Vísir - 24.12.1956, Blaðsíða 29

Vísir - 24.12.1956, Blaðsíða 29
.1ÓLABLAB ¥ÍSIS - m ur en við köstum dómi að öðr-: ' um.“ María kallaði á Sillu og bað? hana að sjá um matinn fyrir sig, hún væri ekki vel frísk og yrðil að leggja sig. Þegar Eiður kom heim að borða fannst honum allt eitt- hvað svo undarlega þögult í húsinu, næstum óhugnanlegt tómahljóð í stofunni. Ella kom framan úr eldhúsi með fram- reiddan fisk á fati og bað þá að gera svo vel. „Hvar er mamma?“ sagði Eiður. „Hún er ekki vel frísk,“ sagði faðir hans, án þess að líta upp úr blaðinu. „Er hún þá í rúminu?“ „Já, hún lagði sig.“ Án þess að spyrja frekar, stóð Eiður upp frá borðinu, fór fram á ganginn og' gekk hægt upp stigann. Hann opnaði hjjóð.- léga hurðina að svefnherbergi foreldra sinna. Móðir hans lá í rúminu og hafði dregið sæng- ina upp fyrir höfuð. Eiður læddist að rúminu og hvíslaði: „Sefur þú, mamma?“ „Hvað viltu?“ anzaði hún ekki óþýðlega. Hann tyllti sér á rúmið og lagði handlegginn með var.úð yfir sænginat sem huldi móður hans. „Mér þykir það leitt að þú skulir vera lasin“, hvíslaði hann. „Eg vildi svo gjarnan að þú hefðir getað glaðst með mér i tilefni af því, sem pabbi var að segja þér frá. Á allra sein- ustu ævidögum ömmu minnt- ist hún á komu þína í þetta hús. Hún sagði mér, að þú hefðir komið slipp og snauð, en það hefði ekkert gert til því þú hefðir yerið eina rétta konan fyrir babba minn, — og eins vona ég að þér finnist um þó stúlku, sem ég hefi nú ákveðið fyrir mig.“ María dró sængina ofan af höfði sér. Hún var rauð og heit í andliti. „Hafði amma þín þessi orð um mig, Eiour?“ „Já, það gerði hún.“ Þetta var annað en. María hafði haldið um tengdamóður sína. Og nú fann María til þess, sem hún hafði ekki nægilega athugað áður, að það var al- varlegt mál, að, dæma aðra að óreyndu. Hún skyldi talta svo vel á rnóti Rósu að ekki endur- tæki sig hjá henni sá sarni ótti og Jiafði gripið hana sjálfa, er hún kom í þetta hús, að hún væri eltki velkomin, „Eg óska þér til. haminsju með stúlkuna þína, Eiður minn,“ sagði María hlýlega og togaði son sinn niður að sér og kyssti hann á vangarin. „Ég kem rétt strax niður,“ bætti, hún við.. „Mér líður miklu betur núna.“ ý HERGILSEV 0 m m Á ráðstefnu einni þar sem rri. a. var rætt uni kynferðisglæpi, var mættur fulltrúi frá Burma. Hann hélt ræðu á síðasta fundi ráðstefnunnar og sagði m. a.: „Því miður get eg lítið lagt til þessara mála. Eins og kunnugt er, er Burma eitt hinna frum- stæðu landa og kynferðisglæpir eru óþekkt fyrirbrigði hjá okk- ur. En þar sem menningin held- ur nú óðum innreið sína í land okkar, vona ég, að eg geti lagt meira til málanna á næstu ráð- stefnu.“ Framhaíd af bls. 10. seglasauminn undir bæjar- stafninum, og ræddum við um daginn og veginn. Fann _ég að maðurinn var sögufróður og minnugur að sama slvapi. Hafði liann og á takteinum fjöldann allan af , dulrænum sögum og fyrirburðúm, og sagði mæta | vel frá. Og það hygg ég að eng- ! um gesti hafi leiðst í Hergilsey meðan Sræbjörn, og þau hjón bæði, áttu þar húsum að ráða. Alltaf voru nýjar og nýjar sög- ur á takteinum; enda hafði æfi hans verið ærið viðburðarík, en aldrei þvarr kjarkur hans og áræði meðan honum entist líf og heilsa.. Ýmsum raunurn átti Snæbjörn að mæta, eins og gerist og gengur, en tók þeim öllum með karlmarfnlegri ró. Einu sinni lenti hann í skip- reika og missti þá af sér alla paenn sína, en hann bjargaðist nauðuglega sjálfur. Til þeirrar reynslu hans lýtur þessi vísa: hans senniJega: „Ég hef reynt í éljum nauða jafnvel meira þér. Á landamerkjum lífs og dauða leikur enginn sér.