Vísir - 22.03.1949, Blaðsíða 2

Vísir - 22.03.1949, Blaðsíða 2
2 V I S I R Þriðjudaginn 22. marz 1949 * ! í i l i i [ Þriðjudagur, 22. marz, — 8i. dagur ársins. (Einmámiöur byrjar). Sjávarföll. Árdcgisílóö kl. 11.50. ÆLl Næturvarzla. Næturlæknir er i Læknavarö- stofunni, sími 5040. Næturvörö- ur er i Laugavegs Apóteki, sími 1616. Næturakstur annast Hreyfill. Sími 6633. 11 bátar róa frá Höfn í Hornafirði. Á þessari vertiö róa alls ell- efu bátar úr verstöðinni aö Höfn í Hornafirði og hefir afli bátanna verið allgóður er gefiö hefir á sjó, en fyrrihluta vertíð- arinnar voru gæftir óvenjulega stiröar. Megnið af af'la Horna- fjarðarbátanna hefir verið flutt út ísvariö og eru nú farnir um sjö bátsfarmar af ísvörðum fiski. Dýrasta auglýsing í heimi. Stórblaöiö Chicago-Tribune flutti nýlega þá dýrustu aug- lýsingu, sem um getur í sögu dagbíaðanna. Öll forsíða blaðs- ins var prentuð á nýja tegund afþurrkunarklúta. í auglýsing- unni stóð, aö er menn heföi þvegið prentsvertuna af klútn- um mætti nota hann til heimilis- þaría. AÖeins „efniö“ í forsíð- una kostaði nær 300 þúsund krónum, en auk þess var kostn- aðurinn gífurlegur við prent- unina og allt, sem henni fylgir. fylgir. Mishermi var það í VísHí gær, að ílakiö af vélbátnum Gunnvöru heföi verið selt á 1000 krónur, en söluverð þess var kr. 6150.00. Glatt á hjalla annað kvöld. Annaö kvöld hefir Bláa stjarnan kvöldskemmtunina „Glatt á hjalla“, í Sjálfstæðis- húsinu. Skemmtun þessi hefir öðlazt mjög miklar vinsældir meðal bæjarbúa og hafa að- göngumiðar jafnan selzt upp á svipstundu og færri fengið en vildu. Sýningin hefst kl. 8.30 í kvöld. I Aflahæstur á Vest- fjörðum. Vélbáturinn Einar Hálfdáns frá Bolungarvík er*aflahæsti báturinn á þessari vertíð af Vestfjarðabátum. Nemur há- setahlutur á honum frá áramót- um hálfu níunda þúsundi krón- um. Skipstjóri á bátnum er Hálfdán Einarsson. Afli hjá Vestfjarðabátum hefir yfirleitt verið allsæmilegur þegar á sjó hefir gefið. óhagstæður vöruskipta- jöfnuður í febrúar. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um 10 millj. króna i febrúar. Nam verðmæti inn- flutningsins 33 millj. kr., en út- flutningsins 23 millj. kr. Mest var flutt út af hraðfrystum fiski í febrúar, eöa fyrir 12 millj. kr„ ísfiskútflutningurinn nam 7 millj. Sendið gjafirnar í dag. Bazar Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Hvatar verður i Lista- mannaskálanum á morgun og skulu þær félagskonur, sem enn hafa eigi komið gjöfum sínum á bazarinn til skila, koma þeim i dag til Maríu Maack, Þingholtsstræti 25 eða til ein- hverrar annarrar’konu úr baz- arnefndinni. Félag austfirzkra kvenna. í desembermánuði árið 1941 komu nokkrar austfirzkar kon- ur, sem búsettar e'ru hér syðra, saman hér í Reykjavík og á- kváðu að vinna að því að stofna íélag með þeim konum, sem hér dvelja og af austfirzku bergi eru brotnar. Aðalstarf „Félags austfirzkra kvenna“ er aö halda við kynningu milli kvenna af Austurlandi, sem í Reykjavík dvelja, en auk þess að rét ta hjálparhönd þeim Austfirðingum sem hér dvelja og einhverrar hjálpar eða styrks þurfa og koma þá eink- um til greina sjúklingar. Til þess að afla fjár til þeirrar styrktarstarfsemi hefir félagið einu sinni á ári „bazar“. Hinn 25. þ. m. — þ. e. á föstudaginn kemur — efnir félagið til hins árlega bazars síns, sem haldinn verður að þessu sinni í Templ- arahúsinu, salnum uppi. Er þess að vænta að Austfirðingar og aðrir þeir, sem tengdir eru Austfjörðum á einhvern hátt minnist þessarar viöleitni hinna austfirzku kvenna og líti inn á bazar þeirra. Musica. Nýtt liefti af fónlistarritinu Musica er komið út og flytur margvíslegt efni úr heimi tón- listanna. Ritið er prentað á vandaöan pappir og prýtt mörgum myndum. Nýtt blað hefur göngu sína í Eyjum. Sjálfstæðisfélag Vestmanna- eyja hefir gefið út nýtt blað er nefnist „Fvlkir“ og mun það koma út vikulega. Ábyrgðar- maöur blaðsins er Guðlaugur Gíslason, en ritnefnd, sem er kosin af fulltrúaráði flokksins i Eyjum sér um útgáfu blaðs- ins. * öil Cýa(frn$ ocf c^amaná Sridyeþraut — — (jettu hú — HnAAyáta hk 7/5 A — ¥ Á, 10,6,5 * Á,4 * Á,3 * — V D.,9,8,7 ♦ D,5 *D,7 * 10,7,6,4 ¥ — ♦ 7.2 * 5.2 Spaði er tromp. Norður á út og Suður og Norður fá alla slagina. Ráðning á skákþraut nr, 8: Dc4—fx. Bezíu auglýsing- arnar. Smáanglýsingar Vísis eru tvímælalaust beztu og ódýrustu auglýsi: ; :.rnar, sem Reykja. víkurblöoin hafa upp á að bjóða, Hringið- i - ítna 1660. og þá verður auglýsingin skrífuð niðtir yður að fyrirháínarlausu. Skrifstofa Vísis, Austurstræti 7, f:r opin dagit rá kl. 8 ár- degis til kl. 6 siödegis 32. Eina leit eg auðarsnót að því máttu gæta víst hún gerir vegabót ef virðar slíku sæta. Hún er nokkuð höfuðstór harla mittisdigur, fótur hennar fjarska mjór fær þó tíðum sigur. En þegar hún endar skeið óðar snýr til baka, sína gengur sörnu leið . sárt þó gjörir kvaka. Þf r mærir þessa slóð þvernauðugir ganga eí hún revnist ekki góð oit þeir. falla ;i vánga. Þá er nærri þunclur brands Jiegna fallna drégur síðan upp til tma íands sá' er þægilegur. Ráðning á gátu nr. 31 : Tíminn; blöðin: dagur og nótt. Þegar hugrekkið bregst'þá bregst líkamin,”.. öruggur hugur gerir öruggar fætur, lamað- urhugur, gerir lamnðar fæt- ur. — Spakmæii. .* »7' -■ u£Í.Ö 'í 'Usilíí'Á Lárétt: 1 Kaklur, 5 slár, 7 tveir eins, 8 ferðaðist, 9 lyfseð- ill, 11 mannsnafn, 13 líkams- hluta, 15 elskar, 16 hvolfdu, 18 tvíhljóði, 19 veitingar. Lóðrétt: 1 Dökkur, 2 gróða, 3 landi, 4 ending, 6 lýstuð, 8 hóta, 10 manni, 12 frumefni, 14 gtímu, 17 ósamstæþir. Lausn á krossgátu nr. 714: Lárétt: t Tútinn, 5 áði, 7 P. U., 8 Á. O., 9 S. K„ 11 Rist, 1.3 ; vor, 15 var. 16 Amor, 118 Ra, 19 rafal. Lóðrétt: 1 Tvisvar, 2 táp, 3 iSur, 4 Ni, 6 kotran, 8 ásar, ic> koma, 12 IV, 14 rof, 17 Ra. ! Uíl ! íifl ) (; • (jy , ,1 , } fj Matthías Einarsson læknir. 