren 1:1
Dundee Utd.—Rangers 1:3
Falkirk—Motherwell 1:1
Hearts—Aberdeen 6:3
Morton—Kilmamock 5:1
Partick—Celtic 2:4
St. Johnst.—Dunferm. 1:3
T. Lanark—Dundee 0:1
Hearts hefur forystu i 1.
deildinni skozku, hefur 28 stig,
en þess má geta, að Rangers,
lið Þórólfs, er með 19 stig, en
einum leik færra.
TÍM9NN
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1964
sigur
Þórólfur á bak við
Glasgow Rangers
Lék með á laugardag gegn
Dundee Utd. Fær óskipt Bof
Hsím. Reykjavík 14. desember.
Eins og skýrt var frá í sunnudagsblaðinu lék Þórólfur Beck sinn
fyrsta leik með aðalliði Rangers á laugardaginn og samkvæmt frá-
sögn skozkra blaða var hann maðurinn bak við sigur Rangers, sem
vann Dundee Utd. 3-1, en leikurinn var háður í Dundee. Hinn ungi
miðherji, Jim Forrest, skoraði öll mörk Rangers — tvö þeirra eftir
frábærar sendingar Þórólfs — svo ,,það var auðveldasta verk í heimi
fyrir hann að skora“ eins og þulur skozka útvarpsins komst að orði.
Undirritaður hlustaði á beina
lýsingu á leiknum á laugardag
(Scottish home service, 372 m. á
miðbylgjum), en lýsingin hófst kl.
3,15 eftir ísl. tíma og vom hlust-
unarskilyrði frábær, þannig að at-
hugandi er fyrir þá, sem vilja
fylgjast með skozkri knattspyrnu
að reyna þessa stöð á laugardög-
um. Leiknum var einnig sjónvarp-
að á Skotlandi.
Samkvæmt frásögn út.varpsins
hafði Rangers yfirburði í fyrri
hálfleik og var nær stöðugt í sókn
og var Wilson, landsliðsmaðurinn
á vinstra kanti þá aðalmaðurinn.
(Þess má geta, að Þórólfur var
vinstri innherji, kom í stað Baxt-
ers, sem fótbrotnaði í Vín gegn
Rapid á dögunum, 20 sek. fyrir
leikslok). Rangers skoraði fyrsta
mark leiksins, en Dundee jafnaði
mjög á óvart og var útherjinn
Dick þar að verki, en strax á eft-
ir skoraði Rangers annað mark og
var staðan þannig í hléi.
í síðari hálfleik tók Þórólfur
við aðalhlutverkinu fyrir Rangers
og nafn hans kom áberandi oftast
fyrir í lýsingunni — en einnig
var framvörðurinn Greig mjög
virkur. „Beck leikur mjög vel í
sínum fyrsta leik með Rangers",
sagði þulurinn — og bætti við eft
ir leikinn: „Hann verður mikill
styrkur fyrir Rangers". Mikil
spenna var í leiknum þar sem
munurinn var aðeins eitt mark —
og sjö mínútum fyrir leikslok gat
Þórólfur gert út um leikinn. Þul-
Þórólfur Beck.
urinn sagði: „Beck er kominn einn
í gegn með knöttinn — hann hlýt-
ur að skora — nei, markvörður-
inn varði, hann hefur meiðzt". Já,
þeir kunna sitt fag, þessir brezku
þulir. En rétt á eftir bætti Þórólf-
ur þetta upp. Þulurinn mjög hátt:
„Frábær sending (beautiful pass)
Beck splundraði vöm Dundee og
Forrest getur gengið með knött-
inn í markið“.
Þannig var lýsingin — eins og
skozku blöðin — mjög jákvæð
fyrir Þórólf og greinilegt, að
hann hefur með þessum leik tryggt
sér fastan sess í hinu ágæta liði
Glasgow Rangers.
Reykjavfkurmeistarar ÍR í körfuknattleik 1964.
ÍRingar óstöðvandi
Unnu KR örugglega í úrslitaleiknum á sunnudag með 74:45
Alf-Reykjavík, 14. desember.
ÍR-ingar áttu aldrei í neinum erfiðleikum með KR í úrslitaleiknum
í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik á sunnudagskvöld og sigruðu
örugglega með 74 stigum gegn 45. Þessi úrslit undirstrika enn betur
veldi ÍR í ísl. körfuknattleik. Þorsteinn Hallgrímsson, reyndasti leik-
maður ÍR, lék ekki nema lítinn hluta Ieiksins — og samt verða
úrslitin á þennan veg. Sannleikurinn er sá, að ÍR hefur óþrjótandi efni-
við — og ungu leikmennimir í ÍR-liðinu, sem maður sá leika á sunnu-
dagskvöld, standa ekki að baki hinum ungu landsliðsmönnum KR,
nema siður væri en auðvitað njóta þeir stuðnings reyndari og eldri
ieikmanna, en það er nokkuð, sem KR-ingar verða að vera án.
Fyrir þennan leik var búizt við, | keppni, jafnvel vinna, en nýlega
að KR-ingar myndu veita ÍR harða I hefur KR unnið ÍR í æfingaleik
og ýmsir leikmanna sýnt stórstíg-
ar framfarir. En ekkert gerðist í
þessa áttina, bókstaflega ekkert
— og það olli fjölmörgum áhorf-
endum að Hálogalandi vonbrigð-
um. Hver vill ekki sjá jafnan' og
spennandi leik?
Guttormur Ólafsson skoraði
fyrsta stigið í leiknum fyrir KR
úr vítakasti — og það var í eina
skiptið. sem KR hafði vfir Hólm
steinn og Agnai, beztu menn IR
í leiknum, tóku síðan við og skor-
Framhald á bls. 13
RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON