Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 11
Þfíta var undarleg beiðni. Stúlkurnar voru ekki
vanar þvi, a'ð sækjast eftir lökustu og erfiðustu
karlmannsverkunum. En leyfið var fúslega veitt. —
Og hún hamaðist í flaginu frain undir miðnætti.
— M kom hún heim, þjökuð og heit, og fór orða-
laust í rúmið.
Níestu daga virtist hún ekki mönnum sinnandi.
— Hún mælti ekki orð frá vörum að fyrrabragði,
og svaraði stygglega, ef á hana var yrt.
Fólkið skilcli ekkert í þeirri breytingu, sem orðin
væri á þessu lífsglaða og íáráða vinnubarni. —
En Betri var ekki í neinum vafa. — Hann trúði
mér fyrir því i einrúmi, að hann hefÖi skorað
á djöfulinn að hirða Marsibil undir eins, því að
hjá honum ætti hún heima. — Og nú væri hann
í þann veginn að sækja hana. — Þarna sérðu, Óli
minn, hvað það gildir, að óvirða sonar-son hins
mikla hershöfðingja! — Og mikið er það guðs til-
lag, að eg skuli ekki vera hefnigjarn maður.
Skapsmunir Marsibilar virtust komast nokkurn
veginn í samt lag, er frá leið. Hún tók að vísu ekki
hina fyrri gleði sína, en var þægileg í viðmóti og
orðfá jafnan. •— Stúlkurnar pískruðu eitthvað i
laumi um breytinguna, — það væri annað en spaug
fyrir reynslulaust náttúrubarnið, að lenda i klónum
á béuðum karlmönnunum.
Eg þóttist sjá þess glögg merki, að Marsa væri
farin að lita Berta öðrum augum en verið hafði.
— Hún var alveg steinhætt að erta hann með því,
að hann væri ekki annað en ómerkileg dula, sem
hver og einn meðal-kvenmaður gæti brotið saman
og stungið í pilsvasa sinn. Og áður en varði var
hún farin að kalla hann „herra Jensen“ í hverju
orði. Hún tók svari hans, ef á hann var liallað,
og kvaðst mundu standa við það fyrir guði og
mönnum, að herra Jensen væri langbesti sláttu-
maðurinn á heimilinu. — Og ekki veit eg til þess,
að hún Marsibil mín kunni betur við sig i flekk
með öðrum, en sonarsyni hins mikla hershöfðingja.
Berti liafði orð á þessari miklu breytingu. Og
hann sagðist vera farinn að sjá það núna, að Marsa
væri í raun réttri allra elskulegasta stúlka. — Reynd-
ar hefði hann nú altaf séð hvað í henni bjó, en bara
ekki viljað kannast við það. — —
Þegar á sumarið leið og nótt tók að dimma, kom
eitthvert óeðli á þau Berta og Mörsu, með þeim
hætti, að þau komust aldrei í rúmið á kveldin og
voru að drolla úti fram eftir öllum nóttum. — Eg
spurði Berta, hverju þetta>sætti. Hann svaraði drýg-
inclalega, og kvaðst vera að fást við vandasamar
rannsóknir á eðlisháttum Marsibilar.
Svo var jiað einn sunnudag á engjaslættinum, að
Berti drakk sig auga-fullan með kaupamanni á næsta
laæ. Kaupamaðurinn var ertinn og hætti ekki fyr,
en hann var búinn að gera Berta öskuvondan. —
Þá hófust skammir og formælingar og að síðustu
áflog. Berta varð mjög, aflfátt og kaupamaðurinn
lék hann illa. — Að síðustu fleygði hann sonar-
syni hins mikla hershöfðingja í leirpytt og skildi
jrar með þeim.
Marsa var óróleg þenna dag. Og skömmu fyrir
háttatima kom hún til miu og spurði, hvort eg
vissi nokkuð urn herra Jensen.
— Herra Jensen? — Hvers vegna ertu alt í einu
íarin að kalla hann herra Jensen?
— Eg hefi kallað hann það í meira en fimm
vikun, • Óli minn, og láttu sem f>ér komi það ekki
við. Svaraðu heldur spurningú minni: Veistu nokk-
uð um herra Jensen? .
