Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 10

Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 10
Ví SIR og gerðu nú svo vel. Eg cr óhræcld að láta pen- inga í þínar hendur. - Eg hefi stundum haft ofuriítið meira milli handanna og staðið skil á öllu, segir Jósías.------- Jæja, eg skila þá kveðju til greifans og kongsins .... -— Já, alúðarkveðju frá okkur háðum. Og þú heklur að hann komi með alla peningana? — Enginn vafi — enginn minsti vafi. — En eftir á að hyggja: —• Það er leiðinlegt með þessa sviknu gullpcninga, senr nú eru í umferð hér á landi. — Guð komi til, segir Valgcrður. Eru þeir nú líka farnir að svíkja gullið! — Það mun hafa átt að heita gullpeningur, sem ekkjufrúin afhenti þér áðan, herra Jensen. -— Væri ekki réttara að eg liti á hann. Valgerður hnippur í dóttur sína. — Tókstu eftir því, Lína? — Ekkjufrúin! -— Sá kann sig! Mér dettur í hug að þetta geti verið satt. Krist- mundur var brellinn karl og undarlega fús til þess, að láta mig hafa peninginn. — Eg er sérfræðingur í gullpeningum, segir Jósí- as. —• Svo að ef þú vildir njóta góðs af þekkingu minni .... — Já, það vil eg fyrir alla muni, segi eg og fæ honum peninginn. Hann lítur á hann rétt sem snöggvast, bregður honum í munn sér og segir: -— Falskur! — Ekki vottur af gulli! — Eg tek hann með mér til rannsóknar og prófunar erlendis. Því næst veifar hann hattinum og snarast út úr garðinum. Augnabliki siðar þeysir hann úr hlaði og suður alla mela. — Hann fór með aleigu mína, — reið- hestinn, árskaupið, hattinn og klútinn. — — Og eg hefi ekki séð hann síðan. IV. Upp frá þessari stundu var Berti alveg sann- færður um, að hann væri af dönskum stórhöíðingj- um kominn. Iiann trúði því, að Jósias hefði verið svikari, en liitt þvertók hann fyrir, að frásögn hans um ættgöfgina og arfinn væri eintóm markleysa. Það væri alveg áréiðanlegt, að hann væri sonar-sonur hins mikla hershöfðingja. — Og þeirri trú varð ekki haggað. Hann sagði mér i höfuð-atriðum og oftar en einu- sinni, smá-þættina, sem skráðir eru hér að framan. — Eg hefi ekki breytt þeim að öðru en því, að eg nota mitt eigið orðfæri. Kunniugjar Engilberts reyndu að íá hann ofan af þeirri ímyndun, að hann væri kominn af dönsk- um hershöfðingjum. Faðir hans hefði bara verið óvalinn sjómaður, háseti eða kyndari á dönsku versl- unarskipi, sem siglt hefði hér við land. En hann tók þvi mjög fjarri. Og hann lagði alveg sérstaka fæð á þá menn, sem héldu því fram, að einhver óvandaður gárungi liefði' komið ættgöfgi- flugunni í höfuðið á honum. — Þeim. gengi ekki annað til en liláber öfurídin'. Þeir gæti ekki unt hon- um þess, að eiga kyn að rekja til erlénds stórmennis. Eg kyntist Berta nokkurum árum eftir samfundi þeirra Jósíasar. Hann var þá æfinlega kallaður Berti, en siðar’ „Berti hennar Mörsu“. Og þar við sat. Sumir vildu haldá því fram, að Berti mundi hafa truflast eitthvað eftir skifti þeirra Jósiasar. — En ekki veit eg neinar sönnur á því. — Almúginn hérna kann sig ekki fyrir túskild- ing, sagði Berti stundum, þegar við vorum 'tveir einir. — Og það er vissulega heldur smátt um art- irnar og notalegheitin hjá þessu fólki — nema þeg- ar stórhöfðingjar eiga hlut að máli. — En hver er í sannleika höfðingi á þessu landi, ef ekki eg? Æfin- lega er kaupmaðurinn kallaður Hansen og veit ]jó ekki nokkur lifandi maður til þess, að þar