Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 3
 m é j'ife * 4' & JOLAPREDIKUN EFTIR BJARNA JÓNSSON DÓMKIRKJUPREST. Jólaguöspjallið: Lúk. 2. 1—14. Eg las nýlega í bla'ði einu sögú, er lieitir „gestgjafinn í Betlehcm“. Rithöfundurinn lýsir viðbúnaðinum í Betle- hem. ÞaS var ekki verið að undirbúa komu jólanna. En eitt vissu allir. Þeir vissu, að samkvæmt boði keisarans álti að skrásetja alla í fæðingarstað þeirra. Þess vegna voru svo rnargir á ferð. Á ákveðnum degi urðu þeir að vera staddir í sinni eigin borg. Þeir fóru því hver til sinnar borgar. Mörgum var þetta ferðalag til liinna meslu óþæginda. En það var einn, sem var ánægður. Það var gestgjafinn, sem vissi, að nú yrði hvert rúm skipað. klann liafði dreymt þann draum eða geymdi það hugboð i hjarta sínu, að gistihúsinu hans mundi einhverntíma hlotnast sá lieiður að liýsa konung, þó ekki væri nema cina nótt. Fátækur maður og veik kona beiddust gisting- ar. En þeim var synjað. Aftur og aftur bað maðurinn um næturgreiða, en alt árangurslaust. En í sama bili bar Heródes konung þar að með fríðu föruneyti, og gestgjafinn varð frá sér numinn af gleði vegna hins mikla heiðurs. Heródes bjó í gistiliúsinu. En í fjárhúsinu fæddist barnið, sem var Drottinn, Kristur, frelsari lieimsins. Gestgjafinn, hrósaði happi yfir því að fá að hýsa Iieródes. Hann vissi ekki hverjum hann hafði útliýst. í fávisku sinni taldi lianií sig hamingjusaman. Dyrnar hafði liann opnað fyrir konungi, en dyrunum hafði hann lokað fyrir konunginum. ■ , í gistihúsinu var mikið um að vera. Aldrei hafði verið þar eins mikið um dýrðir í manna minnum, eins og þetla kvöld. En í fjárhúsinu þar rétt hjá var nýfætt barn, reif- að, og lagt í jötu. Þessi nýfæddi sveinn óx og þroskaö- ist, og gegndi hinni æðstu köllun. Á alvarlegri stund var liann spurður, og spurður af þeim, er vald liafði til að framselja hann til lífláts og vald til þess að láta hann lausan: „Ert þú kontmgur?“ Og hann fékk þetta svar: „Já, eg er konuligur; til þess er eg fæddur og til þess kom eg í hciminn, að cg beri sannleikanum vitni“. Til þessa fæddist hann. Þetta erindi álti hann í þennan heim. Þetta liafa allir, sem hlýtt hafa rödd lians, séð svo greini- lega. Þeir sáu konungstign hans. Þessi játning geymist i dýru ljóði á móðurmáli voru. Víst ertu, Jesú, kongur klár, kongur dýrðar um eilíf ár, kongur englanna, kongur vor, kongur almættis tigiiarstór, En á lieilagri jólanótt sást ekki konungskórónan. „Fá- tæk móðir vafði’ Iiinn blíða helgri’ í sælu að hjarta sér“. Ef slík fátækt væri hér. Ef slíkt kæmi fyrir hér i Reykja- vik, að veikri móður væri úthýst og hún yrði að búa um nýfætt barnið sitl í fjárliúskofa, þá mundu menn skrifa um það í blöðunum og lýsa liinni sáru neyð, og um leið grimd mannanna. Það yrði leilað samskota og barninu og móður þess yrðu færðar margar gjafir. Sjáum liina skýru mynd fátæktarinnar i þessum orð- um: „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af þvi að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu“. Þannig hófst ævi Jesú. Jatan er fyrsta hæli'ð hans. En livernig varð svo ævi lians? Hvar