Eg neitaði Joví. Hann heíði skroppið til næsta
bæjar og væri ókominn. — Það er grunsamlegt,
drengur minn, sagði Marsa, og cg er farin að verða
hrædd. — I-Iann hlýtur að vera rétt ókominn, svar-
aði eg. —• Þú ségir það. Finst þér verjandi, að
allir fari í rúmið og maðurinn sé látinn eiga sig?
—■ Þú veist, að herra Jensen er enginn garpur.
En kaupamaðurinn á Gili vitlaus ofstopi, ef hann
bragðar vin. —
— Þér er svo sem ekki ofgott að leita að hon-
um, Marsa mín, ef jng langar til. Kannske j)ú sért
að hugsa unt að gera það?
— Já — það veit guð. Eg þoli þetta ekki leng-
ur. Og ]>ú verður að koma með mér, Óli!
—■ Eg? —• Nei, það- geri eg ekki. Eg fer að hátta.
— Jæja, Óli minn. Ekki skal lengi lítils biðja,
sagði Marsibil með auðsærri þykkju. — En illa laun-
arðu mér snúningana, sem eg hefi tekið af þér
í sumar. •—• Og áður en eg fengi ráðrúm til að
svara, var hún rokin af stað.
Þetta var alveg satt. Marsa hafði verið mér góð
og tekið af mér margt sporið. — Hún hafði aldrei
beðið mig neins, fyrr en núna. — Og j)á neitaði
eg. En hvernig stóð á j)vi; að henni var alt i einu
orðið svona ant um liann Berta ? —- — Ætli })að
sé ekki best, að eg fari á eftir skessunni, hugsaði
eg. Það gæti verið nógu gaman að sjá, hvernig
Bcrta yrði við, jægar hann rækist á tröllið í myrkr-
inu. Líklega yrði hann dauðhræddur. Það gæti líka
verið nógu fróðlegt að hlusta á viðræður þeirra í
næturkyrðinni. Kossar? — Hver veit! — Eg hafði
sérstakt yndi af j)ví, að liggja í leyni og sjá tilburði
jriltanna, J)egar joeir voru að kyssa vinnukonurnar.
Og ])arna væri kannske ágætis færi. Það hlyti
að verða ákaflega skringilegt, að sjá þau kyssast.
Engilbert yrði líklega að standa uppi á j)úfu og
teygja sig.
Eg lagði af stað þegar, en kornst ekki nerna rétt
út fyrir túnið. Þá heyrði eg mannamál og kann-
aðist við rödd Marsibilar. Eg kúrði mig niður í
laut, i ])eirri von að eitthvað sögulegt kynni að
gerast. Skömmu síðar sá eg eitthvert ferlíki staul-
ast fram hjá mér í myrkrinu. ■—• Mér varð ekki
um sel, en áttaði mig bráðlega. Þetta var Marsibil
með sonarson hins mikla hershöfðingja á bakinu.
Hún nam ekki staðar undir vallargarðinum, eins
og eg hafði búist við, heldur strunsaði rakleitt heim
að bæ.
— Þá er að fara heim og vita hvað j)ar gerist,
sagði eg við sjálfan mig. —
'Eg rakst á Mörsu i eldhúsinu. Hún var ekkert
annað cn leir og leðja um bak og herðar. —
— Hvar er Berti?
—- Jæja — ertu þarna, greyið, segir Marsibil
og blæs í eldinn. — Herra Jensen er kominn í hol-
una mína, ])ví að hann var ekki tilkippilegur að
fara í bólið til hans Jónsa — forugur og rennandi
upp á haus. Og nú er eg að flóa ofan í hann mjólkur-
sopa. Hann var nær dauða en lifi, auminginn, j)eg-
ar eg rakst á hann. —■
— Hvernig þá? spurði eg.
— Ekki nema þannig, að kaupamanns-fjandinn
hafði ráðist á hann aftan frá og tekist að koma
honum ofan í einn leirpyttinn hérna út með hlíð-
inni. Og gjótan var svo þröng, að herra Jensen
gat hvorki hreyft legg né lið. Og ])arna hefði hann
sálast ,ef eg hefði ekki rekist á hann. Hann var
rétt að segja orðinn innkulsa, blessaður maðurinn.
Atti eg kanske að láta hann deyja þarna í jiyttinum?
Eg læddist á tánum inn í baðstofu. Sonar-sonur
hershöfðingjans mikla lá i hnipri i rúmi Marsi-
bilar og skalf eins og hrísla.
