Vísir


Vísir - 24.12.1934, Qupperneq 7

Vísir - 24.12.1934, Qupperneq 7
VÍSIR Svo buðu hjónin góÖar nætur og fóru inn til ibarnanna. Eg gat ekki sofnaÖ, þó ac5 eg væri þreyttur af göngunni. Eg var að hugsa um Þorvald og alla ])á ntiklu breytingu, sem á honum væri orðin. Hann var bersýnilega meira en lítið sjúkur. — Og mér hafði fundist, þegar hann ræddi við mig um kveld- ið, að hugur hans væri stöðugt bundinn við eitt- hvað annað en umræðuefnið. — Það var eins og hann væri altaf óviðbúinn — eins og sál hans væri að koma úr langferð hvert eitt sinn, er eg braut upp á nýju umræðuefni. — Eg hugsaði mér að spyrja hann um þetta að morgni, þó að eg Ityggist nú reynd- ar ekki við því, að hann yrði greiður í svörum. — Jæja —- þá var að snúa sér til konunnar og fá að vita hið sanna. Eg sofnaði undir morgun og svaf langt frarn á dag. VI. Eg heyrði gegn um svefninn einhverskonar fjaðra- fok í stofunni hjá mér. Stundum var trítlað inn að rúrninu, stundum hrokkið frarn að dyrum. -— Og alt af var verið að pískra eitthvað og smáskríkja. Eg þóttist vita hverju þetta sætti. Litlu stúlkurnar voru að grenslast eftir því, hvort gesturinn svæfi. — Og hver veit nema þær sé að hugsa um að gera mér rúmrusk. —■ Eg hugsaði mér að taka einhverja þeirra höndum, næst er þær kæmi að rúrninu. — Og það hepnaðist. — Fjórar sluppu með ópi og flissi, en eina tókst mér að handsama. Það var sú yngsta. — Hún barðist um og skríkti, en Ijráðlega féll alt í ljúfa löð. — Eg náði i pokann minn og þar var margskonar góðgæti — brjóstsykur, rúsínur, gráfíkjur. Hinar telpurnar voru á gægjum. Litla kríl- ið sat ofan á mér i rúminu og gæddi sér á því, sem að henni var rétt. -— Þá fóru hinar að þoka sér innar eftir gólfinu, undirleitar og feimnar. — Eg kallaði á þær og þær komu — ein og ein. — Á næstu mínútum höfðu fimrn litlar stúlkur tekið utan um hálsinn á mér og kyst mig.----------- Og nú var ísinn brotinn. —■ Við urðum bestu vinir. Þær sólctust eftir þvi að vera hjá mér öll- um stundum, og sýndu .mér mikla einlægni og trún- aðartraust. Eg sagði þeim sögur og skritlur og alt , þótti ágætt, hversu ómerkilegt sem það er. Svona liðu dagarnir til jóla. Telpurnar eltu mig ; hvert sem eg fór, og eg varð að skera laufaköku handa hverri um sig. — Þær urðu að vera með allskonar útflúri og rósum. Og svo varð deila um það, að þessi kakan væri skrautlegri en hin, og þá varð eg að byrja á nýjan leik. Að síðustu varð eg að rista fangamörkin þeirra í kökurnar. Þá var hoppað af kátínu og klappað saman lófunum og allir á einu rnáli um það, að lengra yrði ekki kom- ist í snildinni! Húsfreyjan var ástúðleg kona. Æfinlega hæglát, hlý í viðmóti og prúð. En mér duldist ekki, að hún byggi við miklar og þungar áhyggjur út af heilsu- fari bónda síns. Hann hafði vitjað læknis fyrir nokkurum árum og konunni hafði skilist, að hann mætti ekki vinna. En Þorvaldur hafði haft boð læknisins að engu. Sagt að ekkert gengi að sér nema leti. —• Hann mundi og lifa svo sem ætlað væri, hvað sem öll- urn læknum liði, því að vísdómsráði drottins yrði ekki breytt. Þetta hefði hann sagt og hún hefði þá kveinkað sér við því, að vera að suða við hann dags daglega. Samt hefði hann gert það fyrir sig, sagði hún, að vitja læknis 'öðru hverju, en ekki