Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 9
y ísir Engilbert hét hann •— Engilbert Maríus Ermen- rekur jensen. En hann var aldrei kalla'öur annaÖ en „Berti hennar Mörsu“. Hann sag'Öist vera kominn af dönskum hershöfð- ingjum. Móðir sín hefði gefið sér það í skyn, þeg- ar hún lá banaleguna. En síðar hefði hann fengið gildar sannanir fyrir ættgöfgi sinni. Hann kunni því betur, að á hann væri litið sem höfðingja, þó að hann yrði að sætta sig við vinnu- menskuna. Og honum þótti gott að tala um stríðs- hetjurnar dönsku, forfeður sína. Þar væri hver maðurinn öðrum meiri og frægari. En langfræg- astur allra hefði þó „afi gamli“ verið. Það hafði -—- til dæmis að taka — verið hann, sem sigraði í ■orustunni miklu. — Hvaða orustu? -— En sú spurning! — Eins og það sé kannske •.um.margar að ræða! — Þegar talað er urn orust- una rniklu, þá vita allir, að átt er við orustuna hans ;afa míns. En það var nú líka orusta í lagi. — Mann- drápin höfðu verið ægileg. Og það hefi eg sann- fr.étt, að afi sálugi hafi orðið að teyma undir kon- unginum. Haltu þér i faxið, kóngur, og láttu þér ,ekki bregða. — Hvernig veistu þetta, Berti ? — Hvernig eg veit það. Hálærður maður sagði mér — doktor Jósías frá Trölleyrum. Hann vissi alla hluti, maðurinn sá — hafði ferðast veröldina á enda •— sofið hjá prinsessum, kyst drotningar og þambað brennivín með konung- um. — Þetta var bráð-vitur skratti, en -déskotans hrekkjalimur. Eg sá hann bara einu sinni eða öllu heldur tvisvar — fyrir og eftir messu einn sunnu- dag. — Hann narraði út úr mér reiðhestinn minn ■og stal af mér öllu árskaupinu. — Bágt á eg með að trúa því, að þú hafir lát- ið fara svoleiðis með þig. •—- Tapaði ekki á því, góði, þegar öllu var á botn- inn hvolft! — Þá fékk eg vissuna um ættgöfgi mína. Og það er mikils virði, að vita með sjálfum sér, að maður sé í rauninni stórhöfðingi. — Eg hafði alt- af verið með efasemdir og grillur, því að mamma sáluga var víst með óráði, þegar hún sagði mér írá hershöfðingjanum mikla. En svo kom dr. Jósías og leiddi mig í allan sannleika. — — Hann sagði: .Ætti eg ekki að fræða þig svolítið um ættina þína? — Jú, sagði eg. — Þá byrjaði hann á Adam gamla, berstrípuðum i aldingarðinum hjá Evu sinni, og hélt svo áfram alla leið niður til hershöfðingjans inikla. Og þarna var ara-grúi af konungum og keis- urum og öðru stórmenni — alt rifandi kvennamenn <og drabbarar.-------Já — þvi segi eg það: Hann veit sitt af hverju, maðurinn sá! Og hann þuldi þetta reiprennandi — vissi alt upp á hár. -—• Nei, >eg segi þér alveg satt, drengur minn, að eg tapaði ækki á skiftunum, því að þá fékk eg þessa yndis- legu döngun á sál og líkama og sannfærðist um, '* að eg er ekki nieifá eri svo af þessúni ruddalega íslenska heimi. — Er langt siðan þetta gerðist? — Langt og langt ekki! — Líklega ein sex ár. Eg var þá hjá Kristmundi minum rika fyrir norð- an, rétt í þann veginn að fá smekk fyrir kvenfólki. — Eg hafði sérstakan augastað á heimasætunni á Barði — svellgróinni hnyðju. Ólafur karlinn var dá- inn, en mæðgurnar, Valgerður gamla og Ólina, héldu öllu í gamla horfinu. Þarna var gríðarlegur auður saman kominn. Forn matur um sláttinn — saltkjöt, blóðniör, svið, lundabaggi, hákarl, að ógleymdu eld- súru skyri. Sauðirnir tvö hundruð og önnur búfjár- eign