Tíminn - 12.03.1965, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 12. marz 1965
TÍMINN
að færa þær til hliðar, og þær
eru mjög lágar og taka lítið
veður á sig. En engu að síður
færði einn bylurinn hana til
á Núpi.
— Veðrin hérna skella yfir-
leitt ekki á okkur að óvörum.
Við sjáum það á skýjamynd-
unum á jöklinum, ef von er
á þeim. Ef það myndast slétt,
grá þoka á jökulhettunni, þá er
vissara að vera við öliu búinn.
Verstu veðrin eru í norðlægri
átt, allt frá útnorðan og til
- austurs. En hina einstöku bylji
getur enginn reiknað út. Þeir
koma niður úr skörðum og döl
um, æða fram og til baka og
geta valdið stórskaða á einum
bænum, en á næsta bæ hreyf-
ist enginn hlutur. Til dæmis
á Hvammi kemur það fyrir að
vindsveipur æðir vestur fyrir
núpinn og þar vestur úr. Þá
myndast geysilegur sogkraftur
meðfram hlíðinni, sem beinir
stormsveipnum þangað og þar
tvíeflist hann, og fer þá gjarna
til baka austur með fjallinu.
Og hið sama gerist raunar oft,
þegar stormsveiparnir skella á
húsþökunum. Þá sést ekkert
á þeirri hlið sem snýr að veðr-
inu, en ofan við þá hliðina,
sem undan snýr, myndast
óskaplegur sogkraftur og
hann sogar þakið út undan
veðrinu. Og niður í lofttómið,
sem myndast við skjólhlið hús-
anna skrúfar vindurinn sig
einnig og rífur þar allt laus-
legt í burtu. í síðasta veðrinu
hérna til dæmis gerðist þetta.
Annars varð hér lítið tjón þá.
Ég á þungan heyvagn með
járnbeizli og hann stóð
í skjóli undir fjósveggnum. En
engu að síður reif rokið hann
með sér. Heim að bænum liggja
rafmagns og símalínur á ská,
þannig að vagninn hefur varla
með nokkru móti komizt á
milli stauranna aila þá vega-
lengd sem hann fauk. Hann
fauk hátt í hundrað metra nið-
ur á tún og hlýtur að hafa
skrúfazt upp fyrir línurnar, því
hvergi hefur hann komið við
staurana og hvergi er far eftir
hann á jörðinni alla þessa
leið. Nú liggur hann á hvolfi
við heimreiðina og það er svo
erfitt að velta honum við, að
ég er að hugsa um að bíða
eftir dálitlu austanveðri, til
þess að rétta hann við!
Við gengum ut með Einari
bónda. Hann sýndi okkur aust-
angaflinn á steinsteyptu húsi
og auðséð var, að efsti hluti
hans hafði verið steyptur upp.
— Það var í einu veðrinu, að
það fauk hluti af þakinu hérna.
Það var rammbyggilega bund-
ið ofan í steypuna en rokið
gerði sér lítið fyrir og reif
bara efsta hluta hennar með
sér og bar allt saman sam-
hangandi góðan spöl. 1 þessu
sama veðri átti ég rauðviðar-
tré, sem var tíu tommur á
kant hér uppi á túni. Það fauk
langar leiðir!
Nú stigum við upp í bílinn
og ókum í austurátt og Einar
bóndi fylgdi okkur. Er við
komum yfir Holtsósinn beygð-
um við til suðurs því við ætl-
uðum að líta á skemmdirnar
af völdum síðasta veðursins á
Berjanesi og Leirum, en á báð
um þessum bæjum urðu mikl
ar skemmdir.
— Héma er eitt almesta
roksvæðið, sagði Einar, — á
Steinabæjunum og bæjunum
þar suður af, og reyndar ók
um við áðan framhjá slæmu
svæði. þar sem eru bæirnir
Holt, Vallnatún, Ormskot og
Grundarbæirnir, sem standa
frammi undir Holtsnúpnum.
Við hittum Andrés bónda
Einar Jónsson á Moldnúpi (hv.) og Gissur Gissurarson í Selkoti segja frá rokinu undir Eyjafjöllum
Andrésson í Berjanesi heima á
hlaði — og þar gaf á að líta.
