Vísir - 22.12.1944, Side 26

Vísir - 22.12.1944, Side 26
26 JÓLABLAÐ VISIS skammaðist mín fyrir að láta hina vita, hvað ég var mikill viðvaningur að brúka tóbak. Það bætti ekki um, að þeir eldri voru að segja mér sögur af því, hvernig aðbúðin var í kofanum þegar þeir voru ung- ir. Þá voru engin hitunartæki og ekki annað að hafa til drykkjar en vatn, sem var sótt í skinnsokkunum og yljað með því að hengja þá upp í kofan- um yfir nóttina. Hraus mér hugur við öllu þessu og leið bölvanlega allt kvöldið, unz ég valt út af og sofnaði. Um morguninn var risið snemma á fætur og gáð til veð- urs. Það hafði gert dálítið föl um nóttina, en var farið að birta til og útlit fyrir fegursta veður. Þennan dag átti að smala svæðið frá kofanum til byggða, og reka safnið til réttar, en af því að svo illa tókst til fyrri daginn, var ákveðið að reyna að leita eitthvað af því svæði aftur. Bjuggust því allir snarlega til göngunnar og tóku saman föggur sínar, því fæstir gátu komið við í kofanum í baka- leiðinni. Tveir menn áttu svo að fara með hesta og farangur til byggða, því að ekki er held- ur fært að smala ríðandi síð- ari daginn. Svo lögðum við af stað í grárri morgunskímunni, sömu leið og daginn áður. Við stikl- uðum rétt norðan við kofann yfir ána. Nú var hún orðin koll- lítil og leið þarna áfram hljóð- lát, dimm og svöl í hvítri flat- neskju heiðarinnar. Það smá- birti og létti í lofti, en skyggni til að smala var þó hálfvont, meðan fölið var að leysa. Ut- sýni til fjærliggjandi fjalla var aftur á móti stórkostlega fag- urt: Tröllakirkja og Snæfjöll í vesturátt, en í austri hinn kon- unglegi fjalljötunn, Eiriksjök- ull og teygði ægihvítan kollinn mót rósrauðum morgunskýjum. Ekki var álitið að tími entist til að fara alla leið á leitar- mót, og var leit skipt við Lóna- vatn, en þar er rösklega hálfn- uð leið. Allir voru látnir ganga í sömu röð og daginn áður. Eg var nú alveg búinn að ná mér eftir hrakningana að öðru leyti en því, að eg var dálítið sárfættur. Fannst mér kyrrð og víðerni heiðarinnar heillandi, þegar eg var orðinn einn; eg sá aðeins endrum og sinnum til hinna gangnamannanna. Eg ósk. aði hálfvegis, að eg fyndi engar kindur, en eg vissi, að svona mátti eg ekki hugsa og skamm- aðist min fyrir þessar óstýri- látu óskir hjartans. En það var bara svo miklu skemmtilegra að rölta svona áfram, næstum því eins og í draumi, aleinn í þögn heiðarinnar. Það blikaði á vötnin og á einu sá eg nokkra svani, en þeir sungu ekki — líklega af því að nú var haust- að að. Eg tíndi talsvert af álfta- fjöðrum í flóanum við vötnin og stakk þeim í húfuna mína; eg hélt að það mundi gera mig torkennilegan og fannst það eiga vel við, þegar eg kæmi til byggða. Eftir því sem nær dregur byggðinni mjókkar svæðið, sem leitað er, og eg fór nú að sjá vel til næstu manna, og það runnu talsverðir fjárhópar und- an okkur. Það var mikið argað og hóað. Hundagjamm og kindajarmur blandaðist saman og varð að samfelldum hávaða, þungum óstöðvandi nið. Eg hó- aði og argaði eins og aðrir, hljóp bölvandi á eftir óþekkum rollum, sem reyndu að taka sig út úr hópnum og vísaði þeim norður og niður fyrir alla ó- þægðina og hefði helzt viljað berja þær. Og safnið stækkaði smátt og smátt og þokaðist nið- ur Þverárdal, að afréttargirð- ingunni. Þar var numið staðar og beðið eftir að allir kæmu saman. Þar tókum við hestana, fengum okkur matarbita, og fórum í þurra sokka. Það var talað af kappi og rifizt mikið um hvernig allt hefði gengið um daginn. Ein- hverjir höfðu ekki farið ná- kvæmlega þar, sem þeim var ætlað og það hafði svo kostað aðra mikið erfiði. Þá höfðu sumir illa vanda hunda, sem eigendunum var tilkynnt með alvöruþunga að réttast væri að drepa tafarlaust; margt var fleira sagt þessu líkt. Eg var orðinn talsvert