Vísir - 24.12.1956, Blaðsíða 28
JÓLABLAÐ VÍSIS
|!&
hélt Eiður áfram. „Ég lét Rósu
j Efstabæ fá þá, svo hún gæti
komist, á sjúkrahús.“
Það ýarð algjör þögn. Eiður
horfði á föður sinn en af svip
hans gat hann ekkert ráðið.
„Þú misskilur mig, pabbi. Ég
iek ekki að mér allra erfiðleika
þó ég hjálpi henni. Hún er
unnusta mín.“
„Ertu þá hættur við að hugsa
til að brjóta athafnamennina á
bak aftur til að upphefja hina?“
sagði faðir hans.
Eiður horfði á föður sinn.
Hann undraðist hvað hann sagði
'þetta þykkjulaust og án þess að
ibreyta um svip.
„Þó við höfum ekki verið á
-eitt sáttir, hefi ég aldrei ætlað
mér það,“ sagði Eiður. „En ég
beld ég hafi vérið að leita að
sjálfum mér og sú leit komið
þannig út,“
,Það er gott að heyra,“ sagði
Gunnbjörn kaupmaður heldur
dáufleg'a. Annars var hann
þegar staðráðinn í því, að vera
ekki á móti ráðahag sonar síns
og Rósu. Það gat margt verra
komið fyrir Eið en að taka að
sér fátæka, heilsulitla stúlku.
Þó hann hefði aldrei haft sér-
legar mætur á Jóni í Efstabæ,
fann hann einhverja handleiðslu
i þessu. Sonur hans hafði verið
áð komast á hættulegt stig sem
hann efaðist um að hefði orðið
honum heppilegt fyrir framtíð-
ina. En þetta gat miklu breytt.
Það var bezt hann talaði sjálfur
og strax við konu sína og dóttur.
María var svo kvíðandi yfir
þessu ósamkomulagi þeirra
feðganna, sem hafði þó jafnað
sig af sjálfu sér, svo var fyrir
að þakka.
„Þér er þá alvara með þetta,
Eiður?“ sagði faðir hans eftir
þessa yfirvegun.
Eiður horfði hálf undrandi á
hann.
„Já, það er eins og ég’ hefi
sagt þér,“ sagði hann.
„Ég vissi það þó ég spyrði
svo. En ég var að hugsa um
að tala um þetta við hana móður
þína og Sillu.“
„Því skyldi ég ekki gera það
sjálfur,“ sagði Eiður snögglega.
„Nei, sjáðu nú til, hún mamma
þín var leið yfir missætti okk-
ar í gær. Ég vil sannfæra hana
um, að Það sé allt búið.“
Gunnbjörn tók af sér gler-
augun og lagði aftur bókina,
sem hann var nýbúinn að opna.
Þó hann léti ekki á því bera
var honum svolítið órótt gagn-
vart konu sinni og dóttur. Hvað
mundu þær eiginlegá segja um
þennan fyrirhugaða ráðahag?“
„Komi hér einhver að spyrja
eftir mér, verð ég við eftir
hádegið,“ sagði Gunnbjörn um
leið og hann fór út af skrifstof-
unni.
,,Ó, hvað mér brá,“ hrópaði
María, þegar maður- hennar
kom allt í ejnu inn í borðstof-
una. „Hverju gleymdirðu,:
Gunnbjörn?“
„Engu, alls engu,“ svaraði
hann heldur stutt.
„Hefur þá eitthvað komið
fyrir?“ sagði hún óttaslegin.
Maðurinn þagði og gekk út
að glugganum,
,Ó, Gunnbjörn, því anzarðu
ekki?“
„Þú talar svo mikið, að ég
kemst ekki a@ý‘ sagði hann svo-
lítið ergilegur.
María stundi óþolinmóð og
þagði. Þó gat hún ekki lengi
setið á sér:
„Ég vona þið Eiður hafið tal-
að saman í morgun,“ sagði hún
hvíslandi.
„Já, við höfum gert það.“
„Láttu ekki svona kona. Ekki
höfum við gert svo mikið af
því að rífast um dagana. Þessi
missætt okkar er nú lítið meira
en byrjun og algjör lokaþáttur
á því sviði. Mér kom það líka
mjög' á óvart, ef sonur minn
yrði til þess að vekja óróa.“
„Það er satt,“ anzaði María.
„Slíkt væri algjörlega ólíkt
honum.“
„Eiður hefur fengið annað á-
hugamál. Hann er heitbundinn
Rósu í Efstabæ."
„Heitbundinn Rósu í Efsta-
bæ,“ hrópaði konan.
„Ertu að ganga af göflunum,
kona. Þarftu að hrópa þetta um
allt húsið.“
„Ó, hvernig í ósköpunum
getur hann Eiður látið sér detta
þetta í hug. Ég hefi heyrt að
stúlkan sé dauðheilsulaus og' ó-
burðug sýnist hún vera. — Og
hver sem sér nú hann Jón gamla
í Efstabæ.“
„Heyrðu María. Nú segir þú
ekki eitt einasta orð. Það er
'skipun mín til þín og Sillu, að
ef þið getið ekki tekið þessu
vel, þá steinþegið þið. Það get-
ur margt verið miklu verra en
það, þó Eiður fái sér konu, sem
einhver telur honum ekki sam-
boðna. Það verður Eiður, sem
tekur við verzluninni af mér,
en Silla giftist einhverjum, sem
þú verður ánægð með.“
Þegar Silla kom inn sat móð-
ir hennar á legubekknum í
horninu við gluggann og grét.
