Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 15

Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 15
VÍSIR l€l. . m --I I KADOLSKUM SIÐ. Um jólin mætti vafalaust rita stóra bók, og' þó frekar bækur en bók. ÞaS er svo óendanlega margt, sem þar kæmi til greina. Hér á NorSurlöndum og íslandi Kafa jólin í öndveröu ruriniö sam- an við heiöna hátíö, sem fyrir var, og dregið nafn af henni og a'ð ýmsu leyti fengi'ö svip af henni. Hinn 22, desember eru sólhvörf og skemstur dagur, en eftir það styttir nótt og hækkar sólargang, og er vonlegt að rnenn hér um lángar vetrarnætur fögnuðu lengd- um degi. Það er vafalaust af til- viljun að jólahátfðin er sett um jæ-tta leyti, því að það er fullvíst, að hinn 24. desember er ekki réttur fæðingardagur Krists, og telja fræðimenn hann vera fæddan að vorlagi, í apríl eða svo. Úr því minst er á að fæðingardagur Krists, eins og hann er alment talinn, er sögulega rangur, þá kann einhverjum að þykja það íróöegt að vita, aö fæðingarár Krists er ekki betur á vegi statt. Við þykjumst miða tímatal okkar við fæðingu Krists, og flestir munu halda, að hann sé fæddur á niótum ársins 1 fyrir Krist og 1 eítir Krist, en það er ekki. Hann cr fæddur nálægt því, sem við mundum neyðast til þess að kalla árið 5 fyrir Krists burð. Það læt- ur skringilega í eyrum, en er nu samt svona, og ef tímatal okkar væri borið saman við það, sem miðað er við, þá ættum við nú að réttu lagi aö vera að ljúka ár- ínu 1939. Á villunni stendur svo, að munkur einn, sem uppi var á 6. öld, Dionysius að nafni, auk- nefndur Exiguus (hinn litli) fékst mjög við tímatal og rím- reikning og var.ö fyrstur manna til þess að miða áratal viö Krists burð, en var svo slysinn, er hann var að þessu, að telja fæðingarár Krists vera árið 754 frá byggingu Rómar, en við hana var miðað þangað til. Þetta átti aö réttu að vera 749, en villan hefir .haldist síðan, enda er engin ástæða til að leiðrétta hana, því auðvitað er sama við hvað ártaliö er miðað. Auðvitað var jólahaldið hér að skipulagi til mjög svo hið sama í kaþólskum sið eins 0g annars- staðar. Aðdragandi jólanna var jólafastan, sem svo var kölluð, en nú er nefnd aðventa. Svo segir í Grágás: „Jólaföstu eigunr vér að halda. Vér skulum. taka til annan dag viku að varna við kjötvi, þann er drottinsdagar eru 3 á millum og jóladags hins fyrsta (þ. e. fyrsta mánudag í jólaföstu). Þá skal eigi eta kjöt frá þeirri stundu, nema drottinsdag og messudaga lög- tekna. Föstudaga eigum vér að fasta í jólaföstu og næturnar og hinn næsta dag jólum fyrir og jólanótt og fyrir hinn þrettánda dag skulum vér fasta um daginn.“ Jólafastan var því fólgin í því, að menn skyldu alla virka daga varna úð kjöt og borða einmælt, sem þó ekki getur í þessu ákvæði, og á föstudögum skyldu menn einnig fasta um nóttina, og átti þá sam- kvæmt öðru ákvæði að fasta við þurt, en „það er þur matur gras og aldin og jarðávöxtur allur“ segir í Grágás. Hins vegar voru allir sunnu- og helgidagar undan- þegnir föstunni. Kristinréttur Arna biskups skipar svo fyrir, að á jólaföstu skuli ekki „kaupsakir fremja, eigi sækja né þing stefna, og engan til dauða dæma né likamsvananar, og eigi eiða vinna nema til friðar og sættargerðar." Ennfremur skyldi elcki hjón sam- an vígj;a á jólaföstu. Það voru því ekki litlar hömlur, sem lagðar voru á borgaralegt líf vegna að- ventunnar. Jólafastan hélst til miðnættis á jólanótt, en á daginn fyrir aðfanga- dag bar hér á landi eina hæstu hátið ársins, Þorláksmessu, og hef- ir hún því að vissu leyti lent inn í