Vísir - 22.03.1949, Blaðsíða 3

Vísir - 22.03.1949, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 22. marz 1949 V I S IR .1 WINSTDN S. CHURCHILL 15. GREIN. Æáliiiiin var wriasí á Bretogiie, eit F'mkhar tiIkngBimtM MMretum ekki9 þegar þeÍB* hœttu að herjjíBst. Bæði Churchill og Reynaud iöldu mjög mikils virði að fá orðsendingu þá, er hinum síðarnefnda liafði bor- izt frá Roosevelt forseta hinn 13. júní 19h0, en þar voru Frakkar hvattir til þess að halda baráttunni áfram. Churchill hafði beðið forsetann um að leyfa, að orð- sendingin yrði birt þegar í slað. Churchill sagði m. a.: „Ég er viss um, að hún yrði til þess, að Frakkar myndu neita Hitler um einhvern hráfatildursfrið“. Daginn eftir kom skeyti frá Roosevelt forseta, þar sem skýrt er frá þvi, að hann geti ekki fallizt á, að orðsending hans til Reynauds verði hirt. Að þvi er Keiinedy sagði, hefði hann lielzt viljað gera það, en utanríkisráðuneytið, er liafoi fyllstu samúð með lionum og skilning, taldi það liafa hinar mestu hættur í för með sér. Forsetinn þakkaði mér fyrir frásögn mina af fundinum i Tours og óskaði brezku og frönsku stjörninni ti! Iiamingju með vasklega framgöngu herja þeirra. Hann fullvissaði okkur enn um, að sendar skyldu vörur og liergögn eftir því sem unnt væri; en liann sagði, að hann hefði beðið Kénnedy sendi- Iierrá að tjá mér, að orðsendingin frá 14. júni ætli alls ekki að skuldbinda og hefði ekki skuldbundið Banda- ríkjastjóm lil styrjaldarþátttöku. Samkyæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna eru engin þau stjórnarvöld til í landinu, nema þingið, er getur undir- gengizt slíkar skuldbindingar. Hugur hans beindist eink- um að franska flotanum. Samkvæmt ósk hans liefði þing- io veitt 50 milljónir dollara til matvæla- og fatakaupa handa frönslcu flóttafólki. Að lokum fullvissaði hann mig um, fið liann kynni að meta þýðingu og alvöruþunga þess, er eg liafði lagt í orðsendingu mina. Þetla skeyti olli vonhrigðum. Við, scm sátum þarna umhverfis borðið, skildum mæta vel, hve hættulegt það var fyrir forsetann, ef Iiann yrði sakaður um að hafa far- ið út fyrir valdsvið það, er stjórnarskráin heimilar hon- um, en það gæti orðið til þess, að hann biði ósigur við í liönd farandi kosningar, en örlög okkar og miklu meira voru undir þeim komin. Eg var sannfærður um, að liann hefði fórnað lífi sínu, að eg tali ekki um embætti sínu, fyrir málefni frelsisins í heiminum, er nú var i slíkum háska statt. En tii hvers hefði slikt verið? * í svari minu reyndi eg að vopna forsetann nokkrum rökum, er hann gæti beiít við aðra um þá hættu, er ógn- aði Bandaríkjunum, ef Evrópa félli og Bretland brygðist. Þetta var ekki tilfinninganiál lieldur var liér um líf eða dauða að tefla. „Frá fyrrverandi sjóliða til Rooseveíts forseía. 11—15.6.40. Eg er vður þakklátur fyrir skeytið og liefi kynnt Rcý- naud efni }>ess í aðalatriðum, en þó meö nokkuó meiri bjartsýni. Honum mun vafalaust þykja leitt að la ekki að birta það. Eg skil alla erfiðleika yðar við almenningsálitið í Bandaríkjunum og þingið, en nú gerast svo skjótir og válegir atburðir, að ahnenningsáliíið, er það lokstóér, hvað er i húfi, fær ekki að gert. Ilafið þér íhugað, livaða tilboo Hitler, kann að gera Frökkum? Verið getur, að hann segi: „Gefið upp flotann óskemmdan og þér munuð fá Elsass-Lothringen,“ eða „Ef eg fæ ekki slvip yðar, mun eg eyðileggja borgir yðar.“ Sjálfur er eg viss um, að Bándaríkin muni stíga lokasporið þegar þar að kemur, en riú er örlagastund Frákklands. Yfirlýsingiii, er segði, að Bandarikin muni, ef nauðsynlegt er, fara í stríðið, gæti bjargað Fralcklanrii. Ef ekki, kann svo að fara, að innan fárra daga verði mótspvrna Frakka brotin á bak aftur og yið stöndum einir eftir. Enda ]>ótt eg og núverandi stjórn myndum senda flot- ann yfir Atlantshaf, ef mótspyrnan yrði brotin á bak aftur hér, gæti til þess komið i baráttunni, að núverandi ráð- herrar yrðu valdaiausir og BreUand gæti komizt að mjög góðum sanmingum með þvi að gcrast lénsríki í hcimsveldi Hitlers. Vafalaust yrði stjórn, vinsamleg Þýzkalandi, sett á laggirnar, til þess að semja frið og hún gæti þá lagt fyrir sundraða og sveltandi þjóð nær ómótstæðilegar röksemd- ir fýrir þvi að játast undir drottnun nazista. Örlög brezka flotans myndu, eins og eg hefi þegar minnzt á við vður, hafa