hlýðnast ráðum hans. — Eg sæi nú hvernig hann iiti út. Veikindin væri bersýnilega að magnast. — Hvort eg gæti nú ekki reynt að korna fyrir hann vitinu? —• Eg hét því og inti til við Þorvald. -—■ . En hann vék talinu í aðra átt. VII. Aðfangadagur jóla. — Þorvaldur var á fótum fyrir allar aldir og kom til mín fram í stofu. Hann settist á rúrnið hjá mér rétt sem snöggvast, en stóð svo upp og tók að ganga um gólf. — Mér duldist ekki, að hann mundi venju fremur lasinn og órólegur. —- Ertu með lasnara móti, frændi minn ? Hann ansaði engu þegar i stað og hélt áfram að ganga um gólf. Þá var eins og hann vaknaði af svefni: — Nei ■— eg er eklcert lasinn — ekki svo að teljandi sé .... — Þú ættir að vitja læknis. Eg sé að þú ert meira en lítið veikur. — Já — nú fer eg til læknis. —■ Eða öllu held- ur: Eg er að bíða eftir lækninum. — Hann kem- ur hingað í nótt. — Kernur læknirinn hingað ? — Óbeðinn ? — Og á sjálfa jólanóttina? — Flann kemur æfinlega óbeðinn. Og mér hefir skilist, að hann muni koma hingað í nótt. — Farðu nú að klæða þig, Bjarni rninn, og komdu með mér i húsin. — Þá gekk hann úr stofunni, en eg snaraðist í fötin og fór að hugleiða, hvort það gæti verið, að Þor- valdur frændi minn væri i þann veginn að trufl- ast á skapsmunum. Hann sat inni á rúmi, þegar eg kom í baðstof- una, og lék við yngstu dóttur sína. Hún stríplaðist og gerði að gamni sinu og neitaði þverlega að lofa honum að hjálþa sér i fötin. Hann lét sér það vel lika og kvaðst mundu biðja ókunnuga manninn að klæða hana. Og hún hafði ekkert út á það að setja. — Hann er ekki skeggjaður og það er ekki vond lykt úr hárinu á honum.--------Svo flaug hún upp um háls- inn á mér, en móðir hennar kom að í þessu og tók við henni. Húsfreyja kvaðst vera búin að hella upp á könn- una. Við yrðum að fá okkur kaffisopa, áður en við færum í húsin. En Þorvaklur hafði enga lyst á kaffinum. — Þú ert með lasnara móti, elskan mín, sagði konan blið- lega. Eg sé það á þér. Og mér er nær að halda, að þú hafir ekki blundað i alla nótt. — Þá förum við, sagði bóndi. Hann kysti konu sína og telpurnar og gekk til dyra. — Ég yrti á hann, en hann ansaði mér ekki. — Og við geng- um þegjandi í húsin. Eg mæltist til þess, að hann lofaði mér að gefa kindunum. Nú væri langt síðan eg hefði rogast með hneþpi í fanginu — gengið hálfboginn og aft- ur á bak alla leið fram i garðahöfuð. —: Þú hefir gott af að venjast því aftur, sagði Þorvaldur. — Eg hefi sex um hneppið í innistöðu. Og við látum ekki út í dag. •— — Hvers vegna ætti eg að hafa gott af því? — Þú heldur þó væntanlega ekki, að eg sé að hugsa um að fara að búa i sveit ? — Eg held ekkert urn það. Eg veit það. — Við stöndum nú báðir á vegamótum. — Þú leggur út í búhokrið.------Og eg---------- eg verð líklega sett- ur í einhver önnur störf. Við fórum hús úr húsi. — Þorvaldur sýndi mér heyin og lýsti þeirn nákvæmlega. Þarna væri ilm- andi töðuhár — þarna grænn starungur — þarna síðslægja, illa verkuð. — Fénaðurinn væri í haust- holdum og alt í lagi. — Búið væri lítið, en gagn- samt. Það væri klaufaskapur, að eiga ekki vænt fé hér i Giljaseli. Landgæðin væri svo mikil. En hafa þyrfti gát á fénu haust og vor, því að áfella- samt væri hér undir heiðarsporðinunr. — Hann vissi ekki til