sé ætt- göfginni fyrir að fara. —■ Mér er kunnugt um ]>að, að hann er af láguin stigum kominn, enda ber hann það með sér. — Samt er hann æfinlega nefndur ættarnafninu eintt saman. Og bændurnir þéra hann upp í hástert og taka ofan fyrir honum. — En eg — eg er þúaður eins og hundur! Og engum dettur i hug að taka ofan fyrir mér eða kalla mig herra Jcnsen. — Og vita þó bæði guð og menn, að eg er korninn af langfrægasta herhöfðingjanum, sem til hefir verið undir sólunni! — Eg skal reyna að muria eftir þvi, Berti ininn, að lcalla þig herra Jensen, þegar aðrir heyra til. — En eg vona að þú takir ekki hart á því, þó að eg kalli ])ig Berta, þegar við erum tveir einir. —■ Gerir ekkert til, sagði Berti og faðmaði mig að sér. — Og eg skal svci mér alla daga rnuna eftir þér, þegar arfurinn mikli kemur. — Eg ætla að gefa þér reiðhest, með hnakk og beisli og öllu saman. — Eg held það væri nú alveg nóg, að þú gæfir mér folald. -— Folald! -— Nei, drengur minn! — Engilbert Marius Ermenrekur Jensen verður stórtækur, þcgar þar að kemur. — Þú verður að gá að því, að jjetta er geysilegur auður, sem kongurinn geymir fyrir mig þarna i koffortinu sínu. — Geysilegur auður! — Og alt er þetta komið frá afa gamla, hershöfð- ingjanum mikla. — Hann var auðugasti maður í öllu konungsríkinu, enda drap hann líka reiðinnar kynst- ur af fólki, þegar hann var að striða. — Og það er enginn atvinnuvegur til á við manndrápin. Það er til marks um fræknleik afa míns, að einu sinni drap hann ]jrjú hundruð manns með sverðinu sínu, rétt á meðan kongurinn skrapp heini til ]>ess að borða miðdegisverðinn. — — Ög hann þræddi alla hausana í kippu og labba'ði með hana á bakinu heim til kongs og drotningar. — Kongur lá í hlað- varpanum og stangaði úr tönnum sér. — Þú hefir ekki verið iðjulaus meðan eg gleypti í mig matinn, segir kongur, en afi sálugi fleygði hausakippunni i varpann og mælti: — Nóg er til af dótinu og lík- lega verður það úr, að eg sæki aðra kippu, áður en sól er af lofti. — En nú þurfti eg að fá lánaðan hverfisteininn ]>inn, ]>ví að sverðseggin er slæ og brotin. — Það ætti nú að vera hægt, segir kongur, og skal eg sjálfur snúa undir. En lcomdu nú inn fyrst og taktu þér bita. -— Eg er ekki svangur, segir hinn mikli hershöfðingi, og nú er annað þarfara að gera en að eta mat. En gott væri að fá blöndusopa að drekka. —• Nóg er sýran, segir kóngur, og farðu inn i eldhús til drotningar- innar, meðan eg sæki vatn á hverfisteininn. En ]>ess vi! eg biðja, að ])ú leggir ekki sverðið mjög fast á, því að eg er slæmur í handleggjunum, siðan er eg hélt mér í faxið á honum á Gráblesa á dögunum, Jtegar við vorum að striða. —• Eg held eg vorkenni þér ekki að snúa, segir þá afi minn, og þýtur rak- leitt inn í eldhús til drotningarinnar. -—• Svona var nú á milli þeirra afa míns og kongs- ins. — En meður því að hershöfðinginn var skæð- ur kvennamaður og kongur ekki allskostar óhrædd- ur drotninguna fyrir honum, þá hætti hann við að sækja vatnið, læddist á eftir afa rnínum og stóð á hleri við eldhúsdyrnar. Og bráðlega voru þau komin í faðmlög og kossalæti þarna við hlóðarsteininn afi sálugi og drotningin. En þá þoldi kongur ekki mátið, ])ví að honum ])ótti vænt um drotninguna. Tók hann þá undir sig stökk mikið, Jjeyttist inn að hlóðum, og hafði tannstöngulinn á lofti. — Þú hefir það þá bara svona, herra