Fyrir öllum gluggum hússins
voru rimlaflekar og sömu sögu
var að segja um fjósgluggana.
Örskammt frá bænum (í ca.
tuttugu metra fjarlægð) stend-
ur nýbyggð hlaða geysistór.
Hún er steinsteypt og þræl-
járnbundin. Nú er mikið af
járninu fokið burt af þaki
hennar. Hún var byggð síðast-
liðið sumar og þetta er í ann-
að skiptið, sem járnið fýkur.
Þó var Andrés búinn að
hnykkja hvern einasta nagla í
þakinu í annað sinn.
En það var ekki þakið sjálft,
sem vakti mestu athygli okk-
ar heldur norðurgafl hússins.
Hann er byggður úr 16 cm.
þykkri steinsteypu og allur
járnbundinn. Á tveim stöðum
ganga stuðningsveggir í vinkil
inn úr gaflinum einnig úr
steinsteypu og járnbundnir við
meginvegginn. Þeir ná upp á
miðjan gafl. Og þessi ramm-
byggilegi steinveggur hafði
bókstaflega fokið í sundur!
Hann hafði rifnað að endi-
löngu fyrir ofan stuðnings
veggina og lyfzt upp á pá!
Járnbindingarnar í veggnum
höfðu ekki slitnað, en hins veg
ar gefið sig eitthvað. Þarna
er ekki um annað að gera en
steypa nýjan gafl þegar vorar.
Hafi einhver efi leynzt í hug-
skoti okkar yfir roksögunum
undir Fjöllunum áður en við
sáum þessi vegsummerki, þá
hvarf hann í það minnsta
núna. Það væri gaman að vita,
hver styrkleikur þess vind-
sveips sem þessu olli hefu.r
verið á vindmæli.
— Þeir eru snarpir byljirn-
ir hérna á stundum, sagði
Andrés bóndi, — og þeir taka
oft ekki yfir nema örmjótt
belti. Til dæmis get ég sagt
ykkur það, að við urðum ekki
vör við þann byl, sem þessu
olli heima í húsinu, og er þó
ekki langt á milli. Járnplöturn
ar voru svo að tínast af fram
eftir allri nóttu.
— Þú neglir fyrir glugganaV
— Já, annað er þýðingar
laust. Rokið sópar upp möl-
inni hcr á hlaðinu og feykir
með sér steinum af aurunum
Rúðurnar verða eins og sii-
unganet ef ekki er neglt fyrir
gluggana.
— Ég sá einu sinni rúður í
bæ í Holtshverfinu eftir svona
veður. sagði Einar. — Þær
voru eins og smáriðið net
•krafturinn á ' steinunum hefur
verið eins og á byssukúlu, því
hvergi var brotið út' frá. bar»
götin eftir steinana eins og
klippt út úr.
Næst lá leið okkar að Leir-
um. Þar býr ungur bóndi Jón
Sigurðsson og hann varð einn-
ig fyrir miklu tjóni í síðasta
veðri. Skammt norðan við bæ
inn stóð hlaða og fjárhús. í
fjárhúsunum voru um áttatíu
kindur þessa nótt. Húsin voru
að vísu gömul, en tryggilega
frá þeim gengið, eftir því sem
hægt er við slík hús. Þakið
fór af öllum húsunum í heilu
lagi og lagðist fram og niður
yfir fjárhúsið, yfir allan kinda
hópinn. Svo giftusamlega tókst
að enga kind sakaði og ekki
heldur hest sem var í kró í
húsunum. Skammt frá var
minni hlaða, steypt. Þakið af
henni var horfið út í buskann.
Okkur datt helzt í hug loftár-
ás.
Svo var haldið upp fyrir þjóð
veginn að nýju og Gissur bóndi
í Selkoti sóttur heim.
Hann byrjaði á sama for-
málanum og Einar á Moldnúpi
að það þýddi ekkert að segja
þessar roksögur, það tryði
þeim enginn. En við fullviss-
uðum hann um að við tryðum
orðið hinu og þessu eftir að
hafa séð steinsteypta vegginn
í Berjanesi.
