Vísir - 24.12.1932, Side 17

Vísir - 24.12.1932, Side 17
V í SIR l Röddin. Jólasaga pftir Alexander Svedstrup. Nei, hann haf'ði ekki leyft frök- en ðansen a'Ö fara út, — alls ekki. Hann leyfÖi henni yfirleitt aldrei a'Ö fara út. Hún fór blátt áfrarn ]>egar henni sýndist. Svona var tíÖ- arandinn. Sýnishorn af þeim dætna- laust. ágætu nýju tímum! Þegar hún framreiddi miðdegis- verðinn klukkan eitt, var það merki þess, að hún ætlaði sér út að kveldi og lét þá Kobbu eina um aS sjá um kveldmatinn, sex brauðsneiðar og maltölsflösku. í dag hafði hann fengið miðdegisverðinn klukkan eitt, — gæsasteik og eplakökur klukkan eitt. Og í rökkrinu hafði fröken Hansen kornið siglandi inn til hans, uppdubbuð, i floskápu. vmeð fleginn ref, altentan, um háls- inn. •— jæja, þá erum við að fara! — Hvað er þetta. -— fer Kobha líka? —- Hún fer með mér, — já! Þér getið ekki ætlast til þess, skrií- stofustjóri, að hún hími hér alein, garmurinn, háheilaga jólanótt. Maður er þó ekki algeríega tilfinn- ingalaus, — að minsta kosti ekki sumir, á eg við! Kobba, þetta litla hlátursskrifli, stóð að baki fröken Hansen, í ull- arpeysu — eða „golftreyju“ eða hvern þremilinn hún nú er kölluð, sú útgerð — og i fjólubláum kjól, sem náði tæplega ofan á kné — svo að allir mættu að þvi dást, að á hana vantaði mjóaleggina. — „Og gleðilega hátíð!“ hafði Kobba sagt, og ætlaði að rétta honum höndina, sem var eins og rúllupylsa i laginu. En frölten Hansen hafði ýtt við henni og sagt: — Skrifstofustjór- inn kærir sig ekkert um gleðilega hátíð! Nákvæmlega rétt athugað. Hann ætlaði ekki að liafa meira við að- fangadagskveldið en önnur kveld, og síst af öllu, að hann ætlaði sér að klöldína, þó að hann yrði að vera einn ]>etta kveld, með sex hrauðsneiðar og maltöl, —• aleinn í þrilyftu húsinu, — fröken Ilansen hafði nú að vísu aflokað efstu liæðinni, svo að hann gat sagt að hann h.efði ekki nema tvær hæðirn- ar til umráða. Nei, ef honum skyldi detta í hug að láta sér gremjast vitthvað, þá var það ærið gremju- efni, hversu mjög ágerðist hirðu- ieysi fröken Hansen. En það ætl- raði hann sér ekki. Hann var upp úr þvi vaxinn, að láta sér gremjast rvið nokkurn mann. Ef satt skyldi. segja, þekti hann •enga manneskju, sem verðskuldaði samúð hans. Satt að segja? Hum. — Hún Lisa systir hans, já, en Tiún var eklci til i meðvitund hans, — ekki lengur. Það var enginn, sem verðskuldaði samúð, — tæplega hann sjálfur. En hann haíði þó ]>ann kostinn, að hatin gerði sér ,ekki npp viðmótsbliðu, eins og flest ann- að fólk. Hann var algerlega ein- 'lægur, óþýður í fullri einlægni. — Hann brosti — eða vipraði varirn- ar. Honum komu í hug blaðaum- mælin, þegar hann lét af embættinu. Enginn hafði dirfst að segja, að hann hefði verið viðmótsþýður. Þeir urðu að láta sér nægja að segja, að hann hefði verið fádæma samvisku- samur, hreinn og beinn og framúr- skarandi atkvæðamaður. Við- mótsþýðir menn voru allra manna andstyggilegastir, hræsnarar, lygar- ar og svikarar. Mannfólkið var ekki annáð ^en illþýði. Nei, honum gramdist sannatlega •ekki við frk. Hansen, -— hún var svo dásamlega sneydd því að vera viðmótsþýð eða umgengnisljúf. — Honum gramdist ekki heldur jóla- maturinn, brauðsneiðamar sex. Öðru nær, svona átti það að vera. Það hefði þó aðeins verið fullkomn- ara samræmi í þvi, að ofan á sneið- unum hefði verið t. d. hefilspænir, málaðir eins og reyktur lax og tunga og fleira þess háttar. Jólin voru ekki annað en svik, hégómi og hræsni, með allri þeirri uppgerðar