Tíminn - 12.03.1965, Qupperneq 8

Tíminn - 12.03.1965, Qupperneq 8
8 TÍjVIINN FÖSTUDAGUR 12. marz 1965 ★ „Fárviðri undir Eyjafjöll- um“, „Stórtjón í ofsaroki und- ir Eyjafjöllum“. ,.Þök fjúka af húsum undir Eyjafjöllum" . . . Slíkar fyrirsagnir hafa býsna oft birzt í íslenzkum blöðum fyrr og síðar, og eiga því mið- ur vafalaust eftir að birtast oft enn þá. Þessar fréttir hafa vald ið því, að þegar við heyrum minnzt á rok detta okkur Eyja- fjöllin í hug, og þegar við heyrum minnzt á Eyjafjöllin, dettur okkur rok í liug. Ef einhver skyldi láta sér detta í hug að þessi sífelldu rok undir Eyjafjöllum stöfuðu einfaldlega af því að þar væri eitthvað óvenju illa gengið frá Séð heim að Núpi undir Eyjafjöllum. Éinn stormsveipurinn þar fsrði hestasláttauvél úrstað. Tímam. KJ getur veðursæld verið þar ákaf lega mikil. Sólríkir og lygnir sumardagar undir Fjöllunum eru til dæmis einhverjir feg- urstu dagar, sem getur á landi hér, og þeir sem aldrei hafa ferðazt undir Fjöllunum nema á slíkum dögum geta ekki ímyndað sér hamfarir náttúr- unnar þar í almætti hennar. Nóttina áður en við komum hafði að vísu verið hvasst á þessum slóðum, og við heyrð- um skáldprestinn í Holti segja yfir kaffibolla á Hvoli að „raf- magnið hefði farið af í Holti, eins og venjulega," en Eyfell- ingar kippa sér ekki upp við svoleiðis smámuni. Enda mun lítill skaði hafa orðið í því veðri. Við hittum fyrst að máli Ein ar Jónsson bónda á Moldnúpi, sem um margra ára skeið var skipstjóri í Eyjum. Hann flutti síðan að nýju á föðurleyfð sína, en hefur þó ekki að öllu sagt skilið við sjóinn. Hann ROK UNDIR EYJAFJOLLUM húsum, þá er sá sami á slæm- um villigötum staddur, því hvergi á íslandi mun eins tryggilega gengið frá húsum og þar. í stuttu máli sagt þá dettur engum þar í hug að ganga frá húsþökum og glugg- um þar á sama hátt og gert er í vönduðustu húsum annars staðar. Til dæmis er í Reykja- vík og sjálfsagt víðast eða alls staðar í kaupstöðum bannað að hnykkja þaksauminn, svo unnt sé að rjúfa þekjuna utan frá, ef eldsvoði verður. Þeir undir Fjöllunum segja, að þeir geti alveg eins fleygt járninu strax eins og skilið við sauminn óhnykktan. Og að þeir láti sér nægja að binda sperruendana niður í steypuna með einum vír, — nei, þeir eru ekki að henda timbrinu á þann hátt undir Fjöllunum. Hún er fræg, gamla lygasag- an, um það þegar naglbítur, sem var gaddaður niður í kál- garði undir Fjöllunum, fauk, en sumar sönnu sögumar eru hreint ekkert trúlegri, og satt bezt að segja myndi ég' ekki þræta fyrir að hún gæti verið sönn! Sannleikurinn er neínileg sá, að rokið undir Eyjafjöllum er ekkert venjulegt rok, eins og við eigum að venjast því. heldur óskaplegir og óútreikn- anlegir sviptibyljir sem æða úr skörunum og kastast fram og til baka. Stundum fjúka þök í austur í austanátt, langar leið ir „á móti“ veðrinu, og þegar ofsaveðrið skellur á ramm byggðum þökum er það stund- um að hlíðin, sem er í skjóli, lætur undan, einfaldlega vegna sogkraftsins. Þannig er umhorfs núna inni i hlöðunnl í ' Berjanesi. Stein- steyptur og járnbundinn gafl hlöðunnar fauk inn, og hnykkt járnið fauk af hlöðunni. í horn inu til vinstri sést, hve stutt er á milli hlöðunnar og íbúðar- hússins. Samt fannst ekki fyrir bylnum, sem braut hlöðugaflinn á íbúðarhúsinu, svo snarpir og litlir um sig eru þessir storm- sveiplr undlr Fjöllunum. Blaðamenn Tímans óku aust ur undir Eyjafjöll síðastliðinn sunnudag, sumpart til þess að virða fyrir sér skemmdirnar í síðasta fárviðri, sem geysaði þar aðfaranótt miðvikudagsins 24. febrúar, og sumpart til að spjalla við tvo fullorðna og greinargóða bændur þar eystra um rokið, fyrr og síðar. Á sunnudaginn var blíðskapar- veður undir Fjöllunum, enda er sem sé formaður á síðasta sexæringnum undir Fjöllunum síðasta skipi, sem gert er enn út til fiskjar frá hinni hafn- lausu strönd suðurlandsins á sama hátt og gert var öldum saman, en það er önnur saga. Og yfir rjúkandi kaffibollum tókum við tal saman. — Það þýðir ekkert að vera að segja þessar sögur héðan, sagði Einar. — Það halda allir, sem ekki þekkja til, að þær séu lygi, og hinum koma þær ekki á óvart. Einn merkis bóndi, sem býr hér ná- lægt mér, var eitt sinn sam- ferða fólki austan úr sveitum í áætlunarbíl. Hann fór að segja því frá því, hvernig þessi veður höguðu sér, og hann krítaði hvergi liðugt, enda sannsögull maður með afbrigð- um. Hann sá, að sessunautur hans var ekki meira en svo trúaður á frásögn hans og leit í kringum sig. Og þá sá hann, að þeir sem í kringum þá sátu byrgðu niður í sér hláturinn. Þeim datt bersýnilega ekki annað í hug en hann væri að segja tómar lygasögur. —Ekki hefur hann þó ver- ið að segja söguna um gadd- aða naglbítinn? — Nei, sagði Einar og kímdi við, — en hann var að segja þeim frá einna ótrúlegasta at- vikinu, sem ég hef heyrt. Það gerðist í Mínervuveðrinu svo- kallaða á þriðja áratug þessar- ar aldar. Þá var óskaplegt veð ur sem olli hér miklum skaða. Jörð var orðin þíð á yfirborð- inu, en klaki undir. Þá kom óskaplegur sviptivindur hjá Hvammi og hann skrúfaði sig niður í jörðina og bókstaflega reif hana upp niður á klaka, og þeytti öllu út í buskann. Þarna var lengi far í jörðina eftir, en nú mun það varla sjást lengur. Það er ekki von að húsþök standist slíka vinda. — Og svo var það þegar hestasláttuvélin fauk á Núpi. Hún fauk að vísu ekki langt, en Sigurður heitinn Ólafsson, sem þar bjó og var mjög sann- orður maður. sá þegar hún barst til fyrir vindinum. Þetta er vissulega ótrúlegt, því hesta sláttuvélar eru mjög þungar, það þarf tvo hrausta menn til i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.