Tíminn - 04.02.1965, Side 2

Tíminn - 04.02.1965, Side 2
TÍMINN FIMMTUDAGUR 4. febrúar 1965 Miðvikudagur, 3. febrúar. NTB-Brussel. — f marz n. k. hefjast viðræður milli Efna- hagsbandalags Evrópu og Aust- urríkis um aukaaðild Austur ríkis í EBE. Er Austurríki eina EFTA-landið, sem hefur huga á að fá aðild að EBE sem stend- ur. NTB-Arras. — í dag hófst að nýju vinna við kolanámuna í Arras í Norður-Frakklandi, þar sem 21 námuverkamaður lét líf ið í fyrrinótt. Hinir látnu verða grafnir á föstudaginn. Samtök námuverkamanna munu láta fara fram nákvæma rannsókn á orsök sprengingarinnar og reyna að finna út, hver beri ábyrgðina á slysinu NTB-París. — Couve de Mur- ville, utanríkisráðherra Frakk- lands, fer til Washington 17. febrúar og dvelst þar í viku. Telja margir, að þetta þýði mjög batnandi sambúð Frakk- lands og Bandaríkjanna. Mun hann ræða við bandaríska emb ættismenn, m. a. um NATO. NTB-Washington. Paul Carl Meyer frá Chicago hefur verið ákærður fyrir að hafa látio 15 bandarísk vegabréf i hendur sovéskum borgurum. Mun hann hafa gert þetta í Austur Berlín árið 1963. Ákæran er í fjórum liðum, og mesta refs ing fyrir hvern lið er fimm ára fangelsi og 2.000 dollara sekt. NTB-Leopoldville. — Nýr stjórnmálaflokkur var stofnað ur í Kongó í dag. Flokkurinn, sem heitir Conaco, mun verða stærsti flokkur landsins og styðja Tshombe forsætisráð- herra. NTB-London. — Áreiðanlegar heimildir segja, að Lord Chal font, afvopnunarmálaráðherra Breta, fari til Noregs með vor inu en hann mun heimsækja Danmörku í aprílmánuði. NTB-Djakarta. — Sukarno, for seti Indónesíu, sagði í dag, að Indónesía myndi ekki ganga aftur í Sameinuðu þjóðirnar á meðan Malaysía ætti aðild að þeim. NTB-London. — Áreiðanlegar heimildir segja, að Harold Wil son hafi í hyggju að heim- sækja Washington og Ottawa síðar í þessum mánuði. NTB-Bonn. — Vestur-Þýzka- land andmælti í dag þcirri full yrðingu A-Þjóðverja, að kjarn orkurannsóknarstöðin í Karls ruhe framleiddi plutoníum til hernaðarnota og að V-Þýzka íand gæti framleitt atóm- sprengjur árið 1968. Segir í yfirlýsingunni, að þessar full yrðingar hafi ekki við neitt að styðjast. NTB-Osló. — Norrænt mót verð ur haldið í Þórshöfn í Fær- eyjum í sumar, og eru það íslenzk-færeyska félagið og Norsk-færeyska félagið, sem sjá um mótið. Slíkt mót var síðast haldið árið 1911. Wilson er bjartsýntt á framtíð stjómarínnar JHM-London, þriðjudag. Það má að vissu leyti þakka það fráfalli Churchills, að Wilson situr enn þá við völd hér í Englandi. íhaldsmenn voru tilbúnir í síðustu viku með vantrauststillögu á stjórn inaina, en jarðarförin dró alla athygli fólksins frá stjórn- málunum. íhaldsmenn höfðu búizt við að geta komið með tillöguna eftir fyrstu hundrað daga Wilson-stjórnarinanr og notið þá stuðnings Frjálslynda floksins. Kunnur þingfréttamaður, sagði í viðtali að íhaldsflokkur inn hefði komið of snemma með vantrauststillöguna og misreiknað sig algjörlega á stuðningi frá þingmönnum frjálslyndra. Hann sagði að þeir hefðu átt að bíða þar til stjórnin leggur fram tillögu sína um að þjóðnýta stáliðnað- inn, því þá hefðu þeir eflaust getað treyst á stuðning frjáls lyndra. Vantrauststillaga íhalds- manna var felld í dag meö 17 atkvæða mun, eða 306 atkvæð um á móti 289. Þingmenn Frjálslynda flokksins, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Harold Wilson kom fram á blaðamannaþætti í sjónvarp inu á sunnudag