Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 16

Vísir - 24.12.1934, Blaðsíða 16
VISIR EFTiR KOLBEIN DÖGLA Simbi gamli var vel þektur í vesturbænum. Lítill maSur vexti meö grátt bartaskegg, sem var tíská hérna á árunum, þegar hann var upp á sitt besta. Nú var hann oröinn gamall og hrumur. Hokinn í herö- um með kreptar, sinaberar hendur. Og stórgerða andlitið í mörgum fellingum og ótal ellirúnum — kenjóttur og skrítinn karl aS mörgu. Simbi var gamall skútuskip- stjóri, en hafði nú oröiö ekki ann- aö fyrir stafni, en að bæta net, dytta að ýmsu og gera viS hitt og þetta smávægilegt fyrir karlana, sem réru út á mið og enn drógu þorskinn. Hann bjó í gömlum, uppgjafa beituskúr niður við vörina, er hann hafði látið þilja innan fyrir all- mörgum árum. Börnin hans höfðu nú reyndar altaf verið að ympra á því við hann, að flytja sig til þeirra. — En þegar hún Salvör gamla, konan hans, hafði nú getað hokrað þarna í skúrnum, þar til hún fluttist yfir í paradísina, þá ætti honum ekki síður að vera þaö vorkunnarlaust, að vera í skúrnum þar til hann færi burt fyrir fult og alt. Og hann kunni svo dæma- laust vel við sig þarna, innan um gömlu bátana, tjörulyktina og slorið — og hér var blessað sjáv- arloftiö svo hressandi, þegar hann kom út á morgnana, signdi sig, tók í nefið og góndi upp í loftið með spádómssvip um veðráttufar- ið'og muldraði: „Ja — einhvern- tíma hefði maSur nú farið á sjó- inn í öðru eins \eðri, drottinn minn!“ Þarna í skúrnum liðu dagarnir í lífi Simba gamla hver af öðrum, án þess hann yrði þess sérstak- lega var, þó að reyndar grautaði hann í almanakinu öðru hverju, til að sjá hvenær nýtt tungl kæmi, eða hvenær dagurinn væri lengst- ur eða skemstur o. s. frv. — Þann- ig liöu þessir tilbreytingarlau.su dagar þess lífs er morrar óljóst og sljótt á öldum tímans og gleymsk- unnar, er tekur ekki lengur full- an þátt í lífi umhverfisins, baráttu, störfum og breytingum tímans. Nú nálguöust jólin. — Þessi merkilegu straumhvörf ársins, er breyta þessum hversdagsblæ lífs- ins tvo til þrjá daga, með helgi- kyrð jólanna. Þorláksmessa. —• Fólksstraum- urinn rennur um göturnar eins og æðandi, straumsterkt vatnsfall. Allir eru aö flýta sér. Það er eins og alt sé í uppnámi í borginni. Allir eru að kaupa fyrir jólin. Og allir eru of seinir, aö því er virð- ist. —• Verslunargluggarnir eru uppljómaðir af ljósum og jóla- varningi. — Kaupmennirnir láta dyrnar á verslunum sínum standa upp á gátt, svo margir komist inn um þær í einu, þegar mikið liggur við. Innan um þessa fólksmergð er nú Simbi gamli að brjóta sér braut, þótt reyndar hrektist hann úr leið eins og hjálparlaust og uppgefið rekald á bylgjum í ólg- andi stórsjó. Hann er símuldr- andi fyrir munni sér, sem enginn heyrir né veitir eftirtekt nema hann sjálfur: „Hvílíkur bölvaður asnaskapur fyrir hann, karlfausk- inn, gamlan og lasburða, að hafa flækst niður í bæ í þvílíkum stór- sjó. Og stofnað sér með því hreint og beint í beinan lífsháska.