Engilbert Maríus Ermen- rekur Jensen, segir kongur, og stappar niður hægra fæti með þvílíku afli, að ait lék á reiðiskjálfi í eld- húsinu. — Hefi hvað svona, segir afi sálugi, og hleyp- ir brúnum, en drotningin fer hjá sér og stingur tað- flögu undir pottinn. — Kongur rausar margt og er hinn æfasti. Og alt af er hann að stappa í gólfið og ota tannstönglinum. — Þá segir afi með drynj- andi röddu, og svo hált, að undir tekur í allri höll- inni: — Eg legg niður embætti mitt, herra kongur! — Hérna er sverðið og taktu við því, lagsmaður! •—■ Kongi bregður svo við, að hann fer allur að nötra og missir tannstöngulinn. •—■ Þá er úti um mig og ríkið, og kystu drotninguna í herrans nafni! — Kystu hana bara eins og þú vilt! •—- En afi sál- ugi var hrokagikkur og svaraði: — Ekki mun mig konur skorta og feginn verð eg að losna úr mann- drápunum. — En gaman þætti mér að sjá þig verja hvorttveggja í senn : ríkið og drotninguna. — Drotn- ingin var nú farin að skæla við hló'ðirnar, og hrundu silfurskær tárin ofan í grautarpottinn. Hún sagði: — Við vorurn ekki í neinu kossaflensi, elskan mín! ,---Eg hafði bara fengið - sótklessu hérna í hægra munnvikið og blessaður hershöfðinginn var svo hug- ulsamur, að bjóðast til að sleikja hana af með tungu- broddinum. — Og enn sagði hin fagra drotning: — Hver á að teyma undir þér á honum Gráblesa, ástin mín, þegar hershöfðinginn er farinn? — Eg er ógnarlega hrædd um, að þú verjir ekki ríkið til lengdar, með því að liggja hé'rna úti í varpanum og stanga ,úr törinunum á þér. Og ætli það gæti ekki viljað til, að útlendu kvennabósarnir fengi að. kyssa mig i næði, og hver veit hvað, þegar búið væri að drepa þig? — Hvaða andskotans læti eru þetta, ségir kongur, og lemur pontunni i hlóðarstein- inn. •—- Var eg kannske ekki að segja það, núna rétt í þessu, að hershöfðinginn mætti lcyssa þig að vikl sinni ? — Og hættu nú þessu voli! — Þá þagnaði drotning, leit undan og brosti. — En afi sálugi stökk á hana og. gaf henni cinn af þessum löngu og votu kossum. sem hermennirnir nota, þegar þeir ætla að fara að stríðá. -— Því næst tók hann sverðið af eldhúsborðinu og snaraðist út, en kong- ur kallaði á eftir honum og sagðist undir eins skyldu koma með vatnið á steininn. —- Flýttu þér ])á, segir afi. Eg ætla að sækja nýja hausa-kippu, áður en sól er gengin í nónstað. ' — ITver hefir sagt þér þetta, Berti ? —- Það er nú hérna pg lás fyrir. En þér að segja þá er þetta eitt af því, sem dr. Jósías sagði mér forðum. V. Berti er lítill maður vexti og renglulegur, mont- inn til iýta og í einfaldara lagi. Hann er ein hin mesta hégóma-skepna, sem eg hefi kynst um dag- ana og allra manna trúgjarnastur. Hann krafðist þess, eins og áður var sagt, að hann væri meira metinn en aðrir. En því var ekki sint að neinu. ITitt varð hlutskifti hans, að vera jafnan hafður að skotspæni og gamni. Af þeim sökum varð hann laus í vistum og flæktist víða. Hann hafði nú verið vinnumaður hjá foreldr- um minum síðustu árin. Og honum líkaði svo vel vistin, að hann hafði engan hug á því að skifta. Berti var sparsemin sjálf og.safnaði aurum. Hann var að draga sarnan i fargjaldið og ferðakostnað- inn. Hann ætlaði að safna miklu, svo að hann gæti haklið sig ríkmannlega, er hann færi á konungs fund til þess að sækja arfinn. Hann hafði orðið. fyrir all-miklum raunum hjá okkur þar í