Vísir - 20.06.1935, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
Minni íslenskrar byggingarlistar.
(Kaflar úr ræSu, fluttri af Sig-
uröi Skúlasyni á árshátíö múrara-
meistara og múrarasveina í
Reykjavík 1935).
Svo telja ýmsir fróöir menn, a'ö
þegar þjóöflokkur hættir aö flakka
um og sest um kyrt, hefjist menn-
ing hans í einhverri mynd. En sú
þjóS, sem slíkt gerir, veröur jafn-
framt aö hugsa sér fyrir hýbýl-
um; hún þarfnast þaks yfir höf-
uöiö. Þegar menn staðnæmast
þannig i landinu eða taka sér þar
bólfestu sem kallað er, verða þeir
að byggja, enda er sögnin að
byggja skyld orðinu ból, rétt eins
og enska orðið 'to build, sem þýð-
ir að byggja, er komið af engil-
saxneska orðinu bold, sem þýðir
samastaður. — Þannig varpa þjóð-
tungurnar ljósi yfir þessi atriði.
Jafnskjótt og Island bygðist á
9. og 10. öld, tóku landnámsmenn-
irnir sér bólfestu í landi voru og
er því ljóst, að samkvæmt því,
sem áður er sagt, hefir hér lifað
menningarþjóö í landi alla tíð. Hitt
er annað mál, að sorglega lítið sést
nú eftir af bústöðum forfeðra okk-
ar á fyrri 'öldum. — Ef við ferð-
umst um landið, sjáum við ekki
annan vott hinna fornu húsakynna
en í mesta lagi vallgróin tóftar-
brot, og er það ómetanlegt tjón
íslenskri menningarsögu, hve litl-
ar leifar eru nú varðveittar af hý-
býlum hinna fornu Islendinga.
Okkur rennur til rifja öll þessi
auðn, er við ferðumst til annara
landa og skoðum kirkjur og hall-
ir, sem varðveist hafa ekki ein-
göngu frá 16. og 17. öld, heldur
frá því, er íslendingasögurnar
voru i letur færðar, hin einu menn-
ingarafrek fyrri alda, sem við get-
um lagt á vogarskálina mótí and-
legri og verklegri menningu ann-
ara þjóða. En það er að vísu hugg-
un harmi gégn, að þessi andlegu
listaverk okkar skara á sína vísu
fram úr öllu því, sem germönsk
menning á til á því sviði frá þeim
öldum. En er þaö ekki ill tilhugs-
un, að einmitt ófullkomlegleiki ís-
lenskra mannahýbýla á fyrri öld-
um gerði sitt til þess að ónýta
sögurnar okkar og aðra andlega
fjársjóði. Og hver veit, nema þær
hefðu niargar hverjar ónýst, ef
handritunum að þeim hefði ekki
verið bjargað af landi burt úr
sagga íslensku torfbæjanna. Það
er ólik sjón að sjá útlend skinn-
handrit, hvít og hrjáleg, og íslensk
handrit frá sama tíma, blökk af
raka og skít, úr torfbæjunum ís-
lensku fyr á öldum.
Við vitum öll, hvað veldur því,
að byggingar forfeðra okkar eru
flestar að engu orðnar. Það er af
því, að þá vanhagaði um kunnáttu
og getu til þess að hagnýta sér það
byggingarefni, sem staðist fengi
tímans tönn öldum saman. Þeir
reistu sér hús úr grjóti og torfi,
og þegar torfið grotnaði niður í
hleðslum veggjanna, hrundi grjót-
ið í rústir. Og stundum kom hin
ofbeldisfulla náttúra eldfjalla-
landsins til skjalanna, og snarpir
jarðskjálftar hristu bústaði þjóð-
arinnar, þar til þeir lágu í rústum.
Svipuðu máli gegndi um timbur-
húsin á fyrri öldum. Þau urðu ým-
ist sagga umhleypingsveðranna að
bráð eða þau brunnu til kaldra
kola eins og dómkirkjan í Skál-
holti á dögum Ögmundar biskups
Pálssonar.