“ Loks rakst Simbi garnli upp á sker og staðnæmdist upp á gang- stétt, fyrir framan stóran sýning- arglugga, uppljómaðan allskonar varningi. Og þarna gat hann nokkurn veginn dregið andann og hreyft sig, óháður öllum olnboga- skotum. Þarna var aðeins eitt par fyrir framan gluggann og horfði með aðdáun á gljáandi potta og pönnur, skaftpottar og hakka- maskínur, er var til sýnis í glugg- anum. Simbi gamli stóð þarna um stund og horfði á glampandi eld- húsáhöldin og ljósadýrðina í glugganum, algerlega hugsunar- laust. Því ekkert ætlaöi hann að fá sér af slíkum hlutum. En nú lifnaði yfir Simba. Nú mundi hann það alt í einu, til hvers hann haíöi eiginlega flækst niður í bæ. En sú tilviljun, að hann skyldi stranda þarna. Alveg á réttum stað. Þetta var eins og yfirnáttúrleg leiðbein- ing. Simbi tók upp tóbakspontuna og skelti henni upp í aöra nösina og sogaði hressilega upp í nefið, áður en hann geklc inn í verslun- ina Margt fólk var í versluninni. Simbi beið góöa stund eftir af- greiðslu. Loks kom að honum. „Eitthvað ættir þú að fá þér fyrir jólin, Simbi minn,“ sagði af- greiðslumaðurinn, er þekti hann vel. „jú — 'eg ætlaði nú reyndar aö vera búinn að fá það fyrir löngu. En það hefir altaf gleymst. Við gömlu mennirnir erum svo fjári gleymnir,“ sagði Simbi. „Eg ætla bara að fá eina rottugildru.“ „Lívað segirðu ?“ sagði af- greiðslumaðurinn, er hélt að sér liefði misheyrst. „Eina rottugildru,“ endurtók Simbi. „Rottugildru ?“ sagði afgreiðslu- maöurinn. „Já — rottugildru“, sagði Simbi. „Það er svoddan ekki sen rottu- gangur hjá mér. Eg hefi ekki frið á næturna fyrir þeim, fyrir utan hvað þær fordjerfa. Og ekkert g'agn að kattarskömmunum. En eg æ.tla nú ekki að láta rotturnar éta mig upp á jólunum.“ „Alveg rétt — augnablik," sagði afgreiðslumaðurinn. Eftir litla stund kom afgreiðslu- maðurinn með litla rottugildru og sýndi Simba. „Nei — eg vil þessa ekki, það er ekkert gagn í svona litlum gildrum. Eg vil stóra vírgildru, sem veiðir margar í einu,“ sagði Simbi gamli. Simbi fékk stóra vírgildru sem var eins og fuglabúr í laginu, og hélt heimleiðis. Margir litu bros- andi á eftir Simba með rottugildr- una, óumbúna, dinglandi í annari hendinni. Svo kom aðfangadagurinn. — Og ein stór rotta i gildruna hjá Simba. Þegar Simbi var kominn á fætur og sá hve vel hann hafði veitt varð hann glaður mjög. „Jæja — heillin — svo þér hefir ])ótt hangikjötsbitinn hans Svenna míns góður. — En það verður nú seinasti biti í þinn háls, skal eg segja þér. —• En þú verður nú samt að bíða svolítið dauða þíns, Eg hefi ekki tíma til að þjónusta þig,“ sagði Simbi, um leið og hann tók gildruna og setti hana undir borðið er stóð hjá rúminu hans. Litlu síðar fór Simbi burt og lokaði skúrnum. Hann var vanur að fara heim til hans Sveins sonar síns, er bjó þar skamt frá, á að- fangadaginn til að hjálpa þar heima við með ýmisleg smástörf, að höggva brenni í eldinn, sækja kol og fleiri álíka störf. -— En heima í skúrnum hans beið rottan dauða síns i gildrunni. Það var langt liðið á kveldið, er Simbi kom aftur heim og var þá kátglaður. Hann hafði fengið í staupinu hjá syni sínum, og eina brennivínsflösku með sér. Hann Svein var honum góður, blessaður drengurinn, það mátti hann eiga. Hann var sannarlega eftirmyndin hans föður síns. Simbi fékk sér góðan sopa úr flöskunni. „Blessað tárið, altaf hit- ar það manni íyrir brjóstið." taut- aði Simbi. Svo fór Simbi að hátta. Slökti ljóstýruna á lampanum, er stóð á borðinu og breiddi yfir sig. Hvað var nú þetta! — tíst og nag? — Hvað annað, en ekki sen rotturnar, eins og fyrri nóttina. En nú mundi Simbi eftir gildr- unni. Hann var orðinn svo gleym- inn, að hann mundi ekki nei’tt stundinni lengur. „Æ, það ert þá bara þú, sem ert að emja og jamta. Jú — nú geturðu látið eins og þú vilt í nótt, á morgun áttu að deyja, heyrirðu það, ótætis kvikindið þitt, þú heldur kannske að eg fari að setja þig á, sem ert búin að eyðileggja fiskinn fyrir mér í allan vetur — ehe — aldeilis ekki kella mín, það verður nú ekkert af því.