Berti var lasinn daginn eftir. Mér var sagt, að
hann hefði rokið á fætur fyrir allar aldir og rangl-
að út á engjar. En upp úr dagmálunum kom hann
heirn og kvartaði um lasleika. — Hann kannaðist
við, að hann heíið verið dauðadrukkinn kveldinu
áður, og ekki haft nokkurt viðþol i rúminu, þegar
af honum var runnið. Þess vegna hefði hann rokið
út á engjar löngu fyrir fótaferðartíma og farið
að hjakka.
— Eg vona, að þú farir ekki að leggja það í
vana þinn, herra Jensen, að drekka frá þér vitið,
sagði Marsibil góðlátlega. Það er sök sér, að dón-
arnir skvetti í sig. En stórættaðir menn, eins og
þú, herra Jensen, ntega hvorki fá á sig lilett né
hrukku. —
— Kernur ekki fyrir öðru sinni, svaraði Berti og
velti vöngum. —• Eg skil ekki hvernig þvi víkur við,
að freistingin skyldi hlaupa svona ónotalega fyrir
brjóstið á mér. •—■ En sárast af öllu þykir mér
þó það, ef eg hefi slasað manngarminn. — Mig
rámar eitthvað í ])að, að eg muni hafa orðið nokk-
uð þunghöggur að síðustU.
VIII.
Þrem dögum síðar kom Berti til íö'ður míns og
kvaðst nauðsynlega þurfa að ræða við hann um
alvarlegt mál. — Hann var all-drýgindalegur á svij)-
inn, dró munntóbaks-hönk upp úr buxnavasa sínum,
beit af henni vænan spotta og tugði í gríð. ■— Þú
værir kannske tilleiðanlegur, að ganga með mér su'Ö-
ur fyrir garðinn, því að þar getum við verið í næði.
— Vitanlega má ha:in Óli litli skoppa með okkur,'
ef hann langar til. —
Þetta var snemma morguns og kýrnar voru látn-
ar út rétt í þessu. — Þær dröttuðust suður fyrir
bæjarlækinn og fóru að bita. Mársibil lét þær. eiga
sig og strunsaði af stað með mjólkurföturnar. I-Iún
var ógreidd og óhrein i framan, haíði brett upp
um sig pilsin, vöðlað þeim einhvern veginn í göndul
fyrir ofan hnesbætur, en haíði strigasyuntu drag-
síða að framan. Mér virtist konan harla ógeðsleg
og ólík ])vi, að hún væri handaverk drottins. -—
— Ja»ja — þið eruð þá þarna, höfðingjarnir, og
góðau daginn, herra Jensen! Regnlegur er hann og
liklegast, að hann skvetti úr sér. Og mikil lilessun
var það, að við skyldum ná heyinu saman i-gær.
— Þið víkið beljunum suður fyrir garðinn,
— Nú er Skrauta gamla orðin þung á sér, bless-
uð kusan, sagði Berti og spýtti' mórauou.'- TVæ-
vetur boli fylgdi kúnum og honutn var cinatt upp-
sigað við Berta. Og nú fór hann að stanga þúf-
urnar og l)ölva. Berti varð hræddur, hljóp aftur
fyrir pabba og sendi bola tóninn: — Þú ættir að
skammast þín, óhræsið ])itt, fyrir það, hvernig þú
ert búinn að fara með hana Skrautu, blessaða skej)n-
una.------Jæja, —• mér ferst nú kannske ekki mik-
ið að láta — og allir erum við breyskir. —
Yið settumst undir vallargarðinn. —• — Berti var
eitthvað vandræðaícgur, sleit upp garnla biðukollu og
íór að naga legginn. Rándafluga skaust úr veggjar-
holu og fór suðandi leiðar sinnar, en köngulló sló
vefinn að baki olikar. — Hún hamaðist og bætti
þræði við þráð. —- Berti hrökk við, þegar randa-
flugan skaust fram hjá honum. Iíann horfði á eftir
henni og mælti: Undarlegt er þetta lif. Og mikið
hlýtur það eftirlit að vera, sem guð verður að liafa
með öllu þessu dóti. Það yæri víst ekki fyrir mig, að
hafa gát á allri skepnunni. Og liklegast, að afi sál-
ugi hefði fengið sig fullsaddan á því.
