Vísir - 20.06.1935, Blaðsíða 46

Vísir - 20.06.1935, Blaðsíða 46
46 VÍSIR Hafnarstræti 17. — Reykjavík. „Risna“ er fyrsta og einasta nýtísku fyrirtæki á íslandi, sem selur: „Hraðsteiktan fisk með hraðsteiktum jarðeplum“, eftir enskum hætti (FISH AND CHIPS). I Bretaveldi eru engar mat- stofur eins vinsælar né standa jafn framarlega hjá efnuðum sem efnaminni eins og þessi fyrirtæki. Er algengt, að fólk kaupi sér skamt í bréfpoka af þessum réttum og borði siðan á strætum úti. Hins stakasta hreinlætis er gætt í hvívetna við framleiðslu þess- ara rétta, sem eru tilreiddir að kaupanda viðstöddum og í augsjón hans, af hinum velþekta matsveini hr. Elisberg Péturssyni, sem verið hefir um mörg undanfarin ár 1. matsveinn hjá „Eimskipa- félagi íslands“ á skipum þess. Ennfremur hefir „Risna“ á boðstólum ýmiskonar kalda rétti, sem eru tilbúnir þegar í stað (Quick-Lunch). Þessir réttir eru mjög heppilegir að grípa til, ekki einungis fyrir gesti þá, sem heim- sækja „Risnu“ heldur og einnig til heimanotkunar og í ferðalög. „Risna“ selur einnig aNsk. Gosdrykki, Pilsner, Maltöl og Hvítöl i glösum. Ennfremur Mjók á flöskum og í glösum. Sægæti margs- konar, cigarettur og vindla. Húsmæður! Allan daginn getið þér með 3 mín. fyrirvara, feng- ið steiktar fiskifelettur með steiktum jarðeplum, sem steikt er í 200 gr. heitri olivenolíu. Vegna. þessa mikla hita, heldur fiskurinn öllum sínum næringar og bætiefnum óskertum. Ef þér sendið eftir þessum mat á miðdegis- eða kvöldborðið — losnið þér við allar mataráhyggjur, sparið yður uppþvott, mikla fyrirhöfn og elds- neyti — og fáið hér úrvalsrétt fyrir 45 aura skamtinn handa f jöl- skyldu yðar og gestum. Reynið þetta einu sinni, og þér gerist fastur viðskiftavinur. —, Virðingarfylst pr. pr. „R i s n a“ Guðjón Jónsson, fyrv. bryti. Þér notið ekki mikið konfekt, — en þér viljið hafa það gott. „Gleymmérei" fæst J>ar, sem góðar vörur eru á boðstól- um. Kaupmenn og kaupfélög! Þér ættuð aldrei að láta okkar þjóðfrægu sælgætisvörur vanta í verslun yðar: Súkkulaðitöggur Rjómatöggur Lakkristöggur Blandaðan konfekt Fíkjustengur Marcipanslykki Vinstengur Rommstengur Átsúkkulaði o. fl. o. fl. OÐINSGATA 10 REYKJAVIK. — SÍMI 4504. Trúin í verkunum. Þetta blaS hefir orði'ð miklu stærra en við var búist í fyrstu. í ritstjórnargrein framarlega í blaðinu er þess getið, að hér sé um auglýsingablað að ræða. Þetta er rétt, enda þótt reynt hafi verið að gera þessar auglýsingar eins læsi- legar og tök hafa verið á, og að ýmsar þeirra nálgist það mjög að vera engu síður blaðagreinar en auglýsingar í venjulegri merkingu þess orðs. En hvað er það, sem ekki er auglýsing? Öll sýnileg verk, sem unnin eru með hugviti og hagleik, eru hvert á sína vísu auglýsing. Allur íslenskur iðnaður er auglýsing um verklega menn- ingu þjóðar vorrar. Hitt er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að reynt sé í samráði við iðnaðarmenn og kaupmenn að vekja athygli á þess- um iðnaði vorum í blöðurn og tímaritum. En slíkt kostar fé og fyrirhöfn og síðast en ekki síst traust á framtaki blaðanna og góða samvinnu við þau. Auglýsendur þessa blaðs hafa átt mestan þátt i því, hve það hefir orðið stórt. Þeir hafa lagt fram efniviðinn í allverulegan