“ Simbi teygði sig eftir flöskunni, sem hann hafði látið undir kodda- hornið sitt, og hallaði sér síðan út af. En Simbi gat ekki sofnað. Hann lá góða stund vakandi, og altaf ýlfraði og tísti í kvikindinu í gildrunni, er hamaðist og braust urn til að leita sér útgöngu úr fangelsisfjötrunum. En henni var um megn að brjótast út úr þessu rammbygða fangelsi. Hér gagnaði henni ekki neitt tennurnar, þetta eina vopn er náttúran hafði lagt henni til að brjóta sér farborða og leita sér lífsviðurværis með, í tilverunni. En nú mátti hún bíða hér eftir sínurn dauðadónii, með sárum hugarkvölum á jólanóttinni —• og játa yfirburði og sterkleika hins mikla manns er hafði fjötrað írelsi hennar. Klukkan sló í skúrnum hans Simba. Enn vakti Simbi. — Enn ham- aðist rottan í gildrunni. Nú rumskaði eitthvað í Simba. „Þú ert náttúrlega svöng, kvikind- is greyið þitt,“ sagði Simbi alt í einu. — „Ekki get eg látið þig drepast úr hungri á jólanóttina." Simbi kveikti ljós á lampákríl- inu. Sveiflaði ofan af sér sæng- inni og fór fram úr á bláu, ís- lensku prjónabrókunum, og byrj- aði að róta til í kistugarmi í öðr- um enda herbergisins. Þar geymdi hann matbjörg sína. Hann tók upp stórt sax, þvi smærri hníf fann hann ekki við hendina. Hann skar smásneið af hangikjötslæri, er þarna var, vaf- ið innan í léreftsdulu. Síðan tók hann þrjá sykurmola upp úr litl- um stampi. Þar á eftir læsti hann kistunni vandlega. Nú tók hann gildruna og sgtti hana upp á borð. Rottan tísti og ýlfraði ámátlega og hljóp hrædd til og frá um gildr- una. „Suss —■ suss — láttu ekki svona béskotans aulinn þinn. Eg sem ætla að fara að halda þér veislu. Þér hefir víst aldrei verið boðið í veglegri veíslu,“ tautaði Sirnbi gamli. Svo tók Sirnbi hangikjötssneið- ina og brytjaði hana niður og lét molana falla niður í gildruna. Sykurmolana vætti hann i brenni- vínsdropum og lét þá svo fara sömu leið. Síðan settist Simbi á rúmbríkina og horfði hugfanginn á rottuna í gildrunni. —• Rottan nartaði gráðug í hangi- kjötsagnirnar, ])ví hún var orð- in mjög soltin, fitjaði upp á trýn- ið svo skcin í nagtennurnar, og gaut hrædd litlu mórauðu augun- um á Simba. En ])egar hún tók til við sykurinn gleymdi hún stað og stund. Hvílíkar dájsemdir og sæl- gætismatur, þetta fékst nú ekki á hverjum degi í lífi hennar. Og hvað hann var góður þessi mjúki, sterki vökvi sem var í hvítu mol- unum. Hann tók líka burt alla hræðslu úr brjósti hennar. Nú var ekki agnarögn eftir af sykrinum, en einhver mylsná af hangikjötsbitunum. — Rottan rorraði um gildruna völt á fótun- um. Hún reis upp á afturlöppun- um og teygði sig upp eftir gildr- unni og glápti óhræddum forvitnis- augum á Simba, er lá frarn á borð- ið og horfði líka á hana. „Svo þér þykir gott brennivín, fyllisvínið þitt litla,“ sagði Sirnbi gamli. Simba gamla þótti orðið garnan að rottunni og horfði