úi*slitaþýðingu um framtíð Banda- ríkjanna, vegna þess, að ef hann yrði sameinaður flotum Japans, Frakklands og ítaliu með hinn geysimikla iðnað Þýzkalands að bakhjarli, myndi Hitier hafa ægivald á höf- unum, Auðvitað gæti hugsazt, að hann notaði það af miskunnsamri liófsemi. Á hinn bóginn gæli hugsazt, að liann gerði það ekki. Þessi gerbreyting á styrjaldaraf- stöðunni á sjó gæti orðið mjög snögglega og áreiðanlega löngu áður en Bandaríkin væru fær um að búa sig undir liana. Ef við líðum undir lok, gæti svo farið, að upp rísi Bandaríki Evrópu, er stjórnað væri af nazistum, er væru miklit fjölmennari, iangtum -sterkari, og langtam betur vopnum búin er nýi heimurinn. Eg veit vel, lierra forseíi, að þér hafið þegar hugsað þessi mál, en eg tel mig hafa rétt iil þess að skrásetja, á live lifslíættulegan háít bandarískir hagsnmnir eru í veði í baráttu okkar og Frakklands. , Eg sendi vður, fyrir milligöngu Kennedvs sendiherra, skýrslu um tundursnillastyrk okkar til upplýsingar fyrir yður. Ef við verðum að lialda meginhluta tundurspillanna við strendur Austur-Englands vegna inmásarhættunnar, eins og.við munum gera, hvernig eigum við þá að taka á móti þýzk-ítölskum árásum á siglingaleiðir okkar og verzlun, en á þeim byggist tilvera okkar? Ef við fáum hina 35 tundurspilla, er eg þegar hefi lýst, mun það brúa gjána, þar til nýsmiðum okkar er lokið í árslok. Hér er um að i*æða ákveðið spor og' ef til vill úrsíitaspor, sem unnt er að stíga strax, og eg hvet alvarlcga til þess, að þér íhug'ið orð 11011.“ Það átfJ að báasi til vantar á Breiagne, Hin gífurlega en ruglingslega orusía var -brátt á enda kljáð á allri víglínunni í Frakklandi. Hér er einungis eftir að segja frá hinum smávægilega þætti Breta i henni. Broo- kehersliöfðingi hafði getiðsérgóðan orðstír i undanhalainu til Dunkirk. Þess vegna höfðu við kiörið hann iil þess að stjórna þeim liersveitum, seni enn voru eftir i Frakklandi og öllum liðsauka, ]>ar lil herinn yrði nægilega stór til þess, að -Gort iávarður tæki við honum sem stjórnandi lierjasamsteypu. Brooke var kominn til Frakklands og hinn 14. júni liitti liann liershöfðingjana Weygand og Georges. Weygand lýsti yfir ]iví, oð frönsku hersveitirnar gætu ekki lengur veitt skipulega mótspyrnu né framkvæmt samræmdar hernaðaraðgerðir. Franski heiinn var klofinn i fjóra hópa og var 10. lierinn vestast. Weygand tjáði honum einnig. að þaö hefði orðið að samkomulagi með stjómum bandamanna, að mvnda'brú- arsporð á Bretagneskaga, er yrði haklið sameidnlega af Bretum og Frökkum, eftir línu, er lægi nokkurn vegirin i norðursuður um Rennes. Brooke bentí á. að hessi lina v æri úm 150 km. löng og til varnar henni þvrfti nð minnsla lcosti 15 herfyíki. Ilonum var sagt. að þau fyrirmæli, er hann lief'ði fengið, hæri að skoða’s^m skipun. Það er satt, að liinn 11. júní höfðum við Revnaud, i Briare, komið okkur saman um að reyna að mvrida eins konar „Torres Vedras-linu**1) þvc’** vfir Brotf>"r*eokaea. t En ]>ii var allt í upplausn og ráðagerð þessi kom því aklrei til framkvæmda. í sjálfu sér var buemvndin skynsamleg, en staðreyndir sýndu, að liún var óframkvæmanleg. Þegar meginhluti franska hersins hefði verið hrakinn á flótta eða eyðilagður, hefði ekki verið unnt að halda þess- um brúarsporði lengi gean hnitmiðuðum árásum Þjóð- verja, enda þótt hann væri okkur svo dvnnætur. En jafn- vel fárra vikna mótspvrna Jiér hefði þó gert það að verk- um. að samband hefði Iialdist ri.ð Bretland O'f-eei't mö»n- legt að flytja rnikið lið íil Afríku frá liinni ge.ysihrei'ðu víclinu, sem nú var í tætlum, Ef halda átti áfram onistum i Frakklandi var það aðeins hægt á Bretanneskníín og i Frh. ð 4. siííu. 1) Vígstöð í Portúgal, þar sem Wellington vann mik- inn sigur á einum af marskálkum Napoleons. — Þýð. >» geíur ySur kost á að lesa margt, sem ekki er að liuna í öðrum blöðum. VISIR er eina blaðið, sem birt- ir greinar og heiSar síður um heilbrigðismál. VISIR er eina blaðlð, sem birtir greinar og Iteilar siður um tæknileg efni og framfarir á \m sviði. VISIR eina blaoið, sem birtir hinar stórmerku endur- minningar Churchills. VÍSIR er eina blaðið, sem íeit- ast við að birta fræðandi og skemmtilegar grein- ar, iaínírami greinum uxn dægurmál og stjórn- máS, heima og erlendis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.