Vísir - 24.12.1932, Side 9
V I S I R
hanu innilega glaður. Marie var heima öll jólin,
og þetta voru fjTstu sameiginlegu jólin þeirra.
Iieimili þeirra mætti líkja við smáskip i stórsjó,
og þó engu mætti muna, að þau gæti varist áföll-
um, gáfust þau ekki upp að lieldur Og þau voru
auðug, af þvi að þau áttu hvort annað. Þau fögn-
uðu jólunum upp á sína vísu og af lítilli ytri við-
liöfn, enda engin tök til slíks, og hvorugu að skapi.
Marie liengdi græna sveiga i gluggana á setustof-
unni og þau horðuðu við kertaljós til hátíðabrigðis
á jóladaginn. Barny vildi þá óður og uppvægur
fara á fætur og Marie varð að láta undan honum.
„Á aðfangadagskveld var mest um að vera
lieima,“ sagði Barny, „en þú réðir i gærkveldi, og
eg varð að híma i bólinu, en nú fer eg að borðinu,
hvað sem tautar.“
Og þar við sat. Þau ræddu um jólin heima. Hún
um jólin i heimbygð sinni, hann um jólin i út-
kjálkakofanum vestur á fjörðum, en þeim kom
saman um, að jólin, sem voru að liða, væri best.
Og um kveldið, áður þau gengu til rekkju, söng
Marie fyrir liann jólasálma, og með talnabands-
krossinn sinn í hendi bar liún fram bæn, þakkaði
hinni lieilögu guðs móður fyrir jólin og bað liana
að vernda lieilsu Barny. Hann slcildi ekki mál
hennar, nema að litlu leyti, því að vitanlega bar
hún fram bænir sínar á sinni eigin tungu, en hon-
um skildist, að það var umhugsunin fyrir honum,
sem knúði fram orð hennar, sem létu i eyrum lians
eins og þýður lækj arniðurinn, þegar hann á
bernskuárunum gekk með móður sinni til strand-
ar á sumarkveldum.
Nokkrum dögum siðar fengu þau bréfið, sem
Marie hafði verið að vonast eftir þegar upp úr
jólunum.
„Hvað heldurðu, að liún segi, Barny ?“ sagði
Marie, cr bréfið loks kom. En það leyndi sér ekki
hvað í þvi stóð. Barny þurfti ekki að geta sér neins
til um það.
„Hún’ segir: Þið skuluð vera eins velkomin og
blómin i maí.“
En það dróst nokkuð, að þau færi norður, vegna
veikinda Barny. Mrs. Wood greiddi götu þeirra
vel. Og i mars, er vorið nálgaðist, liéldu þau norð-
ur á bóginn.
Vorið leið og Barny fór að smáhressast, og á
miðsumri var liann farinn að lijálpa til við létt
verk. Hann vissi nú, að enn mundi nokkur tími
liða, áður úr þvi væri skorið, hvort hann gæti vænst
jjess að fá fullan bata eða ekki. En hann vissi, að
ef brjóstveikum manni gat ekki batnað að fullu
þarna norður frá, þá var varla bata að vænta ann-
arsstaðar. Hann sætti sig við alt, þótt liann væri
farinn að hugsa meira lieim til æskustöðvanna en
áður. Móðurfaðmur fagurrar, frjálslegrar náttúru
stóð lionum opinn og hann var ákveðinn í að sætta
sig við lif og dauða við þau faðmlög. Hann varð
glaðari, vonbetri, því lengra sem leið á sumarið.
Útiveran átti vel við hann, einkum kyrðin mikla,
sem á öllu var. Öll liin ytri einkenni múglífsins
sem voru að móta hann i landi vélamenningarinn-
ar, fóru að mást af honum og hann fór að lílcjast
sínum gamla manni æ meira, liann fór að þrosk-
ast i þá átt, sem i rauninni stóð eðli hans næst,
hugsanalíf hans fór að blómga, hann vitkaðist,
hann óx að manngildi.
Hann liugsaði nú titt um alt sitt líf frá fyrstu tíð,
en tíðast um minningar bernskuáranna, en hann
liugsaði einnig um það, að í rauninni var hann
rótarlaus visir, er hann liitti Marie fyrir, en nú var
liann að festa rætur, og skifti það i rauninni
nokkru, hvar mannlegur visir skaut rótum? Var
það ekki aðalatriðið, að menn fyndi sjÉlfa sig og
sanna hamingju i þvi?