og var mjög bjartsýnn á framtíð stjórnar innar og flest þau vandamál sem hún á við að glíma. Hann sagði m. a. að fjármálaástand ið hefði batnað stórum á síð- ustu mánuðum, vegna þess að stjórnin tók ákvarðanir sem þurfti að taka. Hann sagði og að þjóðarframleiðslan væri nú aftur á uppleið í fyrsta sinn í langan tíma. ,,Við vorum óánægðir með að hækka vext ina, og mönnum mislíkaði það bæði heima fyrir og í öðrum löndum, og við munum lækka þá eins fljótt og unnt' er“. Þá sagði forsætisráðherrann að á s. 1. ári hefði.þjóðin kos- ið Verkamannaflokkinn vegna þess að hann einn gæti leyst vandamál þjóðarinnar, og stjórnin ætlaði sér að vinna það verk. „Við erum ekki held ur hræddir við óvinsældir, sem fylgja slíkum verkefnum“, sagði Wilson. Hann bætti við að það mætti rekja þá andúð sem fólkið hefði á stjórninni tii stjórnar íhaldsmanna, sem hefði skapað það ástand sem ríkti í landinu. Hann sagði að stjórnin myndi án efa leggja fram frumvarp sitt um þjóð- Harold Wilson nýtinguna á stáliðnaðinum og örinur frumvörp, sem lofað hefði verið í kosningunum að flytja í byrjun þingsins. Einnig sagði Wilson að í Eng landi væri nú mikill áhugi fyr- ir því að þjóðin kæmist aftur á toppinn. „Við höfum hangið aftan í of mörgum þjóðum, of lengi“. — „Ég trúi því að sé maður ekki hræddur við að segja fólkinu sannleikann um öll þau vandamál sem við höf- um við að glíma, þá er víst að fólkið muni veita manni fylgi“. sean Stjórnarkjör í Fél, járniðnaðar- manna Framsboðsfrestur til kjörs stjórnar og trúnaðarmannaráðs í Félagi járniðnaðarmanna í Reykja vík rann út þriðjudaginn 2. febr. Einn listi, listi stjórnar og trún aðarmannaráðs barst og var hann því sjálfkjörinn. Stjórnina skipa þessir menn: Guðjón Jóns son formaður, Tryggvi Benedikts son varaformaður, Theódór Óskars son ritari, Karl Finnbogason vara ritari, Gunnar Guttormsson fjár- málaritari, Ingimar Sigurðsson gjaldkeri og Snorri Jónsson með stjórnandi. Snorri Jónsson sem verið hefur formaður í samtals um 20 ár, baðst undan að vera kjör inn formaður .Trúnaðarmannaráð skipa auk stjórnarinnar: Einar Siggeirsson, Erlingur Ingimundar son, Guðmundur Rósinkarsson, Gísli Sigurhansson, Ingólfur Jóns son, Jón Jónsson, Benedikt Sigur ’ jónsson og Stefán Stefánsson. Að-| alfundur félagsins verður haldinn seinna í mánuðinum. 1964 VAR METAR HJA FLUGFÉLAGI ÍSLANDS Mikil aukning varð í flutning- um Flugfélags fslands á síðast- liðnu ári og barst blaðinu í dag skýrsla Flugfélagsins um það mál. Mest varð aukningin í farþegaflugi milli landa, en þar varð aukning in 27.7%. Alls fluttu vélar félags ins í áætlunar- og leiguflugi 112. 315 farþega. Flutningar Flugfélags íslands árið 1964 gengu mjög vel og fluttu flugvélar félagsins fleiri farþega en nokkurntíma áður. Einnig varð veruleg auknipg á vöruflutningum og póstflutningum, en færri leiguflug voru farin en árið á undan. Farþegar félagsins í áætlunar flugi milli landa árið 1964 voru samtals 36,952. en voru 28,937 árið á undan. Aukning 27,7%. Vöruflutningar milli landa námu 412 lestum. Árið áður voru flutt ar 332 lestir og varð aukning því tæplega 24%. Þá voru fluttar Sæskrímsli NTB-Brisbane, miðvikudag. 