þess, að hann skuldaði neinum neitt, en eftirgjald jarðarinnar væri sex gemlingar í fardög- um. —• Kúgildi engin. — Ástæðurnar mætti því heita full-sæmilegar. Og ef forstaða búsins yrði í lagi framvegis, þá ætti öllu að vera borgið. Eg botnaði ekkert í þessu tali. En mér duldist ekki, að nú væri Þorvaldi brugðið með einhverj- um hætti. — Hann hafði alla stund verið dulur og þögull. En nú var engu líkara, en að honurn lægi lífið á að fræða mig um hagi sína. Hann neytti lítils, er heirn kom, og var þó ríku- lega á borð borið. — Konan var eins og á glóð- um og spurði um líðan hans. — Hann svaraði blið- lega, en nokkuð á huldu, svo að enginn var neinu nær. — Eg veitti ]dví athygli, að bliða hans við konu og börn var enn þá innilegrj og fölskvalausari en að vanda. — Húsfreyja var löngum í búri og eldhúsi uin dag- inn, eu telpurnar ýmist inni eða frammi og réðu sér ekki fyrir tilhlökkun og kátínu. —• Þær eru glaðar í dag, blessaðar litlu táturnar, sagði Þorvaldur. — Eg vona að góður guð gefi þeirn mörg gleðileg jól. — Mér datt ekki í hug að þú værir svona rikur, frændi minn. — Það er rnikill auður, að eiga góða konu og yndisleg börn. — Eg er þeirrar skoðunar, að þú hafir kosið þér hið góða hlutskiftið. — Já, sagði Þorvaldur og stóð uþp. Eg hefi alla tíð verið barn hamingjunnar. Og þó hefi eg ekki verið á þönurn út og suður í gæfuleit. — Eg beið rólegur og reyndi að brjóta ekki af mér við máttar- völd tilverunnar, eftir því sem eg hafði vit til. •— Það var nú að vísu naumlega úti látið í öndverðu, eins og þú veist. — En eg held að guð líti einkúm á viljann og hjartalagið.------Já, eg beið rólegur. Og guð leit til mín í náð sinni og sendi hamingj- una á veg minn.---------- Eg tók henni opnum örm- um og síðan hefir ekki rökkvað hið innra með mér. ---------En komdu nú, gamli vinur. — Eg þarf að skýra þér frá hinu mikla erindi, því að nú er kom- ið að leiðarlokum og náðartíminn á förum.--------- Við gengum fram í stofu og tókurn okkur sæti. Þorvaldur mælti: — Eg hefi frestað því dag frá degi, að ræða við ])ig um það mál, sem nrér liggur þyngst á hjarta. — En nú verður því ekki frestað lengur. Eg hefi kosið þig að trúnaðarmanni mín- um, ])ví að þig veit eg bestan dreng i raun.-------- En eins vil eg biðja þig nú þegar: Þú rnátt ekki taka fram í fyrir mér, þó að þér virðist ræða mín kynleg. ---------Eg stend nú þar, sem allir verða stadd- ir eitthvert sinn: •— Eg stend fyrir dyrum dauðans. ■—• Eg er að yfirgefa þetta fagra líf — þessa fögru veröld. — Eg er að leggja af stað út í nýja tilveru. — Eg ætti sjálfsagt að fagna þeim skiftum, því að eg hefi löngum verið vanheiíl. — En hér er hugurinn bundinn — hér er alt, sem eg ann á þessari jörð. — Mér fanst örðugt að fara héðan, áður en þú komst, en nú lit eg öðrum augum á það mál.----------- Við hugsum ekki að jafnaði urn aðra tilveru, með- an heilsan er góð og alt leikur í lyndi. — Og þó ættum við fráleitt að rniða líf okkar og hagsæld við þessa fáu daga hér í heimi. — — Heilbrigður maður veit ekki hvað ])að er, að heyra fótatak dauð- ans nálgást dag frá degi.. --------Það kemur nær og nær — maður vakir um nætur og hlustar. — Og áhyggjurnar fyrir ástvinunum margfaldast. — — — Stundum gleymir maður öllu öðru en þvi, að þegar vistaskiftin eru um garð gengin, situr eft- ir allslaus kona, sem ræður ekki við harma sina, og litil börn, sem spyrja um pabba sinn.