með mikilli eftirtekt á allar hennar hjákátlegu hrcyfingar og tiltektir. Hún slag- aði um gildruna eins og drukkinn maður og lét öllum verstu skrí-pa- látum. Og nú var það Simbi gamli, sem skríkti og hló. Þegar Sirnbi hafði skemt sér dá- litla stund, við að horfa á rottuna, kom einhver jólahugleiðing yfir hann. Hjartnæniar og viðkvæmar tilfinningar brutust um í huga hans. „Þetta var nú bara lítið kvik- indisgrey, sem var að hjarga sér og sínum í' tilverunni, með sínar til- finningar innanbrjósts. Og kannske át'ti hún börn í holunni sinni, agn- artæfan sú arna. Hún var kannske mamma eða pabbi og börnin biðu grátandi heima — og það á jólun- um. Eg hefði átt að drepa þig strax. En á jólunum — það get eg ekki. —• Það er næst- um synd að drepa smærri kvikindi en þig á jólunum,“ tautaði Simbi, um leið og hann klóraði sér í höfð- inu. — „Nei — mig dreymir víst ekki fallega í nótt, ef eg kvel þig svona, skömmin þín litla.“ — Simbi teygði sig eftir utanyfir- buxunum sínum, er lágú á rúmgafl- inum, smeygði sér í þær og setti á sig skóna. Hann tók gildruna þegj- andi aí borðinu og gekk út og nið- ur í fjöru með hana, dálítinn spöl frá skúrnum. Þar lét hann hana niður og sagði um leið: „Jæja, greyið mitt — það er vist best, að eg gefi þér lif, af því að það eru jóhn, og fjölskyldan er ef til vill sorgbitin heima.“ Svo opn- aði hann gildruna, Og rottan var ekki sein á sér að hverf.a, „Gleðileg jól! — En eftir hátíð er enga miskunn hjá mér að finna. Mundu það,“ kallaði Simbi gamli á eftir henni. Síðan lallaði Simbi heim í skúr- inn 6in.n með tórna rottugildruna. Hann stóð lengi úti og horfði á norðurljósin, er sveifluöust um himinhvolfið meS leifturhraða og stjörnurnar, er tinclruðu á dökk- bláu himinhvolfi næturinnar. En hvaða hugsun hefir farið um huga hans, er ekki gott að segja. Ekki var hún um kvikindið, sem hann hafði þyrmt. Hann var eflaust bú- inn að gleyma því. — Hann var svo hræðilega gleyminn. — Þegar Simbi kom inn, fékk hann sér einn dramm úr flöskunni hans Sveins sonar s’ms, og hallaði sér síðan út af. Eftir litla stund hefði hver og einn, er átt hefði leið fram hjá skúrnum hans Simbá gamla, getað heyrt hann hrjóta hátt og sællega í friðsælum svefni gleymskunnar. GLEÐIIÆG JÖL! L jósm yndaslofa Karls Ólafssonar. éY-k Ns'4. S\'4 .^4 ^M/^. ^14 ^M/^ ^M/;. ^M/^ ^M/^ ^M^. ^M/^ .-M4 ^M/^. .v'J/y. _vM4 ^M4 ZÁý? 'éÁS? 'SS’ §4^ §&£ Áág* §4g> íáS1 k'J? M CvM £. - m..’ ^M4 ^M 4 ^M/^ M GLEÐILEG JÓL! OsM-fe. 0>M4 ^M/i- m Á. Einarsson & Funk. ^14 Ék JÉi A'/í: eéþi- '4 N'!L ^'4. SM4 ^>4 .^14 .^04 j$,i4 R14 .^14 jM4 N-'/-. ^'4. SS'4 .^4 .^14 .^14 ^14 .^4 .^14 Ms? gáS Sáá> Lký §4^ jM4 ^M^. ^M/^. ^M/^ M H GLEÐILEG JÓL! Símon Jónsson. M M m ^M/tf. -S'Þ./. .vML .>$'4 .0J4 .->14 .^14 .»$14 ^14 ^14 ^14 ^\]4 _v,M4 ^14 ^14 ^,14 ^14 N'i4 -S',4 SN'L jM4 -A'L- ^>4’ W? W? && jjjJ? íM? ^ ^ m é᧻ íMp Mzir GLEÐILEG JÖL! GOTT NÝTT ÁU! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Versl. Lilju Hjalta, Austurslræli 5. LÍLL «) Aýfí. T'Þ '" F f" '^T| ilcmigbfataftrcinguö eg (itutt aus.0,3 34 1300 GLEÐ1LEG JÓL! _\M 4 M ^M4 ^14 M ^M/^ ^M4 Il/f. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS sendir viðskiftavinum sínum nm land alt bestu jóla og ni'jáirsóskir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.