— Þú ert eitthvað hátíðlegur i dag, Berti minn,
sagði pabbi.
— O-já .... Maður hugsar margt, jiegar út í
alvöruna er komið —• þegar maður verður að fara
að bera ábyrgð verka sinna.
— Illa trúi eg því, Berti minn, að þú hafir gcrt
neitt ljótt.
— Ljótt og ljótt ckki. — — Mér skilst, að eg
muni nú vera orðinn trúlofaður maður — eða
kannske ríflega það. —- Og nú langaði mig til að
spyrja þig eða ykkur hjónin, hvort þið heíðið nokk-
uð á móti því, að eg birti trúlofunina í sætu kaffi
og lummum á sunnudaginn kemur.
— Jæja, svo að þvt ert trúlofaður!
— Eg skil það svo. —• Hún segir, að alt sé órask-
anlegt okkar i rnilli — og svo formlegt, sem á verði
kosið. — En bölvað er það að sumu leyti. -r Eg
hafði nú altaf hugsað mér, að best færi á því, að
eg væri nokkurn veginn óbundinn af kvenfólkinu,
þegar eg sigldi eftir arfinúm. — — Eg veit ekki
nema kongur kunni að ætla mér einhverja sérstaka
þar i höllinni. — En ekki þar fyrir: Hún er svo
frjálslynd, blessunin, að hún segir, að eg megi lifa
og láta eins og eg vilji þarna í henni Danmörk.
Eg verði bara að muna sig um það, að íara ekki
að hlaða niður börnum í siglingunni. En það er nú
einmitt hættan, að slíkt kunni að verða lieimtað af
mér, svo sem eins og vegna almenningsheillar, þar
sem eg er eini afkomandi hins mikla hershöfðingja.
En það verður þá að hafa það. —• Og nú var mér
að detta í hug, hvort þú mundir ckki vilja lofa
Mörsu-kind að vera hérna á heimilinu, rétt á meðan
eg sæki arfinn, og láta hana gösla.
— Mörsu?
•—• Ójá. Það er nú bara hún Marsibil hérna.
— Mér hafði einhvern veginn slcilist, að sam-
komulag ylckar væri ekki sem best.
— Það var afleitt — niaður guðs og lifandi. En
hún segir að ])að sé alvanalegt, þegar svona standi
á. — Þegar piltur og stúlka rífist eins .og hundar
og kettir, sé það örugt merki þess, að þá sé að
brjótast með þeim barnórar.
— Eg er ekki fjarri því, Berti minn, að Marsa
kunni að verða þér ofjarl og bera þig ráðurn, þeg-
ar fram í sækir.
— Það er öll von að þér detti slíkt í hug. —
Og það var lika dálítill beygur í mér fyrst í stað.
Hún er svo áriðamikil og svæsin, þegar hún beitir
sér. — En hún fullyrðir, að guð muni styrkja sig
til þess, að bera auðmjúka lotningu fyrir ættgöfgi
minni. Og þar er tryggingin — sannaðu til! Hún
•hefir hinn rétta skilning á höfðingdóminum. Og
hún segist ekki þrá n.eitt heitara, en unclirokun og
drottiuvald eiginmannsins.
— Hve nær gerðist þetta?
— Svona smátt og smátt. Hún segist hafa orðið
vör við fyrstu aðkenninguna snemma á túnaslætti
—• þegar hún fór að sjá til mín við orfið. — —
— Eg óska þér til hamingju, Berti minn. — Eg
vona að þetta fari alt betur en áhorfist.
— Það vona eg líka, sagði Berti. — Og nú lang-
ar mig til að mega sjryrja þig að því um leið, hvort
þú hefðir nokkuð á móti því, að hjónavígslan færi
fram skömmu eftir veturnæturnar — á afmælinu
hennar.
— Þið eruð alveg sjálfráð.
— — Brcytingin verður náttúrlega engin önnur
en sú, að eg fer úr rúminu hans Jónsa og yfir i
bólið til hennar!
IX.
— Jæja — ])á er nú þetta búið, og lof sé guði,
sagði Berti, þegar hann kom frá hjónavígslunni.
