Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 28

Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 28
28 JÖLABLAÐ VlSIS í, nemur staðar. Vigfús kemur að glugganum og kallar: „Nokkrir hér, sem ætla að fá tjaldstæði?!“ Lilli horfir heillaður á veit- ingamanninn og skálann hans,- „Þarna er Vigfús og þarna er skálinn hans“, segir hann og bendir út um gluggann. Dreng- ur á Lilla reki situr á grænum barnabíl utan við veginn og virðist ósnortinn af gauragang- inum í kringum hann. Svo er lagt af stað aftur og ekið eftir bugðóttum vegi, sem liggur yfir hraun, hálfhulið gul- gráum mosaþembum og utan i kjarri vöxnum brekkum, glitr- andi af gulum, bláum og hvít- um blómum. Stórt vatn mcð vogskornum bökkum og hólrn- um blasir við og upp frá því, í fangi grænna lilíða, stendur sveitabærinn, sem förinni er heitið til. Hvítt steinliús, á stóru, fagurgrænu túni, sem glóir af sóleyjagulli. Við suð- urvegg hússins er blómagarður. Það er gott að hér eru leiðar- lok. Mamma er þreytt og stirð eftir nærri sjö tíma bílferð, en Lilli er hinn sprækasti. Þeim er vísað inn í vinalegt herbergi mcð bláum þiljum og hvítu lofti. Mamma hellir vatni í þvottaskál og þvær litla ferða- langnum og færir hann í nátt- föt. Þau borða kvöldverð í stórri, bjartri stofu. Á einum veggnum er málverk, hraunið, fjallasýnin, hrisla á grænum bala, skálinn hans Vigfúsar á miðri myndinni. „Hvað er þetta?“ spyr mamma og bendir á myndina. „Vigfús“, svarar Lilli. „Hvar er Vigfús?“ spyr mamma og rýnir í myndina. Hún sér engan mann. „Hann er í skálanum sínum“, svarar Lilli. Á þeim sólfögru, ilmriku sumardögum, sem nú fara í hönd, kynnist Lilli nýrri hlið tilverunnar, sveitalífinu. Hann lærir að þekkja hesta frá kúm, hann heyrir þegar hundarnir, Bangsi og Lappi gelta að gesta- komu og lærir að ganga á óslétt- um jarðvegi. Með hverjum degi fækkar byltunum hans um þúf- ur og steinnibbur. Hann veður engjagrasið upp að hnjám og hlær þegar punturinn kitlar hann á fótleggjunum. Hann drekkur í sig sterkan, ferskan ilm af villtum gróðri. Hann fer margar ferðir yf- ir lækinn upp að refabúinu, sem stendur á hálfgrónum mel, spölkorn frá bænum. Þar horfir hann lengi á þessa skrítnu ketti með stóru skottin, sem skjót- ast til og frá, brýna klærnar og naga trjástoðirnar grimmd- arlega. Innan skamms nefnir hann þá réttu nafni. Nokkurra mínútna gang fiá bænum er hænsnaltofi. Lilli bregður á leik, þegar hann kem- ur þangað, kallar: „Púdda- púdd“ og eltir hænurnar. „Þú mátt eiga hanann, ef þú nærð honum,“ segir bóndinn. Hann stendur upp á hlaða aí skógvið og taði og tekur á móti viðarlurkunum og taðkögglun- um, sem verið er að rétta upp til hans. Lilli hleypur ó eftir hanan- um; hann er hvitur með rauðan kamb. Lilli er í stuttri, hvítri loðkápu með rauða húfu. Það er skemmtilegt að sjá eltinga- leikinn. Haninn forðar sér, en íiýtir sér hægt og slettir kamb- inum drembilega. Lilli lcútvelt- ist í þúfnakarganum, hruflar sig og mer, en harkar af sér og heldur eltingaleiknum á- fram þangað til annað dregur að sér athygli hans. Telpurnar, Magga, Sigga og Rúna, koma heiman frá bæ og leita að eggjum. Þegar þær hafa fundið þau, leggja þær af stað heimleiðis, en Lilli, mamma og Abbi ganga niður á vatnsbakkann. „Bomspra-boms mínir elsk- anlegu,“ segir Abbi og kastar steini út á vatnið. „Bomsara-boms mínir elsk- anlegu,“ segir Lilli og kastar líka steini út á vatnið. — . Lilli fer með piltunum af sveitabænum og Abba á bát út á vatnið og vitjar um silunga- net. „Nei, sko alla tappana,“ segir hann, þegar hann sér korkinn, sem heldur silunganetunum uppi. Hann liorfir óhræddur á sporðaköstin í silungunum, þeg- ar þeir hafa verið innbyrtir og vill sitja sem næst þeim. „Nei, sko augun í silunginum, nei, sko munninn,“ segir hann. „Silungurinn skælir ekki.