Eg hef einhversstaðar lesið, að
Bretar, sú hagsýna þjóð, setji þessi
meginskilyrði fyrir því, að hús
samsvari kröfum nútímans: 1) Að
stigarnir í því séu greiðfærir. 2)
Að það sé bjart. 3) Að herbergja-
skipun sé hagkvæm. 4) Að um-
hverfi hússins sé aðgengilegt og
loks 5) Að húsin sé eins ódýr eftir
gæðum og verða má.
Eg býst nú við, að öll þessi
skilyrði séu nauðsynleg, og engu
síður býst eg við, að menn kunni
þar ýmsu við að bæta. En getum
við ekki öll verið sammála um það,
að öldum saman hefir þjóð okk-
ar reikað i villu og svima í öllu
j)ví, er lýtur að byggingarlist og
hýbýlaprýði. Kynslóð eftir kyn-
slóð hefir fæðst og alist upp í
dimmum og rökum torfkofum,
sem voru auvitað afbragðs gróðra-
stíur allskonar gerlagróðurs, en
voru algerlega ósamboðnar menn-
ingarjijóð. Eg man vel eftir bað-
stofu með moldargólfi nema milli
tveggja instu rúmanna, mold og
grjótliálki undir hverju rúmi og
grautfúinni, sligaðri súð, grænni af
raka og allskonar gróðri. Það ligg-
IHúsgagnaviimnstofa
Frlðriks Þorsteinssonar
Skólavörðustíg 12.
Sími 3618. Pb. 161.
Hún var stofnuð árið 1925 og á
því nú í sumar 10 ára afmæli. Var
vinnustofan fyrst til húsa á Lauga-
vegi 1, en fluttist síðar í stórhýsi,
sem Friðrik Þorsteinsson hafði látið
reisa við Skólavörðustíg 12. Er þar
bæði stór sölubúð og jafnframt
vinnustofur, sem eru að gólffleti, á-
samt tilheyrandi efnis- og lager-
geymslum, um 500 fermetrar. Má af
því sjá, að í svo rúmgóðum húsa-
kynnum er góð aðstaða til þess að
leysa mikla og góða vinnu af liendi
á skömmum tíma.
Á húsgagnavinnustofu Friðriks
ÞorsteinssÖnar eru smíðuð allskon-
ar húsgögn eftir pöntun, svo sem
svefnherbergishúsgögn, borðstofu-
húsgögn, dagstofuhúsgögn og skrif-
stofuhúsgögn; einnig allsk. bólstruð
húsgögn. Auk ])ess hefir vinnustof-
an jafnan allmikið úrval af hús-
gögnum fyrirliggjandi og eru þau til
sýnis í hinni vistlegu búð á horn-
inu við Skólavörðustíg og Berg-
staðastræti. Sérstök athygli skal
vakin á binum haglega gerðu svefn-
ottomönum, sem vinnustofan býr til.
Eru það hæfilega breiðir legubeklc-
ir, mjúkir og þægilegir til notkunar
á daginn, sem á mjög einfaldan og
hægan hátt má breyta i fullkomið
hjónarúm. Einnig er í þessum otto-
mönúm geymsla fyrir rúmfatnað og
sparar því alveg sérstaka geymslu
fyrir þau og eru því einkar lient-
ugir fyrir allt það fólk, sem hefir
eins eða tveggja herbergja íbúðir.
Húsgagnavinnustofa Friðriks Þor-
steinssonar svarar greiðlega öllum
fyrirspurnum um allt, sem að hús-
gögnum og innanhússprýði lýtur og
veitir góðfúslega allskonar leiðbein-
ingar öllum, sem þurfa að prýða hí-
býli sín með hentugum nýtísku hús-
gögnum og sendir þeim, sem þess
óska, sýnishorn af efni, svo sem á-
klæði og trétegundum, sem vinnu-
stofan hefir sérstaklega mikið úrval
af. Einnig sendir vinnustofan vörur
gegn póstkröfu um alt land.
Húsgagnaverslun Friðriks Þor-
steinssonar hefir fengið orð á sig
fyrir það, að leysá af hendi vand-
aða og smekklega vinnu við sann-
gjörnu verði, enda má marka vin-
sældir hennar á því, að framleiðsl-
an hefir rúmlega tífaldast á þeim
tiu árum, sem vinnustofan hefir
starfað.