jólahátíðarhringnum og vafalaust sett svip á aðfangadaginn. Á Þor- láksméssu féll auövitað fastan nið- ur og voru veisluhöld mikil, og er því meira en hæpið, að tekist hafi að stöðva þau svo fljótt, að ekki hafi einhverjar angalýjur þeirrar hátíðar um mat og drykk seilst yfir á aðfangadaginn. Jólahelgin hóíst á miönætti á jólanótt, en ekki á aðfangadags- kveld, eins og nú er títt hér á landi, enda var fastað þangað til. Samkvæmt Grágás og Kristinrétti Árna biskups var jólahelgin alls 13 dagar, en dagarnir milli jóla- dags hins fyrsta og þrettánda voru kallaðir meðaldagar. Samkvæmt Grágás voru jóladagarnir sjálfir 4, en Árni biskup skipaði í Kristin- rétti sínum, að þeir skyldu vera 5, sem aftur var úr lögum numið 1302. Máttu fnenn allan þann tíma fæst dagleg störf vinna. Á jóladag hinn fyrsta, á áttadaginn, en það cr áttundi dagur frá jóladegi, og voru allar stórhátíðir í þá daga í áttadagahaldi, og voru jafnir að haldi og viröingu fyrsti dagur og átti, sem og á þrettándanum mátti engin störf vinna, hvorki matliúa né annast skepnur eða fást viö önnur heimilisstörf, sem oss mundu nú þykja óumflýjanleg. En liins vegar var leyft að veiða þessa daga, en þó ekki alt. Menn máttu veiða hvítabjörn og rosmhval, og menn máttu flytja og festa reka- hval 0g jafnvel skera hann, ef ekki var hægt að festa honum, en er menn komu saman til hvalskurðar jiótti það í þá daga, og lengi frani- eftir, skemtisamkoma og varð þar all sukksamt, svo að líklegt er, aö hvalskurður, ef til kom, hafi svift mesta helgisvipnum af jóladegin- um. Þá mátti og taka fisk, ef land- gangur varð af fiski, og var þaö talið landgangur, ef ná mátti fisk- inum með höggjárnum eða hönd- unum, en það mátti livorki nota net eða öngla. Það mátti og taka fjaðursára fugla, en því aðeins, að þeim yrði náð með höndunum. Sú kvöö fylgdi allri veiði á þess- um dögum, að einn fimtungur hennar skyldi gefinn fátækum. Annan livorn daginn 3. eða 4. í jólum, þann er hverjum hentaði, mátti og moka Elór undan skepn- um. Hinn 5., 6. og 7., hinn 9., 10., 11. og 12. í jólum mátti og nioka undan og reiða mykjuna á völl þann, sem næstur var fjósi, en því aðeins, að menn hefðu hross til ]>ess að flytja á mykjuna; væri svo ekki, þá skyldi færa mykjuna á haug. Þessa sömu daga mátti og slátra fé, en elcki öðrti en því, sem hafa skyldi um jólin, og ])á mátti líka brugga öl, og sýn- ir það hvorttveggja í senn, livað ölkærir menn voru í þá daga, og hvað ölið hefir þótt nauðsynlegt. Loks máttu menn þessa daga sækja hey, sem menn áttu fjarri bæ, en þó ekki nieira en þeir þurftu til hátíðarinnar. Það rná því heita, að öll dagleg störf hafi tepst um jólin, og hafa þau því verið mönnum góð hvíld. Reyndar þurftu menn ekki hér á landi að kvarta undan hvíldardagaleysi fyr- ir siðskiftin, því að þá voru hér lengst af 123lögskipaður hvíld- ardagur á ári móts við 58 nú, en ])á þektu menn reyndar heldur ekki atvinnuleysi. Þegar svona var ríkt hald jóla- daganna 13. gat ekki hjá því fari'ð, að hvert heimili þurfti undir þá mikinn undirbúning og fyrirvinnu, svo að alt væri til reiðu uni helg- arnar, án ])ess að fyrir þyrfti að liafa. Hefir því þurft að hafa mjög mikla aðdrætti til heimilanna fyr- ír jólin, og hafa nienn ekki þá síð- ur en endranær dregið alt fram á síöustu stundu. Menn hafa þvi ver- ið í óða önn síðasta daginn fyrir hátíðina að undirbúa og viða aö sér, en af því dregur dagurinn nafn sitt, aðfangadagur. Nú mun niörgum þykja, aö með þessu væri jólin haldin sómasam- lega og svo að fullu nægði. En að minsta kosti