átti hann heima? Hann lýsir jjví sjálfur á þessa leið: „Refar eiga greni og fugl- ar himins hreiður, en manns-sonurinn á livergi höfði sinu að að halla“. Hann var gestur hjá liinum auðugu Faríseum og tollheimíumönnum, hann átti yndislegar stundir á lieimilum trúrra vina. En sjálfur var hann fá- tækur og heimilislaus. Hann fékk lánað herbergi ti! þess að halda síðustu hátíð með lærisveinum sínum. Á kross- inum háði liann hið siðasta stríð, og líkami hans var lagður í gröf, er annar álti. Það cr fátæklegt um að litast i fjárhúsinu. En yfir þeim stað skín stjarnan, sem vísar vitringunum leíð. Hvergi á manns-sonurinn böfði sinu að að halla. En hann hýður mönnunum í hið veglegasta lieimboð. Hann kallar á mcnnina, breiðir út faðm sinn, blessar ungbörn- in, tekur að sér hina þjáðu og sorghitnu, hjálpandi, bless- andi og læknandi scgir hann með brosandi kærleika: „Komið lil mín allir“. Deyjandi á krossi onnar hann dyr himnaríkis, og segir við hinn bágstaddasta mann: „Sannlega segi eg þér: I dag skalt þú vera með mér í Paradís“. Vér sjáum jötuna i fjárhúsinu, og vér siáum krossins harða tré. En yfir krossinum er skráð konuugsheitið, og dauðinn gat ckki haldið honum, sem er lifið. Þannig er saga hans, sem fæddisl á héilögum jólum. En þanriig er einnig saga kristindómsins hér í lieimi, Jósef og Maríu var útliýst í Bellehem. En þar er nú elsta kirkja heimsins. Oft hefir verið ráðist á þá kirkju og óvinir kristinnar kirkju hafa fvr á öldum skipað að rífa hana og eyðileggja. En hún hefir í 1600 ár staðist allar árásir, og í kvöld eru þar sungnir jólasálmar, og menn hlusta þar á liinn lieilaga jólaboðskap. Hvað var máttugra en hið volduga Rómaríki? Þar var kristindóminum úthýst. Kristnum mönnum var varpað fyrir óargadýr, tryltum mönnum til augnagamans. En hinir ofsótíu menn Sungu lofsöng í hinni sárustu neyð. Á hinum skæðustu ofsóknalímum vann striðskirkjan sigur. Nýjum bjarma í brjóstin eló Beílehems hin skæra stjarna. \ Höll Ágústusar keisara cr horfin. En á þeim síað hljóma kirkjuklukkurnar, og liugurinn leitar til hins fátæka barns, er !á í jötunni í fjárhúsinu, er keisarinn livíldist á mjúkum hægindum i marmaraliöllinni. Blóð píslarvottanna varð úlsæði kirkjunnar, og sigur liennar varð oft mestur, er bent var á fátækt hennar. Ilcilög saga segir frá nýfæddu harni i jöiu. Hvað kemur slikt heiminum við? Víða hefir barninu veri'ð út- hýst. En í kvöld tala miljónir manna um þetia barn, og hið helgasta og besta í hjörtum mannanna á rót sína að rekja til þess, er hann talaði. Viða hefir kristindóminum, veri'ð úthýst. Var það ekkí Volíaire, sem ságði, að eftir fá ár væri kristindómurinn liorfinn. En húsið, er Voltaire bjó i í Sviss, varö siðan eign hins breska bibiíufélags, og öll herbergin full af biblium. Fyrir 1 10 árum var kristindómurinn afnuminn i h'rakklandi. Var það gert samkvæmt stjórnarskipun, hið kristna tíina- og da'gatal var áfnunlið, og öllu þvi vísað á bug, er minti á kristna trú. Frúarkirkja i París var vanhelguð af hinum æsíusíu hatursmönnum kristin- dómsins. En nú í kvöld liljóma jólasálmar undir livelf- ingum hcirrar