Stóra-Nesi. Stúlka hafði brugðið við hann heiti, sunnlensk kaupakona, einstakasta fliru- kind og gála. — ITún fór suður í sláttarlokin og tilkynti Engilbert, er hún var komin á hestbak, að nú væri þau skilin' að skiftum. — Eg segi þér ]jetta, herra Jensen, svo að þú getir farið að svipast um eftir nýju konuefni. —- Eg á pilt fyrir sunnan, og þetta var bara dægradvöl, eins og gengur. —- Þakka þér fyrir gjafirnar, og vertu nú sæll! Berti labbaði út fyrir túngarð og grét dag allan til kvelds. Faðir minn sagði, að bcst mundi að loía honum að jafna sig í einrúmi. Eg var sendur til hans unt kveldið, með þau skila- boð, að ekki ])ætti ná nokkurri átt, að sonar-sonur hins mikla hershöfðingja bognaði eins og hrísla í stormi, þó að gæsar-ungi sunnlenskur sneri við hon- um bakinu. — Eg er ekki að skæla og fjarri þvi, sagði aum- ingja Berti með grátstafinn í kverkunum. Eg er bara að hugsa. — En falleg var hún, blessunin! Og satt að segja kom það við hjartað í mér, að hún skyldi kalla mig herra Jensen, svona upp yfir alla. — Það sýndi greinilega, að stúlkan er há-ment- uð og kann sig ögn betur en dyrgjurnar hérna. ITve- nær viðurkenna þær, i orði eða verki, að eg sé höfð- ingi ? —• Aldrei — aldrei nokkurntíma. Þar er altaf þetta sama — Berti — Berti — þú þarna Berti! — En það skal nú svei mér fá að darisa með nýja laginu, fólkið hérna i sveitinni, þegar eg kem með gull-sekkinn frá kongi. — Þú siglir að vori, herra Jensen? Eg vildi gleðja hann með þvi, að kalla hann „herra Jensen" í þetta sinn, því a'ð hann var svo sorgbitinn. —- Þakka þér fyrir, elsku drengurinn minn, sagði Berti og kysti mig, — Þetta var yndislegt. Og þó hefði það verið enn ])á yndislegra, ef margir hcfði heyrt til þín. — Eg skal kalla þig herra Jensen núna í réttun- um. Og eg skal hafa svo hátt, að allir heyri. —• Lofaðu mér að kyssa þig aftur. —• Það er unaðslegt, að reka sig á svona artir og skilning — núna á tímum sorgarinnar. — Og hvort eg skal ekki muna eftir þér, þegar eg kem úr siglingunni! — Þú ættir að drifa þig strax í vor. —• Get það tæplega fyrr en hitt vorið. Eg þarf að hafa mikla peninga — svo að eg geti eytt og sóað eins og greifi á leiðinni út. — Hver er hann þessi fallegi og höfðinglegi maður, sem eys gullinu á báðar hendur, segir þá kannske einhver stúlkan. — Þá fyndist mér ekki ólíklegt, að önnur hnipti í hana og segði: Uss ■— uss! Hafðu ekki hátt. Þetta er sonar-sonur hins mikla hershöfðingja. — Hann er að sækja miljóna-arfinn til Danmerkur. — Kongurinn skrifaði honum og bað hann að finna sig. — Þá roðna þær báðar og gotra til mín aug- unum í laumi. — Og brá'Ölega koma fleiri — altaf fleiri og fleiri — síðust allra kemur jómfrúin. •— Og allur skarinn horfir á mig.--------Þá stend eg upp og fer að ganga um gólf með hendur í vös- um -— raula kannske lag-bút eða kveð stöku úr Úlfarsrímum. — Eg veit ekki hvort heldur. — Og kvenaugun fylgja mér — elta mig a röndum — blíð augu, full af aðdáun, ást og stjórnlausri þrá. — Þá gæti dottið i mig að ganga til stúlkn- anna — standa fyrir framan þær góða stund með hendur í vösum og hringla í peningunum. — Þá er eins og eftirvæntingin dragi allan mátt úr mey- stelpunum. Það dettur hvorki af þeim né drýpur, en hver og ein hugsar í leyni: Skyldi það vera eg, sem hann elskar ? —1 En afkomandi hins mikla hershöfðingja er eins og lokuð bók. — Þar er ekk- ert