hér á landi sýnist hafa orðiö nokkur auki jólahalds- ins. Þrettándinn, sem aö lögum var síðasti dagur jólanna og að kirkju- nietum hærri en jólahátíðin sjálf — gekk næstur páskum, líklega vegna þess, að í öndverðu var jóla- hátíðin höfð á þrettánda — var auðvitað eins og allar stórhátíðir í áttadagahaldi. Var áttidagur þrettándans 13. janúar, og var sá dagur kallaður geisladagur, en í sumum fornum rímtölum er hann líka kallaður aííaradagur jóla, og má af því ráða að áttadagahald þrettándans hafi dregist inn í jóla- haldshringinn og geisladagur tal- inn siðastur jóladaganna, svo að hér hafi jólin raunverulega verið haldin 21 dag, og er þetta ef rétt er athugað Ofur skiljanlegt. Jólahátíðin liófst á miðnætti á jólanótt með miðnæturmessu, en ciaginn áður hafði hátíðin þó að vissu leyti liafist í kirkjulegum skilningi, því aö hún hafði eins og aðrar stórhátíöir vigília — vöku, þ. e. a. s. að daginn áður var sung- in aí lienni messa og tíðir, og er rnessan á aðfangadagskveld í þjóð- kirkjunni islensku sambryskingur aí miðnæturmessunni á jólanótt og kveldsöngstíðinni á jólavökunni — Kristsvöku. Hafa menn vafalaust, eins og enn er siður í kaþólskum lóndum, farið að hátta síðari hluta aðfangadags og sofið þar til mál var að fara á fætur undir mið- nættið. Þjóðsögurnar okkar sýna þaö glögglega, að það hefir verið siður hér að allir af hverjum bæ færu til kirkju, og að helst ekki yrði eftir nema einn maður heima, er gætti húsa og elds. Ekki munu þeir, sem til kirkju fóru hafa borðað áður, bæði vegna þess, að íöstúnni var eklci lokið fyrri en á miðnætti, og eins vegna þess, að flestir munu hafa verið til altaris í miðnæturmessunni, sem kallað var að ganga innar eða taka Guðs líkama, en þeir, sem það ætluðu að gera, skyldu vera alfastandi, svo að þeir hefðu hvorki neytt vots né þurs. Það er því sjálfsagt, að menn riiuni liafa liaft með sér nesti cg tekið til snæðings aö rnessu- gerð lokinni, aðrir en prestar, sem áttu eftir að syngja tvær messur enn, aðra in aurora eða in galli- cantu — með morgunsárinu eða við hanagal, en hina in die — þeg- ar kominn var dagur. Er hætt við, að sukksamt hafi orðið að þeini snæðingi og í heimreiðinni, og þó ekki þurfi að efa, aö í þá daga hafi miðnæturkirkjuferðin verið farin af guðrækni, hefir hún vafa- laust og verið skemtileg tilbreytni, sem valdið hefir gleðskap, enda voru jólin gleðskaparhátíð líka frá hendi kirkjunnar. Enda þótt jólahátíðin væri í tvennum skilningi hátíð ljóss, liá- tíð sólhvarfanna og hátíð Ivrists, sem kallaður var ljós heimsins, þá var það almenn trú að skugga- völdin brygðu sérstaklega á leik jólanóttina og geröu aðsúg aö mönnum, sem væru einir saman og fjarri Guðs húsi. Því var það, að mannháski þótti að vera einn heima á jólanótt, er aðrir færu til messu, og eru þjóðsögurnar grein- argóðar um það, hvað viö lá, ef illa tólcst, því að þær segja mikiö af því að menn þeir, sem það starf unnu, væru orðnir ærir, þegar þeir, sem til kirkju liöfðu farið, komu heim með morgninum. Það kann- ast og allir viö jólasveinana, og' því er ekki aö leyna, að þeir voru heldur lítið góðgjarnar verur. Það niá sjá það á Islendinga- sögum og Biskupasögum, að siður hefir veriö að halda jólaveislur, og munu þær vafalaust vera eftir- legukindur frá jólablótunum í heiðni, en lítt veit maður hvernig þeini veislum var háttað. Það ,hafa þó veriö mat- og drykkjarveislur, og ekki liafa þær veriö í óþökk kirkjunnar, því aö í sögu Lauten- tiusar biskups segir: „Jólaveislu lét hann (þ. e. biskup) jafnan sæmilega halda