við- kvæmni, sem ]>eim fylgdi. Pretta- lómar, braskarar, erki-singirningar brugðu við og þóttust vera kristnir menn þetta kvöld og kyrjuðu jóla- sálma i kirkjunni, til þess að geta hámað í Sig jólagæsina með betri samvisku. Var nokkuð til andstyggi- legra en þessir ístrubelgir, sem þótt- ust vera að syngja lausnaranum krossfesta lof og dýrð. Honum varð flökurt af því að hugsa til þess, ef hann ætti að syngja „Frið er him- ins festing blá", eða dansa í kring um jólatré með sælgætispokum, eins og aðrir gamlir apakettir, og fara svo í rúmið uppþembdur og illa á sig kominn, en guðsfeginn yfir því að leiknum væri lokið. Gott, að manni var hlíft við sliku. Skrifstofustjórinn gekk út að glugganum og virti fyrir sér ljós- in sem verið var að kveikja í hús- unum næstu. Óskiljanlegt þetta, að einhvern tíma skyldi hafa lifað maður, sem hafði haldið, að hann gæti „frelsað“ mennina og lyft þeim upp í eitthvert ótímanlegt ríki kær- leikans. Eitt hafði honum þó tekist, þess- um Josva ben Satha, draumamann- inum, eða segja svo, að hann hafi vcrið guðleg sál, — ]>að, að vera dýrkaður um fram alla aðra, — mannkynio alt, sem ekki gerði þó aunað en að smána kærleiksboðskap hans, dýrkaði hann. Að hugsa sér það, að enn var haldinn hátíðleg- ur fæðingardagur hans, eftir því nær tvö þúsund ár! — Þetta gerðu jafnvel þeir, sem ekki trúa á hann! Óskiljanleg fjarstæða. Heimurinn var ein stór vitfirringastofnun. Hann gekk að skrifborði sínu og kveikti i góðum vindli. Birtan af eldspýtunni féll á auglýsingahefti frá einhverju vöruhúsinu, — lit- prentuð kápa með ljósrauðum engl- um og jólasveinum með topphúfur, kafandi snjóinn með jólatré á bak- inu. Auðvitað var það hún Kobba, bjáninn, sem dembt hafði þessu of- an i skjölin hans, beint ofan á Eu- gétie Revillont. Hann fleygði því i pappírskörfuna. — Síðan bjó hann um sig í hægindastólnum og sneri honum að .ofninutn. Honum leið ákaflega vel. — það taldi hann sér trú urn. Hann var vaxinn upp úr öllum heimskupörum ]>essa heiins, og gerði sér engar gyllingar, hvorki um jarðneska né hintneska sælu. Hann hafði öðlast ]>að, sem hægt var að óska sér best í heimi hér, að mega sitja í friði, utan við alt ]>vargið, eins og áhorf- andi á skrípaleik, áliyggjulaus fjár- hagslega og geta fengist við störf, eftir eigin geðþótta, sér til dægra- styttingar. Það var orðið aldimt í stofunni. Hann lagði frá sér vindilinn, ópn- aði ofnhurðina, til þess að Íífga eld- inn og hallaði sér síðan aftur á bak í stólinn. Hann ætlaði að fá sér ofurlítinn blund, að vanda, áð- ur en hann færi að fást við egipska réttinn, sem hann var að rannsáka um þessar mundir. --------Hann var að aka í vagni. Það var skrautvagn föður'háns, fó- getans. Ekillinri var gamall maður með ákaflega sítt skegg, og strympu á höfðinu, sem náði alla leið upp í skýinn, og með jólatré í poka á bakinu, — svei mér ef það var ekki hann Palli gamli, sendimaðurinn í stjórnardeildinni hans. Ljósrauður engill kom fljúgandi og settist á ekilsætið. Það var nú enginn annar en hann Amor litli, níeð hoga í hendinni, boga, smíðaðan úr sól- skini. Iionum var ekki kalt, pilt- inum, þó að hann væri í mesta máta fáklæddur. Það geislaði af honum hlýjan. Skrífstofustjórinn varð að ýta stúdentahúfunni aítur í hnakk- ann og þurka af sér svitann. Kinn- arnar voru mjúkar og bústnar og hann var ákaflega glaður yfir því með sjálfum sér, að hann skyldi vera svona snotur maður. Nú fer Amor að bisa við að draga ör upp úr örvamæli sínum, sólargeisla, al- inar langan. — Já, skjóttu