Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 23

Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ VlSIS 23 daginn við heimamenn, að lík- ast væri því, sem Stefán bróð- ir sinn hefði þungan hug til sín. Leiti er nokkurt í Fagradal ytri, skammt upp frá bænum. Það var sögn manna, að þar hefði einhvern tima verið bor- ið út barn, og þóttust smala- menn og aðrir, er þar áttu leið um, heyra stundum ámátlegt vein eða gól fyrir ofan leitið, og kölluðu útburðarvæl. Hefir sú trú verið algeng hér á landi til slcamms tíma, sem kunnugt er. Heimamenn í Fagradal töl- uðu um að illa léti i útburðin- um venju fremur um þessi jól. En nýlunda þótti' þeim það, að nú kom hljóðið úr gagnstæðri átt, því sem áður var, og upp úr sjónum, sögðu þeir. En slík tilbrigði komu gömlvim mönn- um eigi á óvart; því eigi halda forynjur ávallt kyrru fyrir á sama stað, og sízt á hátíðum, slíkum sem jólum og gamlárs- kvöldi. Messað var í Búðardal á þriðja í jólum, er mun hafa borið upp á sunnudag; þá heita brandajól. Þar var margt fólk við kirkju, því veður var fag- urt. Þá bjó þar Friðrik prestur Eggerz, og var aðstoðarprestur föður sins, er þá hélt Skarðs- þing (46 ár alls). Áður en geng- ið var i kirkju, barst í tal um lætin í Fagradal, og mun sum- um liafa þótt svo, sem vera mundu fyrir tíðindum. Prestur heyrir hjal þetta undir væng og ámælir sóknarbörnum sín- um fyrir heimsku þessa og lijá- trú. Kom honum þegar í hug hver efni mundu í vera: að þar mundu menn staddir í lífsháska. og hafa hóað til að gera vart við sig. Hann hraðaði messunni sem mest hann mátti; lét syngja eitt vers fyrir hvern sálm, en sagði svo fyrir áður, að hafa skyldi til hest sinn söðlaðan i messulok; ríður síðan á stað inn að Fagradal þegar eftir em- bætti. Nú er að segja frá því, að þegar fólk er farið til kirkju og lnislestri lokið í Innri-Fagra- dal, gengur Helga Sigmunds- dóttir til fatakistu sinnar og ætlar nú að viðra föt sín. Hún átti kíkir, sem hún geymdi í kistunni og lá ofan á fötunum. Henni kemur í hug að móða muni hafa safnazt á glerin, skrúfar kíkirinn sundur, og fer að þurrka upp glerin. Að því búnu vill hún reyna kíkirinn, og gengur með hann út á hlað, bregður honum fyrir augu sér og miðar honum fram á fjörð. Hún ber kíkirinn fyrir eftir firðinum, út og inn, og lend- ir Fagurey í sjóndeildarhringn- um. Hún sér einhvern dökkna lireyfast á eynuni, verður bilt við, gengurinn og spyr Ólaf bónda, hvort nokkrar skepnur eigi að vera i Fagurey. Hann kvað nei við; kindur þær, er þar hefðu verið til haustgöngu, væru heim fluttar fyrir löngu. Helga kvað þar þó vera eitt- hvað kvikt á ferð. Ólafur bóndi tekur kíkirinn og gengur út, og sér brátt að menn eru í eynni. Hann bregður við þegar og tek- ur menn með sér, hrindir fram bát og ræðst til jarðar, en lét áður mjólka kú og hafði með sér mjólkina spenvolga á .væn- um brúsa. Isbrydding var með landi fram og veitti örðugt að komast þar fram úr. Nú víkur sögunni til þeirra félaga í Fagurey. Stefán Björns- son lá fyrir í kofanum, en nafni hans var á rjátli. Hann kemur þegar auga á bátinn, er verið var að brjótast fram með hann úr ísbryddingunni fyrir fraamn lendinguna í Innri-Fagradal. Hann beið úti þar til báturinn er kominn fram á miðstæði. Þá gengur hann inn í kofann til fé- laga síns og mælti: „Nú er eg vonbetri um að úr greiðist fyrir okkur áður en langt líður.“ Hinn spyr hvað hann hafi til marks um það. Hann kvaðst séð hafa mannaferð við naustin í Fagradal. Heldur lifnaði nafni hans í bragði við þessa sögu, og innti frekar eftir. Segir Stefán þá sem var, að tekizt hefði að koma bát á flot og væri liann langt á leið kominn fram að eynni. En fyrir því hagaði Stef- án Eggertsson sögu sinni svo, og fór að öltu sem spaklegast, að hann óttaðist að nafna sínum yrði of mikið um, ef feginsaga ]>essi hærist honum snögglega að eyrum, svo mjög sem af hon- um var dregið. Minntist hann og þess, hve illa þeim félögum báð- um liefði brugðið um nóttina áður, en þcim heyrðist fótatak úti fyrir kofanum, en það reyndist hugarburður einn. Þótti honum eigi uggvænt, að viðlíka vonbrigði mundu ríða nafna sínum að fullu, og var- aðist því að láta hann vita af ferð bátsins, fyrr en komið var svo langt á leið, að ekkert gæti tálmað