Hann var ofurlitið hýr af brennivíni. Mörsu hafði
þótt öruggara, að hafa dálítinn leka með sér, ef
brúðguminn skyldi digna þegar verst gegndi. — —
Þetta er skrambans-flókið, Óli rninn, og ekki veit
eg hvernig farið hefði, ef Marsa hefði ekki dreyjrt
á mig, rétt áður en við gengum í kirkjuna. -—- —
— En litlu munaði samt, að eg fijraðist alvarlega.
— Svoleiðis var nefnilega, eins og þú getur skilið,
að þegar eg átti að segja já við spurningu prests-
ins, var eg með heilabrot og grillur út af því, hvort
aía sáluga, hinum mikla hershöfðingja, mundi ekki
þykja eg taka niður fyrir mig. —• Þess vegna stóð
á svarinu. En þá klípur Marsibil svoleiðis í hand-
legginn á mér, að hann hlýtur að vera stokkbólg-
inn. — Eg hrekk í kút, blóta stórkostlega i mínu
hjarta, stappa niður fæti og hrópa gríðarhátt: —
Æ-já! — Og það dugði. Þá rýk eg í það að strjúka
handlegginn, því að eg var viðþolslaus af kvölum.
En jafnframt lít eg í angist minni upp á blessað
kjötfjallið — upp á brúðurina. — Byrja neðan við
mitti og fer svo alla leið iij)j) úr. Og þá hvarflaði
að mér einhver löngun i þá átt, að biðja guð á hæð-
um að gefa mér rólega daga og skjólasama undir
þessu rnikla íjalli.
—• Herra Jensen ! — Llerra Jensen! — Hvar ertu,
herra Jensen?
— Það er frúin, sem kallar — frú Marsibil Jen-
sen. sagði Berti og tók til fótanna.
Hanu var hýr af víni og glaður. Eg vorkendi
þessttni Trúgjamasmæíingja, og þóttist viss úm,
að héðan af yrði skemtana-dagar hans fáir.
Mér lék nokkur hugur á þvi, að vera viðstaddur,
])cgar brúðhjónin háttuðu um kvcldið. — Berti var
orðinn fullur og máttlaus eins og tuska. — Marsi-
bil hafði í mörgu að snúast og þeyttist aftur og
fram urn bæinn — prúðbúin, sveitt og digur.
— Kallaðu á frúna, Óli minn! .... Kallaðu á
frú Jenscn .... Sonar-sonur hins mikla hershöfð-
ingja skipar eiginkonu sinni að koma þegar í stað ..
Berti sat á hjónarúminu og barðist við þrálátan
hiksta.
Marsibil kom að vörmu spori, ■— Yarstu að kalla,
elskan mín?
■—• Ha! sagði Berti. —- Eg?------Hvar er frúin?
— Hún er hérna hjá þér, herra Jensen. — Finn-
urðu ekki, að það er elskan þín — konan þín, sem
er að klóra þér bak við eyrað?
—• Lleyrðu .... frú Jensen. — — Mér er að
verða óglatt. —
— Hvaða vandræði, elskan þín. — — Reyndu
að halda óhræsinu niðri, meðan eg sæki pottinn.
En Berti gat engu haldið. Og samstundis þeysti
hann upp úr sér mikilli spýju langt fram á gólf.
Marsiþil studdi lófa að enni hans og talaði fagur-
lega og af ótrúlegri mælsku um þá náð, sem guð
hefði auðsýnt henni, umkomulausri vinnukindinni,
með því að ákveða, að hún ein allra kvenna skyldi
rnega þjóna slíkum stórhöfðingja bæði til dags og
nætur.
— Þú kant þig, Marsa, sagði brúðguminn, þegar
hlé varð á spýjunni. — Kystu mig .... frú Jensen!
Og frúin laut niður að manninum sínum og kvsti
hann rækilega.
— Llátta .... hátta, sagði Berti og lyppaðist
niður í höndum hennar.
— Já, nú skal eg berhátta þig, elsku maðurinn
minn, sagði Marsibil, og fór að hneppa írá honum.
Hún dreií hann úr liverri spjör, bylti honum uj)p
að þili og fleygði ofan á hann sænginni. Því næst
hvarf hún fram í bæ með hurðaskellum og látum,
en kom innar áftur að vörmu spori með skolpiötu
í höndum og pokadruslu mikla. Hún mælti ekki
orð frá vörum. — En hún gretti sig dálitið og hristi
höfuðið, þegar hún beygði sig yfir spýjuna á gólfinu.