Þegar Marie liafði alið lionum barn, sem að vísu
var telpa, en ekki drengur, auðnaðist honum enn
að skilja sjálfan sig og lifið betur.
Og enn gekk „sumar Indiánanna“ i garð. Aldrei
hafði Barny lifað fegurra liaust en að þessu sinni.
Hann gekk um skógana, tiðum einn, en stundum
með Marie, og þau ræddu um, að sjálfsagt væri
það best fyrir mennina, að það blíða og striða
skiftist 'á, eins og i náttúrunni. Þau voru lika á
einu máli um það, að haustið væri yndislegasti
tími ársins, en hvorltveggja var, að þau höfðu fyrst
kynst að hausti til, þegar skógargróðurinn er feg-
urstur, og þau höfðu það á tilfinningunni nú, er
aftur haustaði og rauðlaufga skógurinn breiddi út
faðminn á móti þeim, að þau væri komin heim!
Og er það ekki svo, að ekkert getur betra komið
fyrir þann, sem lirakist hefir og þjáðst, en að vera
kominn heim, er haustai’.
GILDRA.
Eftir Frédéric Boutet.
„Leyf mér að endurtaka það,
ungi maður, — hér verður ekki
farið með yður eins og ritara,
lieldur sem vin. Það var mælt
mjög með yður, og eg þarf ekki
að bæta því við, að eg álít ó-
þarft, að gera frekari eftir-
grenslanir. Eg dáist að hinum
göfuga metnaði yðar, að halda
hinu mikilsverða námi yðar
áfrm, þrátt fyrir örðugleika
fjölskyldu yðar. Sem sagt, —
bókasafnið, það verður yðar
ríki. Fyrri liluta dags búið þér
i hendur mér efniviðinn i hið
mikla ritverk mitt: „Saga að-
alsætta héraðs vors“, og síðari
hluta dags, milli 2 og 3 förum
við saman yfir dagsverkið. Eft-
ir það er yður fullkomlega
frjálst að helga yður yðar per-
sónuulegu áhugamálum og búa
yður undir próf yðar.
— Eg er viss um, að þér
kunnið vel við liöllina, lierbergi
yðar eru þægileg og skyldur
yðar ekki' erfiðar um of. Alt
virðist þannig benda á, að vet-
urinn verði oss báðum til gagns
og gleði. í kvöld ælla eg að
kynna yður frú de la Berviére,
börnum okkar tveim, og fóstru
þeirra. Eg fyrir mitt leyti vona,
að samvinna okkar verði bæði
skemlileg og löng.“
Hr. de la Berviére hallaðist
upp að risavaxinni eldstónni i
viðliafnarsalnum og tindi út úr
sér þessa ræðu með tiginmann-
legum ástúðleik. Pierre Jallier
hlustaði alvarlegur á, með
lotningarfullum fálætissvip á
sínu fríðá andliti. Hann var
1’ullkomlega) liamingj usamur,
en lét ekki á neinu bera. Loks-
ins gat hann haldið námi sínu
áfram í þessu rólega og rík-
mannlega umhverfi, og gat lif-
að án þess, að láta hvern smá-
muninn á móti sér. Með fáum
vel völdum orðum, sem liann
kryddaði með hæverskum und-
irstraum af smjaðri, þakkaði
hann húsbónda sinum.
„Nefnið þér það ekki, kæri
Jallier minn,“ tók lir. de la
Berviére fram í, ástúðlegri en
nokkru sinni áður. „En eg verð
að kveðja yður nú, til þess að
fá mér morgunreiðsprett minn.
En hérna kemur hr. de Santio-
lin. Hann er fjarskyldur ættingi
minn og gamall vinur, sem oft
stingur sér hér inn, til að heim-
sækja okkur. Hann er, — lnn
— okkar á milli sagt, hálf laus-
máll, og segir yður að likind-
um sand af smásögum um
breyskleika náungans hér í
grendinni. Eg ætla að biðja
hann að sýna vður umliverfið
hér.“
Lítill, roskinn maður, ofur-
lítið snjáður, með hvast nef og
liáðsleg augu heilsaði þeim, og
fimm mínútum síðar var
Pierre Jallier farinn að labba
um löngu trjágöngin í slcemti-
garðinum við liliðina á herra
de Santiolin. Viðræður hans
voru eins og lir. de la Berviére
liafði látið á sér skilja, ákaf-
lega lmeykslanlegar, með fág-
aðri og biturri mælsku greindi
hann samviskusamlega allar
hneylcslissögur héraðsins i
ástamálum. Þekking lians í
þessum efnum virtist óþrjót-
andi, — það vaí ekkert, sem
honum var ekki kunnugt;
hann tilgreindi nöfn, dagsetn-
ingu, mótstaði og jafnvel
stundina, þá er hið ósæmilega
atliæfi var framið. Um öll þessi
mál var hann svo innilega op-
inskár, að Pierre Jallier var
eins og hann væri múlbundinn
af undrun. En hr. de Santiolin
virtist ekki láta sig það neinu
skifta, hvort lionum var anzað
eða ekki. Hann var aðeins að
skýra nokkrar staðreyndir,
sagði liann, til þess að lijálpa
hinum unga manni til skilnings
á nýja umhverfinu sínu.
