Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 17

Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ VISIS 17 Hákarla Þopsteinn Jónsson: Á fyrsta tug þessarar aldar voru fremur harðir vetrar og hafís fyrir Norðurlandi. — Um páskana, snemma, eitt vorið gerði sunnanstorm og hláku í tvo eða þrjá daga; rak þá haf- ísinn út af Skagafirði, nema breið skör var eftir, milli Hegra- ness og Reykjastrandar, slitnaði meginísinn frá þessari skör, sem varð eftir, landföst. — Var það samanbarið íshröngl, og ein- staka stórir jakar, allt frosið saman. — Faðir minn, séra Jón Magn- ússon, var þá prestur á Ríp í Hegranesi. Ekki sést til sjávar þaðan, og mun vera um klukku- tíma gangur frá Ríp að vestur- ósi Iléraðsvatna, skáhalt norð- vestur yfir Hegranesið, séúi er allhálent. Á annan í páskum var mesað á Ríp, fréttist þá að þeir Nesbræður, Ilellulandsmenn og hafi verið um land allt, i öll- um aðaldráttum og hér er skýrt frá, eins og að framan er getið. Eftirmáli. Þótt frásögnum þessum sé lokið, get eg ekki skilið svo við þær, að geta þess ekki, að ég, barn 19. aldarinnar, hefi litið þannig á, eins og að framan er ritað, Og ef þið, lesendur góðir, börn 20. aldarinnar, ber- ið saman það sem var og það sem er á sviði helgihalds og skemmtana, getið þið dæmt um, livað hefir unnizt og hvað hef- ir tapazt. Að síðustu þetta: Eg lít svo á, að prestar 19. aldarinnar í heild eigi alþjóðar þakkir fyrir unnin störf, því naumast verð- ur það hrakið, að á 19. öldinni, sem fyrr, voru prestarnir, langt fram á öldina, þeir einu.brenn- andi vitar, er lýstu samtíð sinni í gegnum myrkur fáfræði og hleypidóma. Þeir unnu af kær- leika, lögðu á sig langt og dýrt nám, og að þvi loknu tóku þeir við embættum, er illa voru launuð. — Reynslan hefir sýnt, að þeir voru sterkir í anda og nægjusamir. Þeir skildu köllun sína, að vera boðberar hinnar sönnu kristni og túlkuðu lcenn- ingar meistarans mikla, — og það, sem mestu máli skipti, og skapaði áhrif þeirra með sam- tíðinni, virðist ótvírætt benda á að enginn gat efazt um, að þeir trúðu því sjálfir, sem þeir kenndu öðrum. Þorsteinn Konráðsson. veiðar ú hafí§. Keflvíldngar væru farnir að veiða hákarl upp um vakir, er þeir hefðu gert á ísinn. Eg mun þá liafa verið sextán ára gam- all, og kom nú í mig veiðihug- ur, allmikill. Var þá afráðið, þegar fyrir messu, að eg og vinnumaður frá Ríp, Sölvi Jóns- son, færum eftir messu úteftir til hákarlaveíða. Eg spilaði á hljóðfærið i kirkjunni, en eg verð að segja, að mér var ann- að í liuga en andleg efni við þá helgu athöfn. — Geri eg ráð fyrir að flestir ungir piltar, frískir og sprækir, geti vel skil- ið það. — Eftir messu hljóp eg þegar af stað, einsamall, því Sölvi fór aðra leið, ætlaði að slást í hóp með Ásmönnum við hákarlaveiðarnar, en eg átti að vera með þeim frá Hellulandi og Utanverðunesi. Norðangola var nú komin, með frosti en bjartviðri ennþá; i norðri var þungbrýnn liríðarbakki. Færi var ágætt og skilaði mér vel á- fram, því eg var léttur á fæti, auk þess bar veiðihugurinn mig hálfa leið. Var eg brátt kominn svo langt að eg sá vestur fyrir og út á fjörðinn; sá eg þá ís- spöngina miklu vestan við Nes- ið. — Eg lcom snöggvast að Hellulandi, en frétti að þeir feðgar Sigurður bóndi Ólafsson og synir hans þrír, Jón, Ólafur og Skafti, væru allir úti á ís. Var þá hlaupið af stað aftur og nú hálfu hraðar en fyrr. Eg fór sleðaslóðina út að ósnum; þar hafði komið él um daginn og var dálítil