þar eftir, peningar i handraðanum, innieign í kaupstaðnum, jarðeignir hingað og þangað. — -— Mér var ekki grunlaust, að strákur á næstg. bæ væri farinn að hugsa ’um Ólínu. Og nú vildi eg verða fyrri til. Þær höfðu haft þann sið, mæðgurnar, að fara til kirkju á hverjum sunnudegi alt sumarið. Og að messugerð lokinni löbbuðu þær æfinlega út i kirkjugarð og settust á leiði Ólafs gamla. Kerlingin rabbaði við hann um búskapinn og margskonar örðugleika, en stelpan sat eins og brúða. Þær dvöldust þarna venjulega nokkuð lengi, stund- um í hellirigningu, og altaf voru svuntuhornin á ferð- inni upp í augun. Mér fanst þetta yndislegur siður. — Laugardaginn i átjándu viku surnars bar svo við, að eg var sendur i kaupstaðinn með trússahest. Þá er strákurinn ])ar fyrir, sá sem var að draga sig eftir Ólinu. — Hann kaupir sér hatt, laglegan flóka- hatt, og hálsklút úr silki. Mér dettur undir eins í hug, að nú muni hann ætla að biðja Ólínu við kirkj- una á morgun. Þetta var ættsmár gosi. Hann heils- ar mér glaðlega, en eg set upp svip afa míns og tek ekki undir. — Þá gengur hann út og hafði lok- ið erindi. Eg vík mér að kaupmanninum og segi: Látið mig hafa dýrasta hattinn og fallegasta háls- klútinn, sem til er í allri versluninni. Kaupmaður horfir á mig og segir: Þú munt vera vinnupiltur hjá Kristmundi mínum? — Eg er Engilbert Maríus Ermenrekur Jensen, svara eg með þjósti og lem í búðarborðið. — Fæ eg hattinn og klútinn? ■—- Sjálf- sagt, segir kaupmaður. — — Eg fór að velta því fyrir mér á heimleiðinni, að líklega væri nú alveg undir hælinn lagt, hvernig bónorðið hepnaðist, ef eg hefði ekki meðferðis fá- eina skildinga handa Valgerði gömlu. Það var sagt um jiana, að hún skoðaði peningana sína á hverju kveldi, allan ársins hring. Eg átti bágt með að trúa því, að strákurinn, sem eg nefndi áðan, hefði rnikil peningaráð, en hann var snoppufríður, og þesskon- ar snáðar geta verið hættulcgir. — Mér datt í hug, áð nefna það við Kristmund gamla, livort hann vildi ekki láta mig hafa tuttugu króna gullpening upp i kaupið. Eg kom að máli við gamla manriinn, þegar eftir heimkomuna. Hann tók þvíx fjarri, að borga mér nokkuð að svo stöddu. Það hefði ekki verið siður sinn hingað til, að borga vinnumönnunum fyrr en árið væri liðið.' — Og hvað vilt þú, auminginn, nieð gullpening? Eg sagði eins og var. Eg væri að hugsa um að fara til kirkjunnar á morgun og biðja Ólínu á Barði. Þetlia væri einskonar Línu-veiðar og agnið þyrfti helst að vera rauðagull. Kerlingin væri svo sólgin í það. — Iæja, greyið, sagði Kristmundur, svo að ])ú ert að hugsa um þetta. Mér líkar það vel. Það sýnir þó einhvern skynsemdar-vott, að vilja komast í bólið til hennar Línu. Og ekki er eg frá því, að mér hefði þótt notandi að komast þangað, með- an eg var og hét. — En þú verður að skrifa undir, ef eg á að hjálpa þér. -— Skrifa undir? — Já, gefa mér viðurkenningu íyrir þvi, að kaupið sé greitt að fullu. — Greitt að fullu — alt árskaupið, með einum tuttugu krónurn ? -— Þú græðir á því samt, sagði Kristmundur •—• stórgræðir. ■—- Heldurðu þá að hún vilji mig? — Peninginn vill hún áreiðanlega, hvað sem þér líður. — Komdu með peninginn og skjalið, Kristmundur, sagði eg og rétti úr mér. — Engilbert Maríus Ermenrekur Jensen er reiðubúinn að skrifa undir. — II. Eg lagði