-------Eg hefi lifað slikar nætur — ekki einu sinni, heldur þús- und sinnum.---------- Eg hefi lifað dauðastund mtna uótt eftir nótt. Eg hefi séð líkania minn liggja hreyf- ingarlausan hérna í stofunni — kaldan og stirðan. — — Eg hefi séð konuna mína úrvinda af sorg og vonleysi.-------; Hún situr yfir líkinu og grætur. •— —- Tárin hrynja niður á hendur hennar. — — — Og stofuhurðin er opnuð nteð hægð og fimm litlar stúlkur koma inn. — Þá litur mamma ttndan, því að börnin mega ekki sjá hana gráta. Flún þerrar augun, reynir að hleypa i sig kjarki og brosa. — Og yngsta telpan spyr: Sefur pabbi. ------Flvers vegna sefur hann svona lengi ? — Hann var svo þreyttur hann pabbi þinn, segir mamma, og stendur upp. — Þá tekur óvitinn dúkinn af enni rnínu og kemur með blessaðan lófann. — Því er honuin pabba svona kalt á enninu? — Og litla stúlkan kippir að sér hendinni. — — Þú ættir að vekja hann, mamma mín. — Hann var búinn að lofa mér því, að smíða fugl úr ýsubeininu mínu. ------Og einstæðings-konan tekur smælingjana nteð sér inn í baðstofu og spurningar óvitanna falla í opin sárin.---------- — Þessa atburði hefi eg lifað nótt eftir nótt. — — Eg hefi fylgt sjálfum mér til grafar — séð kist- una hyljast moldu. — — Nágrannarnir hafa rétt ekkjunni hjálparhönd. Sú hönd hefir verið hlý og mjúk fyrst í stað og rétt af góðum huga. — Síðan hefir hún kólnað, eins og gengur. —- Það fýkur ótrúlega ört í slóð þess,. sem farinn er, líknarhugur kúnningjanna dofnar, en hjartasár þeirra, sem hönd sorgarinnar hefir lostið, standa opin og blæðandi. — ----Það er ekki örðugt að deyja, vinur rninn. Hitt er þrautin þyngri, að yfirgefa þá, sem engan eiga að og til einskis geta flúið, — —■ — Eg geri ráð fyrir, að þú teljir langlíklegast, að eg sé búinn að missa vitið. En svo er ekki. ■— — — Eg veit að á þessari nóttu flyst eg yfir i annan heirn. ■—- Þú efast, vinur minn. —■ Það skift- ir ekki rnáli. — Við vitum fátt nteð vissu, skamm- sýnir menn, en þetta mun þó ganga eftir.------------- Eg undraðist frásögn vinar rníns. Eg bjóst við ])vi að vísu, að hann mundi skammlífur. Og mér virtist útlit hans bera þvi glögt vitni, að hann væri sárlega þjáður. En eg trúði því ekki, að hann gæti neitt um það sagt með vissu, hvenær dauða hans l)æri að höndum. Þorvaldur hélt áfram: — Eg hefi ekki gengið heill til skógar síðustu árin. Og lasleikinn hefir altaf verið að ágerast. — Eg hefi gert það fyrir ])rábeiðni konu/mar minnar að vitja læknis. Henni var einhver fróun í ])ví. Og hann sagði ntér, að hjartað væri bilað. — Eg yrði að fara varlega. — En eg sinti ])ví ekki, ])ví að eg vissi ])á hvenær dauða ntinn mundi að höndunt bera. Eg vissi að þar yrði engu breytt. Engir læknisdóm- ar koma að haldi, því að ekki verður feigum forðað. ------Enginn mannlegur rnáttur fleytir okkur yfir skapadægrið. — árið föllum þegar kallið kemur og hvorki fvrr né síðar. — — Þú manst víst eftir því, Bjarni minn, hvílíka móður eg átti. — Eg hekl ntér sé óhætt að full- yrða, að kærleika hennar hafi ekki verið nein tak- mörk sett. — Hún lá lengi hér á heimilinu og gat enga björg sér veitt. Mér fanst