lausamjöll. Lá svo slóð veiðimanna út með klett- unum fram með sjónum og svo beint út á íshrönglið. -— Þar, í fjörunni, voru nokkrir hákarl- ar, er dregnir höfðu verið í land. Voru þeir litlir, þctta 2—3 metr- ar á lengd. — Isinn var ákaflega ósléttur, saman barið ishröngl, einstaka stór jaki, sem stóð eins og hús upp úr hrönglinu. — Þó voru jakarnir svo liáir, að stutt sást frá sér á ísnum. Hér um bil 1 kílómeter frá landi hitti eg veiðimannahópinn. Þegar eg sá þá þarna á ísnum í tveim hóp- um, rétt livern hjá öðrum, duttu mér í hug myndir frá Græn- landi, er eg hafði séð i ferða7 sögum þaðan. Faimst mér eg nú kominn í heimskautalöndin, Hafís. þarna út á hafísnum, í norðan- svéljandanum; það bættist og við, að nú gerði alldimt él. — Eg þekkti flesta mennina er þarna voru, eða alla og skal eg nú geta nokkurra þeirra. Vil eg þá fyrst nefna Sigurð bónda Ólafsson á Hellulandi. Hann er sonur Ólafs Sigurðssonar, al- þingismanns og stórbónda í Ási. Sigurður var þá á bezta aldri, nálægt fimmtugur, stór maður og karlmannlegur, sjálfsagt af- arsterkur, hæglátur, greindur vel og ágætlega menntaður. Hafði dvalið erlendis á yngri árum, svo sem aðrir synir Ól- aís dannebrogsmanns í Ási, þeir Björn augnlæknir og Gunn- ar í Ási. Yngsti bróðirinn, Guð- mundur bóndi í Ási, mun ekki ltófa siglt, en hann var og er hinn ágætasti maður, og er nu einn á lífi þeirra hræðra. Sig- urður var nú þarna með syni sina þrjá, Jón vélstjóra, fórst með v.b. Hegra 1940, Ólaf, nú bónda á Hellulandi og Skafta, semdrukknaði ungur i vesturósi Héraðsvatna. Allt voru þetta hinir efnilegustu menn og drengir góðii> svo sem kunnugt er. Einhverjir fleiri menn voru í þeim flokki. — Þá var þar veiðimaðurinn nafnfrægi og selaskyttan Jón Magnússon frá Utanverðunesi, sem stundum nefndi sig Jón Ósmann. Dr. Helgi Pjeturss sagði eitt sinn, svo eg heyrði, að hann teldi þann mann bezt vaxinn allra Islendinga, er hann hefði séð. Eg hefi aldrei séð lcarlmannlegri mann; get eg aldrei hugsað mér Gretti Ásmunda'rson öðruvísi en í gervi Jóns í Nesi. Jón var ferjumaður á dragferju þeirri, er þá var á vesturósi Vatnanna. Stundaði hann veiðar í ósnum og reri til fiskjar. Skytta var hann mikil og átti hina mestu byssu er eg hefi séð. Var það framhlaðningur geysimikill, lilaupviður og afarþungur. Var það oft ómælt af púðri og seJa- höglum,er Jón tróðniður i hlaup þessarar byssu, enda „sló“ liún svo hroðalega, að fæstra með- færi var að nota hana. Jón var sjálfur, stundum, bólginn á kinn eftir byssuna. — Jón var Ijúf- menni liið mesta og gæðadreng- ur, greindur vel og mikils met- inn. En allmjög var hann öllcær og mun það liafa verið um of. Endalok hans urðu þau, að hann drukknaði í vesturósi Héraðs- vatna, saddur lífdaga. Eg ,reri stundum á færafisk með Jóni eða var að veiðiskap með hon- um; var hann mér framúrskar- 'andi góður og minnist eg lians jafnan sem hinnar mestu kempu og bezta manns. — Jónas Magn- ússon bóndi á Húsabakka, bróð- ir Jóns, var þar og, Gunnar í Keflavík, góður bóndi, Páll í Garði, ungur, skemmtilegur bóndi og fleiri menn. — Veiðin var stunduð á þann hátt, að göt voru höggvin á lagisinn, sem myndazt liafði milli hafísjakanna. Var ísinn þar um tveggja metra þykkur. Tvö göt voru þarna, með hér um hil 20 metra millibili. Var Jón í Nesi aðalveiðimaður við annað gatið; þar voru og Hellu- landsfeðgar og eg. Við hina veiðistöðina voru Ásmenn o. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.