Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 1
JÓLABLAÐ 1944 Jólin eru komin. Þau koma með fagnaðarboðskap til allra manna, á þessum erfiðu tímum. Þau mmna oss á fæðingu frelsara vors hmgað í heim, sem var og verður ávalt ljós heimsins. Hann kom til þess að hugga þá, sem áttu bágt, lækna sjúka, og boða mönnum fagnaðarerindið mikla, um forsjón og gæsku Guðs, sem er faðir vor allra, sem í kæ'rleika sínum yfirgefur oss aldrei, hvorki í lífi né dauða. Og Jesús flutti oss emmg hinn mikilvæga boðskap um eðh og örlög mannlegrar sálar, að vér lifum öll áfram, persónu- lega sjálfstæðu lífi, þó að kraftar vorir hér í heimi þverri og vér hverfum af þessu sýnilega sviði. Að Guðs náð veitir fyrr eða síðar öllum jarðarbörnum uppreisn og sigur frá sérhverju böli og sorg, og gefur oss öllum styrk og handleiðslu til þess að vinna sigur í voru eigin lífi cg verða að lokum hans sönnu þjónar í ríkinu eilífa, sem vér eigum að erfa. Á jólunum rennum vér alltaf huganum til bernskuáranna og mmnumst þess, að þá var eftirvæntmg vor og þrá til jólanna enn innilegri og meiri, því að þá áttum vér hæfileikann til þess að gleðjast af litlu og á- jóla- hátíðinni sjálfri vorum vér sæl og rík heima hjá oss, enda þótt frá heiminum séð væru jólagjafirnar hvorki miklar, né verðmæti í því, er vér höfum milli handa. En þá vorum vér öll stödd í Paradís barnæskunnar, sem vér vórum öll rekin út úr er árunum fjölgaði, skilnmgurmn óx og heimshyggjan vaknaði. Jólin minna mennina, hvar sem þeir eru staddir á jörðunni, á hina miklu lífsnauðsyn, að þeir eiga að varð- veita friðmn sín á milli, til þess að þeim geti notast að þessum heimi, að fegurð hans og gæðum, og að ekkert annað en kærleikur, góðvild og bræðralag um allan heim getur bjargað oss hér, líðan vorn, afkomu og fram- tíð, né betur búið oss undir förina héðan úr lífi til heimkynnanna eilífu, sem mennirnir eiga að erfa. Jólin eru því hátíð hátíðanna, er fela í sér fagnaðarboðskap páskanna um upprisu og framhaldslíf, og jólin fela einnig í sér boðskap hvítasunnunnar um áhrif og verkanir heilags anda í sálum og hjörtum mannanna. Megi þessi blessaða fæðmgarhátíð og ljóssins hátíð flyfja þér gleði og styrk og huggun, hvar sem þú ert, og hver sem kjör þín eru, hvort þú ert ungur eða gamall, hvort þú ert heil eða sjúk, hvort þú ert glöð eða syrgjandi. Megi Guðs friður, sem frelsari þinn kom að. flytja þér, fylla hjarta þitt og umhverfi þitt og gefa þér og þínum gleðileg og blessuð jól í Jesú nafni. Amen. Jón Tliorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.