Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 29

Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ VISIS 29 ------—------------------------------------------------- Aðfangadagskveid blaðamannsins 'p.o.uí Qaíílco. Það hefir verið sagf um Paul Gallico, að a'lla blaðamenn langi til að feta í fótspor hans. Áður en hann gerðist rithöfundur, var hann nefnilega blaðamaður, en liann langaði til að hætta því eri'l- sama og þreytandi starfi. Er hann tók ákvörðunina um að helga sig skáldskapnum, hafði hann verið blaðamaður í New York í fjórtán ár og var orðinn ritstjóri víðlesnasta blaðsins þar, með 25,000 dollara árslaunum. Árið 1936 sagði hann upp og fór til Eng- lands til að verða rithöfundur, en réðst aftur til blaðs siíns árið síðar með 70 dollara viltulaunum. Sex mánuðum síðar reyndi hann aftur, en gafst upp á ný og gerðist enn blaðamaður, En aljt er þá þrennt er, og í þriðju atrennu náði Gallico viðurkenningu, og hefir helgað sig smásagnagerð að mestu síðan, en hefir auk þess skrifað fjölda blaðagreina og a.m.k. fjórar bækur. Kluklcan var að veröa 4 síð- degis á aðfangadag jóla. Tveir simar í ritstjórnarskrifstofu Dagblaðsins, stærsta blaðs borg- arinnar, tóku allt í einu að liringja. Siminn á borði Browns hringdi með þungu, dimm'u hljóði, en liinn síminn, sem prýddi borð Wyatt Courts, fréttaritstjóra Dagblaðsins, var skrækur og hjáróma. Mennirnir töku heyrnartólið á sama augna- hliki og báru upp að eyranu, skorðtiðu það við öxlina eins og þeir voru vanir og bjuggust til að bripa niður fréttirnar, sem þeir þóttust eiga von á. Perry Brown sagði: „Já, Rusty .... Já, lambið mitt, eg var einmitt að fara.“ Wyatt Court sagði: „Hver? .... 0, eg bið yður afsökunar .... Já, frú Petonsall.“ Allt mátti heita með kyrrum kjörum í skrifstofunni. Þríu hlaðamenn skrifuðu af ofsakappi á ritvélar sínar, nokkurir sendsveinar sátu geispandi á sendlabekknum og tveir blaða- menn sátu og mændu á klukk- una á veggnum, þvi að hún ætl- aði að fara að tilkynna þeim lausnarstundina. McKahe, næt- urritstjórinn, átti að fara að taka við störfum. Hann liafði ekki verið heima hjá sér á að- fangadagskvöld í tvo áratugi og mundi hafa orðið ofsareið- ur, ef einliver hefði stungið upp á því við hann, að liann fengi sér fri að þessu sinni. A1 Vogel, sem var ljósmyndari Perry Browns og fór með honum i alla fréttaleiðangra, sat uppi á skrifborði Perrys, dinglaði fótunum og skóf undan nögl- um sér. Perry sagði: „Hm, hm.......Já, já, elskan mín, eg var einmitt að ljúka mér af og ætlaði að fara að hjóða Court góða nótt og fara, þegar síminn hringdi.“ Court sagði: „Já, frú Peton- sall. Já, .... livað segið þér? .... Já, eg skil .... Já, frú Petonsall.“ „Nei, nei,“ sagði Perry. Hvít og Dumba. Hinum megin eru fjórar kýr; þær heita: Kol- brún, Blákolla, Branda og Litla- Ilvít. Þegar húið er að mjólka allar kýrnar og láta huna úr síðustu fötunni eru lokin sett á brús- ana og þeir bornir út. Lilli kem- ur siðastur út úr fjósinu. Hann langar til að vera mikið lengur, en nú á að loka fjósinu, svo að kýrnar geti farið að sofa og rauði bolakálfurinn, hann Bör Börson og báðar kvígurnar, Lára Isaksen og Ida Ölsen. Það er rifa öðrum megin við dyrastafinn. Lilli þrýstir and- litinu fast að rifunni. „Góða nótt!