það mikil náð og mikil gæfa, að mega létta henni sjúkdómskrossinn. Og eg saknaði hennar þegar hún fékk hvíldina. Svo eigingjarn var eg. Þú getur því nærri, hvort þvílík kona rnuni ekki hafa skift um til hins betra. Og átti eg þá ekki að fagna lausn hennar héðan? — Vissulega. — En eg gerði það ekki. Mér fanst alt autt og snautt þegar hún var farin. Og svo grét eg — grét eins og óstýrilátt barn. — Og ])ó gerðist ekki annað en það, að guð hafði tekið til sín sár- þjáðan krossbera. •—• En hann mun hafa litið ntildi- lega á eigingirni mína. — Og hann hefir leyft henni að koma til mín — vitja mín í draumi, ráða mér heilt og vara mig við hættunum. — Mig fór að dreynta hana skömmu eftir að guð hafði tekið hana til sín. Og hún kemur ávalt til mín, ef eg er í vanda staddur. — Hún er ennþá sama, elskulega mamman og eg litli, fávísi drengur- inn. Hún ráðleggur mér og varar mig við. Og eg hlýðnast boðum hennar og banni. — Það hefir stundum verið örðugt að ýmsu leyti. Eg hefi ekki horft i það, að brigða loforð mín, þau er henni hafa verið ógeðfeld. ■— Eg hefi stundum orð- ið fyrir aðkasti af þeim sökum, en eg hefi æfin- lega sannfærst um það, að ráð hennar hafa orðið mér til blessunar. Svo var það eina nótt fyrir þrem árum, að eg mátti ekki sofa. — Eg mun þó hafa blundað í ljösaskiftunum, en þó fanst mér sem eg vekti. — Þá kom hún til mín og mælti: Þriðju jólanóttina hér frá munu englar drottins vitja þín. Þá verður ])ú kallaður til nýrra heima og nýrra starfa. Mundu það, elskan mín.: Þriðju jólanóttina hér frá! •—- Eg vaknaði skyndilega og sá, að hún laut yfir mig í rúminu.------Eftir örfáar klukkustundir fer þriðja jólanóttin i hönd.------Eftir örskamma stund verða fimm munaðarlaus börn hér í Giljaseli. — Eftir örskamma stund breytist jólafögnuður yndislegrar konu í þjáning og sorg. — Flg hefi ekki getað sagt konunni minni þessi tíðindi.-------í þrjú ár hefi eg vitað, hvernig fara mundi. — Með hverjum deginum hefir stundin nálg- ast — hin rnikla, óumflýjanlega stund. — — Eg hefi þrásinnis ákveðið að segja henni frá þessu. Mér fanst einhvern veginn, að með þeim hætti gæti eg sljóvað l)rodd sorgarinnar — eins og fráfall mitt yrði í rauninni unt garð gengið, þegar stundin kænii. ------Eins og eg gæti tekið þátt í sorg hennar — lifað hana með lienni — huggað hana. •— — En tunga mín var bundin hvert eitt sinn, er eg vildi inna að þessu. — — — Eg hefi átt í miklu stríði, síðan er eg öðl- aðist þessa vissu. Og hugurinn hefir allur snúist um konuna og börnin. — í sumar var svo komið, að mér fanst eg vera að sturlast. — Þá kom hin elskulega mamma enn til mín í draumi og mælti þcssum orðum: — Hefirðtt gleymt Bjarna Árna- syni, æskuyini þínum? —• Þá var eins og skýla félli frá augum mér og nýir heirnar opnuðust. — ------Þá skrifaði eg þér, vinur.