að sjá, nema höfðings-ljómann yfir allri per- sóntmni. — •— Eg gæti fundi'Ö upp á því, að standa þarna lengi. Þegar minst verði tæki eg kannske sand af peningum upp úr vasa mínum, gerði lúkurnar að einskonar samlokum, og hringlaði svo í gríð. Þessu næst er ekki ósennilegt, að eg færi að greina peningana sundur — gull, silfur, kopar. — Og hver veit nema eg léti þá gullið í vestisvasana, silfrið í hægri buxnavasa og koparinn í þann vinstri. — — Nú gæti vel' hugsast, að stígvélaskórnir mínir nýju reyndist þröngir, svo að eg hefði viðþolslaus- ar kvali'r í fótunum og væri neyddur til að hringja þeim á víxl, eins og blóðjárnaður hestur. ---— Það þykir nefnilega fínt, að nota þrönga skó, eins og þú veist. — En hvað hann hefir nettan fót, munu þá stúlkurnar hugsa, og þá er ails ekki ótrúlegt, að þær tæki eftir því um leið, að eg er í brugðnum sokkum. Þá munu þær hugsa, hver- um sig: Sá er víst ekki í dónalegum nærfötum, og gaman væri að niega þjóna honuin til sængur. — — Þá byrja eg á gamla leiknum, sem lagði Björgu mtria, aumingjann, að fótum mér í vor, þó að hún treysti' sér nú reyndar ekki til þess, að búa við yfir- drotnan mína að eilífu: — Eg fer að draga aug- un í pung til skiftis og drepa titlinga. Því næst legg eg undir flatt, svona sitt á hvað, og segi: Mér dettur í lnig, að bjóða ykkur glas af vini, stúlkur mínar. — Þær líta úpp, allar senn, og ttndirgefn- in og þakklætið skin á hverri ásjóntt. Þá er ísinn brotinn og satt að segja þori eg ekki að httgsa um afleiðingarnar.-------Þú sér það nú væntan- Iega, drengur rninn, að mér muni hentara að draga eitthvað sáman til muna, áður en eg legg af stað í utanföriria miklu. —■ Já, það ~er víst alveg örugt, a'Ö svona muni fara. En sv.o-er annað: Þú mátt ekki lofast neinni á skipinu, því að mér segir svo hugur Uni, að þú niunir láta ánetjast í Kaupntannahöfn. Þar er sæg- ur af greifadætrum og öðruin peninga-jússum, sem rnunu hafa fullan hug á því, að ná í sonarson hins mikla hershöfðingja. — Ætli eg láti mér ekki hægt. — Mér hefir líka korni'ð til hugar, að svo gæti farið, að konungur byði mér einhverja af dætrum sínurn — svona til ]tess að endurnýja hið göfuga stríðsmannablóð — Við komum ekki heim fyrr cn löngu eítir hátta- tima. Eg spurði Berta hvort hann vildi ekki glefsa i einhvern matarbita. — Eg veit ekki. — Heldurðu að niantma þín hafi soðið slátrið úr „réttasauðnum" í dag? •—- Já — hvað segðirðu um heitt slátur og rnjólk- ursopa ? — Eg veit ekki, svaraði Berti. — Það væri þá helst, að eg fengi svo sem hálfan blóðmörskepp til ntinningar um daginn. VI. Það varð hlutskifti Berta, að sækja nýjtt vinnu- konuna á krossntessunni næsta vor. Hún hét Marsibil. Og fædd var hún og upp alin á heiðarbýli einu langt fyrir frarnan alla býgð. •— Hún hafði litt farið að heiman, er hér var komi'ð sögu, og meðal annars aldrei komið i kaupstaðinn. Marsibil er einhver stórkostlegasti kvenntaðurinn, sent eg hefi kynst ttm dagana. Höfði hærri en Berti eða vel það, og þrisvar sinnum gildari. — Faðir rninn lét svo um mælt, er hann var farinn að kynn- ast vinnubrögðum hennar, að hún væri á við tvær stúlkur röskar. Hún risti torf, ef því var að skifta, og þótti jafnast á við gildustu karlmenn til þeirra verka. Og hún var slitviljug og ávalt reiðubúin til þess, að hlaupa 5 örðugustu verkin, ef á þurfti að halda. Það var altalað