prestum og öllum klerkum, próventumönnum, bryta og ráðskonu og öllum heimamönn- um, svo að allir höfðu nógan fögn- uð“, og um Þorlák biskup, sem talinn var halda allar föstur mjög ríkt, enda þótt ekki bæri skylda til, er sagt, að hann hafi þó út af þessu brugðið, ef jóladag bar á föstudag, þvi aö þá hafi hann þann dag bergt kjöti. Lýsingin á al- mennum veisluháttum Laurentius- ar biskups bendir og mjög til þess, að ekkert muni hafa skort þar, síst vínföng. Segir þar: „Svo nrikla forsjá hafði herra Lauren- tius, at afla inn drykkjarföng at, livar sem fá kunni þau á íslandi.“ „Viðr alla gesti sína lét hann gjöra sæmilega; sátu þeir allir uppi í lians stofu, sem framari voru; skyldu þeir, sem sátu hjá honum sjálfum drekka sem þá lysti, og engi meira en hverjum best líkaði; var að þeini engu meira sótt, sem ágjarnari voru til dryklcjarins, svo aö það var þeirra skuld, sem illa fóru af.“ Það þarf því ekki að efa, að í þessuni veislum hafi verið borðað vel og drukkið þétt. Á jar- teinabók Jóns biskups helga sést, að manna á meðal hafa að stað- aldri um jólin veriö hafðir allskon- ar leikar, og þarf ekki að efa, aö stignir hafi verið dansar, þó ekki sé þess getið og illa væri séð af kirkjunni. Ekki veröur séð að jólagjafir hafi tíökast hér á landi fyrir si'ða- skiftin, en þó kann þa'ð vel að vera. En ölmusugjafir voru mikl- ar um jólin eins og aðrar stórhá- tíðir, og lagði kirkjan mikla á- herslu á, að menn væru góðir þeim, sem voru liðsþurfi. í Krist- inrétti Árna biskups segir, að hverjum, sem ölinusu g'eíi „rétti- lega og meö góðum vilja, þá biöji hún og þiggi af Guði miskjunn sínum gjafara og slökkvi svo hans svndir, sem vatn slökkvi eld.“ G. J. GLEÐILEGRA JÖLA óskum við öllum okkar viðsldftaoinum lil lands og sjávar. Veiðarfæravcrslunin GEYSIR. GLEÐILEG JÖL! Heildverslun Garðars Gíslasonar. v É É É é .A'Ci. -Áú. 2>m4 2>m4 2>m4 ^'4 .£14 ^\iý. _>V4 2-V4 2>M4 2M4 .^14 2V4 2>'J4 ^14. 2V4 ^14. 2V4 2V4 ^14. diA' áfe áb- s-D -Lv ste íJs» sás- s&y sfe áy? H G L E Ð I L E G J O L ! M m Óskum öllum G LEÐI L E GRA J Ó L A. Verslunin Björn Kristjánsson. Jón Björnsson & Co. 2^14. .ij’4. ^V4 ' 2)'4- cJ-4. éð'4- 2V4 ú>,4- 2V4 2V4 -AJ4- -i>'J4 jJ'4. cj'4- 2?J4 jV4 2V4 2V4 2V4 2V4 Mg&a&Mai&ateMsfeMa&sMafóM ais aás SiS>a!SSö*’Síi&§ft&3aS’ M M 24 M M f PjtNSBðHRHi og HRESSINGARSKÁ LINN ^ óska öllum sinum viðskiftavinum gleðilegra jóla. 2JJ4. xM4. 2>M4 2tV4. ^\'4 2^4 2>M4 -v\'4.2^14. 2sm4- cJ'4- jJ'4- -á'4- 2V4 c;m4 j?'4 oj'4 jJ'4 2sm4 2V4 cJ'4 c~\J4 c?J4 -j>'J4 c-M4 csM4 2V4 2-\'4 ár? 2s'J4 Éé 2V4 m jJ'4 m 2>'J4 m j."4 m M m m GLEfíILEG JÓL ! Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræli 18. .• 14 VM7- vm/- sM/y ^14 A14 2j'4 2" 4 2Ö'4 cV4 -x'!4 2>M4 ú>'4 2V4 -t?!4 2V4 -t?J4 cJJ4 2V4 ^'J4 ^'J4 ú>J4 ^J4 -ýJ4 ^'J4 É&drrtfer&rá&é&áfrá&' 2s'J4 £\J4 GLEÐILEG JÖL! j-'J4 Ék 2>'J4 Ölgerðin Egill Skallagrímsson. M 2f\'4 M 2>\'4 áfe 2f\J4 2-m4 2í''4 2>m4 2V4 2s"4 2-m4 2'i4 2>m4 2s"4 -A'4 ús'4 2ö'4 Km4 2-m4 ^J4 ú>J4 ^"4 -8m4 £m4 -ýJ4 a'J4 2^» áé? &£» ^ ^ 2᧻ 2a§» Ms? ^áS» ^ ^ ^r éá? sM4 2SM4 2>m4 2>m4 2>m4J 2-\>4 m M • 2>"4 Ék 2f\>4 2fM4 Éá 2s\’4 Ék 2-\'4 2>m4 m 2>'J4 É& 2-m4 2>'J4 2>'J4 Ék 2>'J4 2>'J4 2>\'4 B. Cohen, 11 & 15 Trinity Honse Lane, Hull, England, óskar ölliim vinum sínum gleðitegra jóla og góðs og farsæls nýárs og mun hafa mikla ánægju af að sjá þá, hvenær sem þeir koma til Englands. 2>'J4! m 2>m4 M 2>m4 M 2>m4 M 1 j>'J4 M M 24 M M 24 M 2>m4 M 2>m4 M 22m4 M m ■24 M 214. M 214. M ^>"4 M 2>\J4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.