kirkju. Voldugir menn, er mildu liafa ráð- ið, hafa talað um að slökkva hiri himnesku Ijós. En nú i kvöld logar skært hið heilaga Ijósl Það mun enri sjást, að vakl heimsins, þó mikið sé, getur ekki eytt hinum himn- eska eldi. Það er liægl að vinna heilögu málefni mikiö tjón, qg það er gert. En þa'ð'er ckki hægí að banna sól- inni að skína. Það var ekkert rúm í gistiliúsinu. En barn- ið fæddist samt. Þess vegna fögnum vér heilögum jólum. Þetta er enn í dag jólálirygðin, að þessu baráii er víða úthýst. Enn verður Drottinri víða að standa við luktar dyr. Vér könnumst við þá mynd. Vér sjáum hann, kiæddan hinum hvíía kyrtli með Ijósker í hendi. Hann ber að dyrum og segir: „Sjá, cg stend við dyrnar og kný á. Ef einhver lieyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun eg fara inn lil hans og neyta kvöldverðar með lionum og hánn með mér“. Já, ef einhver héyrir, cf ein- hver lýkur upp dyrunum. Þetta er á valdi mannsins sjálfs. Lykillinn er að innanverðu. Hér er engan hægt að ney'ða. Þú ræður því, livort þú vilt opna. En ef þú opnar, fullvissa eg þig um, að jólin verða þér hcilög og gleðirík. Ef einliver kær vinur kæmi í kvöld, ef hanu kæmi i lieimsókn, þar Sem inni cr ylur og birta, þú mundir ekki lála hann standa úti, þú mundir opna dyrnar og bjóða hann velkominn inn í hátíðarbirtuna. I lieilagri kvöldkyrð jólanna er þaö e i n n, sem stend- ur við dyr hjartans. Opnaðu fyrir honum. Þú gle'ðst á hcimili þínu i kvöld, með börnum þinmn og öðrum ástvinum. Leyfðu þá einnig jólabarninu að vera þar. Er það ekki nóg, að honum var úthýst á liinni fyrstu jóla- nótt, er dýrin voru gestrisnari cn mennirnir? Er ekki nógu oft búið að úthýsa honum og lians heilaga málefni? Er ekki nóg að því gert að losa sig undan öllu heilögu blessunarvaldi'? Er ekki timi til kominn að kveikja á ljósi , trúarinnar? Það er kallað á hið lieilaga i kvöld. Það er kallað á hið besta í sál þinni. Það er kallað á hi'ð b.jarta', til þcss a'ð ljósin vcrði enn skærari. Þa'ð er kallað á hina ciöpru sorg, til þess að tárvot augu liorfi á liin heilögu jólaljós. Opnum dyrnar fyrir hinum tigna og brosaadi gesti. Þá fyrst cru haldin sönn jól, þegar hjarta mannsins segir já vi'ð hinum himnesku gjöfum. Er nokkur ávinningur að því að loka hjarta sinu'? Er nokkuð svo helsnautt i heimins rann sem lijarta, er aldrei neitt bergmál fann ? Hefir fylgt því blessun og þjóðarheill a'ð svifta sjálfan og aðra hinni lieilögu trú? Ef barnið, sem fær jóla- gjöf, vill ekki taka við gjöfinni, og fær systkini sín til þess að snúa baki við gjöf foreldranna, verður barnið til þess að auka heill heimilisins? Nei, það eyðir gle'ðinni hjá sjáli'u sér og öðrum. Það fylgir þvi engin lieill að slökkva Ijósi'ð, sem menn vermast við. Nú er búið að undirbúa jólin. Menn greiða jólunum veg. En það cr munur á j ó 1 u m og j ó 1 u m. Það eru liin y t r i jól með margvislegri vi'ðhöfn. En betur a'ð menn í allri viðhöfninni villist ekki, eins og gestgjafinn i Betlebem, og hýsi annan en þeir áttu að liýsa. Eg vil með trú minni benda á liin innri jól, sem eru rík af bjartri liátíðargleði, svo a'ð menn með frið