Sonar-sonur hins mikla hershöfðingja hvíldi í
brúðarsænginni, horfði til veggjar og hraut ákaflega.
X.
Eg sá ekki betur, en að Marsibil væri altaf að
gildna. Eg furðaði mig á ])essu og skildi ekkert í
því. Svona ferleg hafði hún ekki verið um vorið
þegar hún kom til okkar. — Hún var að þenjast
út um miðjuna — alt af meira og meira, verða
eins og áma. Skyldi það geta verið,.. að hún æti
svona mikið? Eg fór að rannsaka málið og komst
að þeirri niðurstöðu, að hún borðaði ekki meira en
hinar stúlkurnar. Og pær gildnuðu ekki lifandi vit-
und. — Mér fanst bráð-nauðsyníégt að fá að vita,
hvernig á þessu gæti staðið. Og eg afréð að spyrja
pabba minn að því. — Hann hafði sagt, að eg ætti
að koma til sín með allar mínar áhyggjur.
— Ilvers vegna er hún Marsa svona digur? —
Eg spurði hann að ])essu cinn daginn, þegar við
vorum að ganga til hrossa.
— líg veit ekki, svaraði pabbi fálega. — Og láttu
sem þér komi það ekki við, væni minn.
— Heldurðu að það geti verið af þvi, að hún
borði svona mikið ?
— Nei, það held eg ekki.
— En hvernig stendur ])á á þvi ? H ún er að
minsta kosti helmingi digrari en hún var í sumar.
Hún er eins og troðinn ullarsekkur. Mér þætti
gaman að vita, hvað væri innan í henni. —
—- Þú átt ekki að vera svona forvitinn. — Litlir
drengir eiga ekki að vera forvitnir.
— En stelpur? — Mega þær vera forvitnar? —
— Lauga er afskaplega forvitin.
— Hérna er tilvalin sleðabrekka, óli minn. Þið
ættið að fara með sleðana ykkar hingað á morgun,
krakkarnir, ef gott verður veður.
Eg var engu nær. Og nú hugsaði eg mér að
spyrja Berta eða Marsibil sjálfa. — Eg var þeirrar
skoðunar, að það væri töluvert áríðandi, að eg fengi
að vita þetta með fullri visstu
Dagurinn leið og eg komst ekki i færi við Mörsu.
Hún var altaf eitthvað að snúast. •—• Og Berti hafði
verið sendur út á bæi og var ekki væntanlegur heim
fyrr en í rnyrkri.
Eg hugsaði mér að taka Mörsu i fjósinu um
kveldið, meðan hún sæti undir nýbærunni. — Þá
yrði Berti kominn og gæti eg þá haft tal af hon-
um líka.
— Hvers vegna ertu orðin svona voða-voða-dig-
ur, Marsa ? — Borðarðu svona mikið ?
Eg spurði góðlátlega. — Mér var kunnugt um,
að Marsa gat haft það til, að bregðast illa við, þó
að venjulega tæki hún öllu vel. Og mig langaði ekki
til þess, að verða fyrir krumlunum á henni, ef hún
ryki nú upj) með vonsku. —
En það var engin hætta á ferðum. Marsa sat sem
fastast undir kúnni. Bara hætti að mjólka og skellihló.
Berti var að kemba tuddanum og spjalla. við hann.
— Tókstu eftir því, herra Jensen. •— Heyrðirðu
hvað snáðinn sagði ?
Röddin var einkar-góðlátleg, svo að eg þóttist
viss um, að Mörsu hefði þótt gaman að spurn-
ingunni.
— Ónei, svaraði Berti. — Eg var að segja hon-
um vini mínum hérna, bola-greyinu, að nú yrði hann
liklega sóktur í embættis-erindum að Gili eftir helg-
ina. Maður er svo senr ekki tilfinningaíaus gagnvart
skepnunum. — Ónei — boli minn — ekki aldeilis.
ÞaÖ vær-i líka synd og skömm, þvi að allir erum
við bræður.
Marsibil hló og skríkti. — Já •— ])e-si lierra Jen-
sen — þessi blessaður herra Jensen! Hann skilur hjart-
að og tilfinningarnar.------Hann var aÖ spyrja mig
að því, strák-boran, hvers vegna eg væri orðin svona
digur.