“ Hann ætti bara að vita, hvað aumingja silungurinn á bágt. — Slátturinn byrjar. Ljárinn hvin í grasinu, það hallar sér í þykka múga með breiðum skár- um á milli. Kaupakonan slær úr múgunum, rakar flekkjaskil, saxar föng og dreifir þeim þar, sem flekkurinn er þynnstur. Hún kennir Lilla að taka stóra heyvisk og slá í kring um sig, til að fæla burt flugurnar. Þau kasta heyi hvort í annað og hlægja. Næsta dag eru flekkirnir sett- ir í rifgarða og svo er heyinu snúið aftur og aftur, þangað til sólin er búin að skína í gegn um hvert einasta strá. Þá eru hest- arnir sóttir og látnir ganga fyr- ir löngum trjáborðum, sem ýta heyinu saman, svo er þeim kast- að upp í hlöðuna. Bráðlega er hún hálf af grænni, ilmandi töðu. Þetta er vetrarforðinn handa kúnum, og þær munu mjólka vel af þessu sólbakaða kjarnfóðri. Lilli og Abbi leggjast í heyið i hlöðunni. „Nú er komið kvöld og Lilli á að fara að sofa,“ seglr Abbi. „Nú breiði eg sængina yfir * Lilla,“ segir hann og hylur drenginn í lieyi upp á mitt brjósti. „Þetta er kjóllinn hcnn- ar mömmu,“ segir Abbi og fær drengnum stóra lieyvisk. Lilli liggur kyrr í heyinu, hann nuddar heyviskina, sem á að vera kjóllinn hennar mömmu, kreistir aftur augun og segir: „pú-ú“. Það telur hann óræk- ustu sönnunina fyrir svefni. Allt í einu sprettur hann á fætur og kallar með skærum, glöðum rómi: „Góðan daginn, Abbi mmn!“ Hlöðuleiknum er lokið. — Á túninu, skammt frá hlöðunni, er gamall bátur. Þar sitja börnin ó þóftum og í skut og þykjast sigla Seglum þönd- um. Lilla finnst gaman að þess- um leik. Stundum stekkur hann út á morgnana í náttfötunum sínum, hleyptir í glaðasólsldni eða hlýju móskuveðri upp tún og setzt í bátinn; svo rær hann út á mið. öldurnar klofna, bát- urinn skríður, nú er Lilli kom- inn að korkinum. Hann hallar sér yfir borðstokkinn og horfir. Það glampar á silungana. Lilli dregur upp netið'og fyllir bát- inn af silungi. „Lilli, hvar ertu, Lilli minn?“ kallar mamma. Hún kemur hlaupandi upp túnið og truflar drenginn í dagdraumum hans. Það er ekkert vatn, enginn sil- ungur, bara lítill drengur, sem situr einn i gömlum báti á föl- grænu túni með ógrónum skára- förum. — „Vertu nú duglegur að drekka mjólldna, sem rauða kýrin gefur þér,“ segir mamma eitt sinn, þegar Lilli situr við kvöldverðarborðið með fullt mjólkurglas fyrir framan sig. „Hvernig lætur rauða kýrin mjólkina í glasið?“ spyr Lilli. „Þegar þú ert búinn að borða förum við út í fjós og sjáum, hvernig mjólkin kemur úr kún- um. Drekktu nú úr glasinu þínu, væni minn.“ „Rjómi,“ segir drengurinn og smjattar á góðu, þykku sveita- mjólkinni, sem er allt öðru vísi á bragðið en vélhreinsaða mjólkin, sem hann er vanur. -—Reynir rekur kýrnar heim tröðina. Hann er stór piltur, bjarthærður eins og öll börnin á bænum. Kýrnar lötra inn í fjósið ein og ein í senn og fara sér að engu óðslega, en kálfarnir troðast Það lætiir svona, ungviðið, það er eins og því liggi alltaf lífið á. Þegar búið er að binda kýrnar á básana og byrjað að mjólka kemur Lilli inn i fjósið. Rétt innan við fjósdyrnar eru stór- ir brúsar og mjólkursíur. „Nei, sko livað bunar,“ segir Lilli og horfir á þegar mjólk- inni er hellt í brúsana. Eftir miðju fjósinu endilöngu er gangur og við endann á hon- um, gegnt útidyrunum, eru dyr inn í lilöðuna. Þangað er mat- urinn kúnna sóttur og gefinn á stallana, sein eru sitt hvoru mcgin við innganginn. Meðfram bóðum langveggjum fjóssins eru gangar og milli þeirra og básanna breiðir flórar. Lilli fer um alla gangana og skoðar allt fjósið. öðru megin við hlöðudyrnar er kassi. Þar býr kisa með litlu kisukralckana sína. Hún er lítil, bröndótt, og næstum því krakki sjálf, enda leiðist henni að híma í kassanum allan guðslangan daginn og skýst stundum cins og eldibrandur út úr fjósinu og bregður á leik um blómagarð- inn. Kettlingarnir liennar eru tveir, blágráir að lit. Þeir sjúga mömmu sína. Það er víst allt með spena í þessu fjósi, ncma tuddinn. Hann er rauður og það eru að vaxa á honum horn, sitt hvoru megin fyrir ofan ennið. Tuddinn heitir Bör Börson, liann er bara kálfur og mcinast ekkert við Lilla, þó að hann komi í básinn til hans og held- ur eklti þó að hann sé settur á bakið á honum. Það eru tveir aðrir kálfar í fjósinu. Það eru kvígur. Þær heita: Lára Isaksen og Ida 01- sen. Lilli fer í básana til þeirra og klappar þeim. Þær liggja og eru að dunda við að tyggja mat- inn, sem þær hafa borðað úti í haganum. Allar fullorðnu kýrnar standa, mjólkin bogar úr spen- unum á þeim, þegar þeir eru kreistir. Það syngur í fötunní, þegar mjólkin kemur í hana. Lilli fær volgan mjólkurboga framan í sig og skellililær. Hann lærir að lialda í hala, svo að kýrin sletti honum ekki framan í mjaltamanninn. Bóndinn sýnir Lilla allar kýrnar og segir honum hvað þær heita. öðrum megin í fjós- inu eru sex kýr, þær heita: Hyrna, Héla, Laufa, Rjúpa,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.