af stað til kirkjunnar stundu íyrir há- degi sunnudaginn í átjándu viku sumars, einn míns liðs og vongóður. Eg þarf víst ekki að láta þess geti'Ö, að eg dubbaði mig upp, eftir því sem föng voru til. Sparifötiii voru að vísu ekki merkileg, en eg var kembdur og þveginn og hatturinn og klút- urinri settu á mig nýjan svip. — Eg sá ekki betur en að eg væri allra-fallegasti maður. Eg átti rauð- an hest, lull-vakran, og reið liðugt riiður dalinn. — Eg var að hugsa um mæðgurnar á Barði, gull og silfur og allan gamla matinn. Idvort það mundi nú eiga fyrir mér að Hggja, að verða stórbóndi innan skamms? — Mér fanst það ekki ósennilegt. — Og eg strengdi þess heit, að verða góður og notalegur við Ólínu mína þegar þar að kæmi. Hún skyldi íá að ráða öllu, sem hún vildi. — Og barn- eignirnar skyldu verða í hófi. Ekki að tala um meira en eitt barn á fimrn ára fresti. — Engin mynd á því, að láta konuna vera vanfæra á hverju einasta ári. Þarna var beitan — gullpeningurinn. Eg þreifaði á klútshorninu og fann að hann var þar. — lák- lega yrði þær riú alveg steinhissa, mæðgurnar, ]>eg- ar þær sæi mig með spegilfagran gullpening í hönd- unum. — Spegilfagran ? — Þáð var nú svo. Ætli það væri annars ekki réttara að fægja hann ofur- lítið betur, áður en til ætti að taka? -—■ — Best að ríða hérna upp í hvamminn og fara af bakí. — Eg sveigi þann rauða út úr götunni. Honum þykir vænt um og tekur sprettinn. En þarna er þá ein- hver fyrir i hvamminum. Það fyrsta, sem eg sé, er brúnskjótt meri. Hún liggur á hliðinni, altýgjuð, og teygir frá sér höfuð og fætur. Eg fer af baki og svipast um. — Rauður mí’nn gengur til hryss- unar, ]æfar af henni og hrekkur frá. Svo rásar hann langt upp í hvamm og fer að bíta. Eg þyk- ist sjá, að hryssan muni vera fylfull og komin að köstum. —■ Hún er svo vambmikil. — Undarlegt að hún skuli liggja svona hreyfingarlaus. Eg sest niður, tek hattinn af höfðinu, skoða hann í krók og kring, geri brot í kollinn-, og set hann upp aftur. Þetta er ljómandi hattur — liklega fall- egasti hattur i sveitinni. Gæti trúað, að Ólínu þætti hann laglegur. — Þá leysi eg klútshornið utan af peningnum. Eg er lengi að því, en loksins tekst það. Og peningurinn skoppar úr höndum mér niður í grasið og hverfur. — Guð almáttugur í himnaríki, segi eg, legst á hnén og fer að leita. En eg finn ekki gullið. Það er liorfið og mér liggur við að gráta. Eg bið guð að hjálpa mér í leitinni — reyni að sýna honum fram á það í vinsemd, að öll ham- ingja mín í lifinu geti á því oltið, að peningurinn finnist. Eg róta með höndunum, tæti grasið eins og vitlaus maður, beygi skeifu og tárin fara að streyma niður vangana. — Þá heyri eg fótatak, lít upp og sé að maður stendur yfir mér. — Hvort er sem mér sýnist? spyr maðurinn. — JÚ, stendur heima, segi eg. — Eg þóttist kannast við svipinn, segir hann. — Já, segi eg og þerra tárin. — Eg er Engilbert Maríus Ermenrekur Jensen, sonar-sonur .... — Ilins mikla hershöfðingja, segir hann. — Þetta yfirbragð er ekki á almúganum hérna. — Nei, segi eg og hitna allur af fögnuði. — Þú munt kunna því betur, segir hann, að vita við hvern þú ræðir. •— Já, segi eg. — Eg er herra Jósías Enoksson doktor Jó- sías, segir hann. — Síðustu árin hefi eg löngum dvalist erlendis — við hirðir konunga og keisara. Eg var