7. júní 1879 — !5. nóv. 1948. Þú ert fallinn, fölnaður sem gras, en frægðarljómi minning þína gyllir. Hvort þjóðin eignast annan Matthías, sem auða skarðið látins aftur fyllir, þar um spádónr skal eg eng.um eyða, á því svarið framtíðin að greiða. Þú áttir leið hjá lágunr sjúkrabeð, hvar löngum þjáður eftir hjálp vann kalla; þú lagðir störf þín, gott og tryggt nreð geð, á Guðs og manna kærleiks- fórnar stalla; þú gekkst á hólnr við helju tvítugfalda, en hafðir sigur, velli náðir halda. En hópur sá, er heiman fylgir þér og hinzta sinni veitir brautar- gengi, bjarta, ljúía minning með sér ber, mun hún snerta hugans innstu strengi, því til vor enginn aftur konr til baka, sem andvarp hinzta þessa lífs vann taka. Allri þrenging önd þín leyst er frá, yfirstigin takmörk lífs og dauða. Horfnir vinir heilsað þér nú fá, hvar að lengur kennir engra nauða. Jarðlífs leiíar grafarskautið geymir, en gengnum sporum sérhver af oss gleymir. ólafur Vigfússon, Laugaveg 67. Leiðrétting. í gær misritaðist nafn sigur- vegarans í drengjaflokki brun- keppninnar. Hann heitir réttu nafni Magnús Ármann. Spilfundur í kvöld. Kvennadeild Bridgefélags Reykjavíkur helclur spilafund í Breiðfirðingabúð i kvöld kl. 8. | Hvar eru skiþin? Ríkisskip: Esja var á Akur- ureyri í gær á austurleið. Hekla fór frá Reykjavík á hádegi í dag austur um land í hringferð. Herðubreið átti að fara frá Reykjavik kl. 23 í gærkvöldi til Vestfjarða með viðkomu á Arnarstapa. Skjaldbreið var á Salthólmavík í gær. Þyrill er í Reykjavík. Súðin er á leiö frá ítaliu til íslands. Hermóður. var á Patreksfirði í gær. Skip Einarsson & Zoéga: Foldin er á ísafirði. Spaarnes- room fermdir í Ams.terdam 22. þ. m. i stað Lingestroom og í Antwerpen 23. þ. m. Reykjanes fór frá Port Harbour 21. Jj. m. áleiðis til íslands. Útvarpið í kvöld: Kl. 20.20 Tónleikar Tónlist- arskólans: Brandenborgarkon- sert nr. 5 eftir Bacli. (Dr. Vic- tor Urbantschitsch, Árni Björnsson, Björn Ólafsson, Katrín Dannheim, Indriði Bogason, dr. Heinz Edelstein og Einar Waage leika). — 20.40 Erindi: Stormur yfir As- íu ; II.: Umbrot og byltingar. (Baldur Bjarnason, magister). — 21.05 Tónleikar (plötur). — 21.15 Upplestur: „Ljóti andar- unginn“ eftir PI. C. Andersen (Einar Pálsson leikari les.) — 211.40 Tónleikar (Plötur). 21.45 Á innlendum vettvangi (Emil Björnsson fréttamaður). 22.15 Endurteknir tónleikar: Tón- verk eftir Debussy (plötur). — Veðrið. Fyrir NA’ Íand er alldjúp lægð á hreyfingu NA-eftir. — Grunn lægð yfir Grænlands- hafi. Horfur: SV stinningskaldi eða allhvass og él fyrst, en síð- an S og SA kaldi og lítilshátt- ar snjókoma. Léttir sennilega til með NA kalda i nótt. 10 þúsund króna lán óskast. — Vil borga alit að 10 prósent vexti. Góð trygging. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi tilboð inn 4 afgr. bláðsins merkt „98“. Tónllstarblaðið MUSICA 6. tbl. 1. árg. er nú komið út. Er blaðið fjölbreytt að vanda; og eru m. a. greinarnar: Vér veslingar„ eftir Björgvin Guð- mundsson tónskáld; 100 ára dánanninning Chopin; viðtal við Kristinn Ingvarsson orgelleik- ara; Víðsjá; Tónlistarlífið; og m. fl. 1 heftinu eru auk þess þrjú lög eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld. Nýir áskrifendur geta enn fengið blaðið frá byrjun. Tónlistarblaðið MUSICA Laugavegi 58. Áskriftarsímar 3311 og 3896. IÐNNÁM ' Gctum tekið ungan mann til náms í járn- og málm- steypu. Nánari uppl. á skrifstofunni, Mýrargötu 2. -H/F • ííjí >d i 1 i!í • iuí 1 'irs 1. ð' ■ iVt 6 i' , <; :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.