hluta l)laðsins og veitt útgáfunni á allan hátt þann stuðning, sem henni var nauðsynlegur. Þeir hafa ekki viljað láta sitt eftir liggja, en einn- ig hefir Vísir fyrir sitt leyti vand- að til blaðsins eftir föngum og ekki sparað neitt til þess, að það Skrítlur. Dómarinn, sem búinn er að spyrja konu' innbrotsþjófsins i j^aula, segir að lokum : — Frú, þér eruð kona þessa fanga. Konan: — Já. Dómarinn: — Þér vissuð, að hann var innbrotsþjófur, þegar þér giftust hÖnum? Konan: — Já. Dómarinn: — Má eg spyrja, hvernig gat yður komið til hugar að giftast slikum manni ? Konan: — Guðvelkomið. En yður að segja var eg farin að eld- ast og átti ekki um annað að velja en innbrotsþjóf og lögfræðing. — Jæja, hvernig gengur þér að krækja í bankastjóradótturina. — Ekki sem verst. Nú er eg orðinn miklu vonbetri. — Einmitt ])að. Er hún farin að brosa blítt til þín. — Nei, ekki beinlínis. En í gær- kveldi sagðist hún bara ekki ætla að segja oftar: Nei. mætti verða sem myndarlegast. Það hefir verið ánægjulegt starf að gera þetta blað úr garði. Und- irbúningur þess hefir meðal ann- ars verið í því fólginn að skoða og kynna sér ýmsar merkustu nýjung- ar, sem um er að ræða í iðju og iðnaði í Reykjavík. Þar hefir get- ið að líta mikið starf, sem lítið ber á dags daglega, en unnið er innan fjögra veggja allan ársins hring. Það virðist vera einkenni flestra íslenskra iðnaðarmanna, að þeir láta lítið yfir sér. Margir þeirra eru í fyrstu dulir og verj- ast allra frétta. Þeir eru ekki að gaspra um framtak sitt á strætum og gatnamótum, síður en svo. En í hinni þöglu önn þeirra birtist oss trú þeirra í verkunum, trúin á mátt vorrar fámennu þjóðar til þess að geta fullnægt þörfum sin- um meira en verið hefir, trúin á tilverurétt hennar og sjálfstæðis- lnigsjón þá, sem öldum saman hef- ír forðað islenskri menningu frá fullkomri glötun. Nú er sumarið komið. Forsjón- in hefir að þessu sinni sent is- lensku þjóðinni betra vor en talið er, að áður hafi komið á þessari öld. Vorhugurinn fyllir nú ungu kynslóðina í landinu Inýjum þrótti og léttir vetrarfarginu af fjölda manna til lands og sjávar. En sá vorgróandi, sem nú er orðinn í íslenskum iðnaði, er þó engu síður eftirtektarverður. Hann er ekki háður árstíðunum, heldur trú þjóðarinnar á mátt sinn og megin, skilningi stjórnarvaldanna og almennings í landinu. Kreppu- lijal undanfarinna ára hefir átt sinn þátt í því, að dugandi menn hér á landi hafa brotist í að kanna nýjar leiðir til eflingar iðnaði vor- um. Starfsemi þeirra er nú komin á þann rekspöl, að vart verður undan henni fótum kipt, nema þjóð vor sé lögð að velli um leið. Samstarf undanfarinna daga við iðjuhölda vora hefir gefið þeim, er þetta ritar, aukna trú á mátt íslensku þjóðarinnar. Að vísu hefir ekki verið unt að ná til allra íðn- aðarfyrirtækja í höfuðstað vorum hvað þá þeirra, er starfrækt eru annars staðar. Sumpart veldur því naumur tími, sumpart hlédrægni iðnaðarmanna sjálfra. En sú er von mín, að útgáfa þessa blaðs megi verða til þess að auka skiln- ing alþjóðar á hinu þýðingarmikla viðreisnarstarfi, sem er að gerast í íslenskum iðnaðarmálum. Þökk fyrir góða samvinnu, iðnaðarmenn. Sigurður Skúlason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.