Vísir - 20.06.1935, Blaðsíða 35

Vísir - 20.06.1935, Blaðsíða 35
VÍSIR 35 A Itf GOSDRYKKJA- OG A LDINSA FAGERÐ L Gosdrykkja- og' aldinsafagerðin Sanitas var stofn- sett árið 1905 af Gísla Guðmundssvni gerlafræðingi, og mun því vera elsta fyrirtæki, sem nú er starfrækt hér á landi í þessari grein. Núverandi eigandi verk- smiðjunnar er Sigurður Waage, og hefir fyrirtækinu farnast hið besta undir handleiðslu hans. Sanitas framleiðir eftirfarandi vörutegundir: Gos- drykki (8 tegundir), ekta kirsiberjasafl (úr ekta kirsi- Jjerjasafa og sykri), ennfremur saft úr „kraftessens- um“, ávaxtasultur (aðeins eru framleiddar úr hrein- um berjum) svo sem: Jarðarberja-, hindberja- og blandaða ávaxtasultu. Sanitas býr einnig til fægilög, sem seldur er. bæði á dunkum og flöskum. Enn fremur býr hún til allskonar kryddvörur, svo sem: Gerduft, kanel, eggjaduft, kardemommur. allra- handa, pipar, negul, múskat o. 1. Af því, sem hér hefir verið sagl, má sjá. að verk- smiðjan Sanitas er orðin annað og meira en gos- drykkja- og aldinsafagerð, enda þótt hún haldi enn því nafni, seni hún liét upphaflega. Sanitas hefir farnast vel, og hafa viðskifti hennar aukist ár frá ári, enda eru allar vörur hennar 1. flokks. Það er því hagur kaupenda að nota Sanitas-vörur. — i lega. Það var bjart í kringum liann, því að það liafði verið kveikt á öllum fjórum kertun- um. Juditli beygði sig yfir hann. Iijarta hans fór að slá ótt og titt. Svo ótt og títt, að hann næslum kendi til. Hann rétti út hendurnar og snerti enni henn- ar með skjálfandi fingrum: „Judith! Judith!“ „í þínuiri augum er eg Ju- ditli. En hann, sem liggur þama niðri, kallaði mig öðru nafni. Hver kallar mig þvi nú?“ „Judith! Judith!“ IJann dró höfuð hennar til sín, en svo varð hann þess skyndilega var, livað var að gerast. Hún var að skera hann á háls. „Judith!“, æpti hann. En hún svaraði að eins: „Eg aumka þig, fagri óvinur minn . . . . “ Það korraði í honum sem snöggvast, áður en hann hvarf dauðanum á vald. Svo fór hún frá honum. I öllu húsinu var dimt, nema í herbergjunum, þar sem logaði á fjórum kerta- ljósum. í öllu þorpinu var kyrð og myrkur grúfði yfir því. © Sniásaga, eftir Lesley Storm. III Lewis O^le hafði aldrei séð næt- nrvörð hins rnikla verslunarfyrir- tækis, sem hann veitti forstöðu. Hann vissi, að hann gegndi varö- skyldu i húsum fyrirtækisins á hverri nóttu, þar eð mikill sparn- aður var að því, að því er ið- gjaldagreiðslu snerti. Cole fanst, að hann þyrfti ekkert frekara um þetta að vita eða hafa nein af- skifti af næturverðinum. Kom honum það því allmjög á óvart, er einkaskrifari hans, ungfrú Morton, sem var sæmilega gefin, vel að sér og vissi æ gerla hvað gera bar, kom til hans og sagði honum, að Thomas, næturvörður- inn, hefði óskað eftir að fá að tala við hann. Og Thomas hafði sagt, að erindi hans væri „per- sónulegt“ og það mætti ekki drag- ast, að hann fengi að tala við íramkvæmdarstjórann. Aðkomumemi sváfu þar við lilið fjandmanna sinna. Axel Thorsteinsson þýddi úr ensku. „Hvaða „persónulegt“ erindi getur næturvörðurinn átt við mig?“, spurði hann. „Hartn segir, að mikið sé undir því komið, að hann fái að tala við yður, ella hefði eg boðist til þess að vera milligöngumaður. Hann átti að fara heim kl. 6 í morgun. líann hefir beðið fjórar klukku- stundir." „Hvað fær hann i kaup?“ „Tvp sterlingspund á viku.“ „Ef hann ætlar að fara fram á launahækkun get eg ekki veitt honum viðtal. Ef um annað erindi er að ræða skuluð þér láta hann koma.“ Hann sat við skrifborðið sitt, er Thomas kom inn, og leit upp. C'ole hafði talið vist, að næturvörð- urinn mundi dálitið þreytulegur, lirukkaðuf í andliti og lotinn, eins og slíkir rnenn eru oft, en Thomas var að kalla teinréttur og þrek- legur, gráhærður mjög, augun d.ökk og stór. „Jæja, Thomas, hvert er erind- ið?“ l'homas var ekkert auðmjúkur á svip og þess sáust engin merki, að það hefði á neinn hátt raskað ró hans að ganga fyrir sjálfan framkvæntdarstjórann. Hann' var ákveðinn á svip, djarfur og róleg- ur, og hann staröi án afláts á Cole, sem horfði á móti i dökku, stóru augun hans. „Eg beið eftir yður. herra, vegna þess.að mig dreymdi óvana- legan draum. Eg var staddur skamt frá járnbraut og sá far- þ-egalest koma á fleygiferð. Alt í einu hallaði lestarvögnunum til annarar hliðar, svo til hinnar — og fyrr en varði steyptist lestin fram af brattri brún.“ Rödd næturvarðarins var und- arlega tilbreytingarlaus og orð hans báru engri hugarhræringu vott. Lewis Cole spurði sjálfan sig að því, hvort maðurinn væri með öll- um mjalla — að koma inn til fram- kvæmdarstjórans sjálfs meö draumarugl sitt. „Já?“, sagði hann og beið átekta. „Eg veitti einum vagninum sér- staka athygli. Hann losnaði frá hinum, fór margar veltur — og mölbrotnaði." Cole tók pennahníf og sló nokk- ur högg á skrifborðsplötuna. Hann gat ekki lengur leynt því, að þolinmæði hans var á þrotum. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.