Vísir - 24.12.1956, Blaðsíða 27

Vísir - 24.12.1956, Blaðsíða 27
JÖL.4BLAÐ VfcálS 27* finnst mér nærri heitara úti en inni.“ „Ég hef ekki komið hér inn í Efstabæ síðan ég korn ur skólanum, áður kom ég stund- um með Veigu eins og þú inanst. Við vorum jafngömul og mér líkaði bezt við hana af telpun- um í barnaskólanum því hún var alitaf svo stjórnsöm.“ Rósa svaraði litlu og það varð vandræðaleg þögn. „Þú ættir ekki að standa hér úti“, sagði Eiður loksins. Rósa leit svo'lítið ráðaleysis- iega á hann. „Ef þú vildir koma inn er það velkomið“, sagði hún. „Já þökk fyrir, ég vil það“, sagði Eiður glaðlega. Hann kannaðist vel við þetta litla hús, það hafði alltaf minnt hann á dvergabæ í æfintýrun- um. Eini ylurinn í eldhúsinu var frá litlum lampa, sem hékk þar á þilinu. „Hér er alltof kalt fyrir þig“, tautaði Eiður. „En hérna er kannske hlýrra“, sagði hann og opnaði hurð innar af eldhús- inu. „Æ nei, það er alls staðar eins“, sagði Rósa og tók lamp- ann af naglanum. „Við notum þennan lampa þar líka, hann nægir í þessi lit'lu húsakynni.“ Eiður þagði. Inni í-herberg- inu stóðu rúmin þeirra, — und- ir sængunum voru einu fyrir- heitin um hlýju í vetrarkuld- anum. „Engin upphitun“, tautaði hann, „og þér má ekki verða kalt.“ „Hjá því verður ekki kom- izt“, anzaði hún. „Annars höfum við litla olíuvél, sem við getum kveikt á, þegar ekki er eldur í vélinni, en henni fylgir alltaf óloft og húrx eyðir ótrú- lega mikilli olíu.“ Alvaran, sem aila tíð hafði verið einkennandi fyrir þennan unga mann, varð gleði blandin. | Hann langaði að hlæja, r.éttj | eins og stundum þegar amma ; j hans ræddi við hann. Hún var S I svo markviss, hún amma, hún j kunni að gleðja og fræða í senn. — En hér var vérkefni við hans : hæfi.. Honum kom þetta fólk við og þessi litli bæi. — Og! Rósa var ekki lengur nein ’ venjuleg smástúllía, hún var komin á blómaskeið, og þó hún j væri grönn og smágerð, sam- i svaraði hún sér vel. Hár henn- ar var dökkt og gróskumikið, augun dökk og djúp. — Þegar | Eiður kom að Efstabæ með Veigu, minntu augu Rósu hann alltaf á flauel. Þögul og hrein höfðu þessi flauelsaugu mænt á þau eldri krakkana_ til þess að láta í ljós sorgir sínar, þrár eða gleði. — Nú var Katrín gamla,frænka þeirra systranna, horfin héðan frá Efstabæ og Veiga var á förum. Það var ekkert líf fyrir Rósu að vera hér ein eftir með gamla mann- inum. -— Draumur Eiðs var að verða að veruleika. Hann var nógu sterkur til að geta veitt þessari stúlku aðstoð sína, ef hún vildi. — Já, ef hún vildi? Honum vai'ð svolítið órótt, er hann hugsaði til þess, að hún kynni að hafa önnur sjónarmið en hann. En Eiður var sann- færður um það, að engin mann- eskja gat verið allslausari en Rósa. Honum fannst það ein- hvern veginn vera sín sök, skorturinn sem hún bjó við. Eiður horfði á Rósu, honum fannst hann verða að brosa. Sennilega var hann svolítið kjánalegur, en slíkt var ekki hægt að setja fyrir sig. Hér eft- ir myndi allt sem tilheyrði þeim sitt í hvoi-u lagi verða þeirra sameign. „Komdu með olíuvélina,“ sagði hann lágróma, nærri biðjandi. Rósa horfði á Eið. Hafði henni ekki misheyrzt? „Eiður brosti aftur. „Já, mig langar í kaffi, sem þú hefur búið til, þó það kosti seinasta olíudropann á heimilinu og allt kaffið, sem átti að sendast yfir jólin.“ Ennþá horfði Rósa á Eið, eins og hún efaðist um, að honum væri alvara. Allt í einu leit Eiður í kring- um sig í litla herberginu, gekk síðan að hurðinni og lokaði henni. Hann sneri sér að Rósu og sagði: „Myndir þú geta treyst mér, Rósa?