eins 'og ]>ig lystir, lagsi! segir hann lilæj- andi, — hann fann fyrirfram nota- legheitin, þegar geislinn kæmi beint inn í hjartað. •— Þetta er fagurt landslag, — iðgrænir hjallar, og þarna er vindmylnan, og þarna eru kastaníutrén, blómstrandi með tíu ]>úsund hvítum jólakertum! Og nú ætlaði hann að hafa langt, langt sumarfrí! Eða eiginlega jólafrí, því að snjór var á herðunum á Palla gainla, og ]>eir voru á sleða, með klingjandi bjöllum. — Víst var þetta bjölluliljómur! Skrífstofustjórinn hrökk við og reis upp. — Síminn! Hver var nú að ónáða hánn ? Hann tók heyrnar- tólið. — Halló! — Það var glað- leg rödd, sem kallaði til hans „gleði- leg jól“. — Hver dirfðist að kalla gleðileg jól til hans? — Má eg spyrja, hver það er, sem mér veit- ist sá heiður-----Árni! Árni ? — Nei, þetta er 3060. — Eg skal reyna það. — Fífl! Hann settist niður aftur. En mi var búið að eyðileggja fyrir lion- um rökkur-blundinn. Hann kveikti í vindlinum og færði stólinn frá ofninum. Það var kynlegt, hvað hann hafði séð fógeta-búgarðinn greinilega og eðlilega. Eitt kastaniutréð var van- skapað, og þegar hann hugsaði sig um, þá mundi hann einmitt. eftir þessu tré, — og hviti gluggatjald- bleðillinn, sem blakti út um eirin gluggann, — það hlaut að vera búr- glugginn. Heili mannsins var dásamlegt á- hald, beinlínis furðulegt, — að geta blaðað i honum eins og bók, tíu, tuttugu, fjörutíu og jafnvel fimtíu ár aftur í tímann! Hann var viss um það, að hann myndi rata utn allar stofurnar á bernskuheimili sínu, upp um öll gestaherbergi, i hvern krók og kima. — Eg ætla að reyna það að gamni mínu, hugs- aði harin, og byrjaði á því að opna útidyrnar. — En honum dvaldist ]>egar í anddyrinu. Það var móðir hans, sem vafði handleggjunum ut- an um hálsinn á honum og kysti hann á báða vanga, en faðir hans, fógetinn, fattur og hávaxinn, stóð brosandi í skrifstofudyrunum. — Og þarna kom Lísa eins og hvirfil- bylur, kafrjóð, •— utan úr eldhúsi og lét allar dyr standa upp á gátt — og hljóp í fangið á honum. I-Ivað hún var ýndisleg, litla sólskins- stúlkan! — Úrþvættið þitt! -— Hvað er þetta! Skrifstofu- stjórinn leit í kringum sig. Honum fanst einhver segja eitthvað, og það mjög greinilega. — Jæja, — við skulum nú sjá, -—- þarna er garð- stofan, — sófa-hornið, postulíns- ofninn og koparskörungurinn, slag- harpan, — stofan er full af ungu fólki. Það er búið að tína fram alls- konar fatnað og fatagarma og er að leika málsháttaleik, og það dans- ar og syngur og hlær og skrafar. Hæst tala þær, auðvitað, Valbæjar- systurnar. í næstu stofu sitja aldr- aöir heiðursmenn og eru að spila l’hombre.Þetta er í jólafríinu,- já, auðvitað eru það jólin, en það var eitthvað öðruvísi í þá daga, áreið- anlega, — fólkið var öðruvisi, það var alt annað kyn. —• En hvaða unga fólk er nú þarna? Hvað er nú orðið af því? Það þyrlast hvað innan um annað, er alstaðar og GLEÐILEG JOL! Nýja bifpeiðastödin GLEÐILEG JÖLI Verslunin Hamborg Gleðileg jóll Raftækjaversl. Jón Sigurösson. niiniiiiiiinniiBiiKiiiiiiiniiiniiiiíiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Gleðileg jóll Livei»pool. ImimiiiiHsiiiiiiiiHiíiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiÆii GLEÐILEG JOLI AÐAL8TÖÐIN. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum sínum viSskiftavinum. Bifpeiðastöð Reykjavikur Gleðilegpa jóla og góðs og farsæls nýárs óska eg öllum minum viðskiftavinum nær og fjær. Guðjón Jónsson, Hverfisgötu 50

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.