slæpt- ur af göngunni og gaf mig ekki • að þessum umræðum, var feg- inn að talið barsi ekki að minni frammistöðu. Og gott þótti mér að enginn vissi, hvernig eg hugsaði þegar eg var einn. Nú var aðeins eftir að reka safnið til réttar. Það tók hver maður sinn hest og svo var safninu lileypt í gegnum afrétt- argirðinguna og síðan rann hvít fjárbreiðan niður dalinn. Á austurloft, yfir gráum hrjóstrum heiðarinnar, steig fjólublátt rökkur, fyrsti boði næturinnar. En þá vorum við líka í byggð, og aðeins skamm- ur spölur eftir til réttar. ( ryRIR BÖRNJN / Þórunn Magnúsdóttir: e Lilli í sumarleyfi. Frásaga af litlum dreng. Pabbi og mamma eru fyrir löngu búin að ráða það við sig að drengurinn þeirra alizt upp í sve'it að öðrum þræði. Hann á að Verða smali, þegar honum vex fiskur um hrygg. „Það er svo þroskandi, að vinna í sveitinni og vera sam- vistum við dýrin“, segja þau bæði. „Það er eitthvað skemmti- legra fyrir táþmikla stráka, en að þvælast hér á götunum sum- arlangt.“ Lilli á mörg dýr, sem honum þykir vænt um: bangsana, Bónda og Móra, kaninuna, Könu, múldýrið, Mósa, Grána, Snata, Kisu og Andrés önd, en hann mundi gefa þau glaður fyrir lifandi hvolp eða kettling. Hann þekkir hunda og ketti, og hann veit að stóru skepnurnar á túninu (sem hann sér út um gluggann heima hjá 'sér), eru kýr og hestar, þó að hann sé ekki alveg viss með að þekkja þær í sundur. „Hvað er þetta?“ spyr Lilli og hlustar fjálgur á fuglaklið- inn. „Fuglarnir,“ svarar mamma. „Þeir eru að syngja.“ Lilli verður liugsi, nú hafa nýjar lífsverur bætzt við í ver- öld hans. — Það er ákveðið að Lilli fái að fara í sveit með mömmu og Abba. (Lilli og afi eru nafnar og kalla hvorn annan Abba). Mamma keppist við að búa þau út, en gefur sér samt tíma til að segja drengnum frá sveit- inni og skepnunum þar. „Það er mjólk í kúnum i sveitinni, góða mjólkin, sem drengurinn drekkur,“ segir mamma. „Hvað ætlar Lilli að gera i sveitinni?“ spyr hún seinna. „Sjá skepnurnar,“ svarar Lilli. — Lilli er allt of lítið úti. Hann verður óþekkur og sækir í saumavélina, svo að mamma hefir engan frið. Hún grípur til þess ráðs, að kaupa hann af sér. „Ef Lilli vill vera góður drengur og sitja á bekknum, þá skal mamma segja Lilla sögu úr sveitinni.“ ' Lilli gengur greiðlega að þessu. Mamma setur hann upp á legubekkinn og sezt við saumavélina. Meðan hún snýr Lilli. hjólinu, hratt eins og hún sé i kapphlaupi við þolinmæði drengsins, leitar hugur hennar að frósagnarefni, sem geti heill- að hann og haldið honum kyrr- um á legubekknum. Lilli fer að ókyrrast. Mamma er ekki tilbúin méð söguna, hún er að sauma fína blússu handa drengnum og þarf að hugsa um verkið, svo að það verði vel unnið. En nú verður hún eitthvað að segja. „Hvað er í sveitinni?“ spyr hún. „Það'eru fuglar í sveitinni,“ svarar Lilli. Þarna fékk hún efni til að leggja út af. Nú ætlar hún að segja drengnum frá lóunni og spóanum, frá sólskríkjunni og þrestinum, máríuerlunni og mýrarsnýpunni. Og hún ætlar að segja honum frá krumma, sem drengurinn þekkir, því að hann er til héima mótaður í leir. Honum hefir verið valinn staður ofan á stóru orðabólc- inni, vegna þess, hvað hann er milcill vísdómsfugl. Já, það er margt hægt að segja um krumma. Lilli kann vísu um krumma: „Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn . . . . “ Lilli breytir alltaf einu orði í vísunni og segir: „. . . . kropp- aðu með mér, Abbi minn . . . . “ „Hvað gera fuglarnir?“ spyr mamma. Hún er alveg liárviss um, að Lilli muni svara: „Fugl- arnir syngja, og þá ætlar hún að segja honum frá lóunni, sem syngur dýrðin, dýrðin, þegar hún er ánægð með lifið, en bí, bí, þegar henni er kalt. „Það er mjóllc í fuglunum,“ segir Lilli. Nú hefir hann ruglazt í rím-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.