staddur í skírnarveislu hjá Rússakeisara á öndverðu sumri, þegar Danakonungur gerði mér orð að finna sig. Eg elska Danakonung, enda hefir hann margt stórvel til mín gert. — Sendiför hefi eg hugað þér, dr. Jósías, mælti konungur, er eg kom á fund bans. Þú skalt fara til íslands og leita að sonarsyni hins mikla hershöfðingja. — Eg mun gera sæmd þína rnikla, ef þú finnur piltinn, en komir þú engu áleiðis, hlýtur að fækkast með okk- ur. — Að svo rnæltu setti konungur mig í hásæti og bað mig drekka til morguns. Þá mælti eg fyrir minni drotningarinnar og varð sú ræða all-fræg. — Konungur skaut undir mig herskipi og fluttist eg á því til Austfjarða. Nú tel eg mig hafa fundið hinn unga mann og verð eg nú að hraða ferð .minni á konungsfund.---------En því sendi jöfur mig þess- ara erinda, að sonar-syni hins mikla hershöfðingja hefir tæmst árfur í Danmörku, er frá er fallinn faðir hans, stórauðugur og víðfrægur maður, er í förum var hér við land og gat þig við íslenskri konu. Hann var barnlaus þar i landi, en konungur er réttsýnn maður og lætur sér ekki annað líka, en að þú njótir auðæfanna. Hefir jarðeignum föður þíns öllum verið varið í peninga, en konungur tek- ið við til geymslu. — En það er í skilmálum haft, að þú sækir auðinn sjálfur, því að engan pening mun konungur senda hingað á skotspónum og eng- um afhenda utan þér einum. Þætti mér réttast, að þú vitjaðir arfsins áður mörg ár liða, því að vel niá vera, að sjóli meti til tómlætis, ef mjög frestast utanförin. Er nú þar til að gæta, ungi maður. Tel eg mig nú hafa rekið konungs-erindið allskörulega. en segja má eg þér nokkuru gjör af ætt þinni, ef þig fýsir að heyra. Eg hafði engar sveiflur á þvi og rauk upp um hálsinn á manninum og kysti hann. Hann tók því alúðlega, en hóf ])ví næst frásögu sína aí ætt minni, ])á er eg gat um áðan. Og niargt sagði hann fleira, ])ó hér verði ekki greint. Eftir stundarkorn fór hann að hafa orð á þvi, að hann væri illa ríðandi. —- Brúnskjóna væri orð- in þreytt, enda lægi hún nú hreyfingarlaus og svæfi. Hann hefði riðið henni einhesta austan af Héraði. Ekki búist við að leitin yrði svona löng. Og nú væri ]>essi annálaða hryssa orðin lúin. Idún væri og „kornin langt á leið“ og gengi vafalaust með ein- hvern snillinginn. Hún hefði eignast átta hestíolöld um dagana óg alt hefði það orðið snjöllustu reið- hestar. — Og rneður því að svo giftusamlega hef- ir tekist, að fundum okkar hefir borið saman, þá er nú efst í mér að gefa þér Skjónu og hætta til hverju þú launar. — — Það mætti nú ekki minna vera, en að eg gæfi þér folann minn, sagði eg, — annað eins og þú hefir fyrir mig gert. — Kemur ekki til mála. Konungsmenn þiggja ekki gjafir, herra Jensen. — Hitt væri annað mál, að við hefðum hrossakaup. Eg veit nú reyndar, að Skjóna gamla ei að minsta kosti þriggja hesta virði, svo að gróðinn yrði þín megin. En hvað um það. Eg nýt hennar ekki lengi úr þessu. Konungur rná ekki af mér sjá og fylfull meri er eitt af því, sem for- boðið er i konungsgarði. — Eg þarf að komast suður sem alira fyrst — þarf að ná i póstskipið. Eg hefi lofað að halda ræðu í konungsveislu eftir hálfan rnánuð. — Taktu folann, dr. Jósias, og eigðu hann i herr- ans nafni, sagði eg. Og niðurstaðan varð sú, að við höfðurn hrossa- kaup. Við staðfestum þau með kossi