25 metra langt, svart sæskrímsli heldur sig fyrir utan Hvíta- sunnueyjiarnar við strönd Ástralíu, að því er franskur ljós- myndari fullyrti í dag. Segist hann hafa Uósmyndir, sem getí staðfest frásögn hans. Ljósmyndarinn, Robert Le Serrec, hefur unnið að því að kvikmynda kóralrifið fyrir ut- an strönd Ástralíu síðan í júní í fyrra, þegar hann og fjöl- skylda hans sigldi í strand rétt hjá Mackay í Qeensland. Hann, kona hans, Raym„nde, þrjú börn þeirra og vinur þeirra, sem á heima í Sydney, sáu sæskrímslið 12. desember. Þau komust mjög nálægt því, eða í um 5—6 metra fjarlægð. — „Þar sem dýrið hreyfði sig ekki og var sært stóru og djúpu sári, fórum við út í vatnið til þess að athuga það nánar. En þá snéri það sér að okkur og var mjög ógnandi út- lits“ — sagði ljósmyndarinn. — ( „Höfuð þess var um 1.20 metr ar á hæð og 30 cm breitt. Lík aminn skiptist í 1.50 metra breið belti. Ég hef verið á sjónum í 10 ár, en þetta líktist ekki nokkru því dýri, sem ég hef séð eða heyrt áður“ — sagfti Robert. 115 lestir af pósti á móti 90,6 lestum árið áður. Aukning 26,4%. Farþegar Flugfélagsins á flug- leiðum innan lands voru á ár- inu 69,834, en voru 62,056 árið á undan. Aukning í farþegaflutn- ingum innanlands er 12.5%. Vöru flutningar á innanlandsleiðum námu 1049 lestum, en voru 974 lestir árið áður, aukning er 7,7% i og fluttar voru 128 lestir af pósti I á móti 117,5 lestum árið áður, : aukning 9.4%. Þess ber að geta í j samanburðartölum innanlands- : flugs, að árið 1963 lamaðist starf í semin tvisvar vegna verkfalla, en á s. 1. ári ríkti vinnufriður. Samanlagður fjöld farþega Flugfélags íslands á áætlunarleið um innan lands og milli landa árið 1964 varð því 106,786. All- margar leiguferðir voru farnar á árinu, þó færri en árið á undan, og voru farþegar samtals í þeim 5,529. Tala farþega í áætlunar- flugi og leiguflugi með flugvél um Flugfélags íslands s.l. ár er því 112,315. Sem fyrr segir, gekk starfsemi félagsins vel á árinu. Flugvélar þess voru á lpfti samtals 10,104 klst. og samanlagt flugu Faxamir nokkuð yfir þrjár milljónir kíló metra. A yfirstandandi ári eru tuttugu ár liðin síðan Flugfélag íslands hóf millilandaflug. Sumarið 1945 fór Katalína flugbáturinn TF- ISP þrjár ferðir milli íslands og útlanda. Farþegar Flugfélagsins milli landa þetta sumar voru 56. Þetta voru fyrstu millilandaflug íslendinga með farþega og póst. Mikið aflaleysi | GS-ísafirði, miðvikudag. j Hér er mikið aflaleysi, mesti afli í gær var fímm lestir á bát. Guðbjartur Kristján II var afla- hæstur í janúar, með 107 lestir. Raunar voru það tveir, sem gerðu útslagið á þennan afla hans, sem mun vera sá bezti hér um slóðir. 1 öðrum þessara róðra fékk hann 18 lestir og í hinum 12. 5 KINDUR FUND- USTÍÓBYGGÐUM ÞH-Laufási, Kelduhverfi, miðviku- dag. Á mánudag fóru tveir menn héðan úr Kelduhverfinu í eftir leit suður með Jökulsá. Voru það Þeir Óskar Ingvarsson, Meiðavöll- um og Sigurgeir ísaksson Ásbyrgi. Fundu þeir fimm kindur á Rauð- hólaundirlendi, sem er skammt norðan Hljóðakletta. Voru fjór ar þeirra veturgamlar. en ein fullorðin. Sú fullorðna var illa á sig komin, en hinar fjórar voru hinar sprækustu. Fjórar kindanna voru eign leit armanna, en ein veturgömul var eign Ingva Axelssonar í Ási. Er hún útigöngunni ekki óvön, hún gekk úti allan fyrravetur lamb. Engin þessara kinda hi komið í hús í vetur. Þorrablót f Kónavogi. Þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavog) verður haldið í efri salnum í Félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 13. febrúar og hefst það kl. 20. Nánar auglýst síðar. — Stjórnin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.