ferð hans. Bar nú bátinn að eynni von bráðar. Varð þar fagnaðar- fundur. Ekki voru þeir nafnar látnir nærast á brúsanum öðru vísi en i smásopum, og þó dræmt. Vel gekk ferðin til lands, og var þá Friðrik prestur þar kom- inn í sama mund, er þeir lentu. Stefán Eggertsson gat gengið ó- studdur heim að bænum, en nafna hans leiddu tveir menn eða báru þó heldur að miklu leyti. Þeir hresstust von bráð- ar og komust fram til Akureyja, er færi gafst. Vissu konur þeirra eigi annað, en að þeir hefðu ver- ið á landi allan tímann, í bezta yfirlæti, og brá mjög í brún, er þær heyrðu hrakning manna sinna og lifsháska þann, er þeir höfðu komizt í. Stefán Eggertsson fékk Frið- riki presti bróður sínum áður þeir skildu göngustaf sinn, er á var skráð bréf til hans um hrakningssögu þeirra nafna. Var stafurinn geymdur í Búðar- dal lengi og þótti, sem var, all- mikil gersemi. Var letrið dável gert og bundið sem bezt má verða. En svo bar til einhverju sinni, er Friðrik prestur var að heíman, að stafurinn var léð- ur manni, er mikið lá á, og brotnaði hann í þeirri ferð. — Brotin voru geymd, en eigi tókst betur til en svo, að þeim var glahað í ógáti, svo eigandi vissi eigi af. Hundinn Svip gaf Stef- án og bróður sínum til menja, og varð hann ellidauður í Búð- ardal. Helga Sigmundsdóttir, er har gæfu til að verða sjónarvottur að útivist þeirra nafna í Fagur- ey, giftist að ólafi látnum Þor- leifi kaupmanni á Bíldudal, liin- um auðga, Jónssyni, föðurbróð- ur Sigurðar sýslumanns Jóns- sonar í Stykkishólmi, og þótti jafnan merkiskona. Voru þeirra börn Jón bóndi á Suðureyri við Tálknafjörð, er kvæntur var frændkonu sinni, Þórdísi Jóns- dóttur, systur Sigurðar sýslu- manns; Valgerður, er átti Stef- án trésmiður Benediktsson, prests Þórðarsonar í Selárdal, og Guðrún, kona Péturs á Ball- ará, Stefánssonar, þess er hér segir frá, Eggertssonar. Stefán Eggertsson fluttist úr Akureyjum skömmu síðar og að Ballará, þar serti búið hafði faðir hans, Eggert prestur Jóns- son. Bjó Stefán þar langa ævi síðan og andaðist í Akureyjum fyrir þremur árum (1891), á vist hjá bróðursyni sínum, Pétri kaupmanni Friðrikssyni Egg- erz, kominn í níræðisaldur. Hann var góður bóndi, tryggur í lund og vinfastur mjög, djarf- ur og hreinlyndur, gestrisinn og góðgjarn við fátæka. Það var oft, er hann tók að reskjast og sat að jólafagnaði með náfrændum sínum og vin- um, að hann minntist jóla þeirra nafna í Fagurey og mælti á þá leið, að tvennar væru tíð- irnar. Stefán Björnsson fluttist og búferlum úr Akureyjum í sama mund sem nafni hans, hjó eftir það lengst í Gautdal í Geiradal og andaðist fyrir 20 árum, eða því sem næst (þ. e. 1870). Hann var smiður góður ó tré, hafði siglt og orðið fullnuma í iðn- inni í Kaupmannahöfn. Hann var ljúfmenni, maður veglynd- ur og þrautgóður, þótt hann ætti erfitt nokkuð og mæðu- samt um langt skeið æfinnar. (Isaf. 1891.) Kona nokkur, sem hvorki var ung né fríð, en mjög skörp og skynsöm, var svo óheppin að missa í samkvæmi eina af tönn- um þeim, sem hún hafði látið tannlæknir setja í sig. Konan leyndi þessu alls ekkert. Það var leitað vandlega i öllu her- berginu að tönninni, en hún fannst ekki. Daginn eftir fékk konan ofurlítinn böggul, ásamt skrautlegum bréfmiða, frá manninum, sem hafði boðið lienni daginn áður, og lét hann i ljósi gleði sína yfir því, að hann hefði fundið hina týndu tönn. Konan opnaði nú bögg- ulinn og var þá aðeins í lion- um ein asnatönn. Konan tók sér þá penna í hönd og ritaði hinum glens- milda bréfritara þannig: „Eg hefi ætíð verið sannfærð um vináttu yðar við mig; en aldrei hefði eg trúað því, að ó- reyndu, að þér vilduð leggja svo mikið í sölurnar fyrir mig sem það, að láta draga úr yður einar af tönnum yðar, til þess að bæta mér missi minn. Eg þakka yður hjartanlega fyrir þessa hugulsemi yðar.“ ★ Sjálfsagt hundrað sinnum. Drengir hafa mikið yndi af að heyra farmenn segja af ferð- um sínum, einkum liafi eitthvað fáheyrt eða hroðalegt drifið á daga fyrir þeim. Sex vetra pilt- ur spurði eitt sinn aldraðan skipstjóra á þessa leið: „Kap- teinn! Kom aldrei hákarl og beit af þér fótinn?“ „Jú, eg held nú það svo sem, sjálfsagt hundrað sinnum,' svaraði gamli fannaðurinn.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.