og hétum hvor öörum ævilangri vináttu. — Jósíasi varð starsýnt á hattinn minn og klútinn. Hann hafði orð á því, að þetta væru eigulegir hlutir. •— Eigðu hattinn og klútinn, sagði eg. — Þú sver þig nokkurn veginn greinilega í ætt hins pnikla hershöfðingja, sagði Jós- ías og kysti mig öðru sinni. Eg var hrærður i huga og fekk ekki varist tárum. Dr. Jósias stiklaði i söðulinn og þeysti af stað. — En eg stóð eftir hestlaus, hattlaus og klútlaus. Svo fór eg að leita að gullpeningnum og fann hann eftir langa mæðu. — Eg ýtti við Skjónu gömlu, en hún hreyfði sig ekki. —• Eg þreifaði á henni, en hún var köld og •stirðnuð. Þá var ekki annars kostur, en að fara garigandi og berhöfðaður til kirkjunnar. Eg hljóp alla leið- ina og náði rétt í messulokin. IIL Eg tók mér sæti i kirkjugarðinum, þar sem hent- ast þótti. Skömmu síðar komu Barðs-mæðgurnar og leiddust, viku sér fyrst út í horn, en settust því næst á leiði Ólafs gamla. — Og bráðlega var gamla konan farin að rabba við manninn sinn sáluga — um giftingarhorfur Ólínu, skepnuhöldin, heyskapinn og forna matinn, sem nú væri senn á þrotum. — Eg er hreint ekki viss um, sagði Valgerður, að mér auðnist að halda í þessar litlu reytur, því að óhöpp- in steðja að mér, síðan guð tók þig til sín. Það er nú eitt fyrir sig, að smalinn er altaf að týna kvia- rollunum og sleppur við hýðingu, því að eg er orð- in ónýt til alls. -—■ Hann stendur uppi í hárinu á mér, pottormurinn. Hann yeit sem er, að nú er ekki að óttast hnefana þína, elskan. Þá er nú eitt lánið eða hitt heldur, að Branda mín er kálfíaus, og svona er eins og alt steðji að mér. Þær voru þó ekki tíma- lausar, kýrnar á Barði, meðan þú stjórnaðir. Idey- skapurinn gengur hreint ekki neitt, því að nú er sofið og sofið um miðjan daginn og aldrei komist á lappir. Ta — því segi eg það: Aurnt er ekkju- standið. Eg mán ekki, hvort eg sagði þér frá þvi á dögunum, að lömbin hrundu niður í vor og skinn- in eru alveg verðlaus. — Ó-já, elsku karlinu minn. Það tekur upp á taugarnar með ýmsu móti, að þrauka þetta svona. Og ekki get eg hugsað til þess, að þýð- ast nokkurn mann, og hafa þeir þó verið að biðja mín. —- En svo ætlast eg þá líka til þess, að þú missjáir ])ig ekki á þeirn himnesku blómarósum, þó að þær sé kannske i gegnsæum pilsum og kitli þig undir höndunum’ eða í „hálsakoti“.----------Bágt er með hana Línu okkar blessaða. Hún mornar þetta og þornar, ein síns liðs og yfirgefin, og eg er orð- in bráð-ónýt að mæla með henni. Og sjálf er hún ekkert nema feimnin og óframfærnin — þorir ekk- ert og hættir engu. Bara bíður og bíður. Og ekki varð mikið úr því, að nýi presturinn liti í áttina til hennar, og var eg þó að vona hins besta. Og ekki lét hann standa á því, sá deli, að heimta borg- un fyrir ómakið —- eg meina likræðuna og það. — Já, eg segi það satt, Ólafur minn, að mér ofbauð, a‘Ö maðurinn skyldi heimta borgun — ofan á allar góðgerðirnar, bæði fyrir og eftir — dísætt kaffi með jólabrauði, kleinum, lumrnum, ástarpungum og brennivíni, eins og hann gat í sig látið. Og væri það ekki vegna þess, að við erum að svipast að mannsefni, þá dytti mér ekki í hug að sækja kirkju hjá öðrmn eins manni.