Þegar hr. de Santiolin hafði
lokið máli sínu, ljómaði andlit
hans af þeirri vinsamlegu
þakklátssemi, sem hver ræðu-
maður kennir gagnvart góðum
áhevranda.
„Þér skiljið býsna vel, dreng-
ur minn góður,“ sagði hann og
leit hvössu augunum sínum á
Pierre, „og mér væri þöklc á
áð mega gefa yður bendingu,
sem yður -gæti orðið að liði.
Staða yðar hjá frænda mínum
og vini er hin ákjósanlegasta,
frá hvaða sjónarmiði, sem lit-
ið er á málið. Eg mundi ekki
geta óskað syni minum neins
betra, ef eg ætti hann einhvern.
En þér verðið að vera ofurlitið
á varðbergi. — Það er gildra.“
— Nasir lians titruðu ofurlítið.
„Gildra?“ ansaði Pierre ótta-
sleginn.
„Öldungis. Hlustið þér nú á
og þá mun eg reyna að slcýra
allar ástæður fyrir yður með
lægni, án þess að bregðast
skjddum vináttunnar. Þér er-
uð ungur, og sennilega hafa
kunningjakonur yðar látið yð-
ur ráða í það, að þér væruð
ekki ósnotur. Nú, hinsvegar er
lir. de la Berviére fremur
klunnaleg persóna. Hann er
mikill veiðimaður, mikill
drykkjumaður og mikill mat-
maður, sem alt til samans
veldur þvi, að útlit hans er ekki
eins ákjósanlegt og verða
mætti. Skegg hans er grátt, og
liann er að verða býsna feitur.
Nú spyr eg yður, — getur mað-
ur þessarar legundar fullnægt
skáldlegum og draumkendum
þrám konuhjartans? En það er
ekki mitt, að svara slikri spurn-
ingu.“
Hann blindi á Pierre, eins og
hann væri að reyna að gera sér
í hugarlund, hvaða hugsanir
væru að brjótast um i höfði
liins unga manns. „En þér meg-
ið elcki hrapa að ályktunum.
Þér verðið að vera allsgáður.
Varið yður, að móðga ekki kon-
una... .Augnatillit öðru hverju
-----ofurlítil snerting með
hendinni, — — óþarflegt fálæti.
En ungur nútímamaður, eins
og þér, ættuð að vita, livað átt
er við með sálfræði.-----Nei,
nei — blessaðir spyrjið mig
engis frekar,“ sagði hann, þeg-
ar Pierre var í þann veginn að
taka til máls. „Eg hefi varað
yður við. Ef til vill er eg þegar
búinn að tala of margt. Nú verð
eg að fara. Verið þér sælir,
lierra minn.“
„Hvern þremilinn átti hann
við,“ hugsaði ungi maðurinn
með sjálfum sér. Hann var al-
tekinn af löngun til þess að
halda nýju stöðunni. „Hvað var
\ hann að bögglast við að gefa
í skyn?“ Er frú-de la Berviére
léttúðarkvendi, sem eg verð að
tralla dálítið við, eða er þetta
dygðablóð, sem mundi stökkva
Óskum öllum okkar viðskiftavinum
Gleöilegra jóla.
Þvottahúsiö Drífa.
GLEÐILEG JOL!
BRAUNS VERSLUN.
K
VIGFUS GUBBRANDSSON,
klœðskeri, Austurstrœti 10,
óskar viðskiftavinum sínum gleðilegra jóla
og allrar farsœldar á komandi ári, með þökk
fyrir viðskiftin á líðandi ári.
GLEÐILEGRA JOLA
óskar öllum sínum viðskiftavinum
Verslun Páls Hallbjörnssonar,
Laugavegi 62.
GLEDILEG JOL!
Verslunin Brynja.
4