— Sko þann stutta, svaraði Berti. — Já, eg segi
þér satt, frú Jensen — það er að koma i hann snudd-
ara-vitið, þó að ungur sé. En yngri var eg nú reynd-
ar, og hygg eg að fáir komist þar til jaíns. —---Það
liggur i ættinni. —
— Eg hélt eg ætti nú með það, gift konan, að
þykna undir belti! — Segðu strákanganum rétt eins
og er, herra Jensen. Haiui hefir gott af því, að kynn-
ast leyndardómum tilverunnar.
— Eg er svo feiminn, svaraði Berti. Og svo ert
þú líka miklu útfarnari í öllu þess háttar, frú Jensen.
— Ja —. guð komi til! — Eg ætti að vera út-
farin í svoleiðis —• eg, sem ekki hefi litið á nokk-
urn mann, nema elskuna rnína. — Nei, þér er óhætfr
að trúa þvi, Óli mimi, að cg er ekki svona giM;
vegna þess, að eg borði nein ósköj). — Eg er einL
rnitt fjarska lystarlaus.
•,, VUidj á A— fjars'ka lýstarlaus. sagði eiginmaðuriniL
og saug upp í nefið.
— Og svo klígjan á morgnana — drottinn minj)
sæll og góÖur!
T Já - kligján á morgnaná.’ írú Jénsen. Hún
dreg.ur af .gamaiiið.
-' Já —- því ségi eg það mikr má ég" fyrir
þig líða, herra Jensen.
— Berti leit til mín, hróðugur á svipinn, og drap
titlinga. — Því næst lagði harin af stað bg ætlaði
að kyssa frúna. En hann rasaði á flórnum og féll
á rnagann.
, — ,SyongL.~- svona, herra Jensen! — Reyndu nú
að kunna- þer eitthvert hóf í ástunum. — Ætlarðu
kannske að steypa niður mjólkinni og leggja konu-
myndiná ])ína endilanga unclir kýrvömbina?
-—i. Eg ætláði bara áð ky'ssa ]>ig, elskan. 'og biðja
})ig að fyrirgefa mér allar syndirnar. •—•
— Taktu við íötunni, herra Jcnsgn, og láttu hana
yfir í auða básinn. Og réttu ntér svo hönd. — Eg
er orðin svo stirð og af mér gengin, síðan eg komst
í þetta blessaða ástastaitd.
Eg var litlu nær. — En Berti leiddi mig i allári
pannleika .dagii.ni eftir, og fékk eg þá nokkurn skilnp
ing á sumu því, sem gerist milli karls og konu í
cinrúmi.
XI.
Eg vaknaði við það ehia 'nóttina, að Máfslíhi vaf
tekin að hljóða. Móðir mín .reyndí áð bagræða Iienni
á allar lundir. — 'Þétta er alt eðlilegt, góða mín,
og um að gera að vera stilt og róleg. — En Marsi-
bil tók því fjarri. Hún hljóðaði svo-hátt, að méf
stóð hin mesta ógn af þeim látum. — Mér hefðí
aldrei komið til hugar, að ganga inn á neitt viö
hann herra Jensen — hvorki trúlofun, giftingu né
annað, ef mig hefði órað fyrir svona hryllilegum
kvölum:' — Ja — þessir karlmenn! Þeir vita ekki
mikið hvað við konurnar verðum að lí'ða. -—• Og
svei þeim öljum saman! —: Og þa'Ö segi eg, að út
í annað eins og þetta skal eg ekki léggja öðru sinni.
Berti var að týgja sig til farar, ók sér og geisp-
aðiéd— Hann átti að sækja yfirsetukonuna. — Og
hann fór sér hægt, gekk að rúminu, horfði á jóð-
sjúka konuna og mælti: — Þú ert undir lögmálinu,
frú Jensen. — Þetta verður ;aÖ hafa-sinn, gang. —
En rninstu þess, kelli mín, að spnar-sonur hins mikla
hershöfðingja, ætlast til þess, að lögleg ektakvinná
hans í;eði honum sonu og dætur án hljóða og hróp-
yrða. — Gleymdu því ckki, frú Jensen, að við erum
í þjónustu lífsins og kynbótanna.
— Ertu ekki farinn, Berti? — Eftir hverju ertu
að drolla og hangsa? —■ M.arsibil hrcytti þessu úr
sér og ])að var engiu bliða, í röddinni.