— Ég er afskaplega veður-
hræddur maður, sagði Gissur
og tók í nefið og bauð öðrum
að góðum og gömlum íslenzk-
um sið. — Það á líklega rætur
sínar að rekja til þess, að ég
Þeir eru hvorki stórir né léttir, gnýblásaranir, samt þvkja það
engin tiðindi, þótt þeir fjúki um undir Fjöllunum, og blásarinn
hans Einars á Moldnúpi sneri einu sinni öfugt eftir einn storm
sveiplnn.
varð afskaplega hræddur sem
barn. Það var um vor
árið 1907, þegar ég var 8 ára.
Þá gerði óskaplegt veður hérna
undir Fjöllunum. Ég átti þá
heima í Drangshlíð hjá for-
eldrum mínum. Þá nótt fauk
hver einasta rúða úr húsinu í
Drangshlíð. Fólkið tók sængur
úr rúmum sínum og tróð í
gluggana eftir því sem hægt
var. Ég man að ég varð svo
hræddur að ég skreið upp í til
ömmu minnar. Þá var nýbúið
að sleppa fénu og margt fauk
ofan fyrir og drapst.
Ég held að allt fólkið hafi
verið hrætt og ég bý að þessu
enn. Nei annars það var ekki
allt hrætt. Ég man eftir göml
um manni þarna á heimilinu.
og sá var nú rólegur yfir þessu
öllu. Hann svaf alla nóttina,
nema þegar umgangur fólksins
hélt fyrir honum vöku og ég
man enn eftir að hann reis
eínu sinni upp og hreytti út
úr sér: „Hver andskotinn er
þetta, getið þið ekki hangið í
rúmunum!" Þá var hver ein-
asta rúða farin úr bænum op
allir aðrir en hann dauðhrædd
ir um líf sitt!
Og í þessu veðri gerðist einn
af þessum ótrúlegu atburðum,
sem þið eruð víst að sækjast
eftir að heyra um. Hann gerð-
ist á Hrútafelli. Það voru trað-
ir heim að bænum, ég man
nú ekki nákvæmlega lengur
hve breiðar né háar þær voru,
en mig minnir þær hafi verið
nokkuð breiðar og garðarnir
svona mittisháir. Þriggja vetra
hestur stór og stæðilegur, var
fyrir norðan traðirnar, þegar
ein stormhviðan gekk yfir. Og
heimilisfólkið horfði á klárinn
takast á loft, svífa yfir trað-
irnar og koma standandi niður
hinum megin við þær, án þess
að snerta garðana! Þetta þótti
ótrúleg saga og þykir víst enn,
en fólkinu bar svo saman i frá
sögninni, og var enda mjög
sannort að ég veit að þetta
er sátt. Hesturinn var kallað-
ur Fok-Nasi upp frá því og ég
man vel eftir honum.
— Tapast ekki oft hey i
þessum veðrum að sumarlagi?
— Jú, blessaðir verið þið,
hvort það gerir, eða öllu held
ur gerði, það er nú
orðið minna um það, vegna
þess að slátturinn er fyrr bú-
inn. Septemberveðrin voru oft
verst. En ég man eftir að Sig
urjón í Hvammi sagði einu
sinni við mig, að hann vildi
glaður gefa 60 hesta af töðu
á hverju sumri ef hann ætti
víst að annað hey fengi að
vera í friði.
Ég man eftir því, að pabbi
var einu sinni að heyja á svo-
kölluðum Helgubakka í Bakka
koti. Við vorum að hirða um
daginn og fluttum heim á
klökkum jafnóðum. Ekki höfð
um við undan að flytja og
um kvöldið var farið að hvessa
og við sáum, að vonzkuveður
var í aðsigi. Við tókum það tii
ráðs að velta öllum böggunum
saman og binda þá saman á
bakreipunum. Svo bundum við
reipi vandlega utan um alla
hrúguna og gengum eins vel
frá og okkur var framast unnt
þar eð við bjuggumst við hinu
versta. En morguninn eftir var
ekki einn einasti baggi á sín-
um stað. Mest af heyinu var
fokið út í veður og vind nokk-
uð hafði staðnæmzt í jökulá.
sem rennur þarna hjá og var
vitanlega ónýtt. Annars stenzt
ajnn no -aci1 heSSÍ veðlH
auðvitað ekki. þeir hverfa
bara út 1 ouskann'
Framhald á 14. síðu
6