“ kallar hann inn til kúpna. „Vogel er einmitt liér. Hann kemur með mér. Fékkstu jóla- tréð? Eg ælla að slireyta það með demöntum, rúbínum og safírum.....Þetta er fyrsti að- fangadagurinn okkar saman, lambið mitt.“ Vogel hrökk við, meðan Perry var að tala við unnustu síua og sagði: „Skreytingiu verður skrambi dýr, er það ekki?“ Það var einn af kostum Vogels sem ljósmyndara, að hann tók allt bókstaflega. En nú heyrðist helzt lil Courts. „Já, frú Petonsall.....Já .... Eina? .... Tvær .... Já, eg skil, tvær, einskonar hjón, er það ekki? Karlkyns og kven- kyns? .... Það er algerlega aukaatriði .... Já, frú Poten- sall.“ „Elskan mín,“ sagði Perry, „ef þú spilar „Heims um ból,“ þá fer eg' að skæla. Eg ætla hara að vara þig við því. Eg verð alltaf svo dapur á jólunum. Við förum öll að skæla. Þetta verð- ur nú meiri veizlan. Eg elska þig, óargadýrið þitt.“ „Sögðuð þér rauðan vagn, frú Petonsall. Já, auðvitað verður liann að vera rauður.“ Wyatt skrifaði ]iað sér til minnis á blaðið fyrir framan sig — RAUÐAN vagn — og um- livei'fis þetta orð teilcnaði hann mynd af vagni. Starfslið Dag- blaðsins hafði einu sinni gefið honum hók, sem var skreytt niinismyndum lians. „Já, frú Petonsall.“ „Mér er alvara, hjartað mitt, Rusty,“ sagði Perry nú og var bersýnilega á undanhaldi i við- ræðunum við unnustu sína. Hann var stór og luralegur mað- ur og fötin hans fóru honum alllaf illa, jafnvel þólt þau væru saumuð eftir máli. Hann þekkti borgina eins og vasann sinn. Hann var prýðilegur blaðamað- ur, en þó var hann engan veg- inn betri en stúlkan, sem hann var að tala við. Hún hét Rusty McGowan og var rauðhærð. Þau elskuðust heitt og ætluðu að ganga i heilagt hjónaband, svo stúlkuna langaði til þess, að þau eyddu fyrsta aðfangadags- kveldinu saman. Hún og unn- ustinn voru eins og fólk er flest, þegar búið var að brjóta hina liörðu blaðamannaskel. Þeim hafði tekizt báðum að fá frí þetta kveld. Þau ætluðu að skreyta jólatréð heima í her- herginu hennar Rusty og svo áttu allir starfsbræðurnir að líla inn, þegar þeir hefði tæki- færi til. Þarna átti að vera gleð- skapur í lagi. „Elskau mín,“ sagði Perry, „það er ekkert til hérna megin grafar, sem getur komið i veg fyrir það, að eg komi til þín. Menn gera aldrei neitt ljótt af sér á aðfangadagskveld og jóla- trésbrunar byrja ekki fyrr en um. niuleytið. Þú veizt líka, að eg ælla að segja upp, áður en eg veld þér vonbrigðum.“ „Sjálfsdgt, eg skal fela þetta bezta manni mínum, frú Peton- sall,“ sagði Wyatt Court. „Já, eg skil. Um ellefu-leytið...... Númer þrjú við Courtney-stræti ...... Beitt fyrir vagninn. Já, auðvitað beitt fyrir vagninn.“ „Við erum einmitt að fara út úr dyrunum, ástin mín. Við sækjum jólatrésskrautið og sprúttið, eg fæ mér rakstur og svo komum við eins og skot.“ „Vissulega, frú Petonsall . . . . Já, eg skal láta yður vita, hvað því liður .... Já, frú Petonsall.