í hjarta gela sagt: „Nú er sólskin mér í sál í dag, þvi sjálfan Guð eg á“. Það eru svo margir, sem greiða j ó 1 u n u m veg. A'oal- atriði er að greiða D r o t n i veg. Til þess prédikaði Jóhannes skírari. Þegar hann var spurður, liver og hvað liann væri, svaraði hann: „Eg er rödd“, ekkert annað en rödd, sem skilar liinum lieilögu sannindum og læt- ur þau berast íil mannanna. Eg vil á þessum jólum, og óvalt, vera rödd, sem segir: „Greiðið Drotni veg“. Það er hátíðlegt að mæíast í kirkju og fagna þar lieil- ögiim jóliim. En nú fylgi cg þeim, er þetta lesa, inn í kirkju. Þar er liátt undir ioft og nógu stórt kirkju- gólfið. Ljósin eru tendruð, hinar skæru síjörnur. Eg litast um og sé nokkra af kirkjugestunum. Þeir eru í hjarðmannabúningi. Kveikt er á hinum fegursíu Ijésum. Þa'ð er birta Drottins, sem Ijómar í krmguni oss. Nú er hin fyrsta jólapredikun flult. Guð greiði heimi aðgang að hjörtum vorum. Hlustum á engilinri, hinn himneska scndibo'ða. TÖkum á móli boðskapnum: „Sjá, cg flyt yður mikinn fögnuð, cr veitast mun öllum lýðnum, þvi að yður er í dag freísóri fæddur, sem er Kristur Drott- inn, i borg Davíðs“. A eftir prédikun cru sálmar sungnir. Vér hlustum a hinn fyrsta jólasálm um dýrð, sem Guði er sungm, um frið og vclþóknun mcð mönnunum. „Vcr undirtökum cnglasöng, og nú firist oss ei nóttin löng“. Enn cru jól haldin. Á heilögum stundum opnast kirkjuhúsin, kveikt er á jólaljósum, og á liimni nætur- liósin Ijóma. Sendiboðar Drottins eru á ferð, foreldrar er vilja glæða hi'ð fegursta og breina bjá börnunum. Margir þjónar eru á ferð og tclja sér yndi að því að kalla á brósið lijá öðrum. Nú sem fyr er þörf á huggun og friði, að bimneskt Ijós megi lýsa ský. Sjó, engill, blítt sem boðar frið, um borg og hréysi fer. Hlustum ú prédikun engilsins. Hann flytur heimi friðarljóð á friðarliimni skráð, svo lært þú getir lífsins óð um likn og sátt og náð. Biðjum þess, að birta Drottins megi skina á heimil- unum, i gleðinnar heimkynnum og sorgarraimi. Eg bið þess, að birla Drottins skíni hjá hinum sjúku, hjá öll- um þeim, er andvarpa í kaldri veröld. Guð gefi, að jóla- orð mín megi greiða Drotni veg að hjörtum mannanna. Það cr þörf á jólahuggun og jólakrafti. Það er ekki að eins skammdegi i vénjulegum skilningi. Það er viða skammdegi baráttu og dimt er fram á veginn að lita. Margar spurningar og áhyggjur búa hjá mönnum á érf- iðum tímum. En minnust hins lieilaga orðs: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós“. Það er dimt fyrir augum og menn mæðast í næturhúmi hinna döpru hugs- ana. En aö kveldi dags skuluð þér vifti, að Drottinn lcymur. Oprium því dyrnar á lieilagri liátíð og leyfum bínu liimneska Ijósi að sáriýma inn um dyrjiar, svo að fagnað ver'ði bjartri glcði. Þá getum vér gert hin alkunnu orð jólasálmsins að vorri eigin jólajátningu, og sagt: „Oss Drottins birta kring um skin“. ■—- Amen. m 'rM lÉí íÉi íte ái * aía . 4é %. M á M M & M £ M M M M M M M M M M m M M Ék M 4 H- M 4 é M M M íMMMé $. M %. i% -k $, i|: jv Á #4% 4 '&Oká £ v á & 4 4 J . íK. íí.L .ý/j A- %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.