unt Mörsu, meðan hún dvaldist i heiðarkotinu, að henni rnundi ]tykja karlar skemti- legri en konur. Hún hafði að vísu haft heldur stopul kynni af piltunum, því að í heiðarkotið komu ekki aðrir cn fjárleitarmcnn haust og vor. ■—• En talið var, a'Ö hún hlakkaði til þeirra samfunda all- an ársins hring. — Karl faðir hennar lýsti henni þannig, a'Ö hún væri dugleg, galsafengin og pilt- hneigð. Æoreldrum mínum ])ótti það hinn mesti fengur, að hafa klófest Marsibil. Hún var alt af á þön- um, innan bæjar og utan, síkát og fjörug. Henni varð alt að gantni og gleði og tala'Öi um það sí og æ, hversu yndislegt það væri, að vera nú loks- ins komin til mannabygða. Það var í samningum haft rnilli föður míns og ltennar, þá er hún réðist til okkar, að hún skyldi fá að skreppa í kaupstaðinn einhverntima fyrir frá- færur. ITún talaði um það nteð ntiklum fögnuði og óblandinni tilhlökkun, hversu skemtilegt ])að mundi verða og mentandi, að sjá „borgina" og kynnast fólkinu þar. ITvort stúlkurnar í borginni mundu ekki vera fín- ar? — Hún hafði heyrt þess getið, að þær allra- fínustu saumuðu blúndur neðan á nærklukkurnar sínar. Og svo hefði þær líka blúndur i hálsmálinu á skyrtunum. -—- ITvort annað eins og þetta gæti verið satt? — Jú, það er víst alveg satt, sagði þá einhver. — Hvort þær væri fallegar, þessar kaup- staðastúlkur ? — Svona upp og ofan. — En pilt- arnir? lTvort þeir væri ekki laglegir og spengilegir? — Jæja! •—■ Ojú —- surnir. — Hvort þeir værí ekki miklir upp á heiminn? — Og minstu ekki á það! Þeir hanga i hverju pilsi! —• Það er a'Ö- segja, ef eitthvað stæðilegt er innan í fötunum. — Nú — já já! ■—Það er þá bara svona! Þeir kæra. sig ekki unt renglurnar og horgrindurnar! — Og kanske ekki heldur um þessa salla-fínu aumingja, sem ekkert eru á neinn veginn! — Þeir lita ekki \ :Ö þeim, sagði þá einhver, nenta út úr neyo. — Þeir kunna því betur, að hafa eitthvað hitastætt, mjúkt og þægilegt milli handanna. — Drekka þeir tnikið? — Ja — nei-nei — nema hvað þeir verða stundum að drekka í sig kjarkinn, þegar herja skal á kvenfólkið. -— Þetta eru þá líklega allra-elsku- legustu menn, svona upp og ofan? Og gaman verð- ur að kynriast þeirn. Það fór ekki dult, er á vorið leið, að Marsibil liti hýru auga til allra piltanna í Stóra-Nesi — nema Berta. Við honum leit hún ekki og iét jafn- vel á sér skilja, að hann mundi alls ekki vera karl- ntaður. — Þetta er bara guðsvolaður aumingi, sagði hún. — Hann ætii að liggja við pela og dúsu, skinn- i'ð að tarna! Það þótti Berta ærið hart, sem von vor. Og hann hugsaði Mörsu þegjandi þörfina. Hann baö mig að hjálpa sér til þess, að gera henni einhverja glennu. Hvort við ættum ekki að stökkva á hana báðir og 'reyna að bylta hcnni niður. — Þá gæti hann barið hana miskunnarlaust, og launað henni allar svívirðingarnar. En eg var ófáanlegur til þess. -— Eg sagði Berta eins og satt var, að Marsa greyið væri æfinlega gó'Ö við mig og notaleg. Og margan snúinginn hefði hún af mér tekið. — — — Jæja, Óli minn, sagði Berti. Kannske þér finn- ist rneira til um vináttu hennar en niína? •—• Hún er ntiklu viljttgri en þú, svaraði eg, og mér þykir vænt um ykkur bæði. — Skárri er það væritum- þykjan, sagði Berti, að vilja ekki hjálpa mér til þess, að klekkja á flagðinu. — Þú hefir líklega gleynit: því, að eg ætla a'Ö gefa þér reiðhest með öllum