“------- Daginn eítir var Snæbjörn árla á fótum, og flutti mig til strandar að Brjánslæk, en kor>> ekki heim .á bæinn, en þá bjó þar einhver kærasti vinur hans séra Bjarni Símonarson, síðar prófastur. En Snæbjörn fór þegar um hæl aftur. Ekki mátti ég koma við að borga honum farið. Það taldi hann móðgun við sig og sitt heimili. Þetta var í fyrsta sinn, sem sá er þetta ritar, naut stórmann- legrar gestrisni á heimili þeirra hjória, en oft síðan með miklum myndarbrag ' og tilkostnaði, er sýslufundir voru haldnir þar, sem oft var. Var þá stundum j fjölmennt í IJergilsey, en þá Jék húsbóndinn á als oddi er flestir voru gestirnir, enda voru þau hjón samvalin um rausn og myndarskapj og margur fá- tæklingurínn átti athvarf þar um bjargræði, er þá þraut, en bú þeirra hjóna í blóma, enda var húsbóndinn aðdráttasamur bæði til sjós og lands með af- birgðum. Um skeið var Snæbjörn skipstjóri á skútu sem þeir frændur og mágar áttu saman og hét „Sigurborg“ var hann aflasæll og farnaðist vel með hana. Það var einhverju sinni meðan hann átti heima í Svefn- eyjum að hann sigldi inn flóann með 50 þúsund af þorski eftir túrinn, að Snæbjörn sá hval á reki út og vestur af Flatey. Hann gat komið festum á hval- inn og færði til Svefneyjar. Var hvalurinn 33 álna langur, og. fengust af honum 180 vættir af spíki og rengi, auk annars. Gefur þetta góða hugmynd um aflaföng hans, meðan þrek hans var enn óbilað, enda gnægð gaeða vestur þar í eyj- uriúrrt, sem dugaridi menn kunnu þá vel ,að hagnýta sér. Éin’s og' ég héf tekið fram,, hér að framan, var Snæbjörrr vinum sín.um mesta tryggða- tröll, og ef einkenna ætti skap- gerð hans mætti ef til vill gerai það eitthvað á þá leið, er einni bezti vinur hans lét sér umfi munn :fara: „Ég get ekki hugs- að mér betri vin en hann, en vera má að andstæðingurai hans hafi fundist anda svaifc frá honum.“ G. J. Maður nokkur var boðinn í mikla matarveizlu. Hann var óvanur að sitja slíkaf veizlur og spurði vin sinn m. a. hvern- ig hann ætti að vita hvað bprð- áliöld ætti að nota með hverj- um rétti. „Það er ósköp einfalt," sagði' vinurinn, „þú tekur bara alltaf þá skeið, hníf eða gaffal, sem er lengst írá.“ Þegar þeir hittust næst spurði; vinurinn hann, hvernig þetta hefði nú gengið. „Jú, þetta gekk nú allt sam- an, en það ætlaði ekki að ganga. vei að ná hnífunum frá biskup- unum.“ Angus frá Glasgow var ný- giftur og auðvitað kom um- boðsmaður frá vátryggingarfé- laginu og vildi líftryg'gja hann. — Jæja, Angus, nú þegar.þú, ert búinn að gifta þig, verþ'ur þú að kaupa þér líftryg'gingu. — . Nei, góði minn, . syc? hættuleg er hún ekki. HfUIMIÐ ao áuauc er *fl an aj' barna- ocj kuetipeijó meát ocj bezt huetipeiiáum t , ' L Liruali omi óatinfœn. ót i læara ua r o Sendum gegn póstkröfu Urn landallt. m ™ F SkólavörÖustíg ) 8. - Sími 2779. prentast bezt ef myndamótin eru Laugavegi 1 - Sími 4003

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.