---------Og nú ertu kominn. Við sátum góða stund í myrkrinu og hvorugur rnælti orð frá vörum. — Þá leitaði eg að hönd vinar míns. Hún var hörð og köld og eg fól hana í báðum mínum. — Hann sagði: — Það væri sælt að deyja frá þján- ingunum, vinur, ef eg mætti leggja hálfnað ævi- starfið í þessar traustu hendur, Eg sagði ekki neitt. — En eg þrýsti hönd hans og eg geri ráð fyrir, að hann hafi fundið einhvern yl í því handtaki. VIII. Jólaljósin voru tendruð og litlu stúlkurnar komn- ar í sparifötin. — Mér fanst baðstofan hækka og fríkka við alla þessa miklu ljósadýrð. Og eg fór að hugsa um það, að ekki væri herbergið rnitt í Reykja- vik svona vistlegt. — Eg fann það á þessari stundu, að þangað höfðu aldrei nein jól komið. Eg afhenti gjafirnar og fögnuður telpnanna var mikill. — Svona fallegar jólagjafir höfðu aldrei að Giljaseli komið. — Þorvaldur var léttur í máli. All- lir kvíði var horfinn úr augnaráðinu og bakið beinna en áður. Hann var eins og maður, sent lokið hefir örðugum reikningsskilum og þarf engu að kvíða. — Konan hafði orð á því, að hann væri óvenjulega hress og kvaðst vona að guð gæfi, að honurn færi nú að batna. Hann tók því vel og óskaði henni gleði- legra jóla með kossi. — Telpurnar léku sér langt frarn á kveld og Þor- valdur las ekki jólalesturinn fyrr en þær voru sofn- aðar. En að lestrí loknum hafði hann orð á því, að mál væri að ganga til hvílu. Hann ætlaði að sofa hjá mér framrni í stofunni, eins og um hafði ver- ið talað. — Hann reis úr sæti sinu og hikaði andartak. -— Þá kysti hann sofandi börnin og bað þeim allrar blessunar. Konan fylgdi okkur til stofu og við ræddumst við litla stund. Svo bauð hún okkur góðar nætur og hvarf inn til barnanna. •— Við hvíldum í rúminu hlið við hlið og röbhuðum saman fram eftir nóttu. — Og nú var umræðu- efnið gamlar minningar. — Eg trúði því laust. að síðasta nóttin væri komin. •— Þetta væri náttúrlega ekkert annað en draumarugl eða sjúkleg ímyndun. —• — Og glaður mundi Þorvaldur verða, er hann vaknaði að morgni og mætti enn vitja ástvina sinna og dveljast með þeim. En þetta átti ekki svo að fara. — Þegar skamt lifði nætur var þvi líkast sem sina- dráttur færi um líkamann. Hann kiptist við snögg- lega og mælti ])etta síðast, svo að eg heyrði: — Nú kernur hann .... hinn mikli sendiboði .... Berðu kveðju mína í bæinn .... berðu hana varlega .... elsku vinur .... Eg heyrði lágar stunur og þungan, slitróttan and- ardrátt. Svo varð alt hljótt. Hin miklu vistaskifti voru um garð gengin. i/’/'. i-'/'í £'J/4 -^J^- •s'vj^. .^J4 .^J4 c>J4 .þJ4 .jM4 .^'4 .<M4 .^14 .^14 .^14 .^14 .^14 ^14 x\i4 3a5> §&§> 3᧻ MS 3Ág> 'SS? Mp 3á§> §&§» 3^ GLEÐILEG JÓL! Slálurfélag Snðurlands ^14 i^tfe éí'í ■SfY'í ^J^- -^J4 ^'J4 -^J4 ^J4 -^J4 o'J4 .AJ4 ^'J4 .j>'J4 ^\J4 .^14 .^14 jM4 .^14 _>V4 ^14. JJ14 §i§> Syj> 5dS> 3á§> Z&S 345> 3áS> 3iS> 3dá> íáS 2AS 2AS æS 2ÁS 2ÁS sAs .sM4- ist? *sNJ4. m jJJ4 ^\J4 .$14 ^J4_ -í'fc II 4 m & m m m & N>'4. ^\J4 GLEÐILEG JÓL! Húsgagnavinnustofa Hjálmars I>orsteinssonar. GLEÐILEG JÓL! Ullarverlcsmiðjan Framtíðin. GLEÐILEG JÓL! VERSLUNIN FELL. FELL-ÚTBÚ. & H ^'4- jM4 j5J4. jM4 jM4 -tM4 ^14. ^,4. ^14. ^4. .^4 ^14. ^14. ^\J4 ^14. ^4. ^14 A14. ^14. ^14 ^14 .x\>4. ^14. ^4. ^4. ^14. ^4. ^14. ^14. ^.4. ^14. ^\J4 ^14. ^t/>. ^4. ^54. ^,14. ^14. .$14 4J4. ^14. ^14. ^14 s\t4 Vv4 SV4 s\i4 ^14 v\i4 Vv4 NV4 ^ ÉáS é&S Mr é&S Mp ^ Ms> S§> &$> ^ ^Éz? Idl ^14 ^14. II cV'4. GLEÐILEG JÓL! Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar. Verslunin Edinborg. ^M4. ^.'14. m ^ c}J4. cM4 ^14. ^\J4. m at? ^14. ^14. ^14. ^>14. cs'J4- ^'4 gfe gte ^.14. ^14. m GLEÐILEG JÓL! II.F. IIAMAR. ^14. ^\J4 m -ÁJ4 Ék & ^14

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.