----------- — Hún er ekki slor- leg hún Ólína, síðan er hún fekk klæðisfötin — peysan flegin niður undir mitti, svo að alt blasir við. — En það er eins og ekkert stoði. Mér er líka ómögulegt að fá hana til þess, að gefa strákarýj- unum undir fótinn, og ætti hún þó held eg að geta látið þá skilja á sér, að hjartað sé rciðubúið. Nátt- úrlega getur hún fengið einhverja vinnumannsdul- una, og það verður líklega úr, að hún þýðist Gvend að lokum, ef enginn kemur skárri. — Það er ekki betra cn hvað annað, að skorpna svona í meydóm- iunm, og lítið held eg verði úr viðhaldi ættarinnar með þessu mótinu. Hana dreymir ósköpin öll um ást- ir og pilta núna upp á síðkastið, einkanlega kring um tungl-fyllingar. Stundum hrekkur hún upp um miðjar nætur og setur þá æfinlega að henni grát. Og þá er eins og mér finnist hún vera að gefast upp og vilji sætta sig við Guðmund. Þetta heyrði eg og margt fleira. Að ræðu Iokinni tók Valgerður að stynja og tauta í hálfum hljóðum. —• Eg hugsaði mér að ganga á lagið, tók gullpen- inginn úr vestisvasanum, skoðaði hann vandlega og hélt honum þannig, að sólin skini á hann. En þær litu ekki við mér, mæðgurnar. Þá tók eg það ráð- ið, að ræskja mig hátt og hressilega. Og það hreif. lig segi : Fyrirgefið, göfugu mæðgur. Eg hefi setið hér um stund og virt ykkur fyrir mér. Eg er Engilbert Maríus Ermenrekur Jensen, sonar-son- ur hins rnikla hershöfðingja. — Og heíir eitthvað fallegt í höndunum, segir Valgerður gamla. •—• Ekki getur það heitið, segi eg. — Eg er því vanur, að hafa smáskildinga í vasanum — einn, tvo, þrjá gull]X)ninga eftir atvikum. Mér ])ykir vænt um gullið. — I ])etta sinn hefi eg bara einn pening. Þú hefðir kannske gaman af að Hta á hann, Val- gerður ? Ekkjan á Barði hnippir í dóttur sína og segir í hálfum hljóðum: — Þarna er mannsefnið þitt, Lína —- eins og guð er uppi yfir okkur! — Og nú er að standa sig, heillin! — Því næst réttir hún fram kræklótta lúkuna og eg fæ henni peninginn. Þetta ætlar að ganga bærilega, hugsa eg með sjálfum mér. •— Já, fallegur er hann og ósvikinn. Og vel er hann hirtur — spegilfagur og gljáandi. — Gaman væri að eiga þá fáeina af þessari gerðinni. — Þá hnippir hún í dóttur sína og hvíslar: Taktu sjalið frá brjóstinu, Lína, svo að pilturinn sjái öll herleg- heitin! — Það gæti nú kannske lánast, ef guð vill, að þeirn kringlóttu fjölgaði svo lítið á Barði með tið og tírna, segi eg og sýg drýgindalega upp í nefið. Heimasætan þeytir sjaíinu yfir á næsta leiði, en kerlingin rekur hnefann í bakið á henni. — Svona! — Bein í bakið, Línu-skinn — þráðbein! — Út með brjóstin í herrans nafni! -— Sérðu ekki f jörfiskinn í augunum á piltinum ? Eg nota mér þetta og skelli á heimasætuna dreym- andi augnaráði, fullu af tilbeiðslu og þrá elskhug- ans. — En rétt í þessu ber óvæntan gest að garði: Dr. Jósías stendur yfir okkur, ærið mikillátur •—- með nýja hattinn á höfðinu og silkiklútinn um hálsinn. •— Hann segir: — Eg heilsa þér, Engilbert Maríus Ermenrekur Jensen, sonarsonur liins mikla hers- höfðingja! Og yður, göfugu konur — drotningu og prinsessu úr fjalldölum Islands! ■—■ Eg krýp fyrir yður — votta yður aðdáun mína og lotningu! Eg kynni mig fyrir yður: Eg er doktor Jósias Enoks- son, hirðmaður konungs vors — aldavinur mey- kóngsins breska. Þetta var bölvuð sending og ruglaði mig i rím- inu. En ])að mátti Jósías eiga, að fast kvað hann að orði um ættgöfgi rnína. Og íyrir það var eg honum þakklátur. Eg lít upp hægt og rólega, legg vænan slatta af þurra-drambi í röddina og segi: — Hvert er erindi þitt hingað, doktor Jósías? — Þú veist höfuðerindi mitt hingað til lands, herra Jensen. — En auk þess rak eg erindi nokkurt fyr- ir annan þjóðhöfðingja merkan.