“ Tilviljunín réð því aftur, að þeir lögðu símatólin frá sér á söinu sekúndu. Perry lét heyrnartólið á sinn stað, tók fælurna niður af borð- inu, smeygði sér í frakkann, dró hattinn niður fyrir annað aug- að, eins og hann væri til í allt og gekk i áttina til skrifborðs ritstjórans. Wyatt hafði látið augun reika um vinnusalinn og það var eins og honum létti, 'þegar liann kom auga á Perry. En hann átti sér einskis ills von, gekk að borði yfirboðara síns og sagði: „Gleðileg jól, Tex, (því að sumum hinna gömlu starfsmanna leyfðist að kalla hann því nafni), er elcki allt i lagi með að eg fari ? Rusty ætlar að bjóða öllu fólkinu og þú ert velkominn eins og aðrir.“ Þegar blaðið átti hlut að máli, var Wyatt Court gjörsamlega samvizkulaus. En að þessu sinni lét hann þó svo sem liann ætti bágt með að bera upp erindið. „Já, — liérna — Perry, eg ætl- aði nú eig'inlega að gefa þér fri, en —- sko — það hefir komið dálitið fyrir, sem eg átti ekki von á — dálítið------“ „Einmitt það, karlinn,“ svar- aði Perry. „Mér er bara hund- sama. Þú lofaðir mér fríi í kveld.“ Því verður ekki leynt, að Perry hafði þá barnalegu trú, þótt forhertur blaðamaður væri, að menn héldu alltaf lof- orð sín. „Já, já, eg veit það,“ sagði Court. „Þér tekst áreiðanlega að komast í veizluna. Það er bara lítilræði, sem þú verður að gera fyrst. Heyrðir þú nokkuð, livað við vorum að tala i símann áð- an ?“ „Nei,“ svaraði Perrý þegar, ,,eg var einmitt að tala við Rusty í minn sima og sagði henni, að eg væri rétt að fara.“ „Það var frú Pelönsall.“ Kaldur sviti spratt út á enni Perrys. Hann tók af sér hattinn, þurrkaði svitann af enuinu og hlammaði sér niður á pappírs- körfuna við horð ritstjórans. Wayne, eigandi blaðsins, var einskonar Dalai Lama i augum starfsliðsins, en Allan Petonsall, aðalritstjórinn, var æðsti prest- urinn. Perry var búinn að starfa nógu lengi við Dagblaðið til þess að vita, að það boðaði illt, ef frú Petonsall hringdi þangað. „Guð minn góður,“ stundi hann. „Hvað vill hún nú?“ „Láttu nú ekki svona,“ sagði Wyatt gremjulega, „það er'ekki svo ægilegt.“ Hann leit á minn- isblaðið. „Tveir litlir frændur liennar eru komnir til borgar- innar og hana langar til að gefa þeim óvenjulega jólagjöf. Hana langar til að komast yfir tvær geitur, sem verði beitt fyrir rauðan vagn.“ Hann leit aftur á minnisblaðið. „Hún tekur það' fram, að vagninn verði nauð- synlcga að vera rauður.. Það er nóg að þetta sé allt komið heim til hennar klukkan ellefu í kveld. En þið ættuð að vera hún- ir að þessu löngu fyrir þann tíma. Þú átt fri, þegar þú ert húinn að útvega geiturnar og vagninn.44 Perry rak upp öskur, svo að húsið lék á reiðiskjálfi. „Hvar heldur þú, að hægt sé að grafa upp geitur og rauðan vagn á þessum tíma aðfangadags áður en verzlunum verður lokað?“ „Eg treysti þér alveg til þess, góði, enda er hér enginn, sem má vera að því. Þú veizt, hvern- ig hún er. Þvi fyrr sem þú legg- ur upp í leiðangurinn, þvi fyrr verður þú búinn að ljúka því.“ „Þakka þér kærlega fyrir, en eg fer bara ekki fet. Eg lofaði Rusty því. Hún getur sent ein- livern þjóninn sinn. Eg er eng- inn sendill fyrir hana, Eg fer ekki fet.“ Court leit á hann og var eig- inlega of vingjarnlegur á svip- inn. „Ileyrðu lasm, þú ert sendill, gáttagægir, myndaþjóf- ur, þefari, njósnari, mútari og herbergisþj ónn aðalri tstj órans, ef okkur hýður svo við að horfa. Ef þú kannt ekki lengur við þig

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.