Hún komst brátt að því, af
hverju hryggð hennar stafaði.
Sem snöggvast varð henni all-
mikið um þessa ákvörðun bróð-
ur síns, en hún var nú þannig
gerð, að hún setti hlutina aldrei
lengi fyrir sig. — Hún hlakkaði
til jólanna, til allra skemmtan-
anna, sem byrjuðu strax á ann-
an, — og svo allra heimboð-
anna, í læknishúsið, á prests-
setrið og víðar í þessari skárri
hús.
„Við skulum ekki vera.að
hugsa um hann Eið, mamma,“
sagði stúlkan. „Þó hann sé foezti
strákur, þá veiztu hvernig hann
er. Þegar við erum að gaspra
saman, þá er hann með hugann
einhvers staðar langt, langt í
burtu. Ég get ekki öfundað
stelpugreyið, að fara að taka
svona mann að sér, ef hann
hættir þá ekki þegar minnst'
varir að hugsa um hana.“
„Það er lítil von til þess,“
sagði móðir hennar hnúggin.
„Þú veizt nú hvernig hann Eið-
ur er. Það sem hann tekur- að
sér á annað borð er ekki laust
úr greipum hans.“
Gunnbjörn hafði hlustað á
þær mæðgur með stakri þolin-
mæði. Það fór sem hann hafði
grunað, að þetta myndi koma
þeim úr jafnvægi. Hann end-
urtók sín lokaðorð í þessu máli
og sagði, — að á móti stúlkunni
yrði ekki mælt eitt einasta orð.
slíkt til tæki myndi verða illa
séð og gæti haft hinar alvarieg-
ustu afleiðingar.
María reyndi að hressa sig
upp, áður en hún fór fram í eld-
húsið að sjá um matinn.
„Ertu eitthvað lasin?“ sagði
Mekken gamla eMhússtúlkan
þeirra. ,,Þú ert svo föi og tekin
til augnanna, að það er rétt
eins og þú hafir grátið."
„Sést það svona á mér?“ sagði
konan hnuggin. „Þú ert nú eins
og ein af fjölskyldunni, Mekk-
en, og fyrst útlit mitt fór ekki
fram hjá eftirtekt þinni, þá
máttu gjarnan vita hvað veldur
ógleði minni. Hann Eiður kvað
vera trúlofaður, og hann valdí
þá úr. Láttu þér ekki verða
mikið um, stúlkan er dóttir hans
Jóns gamla í Efstabæ, Rósa er
hún kölluð.“
„Þettá þykja mér talessaðar
fréttir,“ sagði Mekken gamla.
Þau í Efstabæ eru af traustum
og góðum stofni Jromin, og þótt
erfiðleikarnir hafi verið þeim
æði þungir í skauti nú um tíma,
þá mun því lokið fyrst svona er
komið, og betri dagar blasa við.
Hin dóttir Jóns er trúlofuð Úlf-
ari á Vegamótum. Þú kannast
við það fólk, María.“
„Það mátti svo seín segja mér
fyrirfram, Mekken, að ekki var
mikið að í þínum augurn^ fyrst
það var Eiður, sem átti tiltæk-
ið. Veiztu ekki að Jón í Efsta-
bæ hefur legið hálfgert við sveit
seinustu ár?“
,’,Ég var að segja þér, María,
að hann hefur átt erfitt. Ann-
ars ættir þú sízt að setja fá-
tæktina út á stúlkuna. Mig
minnir að ein viss manneskja
ætti lítið nema fötin sem hún
stóð i,'ef hún kom í þetta hús.
En hún var ekki úr héraðinu og
engir hér þekktu ástæður henn-
ar.“
„Þökk fyrir sneiðina,11' sagði
María og það var niðurbældur
grátur í rödd hennar.
„Það var engin sneið til þín,
góða mín,“ anzaði Mekken
gamla. „Mér finnst aðeins^ að
við verðum að gá fyrst að, hvað
næst stendur okkur sjálfum, áð-
BDHÐALMAIÖK
f
I þurfa að vera á hverju skrifborði.
\ Fást í bókaverzlunum og ritfanga-
| verzlunum eða beint frá okkur. -—
j
I Kaupmenn og kaupfélög
l
V'
l Engin auglýsing er jafn áhrifamikil
og
Hringið til okkar í síma ] 640 og fáið
upplýsmgar.
iF
NÁMSGRE IN AR :
1*« *
SmBwhmtÁ i
¥-
t,
íslenzk réttritun,
Islenzk bragfræði,
Danska fyrir byrjendur,
Danska, frambaidsflokkur,
Enska fyrir byrjendur,
Enska, framhaldsflokkur,
Franska,
Þýzka,
Esperantó,
SáÍarfræði,
SkipuL og starfsh. samvinimfélaga,
Fundarstjórn og fundarreglur,
Bóreikningar,
Bókfærsla i tve’mur flokkum,
Reikningur,
Algebra,
Eðlisfræði,
Mótorfræði í tveim flokkum,
Landbúnaðarvélar og verkfæri,
Siglingafræði,
Skák í tveim flokkum.