týgjum, þegar eg kem úr siglingunni. — Nei, eg hefi ekki gieymt þvi, svaraði eg. Og eg hlalcka til að fá hestinn. — Eg er ekkert viss um, áð eg standi við orð ntín, ef þú hjálpar mér ekki núna. — ]æja, sagði eg. Það verður ])á svo að vera. — —• Eg gæti best trúað því, að þú værir farinn að elska flagði'Ö, sagði Berti og var reiður. — Þú ert að minsía kosti allur á hennar bandi. — Tig. er nú ekki nema á tólfta árinu, svaraði eg. — Ekki neniá á tólft'a! Mér er alveg sama. — Eg var ekki nema á niunda, þegár eg byrjáði. — Það 'gétur svo sem vel verið, að hún Marsibil hérna sé konu- efnið þitt! Nú fór að þykna i mér. Og samtalinu lyktaði með því, að eg hafði í hótunum við Berta. — Eg kvaðst mundu sjá um það, að Marsibil leysti ríið- ur unt hann og flengdi hann með vendi, ef hann héldi sér ekki samarí. Þá var Berta nóg boðið óg honunt rann öll reiði á svipstundu. — Hatín sagði: Nei — þá vil eg heldur sættast við þig, Óli ntinn! Og hestinn skaltu fá, að ntér heilttm og lifandi.----Maður veit aklrci upp á hverju svona flögð kunna að taka. — Þti ræður, svaraði eg. — Eg vil sættast, sagði Berti, og kystu ntig upp á það. — — Eg sé nú líka, þegar eg hugsa mig unt, að það er langt fyrir neðan virðingu niína, að leggja hendur á svona kvikindi, eins og hana Marsi- bil. — Annað mál væri það’, að höggva af ltenni hausinn, og það mundi eg gera, ef eg hefði sverðið hans afa ntins sáluga. 'Þegar að fráfærunt leið, kont Marsibil til föð- ur míns og hermdi upp á hann loforðið. uttt kaup- 'staðarferðina. Hann tók því vel og lét haldást alt það, er í santningum hafði verið. — Segir nú ekki af ferðunf Mörsu, en tíu daga var htm að heintan og hafði þó ekki lof léngur en þrjá daga. — Faðir niinn hafði orð á því, að illa héld- ist santningarnir af hennar hálfu, en hún kvaðst hafa kornist t þvílíka himnarikis-sælu, að ómögulegt hefði verið að losna. — Hún var glöð og ánægð og sí-masandi næstu vik- urnar, fasntikil að. vanda og sköruleg. — Og húri haf'Öi á reiðum höndunt nterkilegar sögur unt alftð og gestrisni kaupstaðar-búa, ekki síst piltanna. Þeir hefði blátt áfrant borið hana á höndum sér. — Og hún var alt af að sýna kvenfólkinu ljómandi fallegt svuntu-efni og annað sntávegis, sent ltenni hafði áskotnast. VII. Gleði Marsibilar stó'ð voiium skentur. •—• Stúlk- ttrnar fóru bráðlega að hafa orð á því, að henni væri brugðið. Kátínan var horfin —- þessi fasmikla kátína og gauragangur. Hún leit nú ekki á lii'Ö glæsi- lega svuntuefni og mintist ekki einu orði á kaup- staðar-dýrðina. •—• En hún vann eftir sent áður — jafnvel meira en áður. Og yrði stund á milli, spurði hún einatt eftir verkefnum. —■ Eldabuskan þóttist hafa komið að henni grátandi við hlóðarsteininn einn morguninn, en þangað átti Marsibil ekkert erindi. — Hún hefði gráti'ð hátt og sárt og stjórnlausum áköllunum til drottins rignt niður. — En þegar stúlkari kom i eldhúsið, hafði hún risið á fætur og gengið út. — -—• Skömmu siðar hafði húrí komið heim nteð tunnusekk af eldi- vi'Ö á bakinu og troðna syuntu í fyrir. —j Hún hafði sókt eldiviðtnrí alla leið á beitarhúsin og verið ótrú- lega fljót í förunt. Morguninn eftir bað hún föður miriti að'lofa sér að rista torf þann dag allan til kvelds. — ITér er ekkert að gera, sagði hún, uns sláttur Hefst, cn eg kann ekki við iðjuleysið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.