“ Aftur varð alllöng þögn. Rósa leit á Eið sínum djúpu, fögru augum. „Ég hefi alltaf elskað þig,“ sagði hún lágt. „Ég var aðeins ári yngri en Veiga, en svo grönn og' lítil eftir aldrþ að óg var alltaf smábarnið í ykkar aug- um." „Vitleysa," sagði hann og gekk feti nær og þrýsti henni að sér. Hann lagði vangann að fallegu, gróskamiklu hári henn- ar, en Rósa lagði saman hend- urnar og þrýsti þeim að brjósti sér, eins og hún væri á bæn. Hógvær og hjartahrein, hugsaði Eiður. „Við urðum bæði að hafa ráð- rúm til að vaxa,“ sagði hann loks. „Já,“ anzaði hún lágt. „Stund um sá ég þig ganga úti með henni ömmu þinni, höfðinglegu konunni með bláu augun, sem alltaf horfðu beint á mann. Og þá óskaði ég þess, að ég væri -líka hennar barn.“ „Þú ert það líka, elskan mín,“ hvíslaði hann. Þegar Jón gamli kom inn strauk hann sér tvisvar um augun, hann trúði varla því sem fyrir augu hans bar. Bað- hita lagði á móti honum, það kraumaði í katlinum á vélinni og ekki eitt heldur tvö kerti loguðu á borðinu í herberginu þeirra. Það var barnalegt af Rósu að eyða báðum kertunum í einu^ en það var auðséð á öllu, að hún vildi taka vel á móti þessum gesti. Jóni gamla var ekki létt í skapi, þó þau hefðu þennan góða gest. Hann hafði misst alla von um, að hann myndi nokkurn tíma losna við þær skuldir, sem hlaðizt höfðu á hann við veikindi Rósu. Alla sína ævi hafði hann reynt að skulda ekki neinum neitt, én öll sú fyrirhöfn var nú til einsk- is. Aldrei framar myndi hann bjargast af sjálfdáðum. „Þú gætir nú sem bezt gex't þér eitthvað úr kofanum mín- um,“ sagði Jón gamli allt í einu við Eið. í fyrstu áttaði Eiður sig ekki á, hvað Jón átti við, en skildist loks, að Jón var einnig óánægð- ur með að skulda honum. „Hættu að hafa áhyggjur út af þessum peningum, Jón minn,“ sagði Eiður ósköp hæg- látlega. „Hún Rósa borgar sjálf þessa skuld sína. Allt sem ég á tilheyrir henni líka.“ Jón gamli þagði. Það var erf- itt að ráða af svip hans hvort þessi frétt gladdi hann. Loks sagði hann c. ðliíega hátt: „Nií jæja, það er þá svona.“ Þegar Eið’ r fór heim til sín um kvöldið var hann ;í senn bæði glaður ig uhdrandi. Fyrir fám klukkusíundum hafði hailn gengið hér um, an þess að víta það sjálfur hvað hann var að fara eða hváð hann vildi, en nú hafði þei ia allt opnast fyrir honum, að nann var nú fyrst að byrja að verða til fyrir sjálf- an sig og íiðrá. Nú ríkti hjá honum sama jáfnvægið og á meðan amma hans annaðist hann, nú var hann ékki lengur einn eða einmana, en sennilega hefði hann aldréi gengið svona langt, ef þeim feðgum hefði ekki orðið sundurörða. Já atvikin voru margvísleg. Hann minntist þess, að amma hans sagði stundum, að oft liti út eins og mennirnir væru ekki sjálfráðir rrerða sinna, en helzt virtist sér þetta þö koma fram, þegar um ástina og tilhugalífið væri aö ræða. Eiður iiristi höfuðið. Það var til lítils að vera að hugsa um þetta. Harm vissi það eitt, að hann var loks orðinn hamingju- samur maður, sjálft lífið hafði öðlast gildi fyrir hann, hvernig sem því var í rauninni háttað. Gunnbjörn kaupmaður tók morgunkveðju sonar síns með svipuðum hætti og venjulega. „Mér þótti þetta leitt í gær,“ sagði Eiður formálalaus. „Þú hafðir mikið til þíns máls en lífsreynsla mín er harla lítil.“ Gunnbjörn kaupmaður þagði. Hann skildi ekki vel þessa breytingu, sem orðin var á Éið. „Auðvitað var það með öllu ástæðulaust að leyna þvl fyrir þér, hváð ég gerði við pening- ana sem þú spurðir mig um,“ 091 Heildverzlun r Hafnarstræti 15 - Reykjavík Sími 1747 - Símnefni: Þóroddur Kaupir ætíð hæsta verði B iil <sil Hross h á r G a r n i r G æ r m r H ú ð i r K á 1 í n k i n n S e I s k S n n Æöardún G r á s 1 e p p u h r o g n S k r o i S ^jKíœ (^auer-zíitn nareóar Selií'irs ndmóóonar o«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.