---------Svo bar við hið fyrra sumar, að eg lenti í stóðrekstri ineð Svía- konungi. Við vorum margir saman og allir við skál. En um kveldið var veisla dýrleg i höll konungs. Gerðust menn þá ölvaðir nokkuÖ og festu ýmis heit. — En síðastur allra reis úr 'sæti siim greifi einn forkunnar fagur og mælti: Þess strengi eg heit, að kvongast íslenskri konu og gerast bóndi á Islandi. — Drukku menn nú sem áður. En er allir voru sofnaðir fram á borðin, nema við konungur tveir einir, drakk hann mér til og rnælti: •—------- Þess bið eg þig, doktor Jósías, að þú útvegir greif- anum, frænda mínum, væna bújörð á Islandi og fvlgi konuefni óspjallað. — — Nú vildi eg ekki fella á mig reiði konungs, með því að skorast undan lið- veislunni. Og á yfirreið minni um landið í sumar, hitti eg eitt sinn garnla konu framsýna, og sagði henni frá erindi mínu. Hún bað mig doka við til morguns og lét eg tilleiðast. •— Hún reis úr rekkju með sólu, settist hjá mér og mælti: —- Víða hefi eg göndum rent í nótt. Og þar kom eg á einn stað, er ósnortin meyja hvíldi fyrir ofan móður sína, og skaltu stefna í útnorður, uns þú finnur hana. Eg borgaði kerlingu ómakið og hélt af stað. — — Þykist eg nú vita, að hér hafi mér verið til vísað, því að andspænis mér situr nú í skírum meydómi einhver ljúfasta heimasæta þessa lands. — Og óspjölluð er hún, gall í Valgerði á leið- inu. Það ábyrgist eg! — Hérna er peningurinn þinn, Berti — og taktu við honuin. — Og gamla konan fleygir gullinu til mín. —• Þú átt sjaldgæfa dóttur. Og báðar mundu þið sóma ykkar hið besta í höllum konunga og keisara. Valgerði þykir lofið gott. Hún segir: Eg er nú svo gömul, sem á grönum má sjá, og ekki frýnileg. — En þú segðir eitthvað, ef þú sæir hana Linu mína á koddanum! Hún er náttfríðust allra kvenna hér í sveit. -— Eg hefi umboð til að skýra frá því, segir dr. Jósías, að greifinn á tvö hundruð þúsund krónur í gulli. — Tvö hundruð þúsund krónur, segir Valgerður og slær á lærið. — Hvað segirðu um annað eins, Lína. — Þú ræður, mamma! — Mætti eg þá gera mér cinhverja von fyrir greifans hönd? —■ Og veri hann hjartanlega velkominn með alt sitt, sá blessaði maður, segir Valgerður gamla. ■—- Kærar þakkir, segir Jósías hátíðlega. Og þá ætti mér ekki að vera neitt að vanbúnaði, held eg .... — það er að segja .... — Gæti eg eitthvað greitt fyrir þér, segir ekkjan á Barði, þá væri það bæði ljúft og skylt — — — — Eg skammast mín fyrir að segja frá því — Jósías er hugsi og fer a'ð leita i vösum sinum. — Idún varð mér nokkuð dvr, framsýna kerlingin. ------Mér þykir sárt að verða að biðja ykkur að hlaupa undir bagga. Þið getið haldið, að eg sé ein- hver ómerkingur.--------En það er dýrt að komast alla leið til Svíþjóðar — —- — — Eg hefi nú verið talin heldur knöpp um dag- ana, segir Valgerður, en hérna mun eg þó eiga tvo gullpeninga .... Mig dreymdi svoleiðis í nótt, að mér þótti eins og vissara að hafa þá með mér — Jú, hérna mundu þeir vcra .... í klútshorninu 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.